Vikan - 22.01.1953, Blaðsíða 14
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu.
FramhalcL af bls. 6.
ingjusöm aftur. Jæja, ég verð vist að standa ein.
Mér er sagt að hætturnar séu æsandi."
Þetta hreif, eins og hún hafði búizt við.
„Pyrst þú villt endilega ráða mig,“ sagði Poam,
„þá ætla ég að athuga nokkur atriði í Pomeran-
íahúsinu."
„Já, gerðu það undir eins.“
„Nei, ég er að vinna að þýðingarmiklu máli.
Fyrirtækið gengur fyrir. Ég geri það um leið og
ég fer í mat.“
„Það gæti orðið of seint.“
Þrátt fyrir fullyrðingu Violu, varð hann að
slíta sig lausan frá vínviðnum. Á skrifstofunni
var hann önnum kafinn til klukkan tvö og var
búinn að setja upp hattinn þegar hann mundi
eftir litlu vasabókinni, þar sem hann hafði skrif-
að skoðun sína á fólkinu, sem hann hitti í Pomer-
aníahúsinu, daginn sem Evelyn Cross hvarf.
Hann gretti sig um leið og hann leit yfir blað-
síðuna. Það virtist ekkert upp úr henni að hafa,
þar til hann sá að við nafn ungfrú Power stóð
,.þrekin.“ Síðast þegar hann sá hana var hún allt
annað en þrekin, því dragtin var henni svo víð
að vaxtarlagið sást ekki.
Ætli hún sé í megrunarkúr? hugsaði hann, eða
veik? eða áhyggjufull, eða . . . ? Hann þreif sím-
ann og hringdi til Violu.
„Hefur ungfrú Power grennzt nýlega ?“
„Nei,“ svaraði Viola. „Hún hefur allatf verið
tággrönn.“
„Er dragtin hennar þröng?“
„Láttu ekki eins og kjáni. Hún hangir eins og
poki utan á henni. Hún hefur líklega búizt við
því að hún myndi hlaupa.“
Foam minntist þess nú að ungfrú Power hafði
ekki komið út úr herberginu sínu daginn sem
Evelyn hvarf, þrátt fyrir allan hávaðann, svo
Viola hafði ekki séð hana þann daginn.
„Ifyrsta sinh sem ég sá hana var dragtin
hennar þröng. Gefur það þér nokkra vísbend-
ingu?“
„Er þetta gáfnapróf? Kannski hún hafi verið
í annari drakt innanundir."
„Ágætt.“
„Ætlarðu að segja mér að engillinn Power sé
glæpakvendi ?“
„Nei, við megum ekki vera of fljót á okkur.
Samt sem áður ætla ég að koma við í Pomeran-
iahúsinu áður en ég fer að borða. Ég held að ég
munj komast að einhverju þar — og ef ég hefi
rétt fyrir mér, skal einhver verða að koma upp
um hina til að bjarga sjálfum sér og þá getur
verið að við fáum að vita hvar Beatrice er.“
„Ó, flýttu þér, flýttu þér."
Foam smitaðist svo af ákafa hennar að hann
tók leigubíl til Pomeraníahússins. Þegar hann kom
inn í anddyrið, sá hann óhreinindaslóð upp stig-
ann og pappír um allt gólf. Majórinn kom á
móti honum, því dyravörðurinn var að sópa.
„Má ég líta á herbergi nr. 16. Það er að segja
ef Goya hefur ekkert á móti því,“ spurði Foam.
„Goya hefur ekkert á móti því, því hún er flutt
héoan. Ég hefi oft verið spurður um skrifstofu-
herbergi nýlega og nú ætla ég að sameina þessi
þrjú herbergi fyrir skrifstofur. Tvö þeirra eru
laus og ég get auðveldlega losnað við ungfrú
Green."
Foam 'nrökk við þegar hann heyrði orðið
„sameina".
„Húsbændur mínir eru alltaf að hugsa um að
skipta um húsnæði. Má ég heyra ráðagerð þína?“
„Alveg sjálfsagt. Smiðurinn er uppi núna til
að athuga hverju við getum breytt."
Á stigapallinum mættu þeir smiðnum: „Ég held
að veggurinn sé alveg ónýtur," sagði hann. „Ég
varaöi ykkur lika við að setja svona þungan
spegil á þennan veikbyggða vegg.“
Hann fór með þeim inn í herbergi nr. 16. Á
veggnúm milli nr. 16 og 17 var stórt gat. Gips-
hrú-.aii á gólfinu sannaði að verkið hafði verið
sar’v'ckucamlega unnið.
