Vikan


Vikan - 22.01.1953, Blaðsíða 11

Vikan - 22.01.1953, Blaðsíða 11
MOMA f&Mjf-wk- - Eftir JAY DKATLER. |;|||| l-<0¥' jm Wá essvegna hringdi ég til hans. Og hvað skyldi hann hafa sagt? ,,Ég veit hreint ekki um hvað þú ert að tala,“ sagði hann blátt áfram. „Manstu ekki í fyrradag . . . þegar ég var að tala við þig . . .“ sagði ég aulalega. „Ég man ekki orð um það,“ sagði hann. Og meira sagði hann ekki. Nefndu hann vitorðsmann. Nefndu hann, hvað sem þú vilt. En hann var viaður. Samt var hann ekki sá eini, sem gat orðið mér skeinuhættur. Ónei, þessu hélt áfram. Nú var það Klara. Klara hafði sagt Smæley frá mér. Klara vissi ■um sambandið á millum okkar. Klara var nýr Smæley — ný ógnun . . . Þetta var eins og hringiða. Hvirfilbylur. Bál. Og ég svona á mig kominn — lamaður og van- sæll. Nú var ég orðinn að efni í nýja Hollywood sögu, og fólkið mundi tala um þetta, árum síðar. Ég vissi nefnilega, að þetta mundi berast út. Ekkert gæti hindrað það. Nóttina, sem Lupe Velez framdi sjálfsmorð, var Makl: kvaddur þangað í bílnum. Hann fór þang- að ag þá var sjúkravagn kominn. Hann gekk inn, og síminn byrjaði að hringja. Það var blaðamaður, sem vildi fá sönnur á fréttinni. íbúi í næsta húsi sá sjúkravagninn úti fyrir, tók upp símann og sagði blaðamanninum alla söguna. Þannig berst það allt út. Mín saga mundi berast út á annan hátt. Henni yrði hvíslað. Og líklega mundi Makk segja frá henni, í trúnaði. Þar bættist við ein enn i safnið hans. Ein enn. Það gerði allt þægilegra. Það voru til fleiri sögur en þessi, um annað undarlegt fólk í borginni. Mín saga er ekki sú eina. IlKSKOÐUNIN fór fram í líkhúsinu. -I Ekkert hefði getað verið þægilegra. Það var eins og allir væru búnir til jarðarfarar — á einhvers kostnað. Og auk þess gátu þeir tekið mig fyrir. Sex eða sjö manna kviðdómur hafði verið kvaddur til að hlýða á málsatvik. Lögregluþjón- ar voru þarna, og ég kannaðist við nokkra af þeim, sem verið höfðu heima hjá mér. Fáeinir jarðarfararmenn voru þarna líka og nokkrir frá ranv.sóknarlögreglunni. Og svo kom Móna inn . . . ásamt látlausri, jarðhærori konu. Hver var þessi kona? Hvaða konu þekkti Móna svo mikið, að hún tæki hana með sér hingað? Klöru . . . Enga aðra en Klöru. Og hvað ætlaði hún sér að gera hér? Hvaða erindi átti Klara við réttarrannsóknina. Á svona stundum grípur mann undarleg til- íinning. Maður fær illt i magann og bíður. Maður lieyrir orðin áður en þau eru töluð. Svo er á- lcæran lesin upp. Það var hönd lögð á öxl mína. Mér fannst ég vera að deyja smátt og smátt . . . Nú var Móna orðin ekkja, nú var Móna frjáls. Allan tímann, meðan ég beið, tautaði ég þetta án afláts fyrir munni mér. Hún var lotleg, en yndisleg, húð hennar hvítari en nokkru sinni áð- ur, og sár glampi i augunum. Hún var yfirbuguð, en ég vissi, að hún gat ekki hatað mig. Það var alveg sama, hvað ég gerði, hún mundi aldrei geta hatað mig. Þannig var sambandið á millum okkar. Og þann- ig mundi það alltaf vera. Hún leit aldrei til mín — það var líka gott. Hér vorum við ókunnug — ókunnug frammi fyrir líkinu af eiginmanni hennar. Og mér brá ekkert við að sjá það. Allt frá því ég skaut hann, hafði ég verið eins og svefngöngumaður, ósnortinn, ósjáandi, án lífsmarks. Atburðir þeirrar nætur voru líkt og höggið, sem nautin riða fyrir, áður en þau eru