Vikan - 22.01.1953, Blaðsíða 6
Það var einu sinni í París...
ÞAÐ er kona að spyrja eftir forstjóranum.
— Kona? Ég- þarf að afgreiða málið varðandi stöðuna í París og Edit bíður heima
með gesti. Hann benti á bunka af umsóknum, sem lágu á borðinu. Svo tók hann við nafn-
spjaldinu, sem einkaritarinn rétti honum: — Frú John Addison, las hann. — Hvaðan þekki
ég hana? Hann var vanur að tala upphátt við sjálfan sig og stundum hjálpaði einkarit-
arinn honum með því að skjóta inn í upplýsingum. En nú stóð hún bara þarna og beið.
Hún fór meira í taugarnar á honum en venjulega. Hún var vinnuþræll og ætlaðist til
að allir aðrir væru það líka. Hún hafði öll einkenni einkaritarans: svart slétt hár, dökkan
kjól með hvítum kraga, þykka sokka og ijóta, lághælaða skó. Og til að kóróna þetta alit,
faldi hún það eina fallega, sem hún hafði, augun, með svörtum stórum hornspangar-
gleraugum.
En hver var þessi frú Addison? Hann gæti auðvitað talað við hana í nokkrar mínútur
til að komast að því. Hún hlaut að eiga brýnt erindi, úr þvi hún kom á þessum tima,
þegar mestar líkur voru til þess, að hann væri ekki við. — Látið frúna koma inn, hróp-
aði hann. Og svo komið þér eins og venjulega þegar ég þrýsti á hnappinn. Segið að það
sé áríðandi fundur eða símtal. Hlustið í skrifstofusímann og skrifið allt sem við segjum.
Frú Addison var blátt áfram fullkomin. Hún var lítil og grönn, með krans af ljósum
lokkum kringum andlitið. Vangasvipurinn var reglulegur og munnurinn hrífandi. Hún
gekk ekki, heldur sveif áfram á ótrúlega háum hælum. Hún var klædd dýrum og glæsi-
legum kjól og ilmvatnið hennar var í samræmi við það.
— Forstjórinn verður að afsaka, hóf hún máls með greinilegum frönskuhreim, — Það er
mjög erfitt íyrir mig að koma. Maðurinn minn veit ekki, að ég fór hingað. Hún leit nið-
ur í vandræðum sínum. Forstjórinn reyndi árangurslaust að koma henni fyrir sig. Hann
var alveg viss um, að ef hann hefði einhverntíma litið á þessa dásamlegu veru, þá gæti
hann ekki hafa gleymt því.
— Sígarettu ?
— Mér fannst það vera skylda mín að koma. Ég er systir Yvonnar, hvislaði hún og
leit á hann. Hún hafði þau fallegustu augu sem hann hafði nokkurn tíma séð.
— Systir Yvonnar?
— Er forstjórinn búinn að gleyma Yvonne ? Hún starði undrandi á hann.
— Nei — nei, nei, alls ekki. Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun valda henni vonbrigð-
um. — En ég vissi ekki, að hún ætti systir.
— Yvonne var alvara — djúp alvara, andvarpaði konan. — Það, sem í yðar augum var
saklaust daður, aðeins smáæfintýri í París, var merkur atburður í lífi hennar. Hún gleymdi
yður aldrei.
— Vorið í París, hélt hún dreymandi áfram. Það hefur margt á samviskunni. Borgin
vaknar upp af vetrardvalanum hristir af sér kuldann og rykið, þvær sér í vorregninu og
iljar sér við fyrstu geisla sólarinnar. Eftirvænting og ást liggja í ilmandi loftinu — já,
þetta er vor í París. Og Yvonne var aðeins 19 ára, var það ekki? Þetta var merkur at-
burður í lífi hennar. Af yðar hálfu var það ekki annað en ástaræfintýri og þér höfðuð næst-
um gleymt henni, þegar þér komuð til Calais. 1 London tók konan yðar á móti yður, var
það ekki? Yvonne skrifaði yður ástrík bréf og þér svöruðuð með löngum bréfum — það
er að segja fyrst. Aðeins barn eins og Yvonne hefði látiö gabba sig svona. Allar aðrar
hefðu séð af fyrstu bréfunum yðar, að ástin kemur eins og regnskúr yfir yður.
