Vikan


Vikan - 22.01.1953, Blaðsíða 3

Vikan - 22.01.1953, Blaðsíða 3
Hver skilur þetta? Að ala rétt upp barnið Hér er svolítið próf fyrir mæður og skyldurækna eiginmenn AÐ hafa verið skrifaðar svo margar bækur og blaða- greinar um barnauppeldi, að það er fullkomið álita- mál, hvort þær kæmust fyrir í meðal bókabúð. Auk þess er það eins með þessa vísindagrein og flestar aðr- ar: liún er talsverðum breytingum undirorpin, það sem er heilagur sannleikur í dag, getur allt eins verið al- rangt á morgun. Það eru til mæður, sem reyna að ala upp börnin sín eftir bókum, þó að flestar gefist þær upp á þessu fyrr eða síðar — til allrar hamingju fyrir börnin! Þar með er ekki sagt, að bækur um barnauppeldi séu einber hé- gómi. Það eru til mörg stórfróðleg rit um þessi efni. En börn eru býsna flóknar litlar mannverur, og það, sem á við eitt barn, þarf ekki nauðsynlega að eiga við barnið í næsta húsi. ER ÞETTA RÉTT EÐA RANGT? Þeir óðu eld, eins og ekkert væri ESSAR fréttir um fljúgandi diska og vígahnetti — það má heita að þessi óskiljanlegu fyrirbæri séu farin að gera okkur gramt í geði. Hvað er þetta eigin- lega? En það er svo margt, sem við ekki skiljum, þó að það þjóti ekki hljóðlaust um loftið, gefi af sér grænleita birtu og hverfi eitthvað út í buskann, enginn veit hvert. Lesið til dæmis þessa frásögn breska hermannsins á Malakkaskaga, sem fékk að vera viðstaddur eldgönguna: UM þrjár mílur frá Georgetown ók ég fram á mikla skrúðgöngu. Fyrir henni fór gamall Indverji með blásturshljóðfæri, sem var nærri þvi eins stórt og hann. En næstur honum kom miðaldra Indverji á rösklega metersháum stult- um. Hann dansaði í sífelda hringi og það hringl- aði án afláts i glerperlunum, sem héngu við lík- ama hans. Þær voru á krókum og krókunum krækt í holdið. Strax á eftir þessum manni komu eldgöngu- mennirnir. Þeir báru á milli sin risastór skurð- goð, skreytt pappirsveifum og blómum. Þessar likneskjur hvíldu að nokkru leyti á löngum, mjó- um stálteinum, sem ráku brodda sína í nakið hold burðarmannanna. Klukkan var orðin yfir fimm, þegar fylkingin kom til musterisins. Eg ruddi mér braut í gegnum mannþyrpinguna og kom þá að opnu afgirtu svæði. 1 því miðju var löng braut gerð úr gló- .andi viðarkolum. Þjónar musterisins voru að skara í glóðunum og dreifa úr þeim. Fólkið var orðið mjög ákaft og eftirvæntingarfullt, svo fór kliður um hópinn um leið og prestur steig fram og tók sér stöðu við annan enda eldbrautarinnar. Ég var um þrjá metra frá eldinum og skýldi andlitinu með hönd- unum eftir beztu getu, þvi að hitinn var orðinn geisimikill. Það var komið rökkur, þegar hljómlistarmenn- irnir byrjuðu allt í einu að lemja bumbur sinar, presturinn hóf hendurnar á loft og hljóp eldbraut- ina á enda. Hún var um tíu metra löng og múg- urinn laust upp miklu fagnaðarópi. Þá birtist annar Indverji inni í hringnum. Hon- um virtist ekkert liggja á. Hann lyfti höndunum alveg eins og presturinn, steig út á eldinn og gekk brautina á enda hægum hnitmiðuðum skref- um. Þá grúfði alger þögn yfir mannfjöldanum, maður heyrði skrjáfið i glóandi viðarkolunum, þegar fætur mannsins námu við þau. Svo laust múgurinn upp nýju fagnaðarópi, um leið og mað- urinn steig út af brautinni. Hann bar höfuðið hátt og augun einblíndu beint upp í loftið. Mér var orðið ónotalega heitt. Skyrtan mín var rennblaut af svita. Sá vanginn, sem vissi að eld- inum, var brennheitur og sár. En þessu var ekki lokið. Næst komu mennirnir með skurðgoðin. Þeir gengu líka eldbrautina á enda. Stálteinarnir stóðu eins og spjót út úr lík- ömum þeirra og í gegnum tungur þeirra voru reknir stórir prjónar. Þeir óðu eldinn og fætur þeirra sukku niður í viðarkolin. Svo voru þeir líka komnir yfir . . . Þegar þessu var lokið og ég bjó mig til að fara, kom einn musterisprestanna til min og gaf mér merki um að fylgja sér. I-Iann leiddi mig að ein- um eldgöngumannanna, þar sem hann sat á stól. Þeir buðu mér með bendingum að skoða fætur hans. Askan loddi ennþá við öklana, en það sáust engin merki eftir bruna. Ég leit í andlit Indverj- ans. Augun voru sljó, en maðurinn var við fulla meðvitund. Ég er sannfærður um, að hann var ekki í dáleiðslu. Þó er enginn vafi á því, að verðandi mæður hafa gott af að hynna sér viðurkennd rit um barnauppeldi. Það ætti að losa þær við marg- an vanda og margskonar erfiði. En þær skyldu kunna að lesa á milli línanna, verða ekki bók- stafstrúarmanneskjur, ef svo mætti orða það, heldur beita hinni nýju vitneskju sinni með var- færni og dómgreind. 