drepin. Vera má, að ég hafi drepið mann, sem ég hafði aldrei séð áður. Eg hafði skotið til dauða mann, sem ég þekkti ekki. Og ég hafði skotið hann með hatur í hjarta. En Móna mundi ekki ásaka mig. Aldrei. Og ef til vill mundi hún líka geta keflað Klöru. Það var furðulegt, hve afskræmislegur og ljót- ur svipur kom á Klöru eftir stuttan tíma. Sér- hver dráttur i hinu látlausa andliti hennar breytt- ist, svo að hún varð hin herfilegasta gríma. Hún gæti verið einhver ógnarnorn, sem steypa mundi mér í glötun. En hún bar ekki vitni. Hún sagði ekki orð. Og hversvegna? Einungis af þvi að hún þorði það ekki. Eða af því að Móna haíði bannað henni það ? Ég vissi það ekki. En þá fór ég að óttast, að Móna gæti flækzt í málið sem vitorðsmann- eskja, samsek. Ég vissi ekki, hvað úr þessu mundi verða. En fyrir getur komið, að maður finni á sér vænt- anlegan voða, meðan allt virðist í lagi. Og það er þá, sem líkskoðarinn, eftir að hafa hvislað einhverju að borgaraklæddum manni, tilkynnir, að málinu sé vísað til álits borgarfógeta. Þetta kom svona skyndilega. En hversvegna? Hversvegna? Hvað var það, sem hljómaði líkt og þrumur aftan í hnakkanum á mér. Móna var orðín ekkja, og Móna var frjáls. En hversvegna var þefurinn í líkhúsinu svo sterk- ur, að ég fann ekki lyktina af tígrynjuilmvatninu hennar, þegar hún gekk hjá. Hversvegna var hún slitin þannig burt frá mér? Móna. Klara. Jafnvel Bromley. Hver hafði sagt frá ? Ég horfði á hana, þegar hún gekk út. Ég horfði á hvítan vanga hennar, hrafnsvart hárið, hinn dýrslega þokka hennar,- hvernig hún sveigðist til í göngulagi. Og gegnum opnar dyrnar sá ég hana stíga upp i lögregluvagn, sem beið hennar til að aka henni heim. Klara steig inn á eftir henni, og síðan teygði bilstjórinn sér út og skellti hurðinni. Það var Makk. Hafi þér þótt nokkurn tíma vænt um karlmann, þótti mér vænt um Makk þennan dag. Nú vissi ég, hversvega Klara hafði þagað. Makk hafði hrætt hana til þess. Makk hafði sagt henni, að eiginmaöur hennar mundi aftur verða settur í steininn til að taka út skilorðsbundna dóminn — ef hann flæktist aftur i mál lögregl- unnar. Makk hafði kunnað á henni lagið. Hann vissi, hvað gera átti í slíkum sökum. Ef til vill . . . ef til vill færi allt vel . . . Ég ímyndaði mér það — um stund. En það var bara vonglæta; bara trúarglampi. Ég vissi nefnilega ekki ennþá, hversvegna lik- skoðunarmennirnir höfðu vísað málinu frá sér. Móna leit ekki einu sinni á mig, Klara sagði ekki orð. En samt var eitthvað andstreymt. Og þeim mun meir, sem ég hugsaði um það, þeim mun fullvissari varð ég um, að ég væri kominn í gildru, og sú gildra var lokuð nú þegar. Engin umbrot mundu bjarga mér úr þessu — það gagnaði mér ekki að skaka járngrindurna^, né fella tár, né bölva og gnísta tönnum. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en bíða eftir þeim, sem næst sækti mig í klefann og láta síðan sjá, hvað við mig yrði gert. Tvo daga beið ég í klefanum, auðsveipur og ráðþrota. Hún hringdi auðvitað ekki til mín. Ég vissi ekki, af hverju ég hélt hún mundi kannski hringja. Það var vonarglætan, býst ég við. Og örvilnunin líka. Það var búið að setja dyrabjölluna í samband aftur, og þegar hún hringdi þennan dag, brá mér ekki hið minnsta. Ég vissi hverjir þar voru, áður en ég opnaði. Það voru tveir menn frá