Vikan - 22.01.1953, Blaðsíða 5
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu 13
NEI, hún var vön að segja að það væri
heimskulegt að viðurkenna ekki að ræningj-
ar héldu sjaldan loforð sín og að við mættum
undir engum kringumstæðum borga lausnargjald
fyrir hana.“
,,Ég er hræddur um að hún hafi verið neydd
til að skrifa þetta.“
Skyndilega missti frúin stjórn á sér og bar
bréfið að vörunum: ,,Hún snerti þetta,“ stundi
hún.
„Við höfum ekkert að gera hér lengur,“ sagði
miljónamæringurinn og tók um axlir hennar. „Við
skulum koma heim — og bíða þar.“
„Augnablik," sagði Goya. „Ég hefi skipt um
skoðun. Ég vil ekki vera tengd við stúlkurán.
Þið megið rífa niður herbergið. Ég segi upp.“
Pomeroy yppti öxlum þreytulega.
Frú Stirling sneri sér við í dyrunum: „Mér þyk-
ir leitt að hafa valdið þessu ónæði. Ætlarðu að
koma með okkur heim á hótelið, Viola, eða viltu
heldur verða hér eftir?“ spurði hún.
Rödd hennar var vingjarnleg og Viola hvíslaði:
„Ég vil heldur verða eftir, ef ykkur er sama.“
„Nei, hún kemur með okkur,“ sagði miljóna-
:mæringurinn þrumandi röddu. „Hvernig get ég
verið viss um að hún sé ekki samsek.“
„Nei, því trúi ég ekki,“ greip frúin frammí.
„Hún veit hve vænt Beatrice þótti um hana.“
„Hún liggur undir grun. Hvers vegna laug hún
að okkur ? Hvers vegna reyndi hún að stöðva
Mack i að elta Beatrice ?“
Viola vissi að hún gat engum vörnum við kom-
ið. Líklega mundi enginn trúa sögu hennar. Allt
í einu mundi hún eftir manni með ákveðið augna-
ráð, sem ekki mundi láta miljónamæringa draga
úr sér kjarkinn. Hún endurheimti hugrekki sitt.
Hann mundi geta ráðlagt henni hvað hún ætti
að gera. En hvernig gat hún náð til hans. Skyldi
henni verða leyft að hringja? Þó svo væri, yrði
áreiðanlega hlustað á samtalið og þá gæti það
verið álitin sönnun fyrir því að Foam væri með
í samsærinu. Hún horfði ráðvillt í kringum sig
og var farið að brjóta heilann um hvernig hún
gæti læðzt inn í símklefann án þess að nokkur
veitti því athygli, þegar hún leit á Goyu, sem
stóð neðst í stiganum og málaði sig.
„Goya, mig langar til að hringja."
Goya rétti henni lykilinn og smurði meiri vara-
t ...............i ...........
VEIZTU — 7
1. Hvað hefur hundurinn margar tær?
2. Hvað er Riga-Veda?
3. Hvað var Alexandrina lengi drottning
Islands ?
4. Eftir hverja eru þessar óperur: Sal-
ome, Miðillinn og La Giaeonda?
5. Hvenær kom fyrsti snjóbíllinn til Is-
lands ?
6. Hvað var Lindberg lengi að fljúga yfir
, Atlandshafið ?
7. Hvaða borg er kölluð Feneyjar Norð-
urlanda? En Litla París?
8. Hver skrifaði glæpasögurnar um leyni-
lögreglumanninn Arséne Lupin?
9. Hvað hét vitri kalífinn í 1001 nótt?
10. Englar boðuðu fæðingu sex manns í
Biblíunni. Hverjir voru þeir?
Sjá svör á bls. 14.
- j
lit á varirnar svo enginn sæi þegar hún hreyfði
þær:
„Notaðu símann minn, en mundu eftir að loka
um leið og þú ferð.“ Svo breiddi hún út faðm-
inn og bætti við hátt og tilgerðarlega. „Við erum
nágrannar og báðar í vandræðum. Ég vona að
allt fari vel. Vertu sæl.“ Að svo búnu dró hún
slörið fyrir andlitið og sigldi út.