1 ensku blaði eru nýlega birtar nýjustu niður- stöður fróðustu manna um nokkur atriði barna- uppeldis. Blaðið gefur lesendum sinum um leið kost á að reyna sig við sérfræðingana, lætur þá ganga undir nokkurskonar uppeldispróf. Lesand- inn á að segja til, hvort skáletruðu setningarnar, eins og þær eru orðaðar, séu réttar eða rangar. VIKAN fer nú að dæmi hins enska kollega sins, hér er prófið: 1. Þegar barn grœtur um nótt, er bezt að láta það eiga sig, svo að það „verði ekki óþekkt". Er þctta rétt eða rangt? Hangt. Það er lítil hætta á, að afskipti for- eldranna geri barnið óþekkt. Hinsvegar getur barnið haft mjög illt af því, ef enginn skiptir sér af gráti þess. Bíðið í nokkrar minútur, til þess að sjá, hvort það þagnar ekki af sjálfu sér, en geri það það ekki, þá er sjálfsagt að reyna að iíomast að því, hvað grátinum veldur. 2. Sigga litla (Jjögurra ára) biður móður sína að slökkva ekki Ijósið. Þetta er óráðlegt, því að það er bezt að venja hana unga við myrkrið. Rangt eða réttf Rangt. Að neyða Siggu litlu til að liggja í myrkrinu gerir hana bara hræddari. Það verður erfiðara að venja hana af myrkfælni. 3. Flestir uppeldisfrœðingar eru nú andvígir flengingum. Rétt eða rangt. Rétt. Svolítill kinnhestur, þegar barnið lætur verst, skaðar sjálfsagt lítið, en tíðar líkamlegar refsingar hleypa bara í það kergju, egna það og hræða. Jh Nonni (fimm ára) er allt í einu búinn að lœra einhverja býsn af blótsyrðum. Hvað er nú til ráða? (a) Flengja hann? (b) Loka hann inni í herberginu sínu ? (c) Láta hann afskiptalausan, og ef hann liœttir ekki að nota blótsyrðin af sjálfsdáðum, skýra það fyrir honum, að sum orð geti verið Ijót alveg eins og sumar atliafnir? Það síðastnefnda er rétta leiðin. Fimm ára hnokki er í óða önn að safna orðum og mun leggja þau á hillúna sjálfkrafa, ef þau vekja ekki sérstaka athygli. Ef áheyrendurnir verða hins- vegar óðir og uppvægir, þá vaxa orðin i augum hans. 5. Það þarf að taka kirtla úr Svenna (fjögurra ára). Bcst cr að: (a) segja honum það á leiðinni í sjúkrahúsið; (b) segja honum, að hann sé bara að fara að skoða sjúkrahúsið, svo hann geri ekki uppsteit; (c) segja honum sannleikann með nokk- urra stunda fyrirvara og skýra fyrir honum við liverju hann megi búast; (d) hleypa i liann kjarki með þvi að segja honum, að þetta verði ekkert sárt. (c) Ef þú skrökvar að barni, getur sannleikur- inn komið yfir það eins og reiðarslag og traust þess til þín minnkað. Sannleikurinn er sagna bestur. 6. Viturlegast er að segja litlu barni, að það eigi von á bróður eða systur: (a) með nokkurra mánaða fyrirvara; (b) um mánuði fyrir fæðing- una; (c) aðeins nokkrum klukkustundum áður. Búðu barnið undir atburðinn með mánaðar fyr- irvara — nema það spyrju fyrr. Til þess að búa það undir atburðinn og forðast afbrýðisemi af þess hálfu, er ráðlegast að framkvæma nauðsyn- legar breytingar tímanlega (eins og t. d. í her- berginu þess), og gera það að virkum þátttak- anda í æfintýrinu. 7. Það er nauðsynlegt að kenna örfhentum börnum að nota hœgri hendina á sama liátt og aðrir. Rétt eða rangt? Rangt. Slík þvingun getur haft hin alvarleg- ustu áhrif á barnið og raskað sálarró þess. Til dæmis getur afleiðingin orðið sú, að barnið stami — verði ,,taugaveiklað“. Það skiptir í rauninni sáralitlu máli, hvorri hendinni það treystir betur. 8. Fimm ára gamall drengur hrópar á móður sína: „Ég skal drepa þig!“ Hvað á hún að gera? (a) Taka þessu rólega og líta á það sem hvern annan óvitahátt? (b) Segja drengnum, að hún sé bœði hrygg og sœrð að heyra svona orðbragð? (c) Fara með liann til sálfræðings ? (d) Refsa honum ? (a) er það réttasta. 1 munni barnsins getur svona upphrópun einfaldlega einungis þýtt: „Ég er óskaplega reiður!“ Börn eru lengi að læra að hafa hemil á skapsmunum sinum og lýsa reiði sinni stillilega. HVAÐ SKEÐUR þegar ATQMSPRENGJA springur EKKI? í næstu VIKU seffir frá atomsprensjutilraun þar sem þetta kom fyrir. og mönnunum, sem voru send- ir upp í stálturninn til þess að gora sprengjuna ó- virka. óskemmtileg vinna. ÞVÍ AÐ SPRENGJAN GAT SPRUNGIÐ A HVERRI STUNDU! 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.