— Svo þér eruð systir Yvonnar. Get ég gert nokkuð fyrir hana?
— Ég skil, minningarnar eru yður óþægilegar . . .
— Nei, ekki hið minnsta, en konan mín . . . Hann sá strax að þetta var það óheppileg-
asta sem hann gat sagt.
— Já, gleymið umfram allt ekki að taka tillit til konunnar yðar. En þér voruð ekki
svona varkár i þá daga. Þér voruð ástfanginn — og vesalings Yvonne litla varð að taka
afleiðingunum. Hún þurrkaði augun með knipplingavasaklút og tók andköf. Hún átti auð-
sjáanlega erfitt með að vera róleg.
— Frú, ég ætlaði ekki að særa yður. Get ég gert nokkuð fyrir systur yðar ?
— Nei, Yvonne þarf yðar ekki við framar.
. — En systir hennar ?
Hún reis upp og hallaði sér fram á borðið: — Umsókn mannsins míns um stöðuna í
París liggur þarna á borðinu innan um aðrar umsóknir. Og ákvörðun yðar ræður hver
fær stöðuna.
■— Svo þetta er hótun.
-—- Kallið það hvað sem þér viljið. Hún kipraði augun. — En maðurinn minn er eins
hæfur í þessa stöðu eins og hinir, eða er ekki svo? Tilviljunin ein ræður, hver þeirra
verður fyrir valinu. Látið því Yvonne velja . . .
— Og annars?
— Ja annars . . . Hún benti á töskuna sína. — Bréfin . . .
— Ágætt frú. Ég mun velja rétt.
— Afsakið ónæðið . . .
— Ekkert að afsaka. Verið þér sælar. Hann kyssti á hönd hennar.
Einkaritarinn stóð í dyrunum: Á ég að hreinskrifa þetta?
— Yvonne, sagði hann hægt. Ég þori að sverja fyrir að ég hefi ekki hugmynd um,
hver hún er. Bréf? Ég hefi aldrei á æfi minni skrifað franskt bréf, sem nokkur Frakki
hefur komizt framúr. Hann skellihló og kveikti sér í sígarettu. — En þetta var vel til fund-
ið. Hver hefur ekki átt í ástaræfintýri í Paris? Níu af hverjum tiu og ég er líklega ein
af undantekningunum. Satt að segja er hann eins hæfur og hinir og konan hans er nógu
skynsöm til að verða firmanu að gagni. Því ekki það? Ungfrú, endursendið hinar umsókn-
irnar. Svo greip hann hattinn sinn og frakkann og fór.
Einkaritarinn tók umsóknirnar og hnussaði háðslega um leið og hún las þá einu sem
lá eftir á borðinu: — Karlmenn, sagði hún. —- Ef hún hefði verið á lágum hælum í svört-
um kjól og með blekbletti á fingrunum, þá hefði hugmyndin ekki verið svona snjöll. Svo
skellti hún á eftir sér hurðinni.
Meðan hún barðist við að koma niður morgun-
verðinum, kom Don til hennar: „Foam er á leið-
inni hingað, en reyndu ekki að segja honum
leyndarmál. Ég gæti verið á næstu grösum.“
Breytingin á framkomu Dons við hana, kom
henni til að óttast það að hitta Foam. Kannski
hafði hann tekið svipuðum stakkaskiptum. Hún
lagði frá sér hníf og gaffal og flúði upp í her-
bergið sitt.
Augnaráð Foams, um leið og hann birtist í dyr-
unum sannfærði hana um að hann mundi standa
með henni, treysta henni og hjálpa henni. Hún
vafði handleggjunum um hálsinn á honum og
grét við öxl hans. Svo áttaði hún sig.