borgarfógeta. Sá langi spurði, hvort ég vildi ekki koma með niður á skrifstofu til skrafs og ráðagerða. „Bara vegna reglanna“, sagði sá feiti. „Við erum með bíl hérna fyrir utan. Við ökum þér niður eftir og skilum þér til baka. Þetta tekur engan tíma“. Þetta var það, sem hann lofaði. En ég vissi betur. Nú var mér bara alveg sama. En mig langaði til að leiðrétta einn hlut. Ennþá var mér ein leið opin, hinn mjói vegnr, sem lá inn á heim- ili mitt. Ef ég gæti núna, eins og alltaf áður fyrr, verið heiðarlegur, rétt svona í síðasta sinn, það mundi færa mig nær heimili minu. Mig lang- aði til að finna til þess einu sinni enn, að ég var eiginmaður og faðir. Þeir féllust á að bíða stutta stund, og ég hélt upp stigann og settist á rúmstokkinn hjá Sú. Þetta var sólríkur dagur, og glugginn var opinn upp á gátt. Trén fyrir framan húsið voru all- laufguð núna. Anna var að leika sér í bílnum sínum þar úti, og hrópaði glaðlega um leið og hún sveigði inn í hliðarstíg. Áður fyrr gat ég alltaf sagt Sú allan hug minn, eða allt þangað til Móna kom til sögunnar. Nú gat ég líka talað við hana, eins og þrúgun síðustu daga hefði endurvakið í mér eiginmanninn. Og ég talaði ekki aðeins til að létta þessu af hjarta mínu. Miklu veigameiri en það var þörf mín fyrir að reisa sjálfan mig úr duftinu ásamt henni sjálfri. Ég sagöi henni söguna allt frá byrjun, eins og hún hafði gerzt. Nokkur smáatriði, þau allra nánustu og sársaukafyllstu, dró ég undan til að hlífa henni. En ég gat ekki horft á hana á meðan. Augu mín flögruðu um herbergið í leit að ein- hverju til að horfa á. Búddamyndin. Nei, lamp- inn. Lampinn var betri. Á meðan ég talaði, taldi ég deplana á ljóshlífinni upp aftur og aftur. Það var ekki nóg með að ég myrti Smæley, heldur myrti ég Sú líka að vissu leyti. Ég vissi það, án þess að líta á hana. Nokkur hluti hennar var hjaðnaður núna og mundi aldrei lifna við aftur. Rétt eins og ég mundi aldrei koma aftur. En ef til vill mundi það styrkja hana að vita, hvað hafði fyrir mig borið og hve hjálparvana ég hafði verið, og það, að ég hafði aldrei ætlað mér að bera fram neina afsökun. Ég var ekki að afsaka mig. Ég var að biðjá hana að skilja mig. Allt kom í ljós — launungin og undirferlin, ástríðan og trúnaðurinn, svikin og blekkingin og lygarnar. Ég var nú staddur í mínum einka- Getsemane. Langar þig að vita, hvað ég átti? Langar þig til að vita, hvað það var við konu mína, sem gerði hana verðuga taumlausrar virðingar, jafn- vel þó ég hefði drepið mann hennar vegna? Ef til vill skilurðu það, af því sem hér fer á eftir. Hún grét yfir mér hljóðlega. Tárin runnu nið- ur föla vanga hennar, og Ijóst hárið bærðist fyrir andvaranum, sem barst inn um opinn gluggann. Og það sem hún sagði, var þetta. „Þetta er mér að kenna,“ sagði hún. Það var þaö, scm hún sagði. Og hún trúði því. Hversvegna var það henni að kcnna ? Af því að hún var veik og lá í rúminu allan tímann. Af því að hún var ekki nógu hraust til að geta alið barn án þess að liggja í rúminu fjóra mánuði eða lengur. Af því að þetta hefði ekki skeð, ef við liefðum farið út saman, hlegið saman, talað sam- an og leikið okkur meira saman. Af því að þá hefði ég ekki orðið einmana og friðlaus og misst íótfestuna. Það var hennar sök að draga sig í 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.