Vikan - 22.01.1953, Blaðsíða 4
Hann var blindur og beiskur. En hún bjó
yfir skrítnu leyndarmáli
eiturpyngjan hans Bixiou
MORGUN nokkurn i október,
nokkrum dögum áður en ég
ætlaði úr borginni sá ég, þar sem
ég sat við morgunverðarborðið,
hvar gamall maður í rifnum og
upplituðum fötum gekk inn og
skjögraði leggjalangur eins og
reittur vaðfugl. Þetta var Bixiou.
Já, Parísarbúar, hann Bixiou ykk-
ar. Hinn miskunnarlausi og töfr-
andi Bixiou, háðfuglinn, sem er
búinn að skemmta ykkur með
níðritunum sínum og skopmyndun-
um í 15 ár. Æ, hvað hann bar sig
illa! Hefði ekki brugðið fyrir gam-
alkunna svipnum um leið og hann
gekk inn, þá hefði ég áreiðan-
lega ekki þekkt hann.
Þessi frægi og óhugnanlegi háð-
fugl gekk inn í mitt herbergið,
hengdi höfuð og bar stafinn upp
a§ munninum eins og klarinett.
Svo sagði hann kveinandi röddu,
um leið og hann sneri sér í átt-
ina að borðinu mínu:
— Hafið meðaumkun með blind-
um vesalingi!
Þetta var svo vel leikið, að ég
gat ekki stillt mig um að hlægja.
En hann sagði kuldalega:
— Þér haldið, að ég sé að gera
að gamni mínu. Lítið framan í
mig.
Og hann lét skina í hvítuna í
augunum, sem ekkert sáu lengur.
— Ég er blindur, minn kæri,
blindur það sem eftir er æfinnar.
Þetta hefur maður upp úr því að
skrifa við gasljós. Ég brenndi úr
mér augun við þetta þokkastarf;
já, þau eru djúpt brunnin . . .
alveg innst inn! bætti hann við
um leið og hann sýndi mér brennd
augnalokin, þar sem ekki sást
eitt einasta hár.
Þetta snart mig svo, að ég gat
engu orði upp komið. Þögn mín
gerði hann órólegan:
— Eruð þér að vinna?
— Nei, Bixiou, ég er að borða
morgunverð. Viljið þér borða með
mér?
Hann svaraði ekki, en af titr-
ingi nasavængjanna réð ég, að
hann dauðlangaði að þiggja boð-
ið. Ég tók í hendina á honum og
lét hann setjast hjá mér.
Meðan borið var á borð fyrir
hann, þefaði aumingja maðurinn
af réttunum og hló við:
— Það lítur út fyrir, að þetta
sé góður matur. Ég geri mér hann
að góðu; það er orðið langt síð-
an ég hefi borðað góðan morgun-
verð! Ég fæ eitt lélegt brauð á
morgnana um leið og ég hleyp á
milli ráðuneytanna . . . núna,
skiljið þér ? Það er mitt eina starf.
Ég er að reyna að eignast tóbaks-
búð. Ja, hvað skal gera? Það
verður að borða heima hjá mér. Ég
get ekki lengur teiknað; ég get eklci
heldur skrifað . . . Á ég að lesa
fyrir? En hvað? Höfuðið á mér er
tómt; mér dettur ekkert í hug leng-
ur. Starf mitt var i því fólgið að sjá
svipinn á París og stæla hann; nú
get ég það ekki. Þessvegna er ég að
hugsa um að setja upp tóbaksbúð;
en auðvitað ekki við neina breiðgöt-
una. Ég hefi ekki rétt til þeirra
hlunninda, þar sem ég er hvorki móð-
ir dansmeyjar né ekkja liðsforingja.
Nei! aðeins litla sveitaverzlun, ein-
hvers staðar langt í burtu, í einhverj-
um afkima Voges. Ég ætla að reykja
stóra pípu úr postulíni og kalla mig
Hans eða Zébédé eins og í Erckmann-
Chatrian og svo hugga ég mig við
að búa til umbúðir undir tóbakið úr
verkum samtíðarmanna minna.
Þetta er það eina, sem ég fer fram
á. Það er ekki mikið, finnst yður?
Jæja, en það er fjandi erfitt að koma
því f kring. Mig ætti þó ekki að
skorta velunnara. Mér var ekki svo
lítið hampað áður. Ég borðaði með
marskálkinum, prinsinum og í ráðu-
neytunum; þessháttar fólk kepptist
um að hafa mig til að koma því í
gott skap eða af því að það óttað-
ist mig. Nú skýt ég engum skelk f
bringu lengur. Ó, vesalings augun
mín! vesalings augun mín! Og nú er
mér hvergi boðið. Það er svo ömur-
legt að hafa blindan mann við borð-
ið. Gjörið svo vel að rétta mér brauð-
ið. Þessir þorparar! Þeir ætla að láta
mig kaupa tóbaksbúðina okurverði.
1 sex mánuði hefi ég gengið á milli
ráðuneytanna með umsóknina mína.
Ég kem á morgnana, um það leyti
sem verið er að kveikja upp í ofn-
inum og hleypa hestum hans hátign-
ar í garðinum; og ég fer ekki fyrr en
á kvöldin, þegar komið er með stóru
lampana og góð lykt fer að berast
úr eldhúsunum.