,,En hvað ég get verið heimsk," sagði hún og
ýtti honum frá sér. ,,Ég ætlaði ekki að leika
vafningsvið. Það er andstyggilega ágeng planta
. . . Ég er í hræðilegri klipu, en þú trúir mér
áreiðanlega ekki.“
Hún horfði með ákefð á Foam meðan hún
sagði honum sögu sína. „Trúirðu mér?“ spurði
hún að lokum.
,,Auðvitað,“ svaraði hann. „sagan er alltof
ótrúleg til að þú hafir búið hana til. Þú hefðir
gert hana miklu betri. En ég hefi miklar áhyggj-
ur af stúlkunni. Hún er elskulegur unglingur.“
„Er nokkur von til að hún finnist?"
„Það fer eftir aðstæðunum,“ svaraði hann. „Ef
henni hefur verið rænt af vönum ræningjum er
útlitið ekki gott, einkum fyrst foreldrar hennar
vilja ekki kalla á lögregluna. En það er eðlilegt
að morðið hafi hrætt þau . . . Aftur á móti ef
um eitthvað samsæri í Pomeraníahúsinu er að
ræða, verða allir aðilar að halda sínu hlutverki
til að koma ekki upp um sig og þá getur verið
að hún finnist heil á húfi.“
„Hvernig?“
„Ef hægt er að láta grun falla á einhvern
þeirra, verður sá að benda á hina. Þau hljóta vera
öll tengd saman. Einn maður hefur aldrei getað
iramkvæmt þetta. Satt að segja hefi ég aldrei
verið ánægður með endalok hins stúlkuhvarfsins."
„Áttu við skóna í klukkunni?“
„Þú ert ekki svo græn . . . já, og nokkur önnur
atriði. Bíddu meðan ég kem skipulagi á þetta!"
Hann hrúkkaði ennið og skrifaði í vasabókina
sína. Þegar hann var búinn að því, las hann upp-
hátt það sem hann hafði skrifað.
„1 fyrsta lagi: Evelyn Cross bað dyravörðinn
um að kveikja i sígarettunni sinni. Gamalt bragð
til að vekja athygli. Hversvegna?
1 öðru lagi: Gólfteppin í nr. 16 og 17 voru eins,.
þar sem þitt teppi var miklu léttara. Hvers-
vegna ?
1 þriðja lagi: Þú segist hafa fundið einhverja
breytingu í herbergi nr. 16, og þú heldur að ein-
livern sterkan lit hafi vantað. Kannski þú hafir
ósjálfrátt saknað einhvers af litfríðu púðun-
um hennar Goyu. Hvers vegna?
1 fjórða lagi: Stúlka í hvítri kápu fór niður
brunastigann. Það er ekki einhlít sönnun, því ein
af skrifstofustúlkunum i húsinu — Marlene —
á hvíta kápu. Ertu viss um að þú hafir sagt mér
allt ?
„Nei ekki eitt,“ svaraði Viola. „Ég varð skelf-
ingu lostin þegar ég ætlaði að fara að hringja
til þín í herbergi nr. 16 í gær. 1 eina sekúndu
hélt ég að ég sæi Rafael Cross í speglinum."
Henni til mikillar undrunar mótmælti Foam
þessu ekki.
„Spegillinn,“ muldraði hann. „Herbergin eru
mjög lík svo annað gæti komið í stað spegils . . .
Ég vildi að ég hefði þetta mál með höndum.
Kannski það verði þess virði. Jæja, ég verð aff
fara.“
„Hertu upp hugann,“ sagði hann um leið og
liann gekk fram að hurðinni. „Segðu Cross frá
mér að hann skuli reyna að koma í veg fyrir það
að Stirlinghjónin borgi lausnargjaldið. Það getur
orðið dauðadómur yfir Beatrice.“
Viola greip um handlegg hans: „Ætlarðu ekki
að hjálpa okkur?“
„Hvað get ég gert?“ Ég stend utan við þetta."
„En ég er föst í netinu. Ég átti að gæta Bea-
tricar þegar hún hvarf. Ég get aldrei orðið ham-
Framhald á bls. 14.
6