Stirlinghjónin voru að tala við majórinn, þeg-
ar Viola ávarpaði þau: „Má ég fara snöggvast
upp í herbergið mitt.“
Stirling leit á Mack, sem kinkaði kolli: „Ég
ætla að reykja sígarettu fyrir neðan brunastig-
ann á meðan. Ég þarf að fá mér ferskt loft.
Viltu lána mér eldspýturnar þínar?“
Hann hélt auðsjáanlega að hún ætlaði að brenna
einhverjum sönnunargögnum. Viola lagði af stað
upp stigann eins hratt og hún gat fyrir meidda
öklanum. Hún gekk beint að herbergi nr. 16 og
opnaði hurðina. Eftir nokkra leit tókst henni að
fina slökkvara í myrkrinu og kveikja dauft ljós
í loftinu. Það lýsti aðeins upp hluta herbergis-
ins.
Hún leit órólega í kringum sig og veitti því nú
athygli að hún stóð á nákvæmlega sama blett-
inum og Beatrice hafði staðið á þegar hún hvarf.
Hvert gat hún hafa farið? Og hvernig? Bréfið
sýndi að hún hlaut að hafa ferðast með undra-
v.erðum hraða.
Tárin fóru að renna niður kinnarnar á henni:
„Beatrice var svo elskuleg og óeigingjörn. Ég
vildi láta lífið til að finna hana."
Hún rifjaði upp símanúmer Foams en síma-
stúlkan svaraði ekki hringingu hennar. Hendur
hennar fóru að skjálfa og hún óttaðist að Stirl-
inghjónunum færi að leiðast biðin og sendu ein-
hvern upp.
Hún leit i kringum sig í dimmu herberginu
og ótti hennar fór vaxandi. Fyrir stuttri stundu
hafði ung stúlka horfið hér. Hún þorði ekki að
tefja hér lengur.
1 skelfingu sinni leit hún í spegilinn og sá
mynd Rafaels Cross í stað sinnar eigin spegil-
myndar.
Um leið og hún kom auga á hann, gerði hún
sér ljóst að hún hafði hvorki heyrt hurðarskell
né fótatak hans. Hún leit við, en sá engan bak
við sig. Ef hann hafði staðið þar, var hann horf-
inn.
Hún neyddi sig til að líta aftur í spegilinn . . .
í honum speglaðist nú ekkert annað en náfölt
andlit hennar sjálfrar með stór óttaslegin augu.
I þeim var svo mikil skelfing að hún snerist á
hæli og flýði út úr herberginu.
21. KAFLI.
Spegillinn.
að var hræðilegt að vakna morguninn eftir.
Viola opnaði augun með erfiðismunum eftir
nokkurra klukkutíma þungan svefn og leit í
kringum sig i skrautlegu herberginu. Henni var
illt í höfðinu og hálsinn var þurr. Óbragðið í
munninum á henni benti til þess að hún hefði
verið i óvenju fjörugum félagsskap kvöldið áður.
„Var ég ölvuð?"
En um leið og hún spurði sjálfa sig þessarar
spurningar mundi hún að Beatrice var horfin.
Hún mundi ekki hvernig þau höfðu komizt heim,
en hún hafði verið aðfram komin þegar þau komu
inn í hótelanddyrið. Þá hafði einhver góðhjart-
aður maður skipað henni að fá sér eitt staup
og við það hresstist hún nægilega vel til að halda
sér uppi þangað til hún kom upp í herbergið
sitt. Hún minntist þess að hún hafði ætlað að
hringja til Foams, en einhver hafði hrætt hana
svo að hún hafði gleymt þvi. Ástæðan til þess-
arar hræðslu var of ótrúleg til að geta verið
sönn. Hún hlaut að hafa ruglast eitthvað i rím-
inu.