Öllum tíma mínum eyði ég á tré-
kistunum í biðstofunum. 1 innanríkis-
ráðuneytinu er ég kallaður „góði
herrann“ Og til að öðlast hylli þeirra,
segi ég skopsögur eða teikna hlægi-
lega menn með stór skegg á hornið
á skrifmöppunum þeirra. Svona er nú
komið fyrir mér eftir gífurlegar vin-
sældir í tuttugu ár — þetta er end-
irinn á æfi listamanns. Og í Frakk-
landi eru fjörutiu milljónir götu-
stráka! Og á hverjum degi er heil
lest hituð upp úti í sveitunum til að
færa okkur hóp heimskingja, sem
þyrstir í bókmenntir og prentaðar
æsifregnir! Æ, rómanska land, að-
eins ef ógæfa Bixiou gæti orðið þér
að kenningu!
Að svo búnu setti hann nefið nið-
ur að diskinu og byrjaði að borða
af mikilli græðgi og án þess að segja
orð. Það var ömurlegt að horfa á
Eftir ALPHONSE DAUDET
Á ekki að kyssa mig góða nótt?
hann. Sífellt var hann að týna brauð-
inu sínu eða gafflinum og fálma eft-
ir glasinu sínu. Vesalings maðurinn!
Hann var ekki enn orðinn þessu
vanur.
Eftir nokkra stund hóf hann aft-
ur máls:
— Vitið þér, hvað er hræðilegast
fyrir mig? Það er að geta ekki leng-
ur lesið blöðin. Maður verður að hafa
fengizt við þetta starf til að skilja
það . . . Stundum kaupi ég blað á
leiðinni heim, aðeins til að finna lykt-
ina af votum og nýprentuðum papp-
irnum. Hún er svo góð! Ég hefi eng-
an til að lesa fyrir mig! Konan min
gæti gert það, en hún vill það ekki;
hún segir, að sumstaðar finnist orð,
sem ekki séu sem bezt viðeigandi.
Æ, það finnast ekki meiri teprudrósir
en þessar gömlu ástmeyjar, þegar
þær eru loksins giftar. Henni hefur
þótt það tilhlýðilegt að vera heilög,
síðan ég gerði hana að frú Bixiou!
Það var líka hennar hugmynd að láta
mig nudda augun úr heilögu vatni!
Þó væri það sannarlega góðverk að
lesa fyrir mig blöðin. En hún neit-
ar semsagt. Ef dóttir mín væri hjá
okkur, mundi hún lesa þau fyrir mig;
en þegar ég varð blindur, lét ég hana
í klaustur heilagrar Maríu til að hafa
einum munninum færra að fæða.
Þar er ein enn, sem hefur verið
mér til ánægju eða hitt þó heldur!
Það eru varla níu ár síðan hún fædd-
ist og hún er búin að fá alla hugs-
anlega sjúkdóma. Auk þess er hún
döpur og ljót! ennþá ljótari en ég,
ef það er hægt . . . hún er ófreskja!
Við hverju er svosem að búast? Ég
hefi aldrei getað búið til annað en
skopmyndir. En hvern f jandann er ég
að segja yður sögur af fjölskyld-
unni minni. Hvað varðar yður um
þetta? Gefið mér svolítið meira af
brennivíninu. Ég verð að fara að
leggja af stað. Þegar ég fer héðan,
fer ég í menntamálaráðuneytið og
þér getið trúað því, að það er ekki
auðvelt að koma piltunum þar í gott
skap. Þeir eru allir gamlir prófessor-
ar.
Ég hellti brennivíni í glasið hans.
Hann dreypti á því hátíðlegur á
svipinn. Allt í einu spratt hann á fæt-
ur með glasið sitt i hendinni — ekki
veit ég hvað greip hann — snerist
nokitra hrin,gi og á blindu eitur-
nöðruandliti hans ljómaði góðmann-
legt ræðumannsbros. Svo sagði hann.
hvellum rómi, eins og ræðumaður i
tvö hundruð manna samsæti:
— Til heiðurs listum, bókmennt-
um, blaðamennsku!
Þannig byrjaði hann þá vitlausustu
og um leið þá bezt sömdu 10 mín-
útna ræðu, sem nokkurn tíma hefur
komið úr munni þessa háðfugls.
egar ræðunni var lokið og glas-
ið hans tómt, spurði hann,
hvað klukkan væri og fór leiðar sinn-
ar, hryssingslegur á svipinn og án
þess að kveðja. Ég veit ekki hvernig
starfsmenn menntamálaráðuneytisins
tóku honum þennan morgun; en ég
veit að aldrei á æfi minni hefi ég ver-
ið eins hryggur og liðið eins illa og
þegar þessi hræðilegi blindi maður
var farinn. Mér bauð við blekinu og
hryllti við pennanum mínum. Mest
langaði mig til að komast eitthvað
langt í burtu, hlaupa. Hvílíkt háð,
drottinn minn! Hvílík kaldhæðniT
Hvílík þörf fyrir að eyðileggja allt,
óhreinka allt! Ó, vesalingurinn . . •
Ég stikaði æðisgenginn um i stof-
unni og mér fannst ég heyra hæðn-
ina og viðbjóðinn í rödd hans, þegar
hann talaði um dóttur sina.
Allt í einu fann ég eitthvað velta
undan fótum mínum, rétt við stólinn,
sem blindi maðurinn hafði setið á.
Þegar ég beygði mig, þekkti ég, að
þar lá seðlaveskið hans, fyrirferðar-
mikla seðlaveskið með rifna horninu,
sem hann skildi aldrei við sig og kall-
aði i gamni eiturpyngjuna sína. Þessi
pyngja var eins þekkt i okkar stétt
Framhald á bls. 7.
4