Þó Viola kviði því að hitta Stirlinghjónin, stökk
hún fram úr rúminu og fór að klæða sig. Hún
hikaði lengi framan við íbúð þeirra, án þess að
þora að berja að dyrum. Loks opnaði þjónustu-
stúlka, sem var að gera hreint, hurðina fyrir
liana, áður en hún hafði tíma til að afþakka
það.
Við fyrstu sýn datt Violu í hug að hjónin hefðu
tæmst, svo ekkert væri nú eftir nema ysta skel-
in. Miljónamæringurinn sat skorpinn eins og
múmía í hægindastól og angistin í augnaráði
hans var það eina, sem sýndi að hann var með
lífsmarki. Frúin var i bláum brokaðislopp, vel
greidd og með nýjan andlitsfarða. Samt minnti
liún Violu á brúðu.
Það var léttir að snúa sér að Rafael Cross.
Hann virtist ferskari og enn meira lifandi við
hlið hinna. Viola vætti varirnar og reyndi að
tala, en ekkert hljóð heyrðist. Frúin varð fyrst til
að svara spyrjandi augnaráði hennar:
„Nei“, sagði hún. „Engar fréttir. Við bíðum
þeirra."
Cross beit i vindilinn sinn: „Það er einn liður-
inn í leiknum," sagði hann. „Ég ætti að þekkja
það. Þið getið ekki gert annað en að bíða. Fjár-
krafan kemur bráðum, eins og hún kom til mín.“
„Ef ég gæti aðeins náð sambandi við þá,“
sagði miljónamæringurinn og neri hendur sínar.
„Þá gæti ég sagt þeim að það eru engin takmörk
fyrir upphæðinni sem ég vil borga. Ég vil aðeins
fá hana heila á húfi.“
„Það gæti verið að þeim kæmi vel að vita það,“
svaraði Cross. „En þið verðið að gera ykkur það
Ijóst að það getur verið að Beatrice viti of mikið
til að óhætt sé að sleppa henni. Hún er alltof vel
gefin og ekki svo mikið barn að hún geti ekki
sett það i blöðin."
„En kannski þeir hafi bundið fyrir augun
á henni, svo hún þekki þá ekki aftur. Þú verður
að muna að hún hefur aldrei séð þá áður,“ sagði
frúin.
„Já það er betra ef þeir eru henni ókunnir,"
sagði Cross. „En þetta gekk of vel fyrir sig til
að svo gæti verið. Kannski einhver þjónanna hafi
verið í vitorði — eða einhver sem hún treysti of
vel til að tortryggja hann.“ Hann tók um hendur
frúarinnar. „Þið verðið að hringja til lögreglunn-
ar. Þeir geta kannski komizt að þvi hvar henni
var rænt. Einhver annar er skrifstofumaðurinn
hlýtur að hafa séð stúlku i kápu úr hreysikattar-
skinnum."
„Nei,“ æpti frúin og vöðvarnir í andliti hennar
lierptust saman. „Það þori ég ekki.“
Allt í einu leit Stirling upp og horfði á Violu:
„Einhver sem hún treysti," endurtók hann.
„Ef þið eigið við mig,“ æpti hún, „þá er það
svívirðileg lýgi. En hvaða gagn er að því að
segja ykkur það? Ég verð að tala við einhvern,
sem stendur utan við þetta. Ég verð að tala við
Alan Foam."
„Þið kannist við hann,“ sagði Cross. „Það er
leynilögreglumaðurinn, sem leitaði Evelynar fyrir
mig.“
„Þú getur talað við hann hérna," sagði Stir-
ling. „Don hringir til hans fyrir þig.“
„Ertu búin að borða moi'gunverð?" spurði frú-
in.
„Ég get elcki komið niður nokkrum bita.“
„Það gerði hún,“ sagði Cross og kinkaði kolli
í áttina til frúarinnar.
„Afsakið," sagði Viola, „ég skal fara niður
strax.“
5