„: vaJ kom fyrir?" spurði Foam.
14
654.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR
__Lárétt skýring:
1 söngur — 5 matjurt
— 7 tímarit — 11 ílát
— 13 hugur — 15 til-
vera — 17 kambinn -—-
2Ó refsa — 22 fóðurjurt
— 23 sorga — 24 mat-
aráhald — 25 for — 26
hærra — 27 vísir — 29
greinir — 30 fall —
31 hreyfing — 34 óveð-
ur -— 35 lengra inni —
38 skemmtan — 39 hrósa
— 40 skemma — 44 f jöl-
visa — 48 bit — 49
tímabil — 51 líkams-
hluti — 53 fugl — 54
mat — 55 iðn — 57
hægur gangur — 58
þyrping — 60 frásögn
— 61 gruna — 62 hnig-
inn í valinn — 64 óþrif
— 65 sterkur — 67
líkamshluti — 69 greini-
legur — 70 starf — 71
kvenmannsnafn.
Lóðrétt skýring:
1 árás — 3 beygingarending — 4 hrós — 6
báru — 7 gróðurreitur — 8 á reikningum -—
9 reiðmaður — 10 kvenmannsnafn -— 12 hetjur
— 13 bandið — 14 drepa —• 16 ágætur — 18
gera við — 19 mannsnafn — 21 stara — 26 hljóð
— 28 skelfing — 30 líkamshlutinn — 32 veggi
— 33 rödd — 34 landslag — 36 sækja sjó — 37
fataefni — 41 herbergi — 42 lokur — 43 dug-
legur — 44 mannsnafn — 45 óveðrið — 46 títt
— 47 skordýr — 50 skaði — 51 fórn — 52 á
reiðveri — 55 á fjöður — 56 vegur — 59 lengd-
areining — 62 sjúkdómar — 63 heimilisáhald
— 65 fersk — 68 tré.
Lausn á 654. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: 1 sála — 5 venda — 8 ólst — 12 klakk
— 14 skála — 15 ref — 16 lin — 18 Kam —
20 tól — 21 ái — 22 mánudagar — 25 Ra —
26 frera — 28 glíma — 31 óra — 32 nnn — 34
aka — 36 varg — 37 Ránar — 39 inni — 40 járn
— 41 foss — 42 lifa — 44 ritið — 46 vörn —
48 eða — 50 rór — 51 var — 52 glufa •—• 54
silki — 56 Pá — 57 ráðsnilld — 60 la ■— 62 áru
— 64 tal — 65 nál — 66 ýlu- 67 fangi — 69
artir — 71 arar — 72 hreim — 73 Sara.
Lóðrétt: 1 -skrá — 2 Áleif •— 3 laf •— 4 ak -—■
6 einu — 7 doka — 8 ók — 9 lát — 10 slóra
— 11 tala — 13 klára — 14 smala -— 17 ina
— 19 agg — 22 mergjaður —• 23 dúnn — 24
ríkisvald — 27 rór — 29 man — 30 svall —-
32 nánir —- 33 nafir — 35 signa — 37 rrr —
38 roð — 43 fel —i 45 tónn — 47 örk — 49 afláti
— 51 villa — 52 gárar -— 53 aða — 54 slá •—
55 illir — 56 páfa —• 58 slor — 59 Ingi •—■ 61
aura — 63 una — 66 ýta — 68 gr. — 70 rs.
„Veggurinn brotnaði, þegar við vorum að taka
niður spegilinn," svaraði majórinn. „Ég varaði
Goyu við að festa spegilinn þarna. Hann var
helmingi þyngri en gamli spegillinn."
Foam brosti biturlega, þegar hann minntist
þess hve auðvelt honum hafði reynzt að lyfta
gyllta rammanum. Þó majórinn hefði enga hug-
mynd um að hann vissi hið sanna i málinu, þá
gat hann ekkert gagn haft af því, úr því sann-
anirnar voru úr sögunni.
„Brotnaði spegillinn líka?“
„Nei til allrar hamingju brotnaði hahn ekki.“
Vonbrigði Foams voru mikil. Hann hafði hald-
ið að nú væri hann um það bil að koma upp
um þorparana en hann kom aðeins of seint.
Úr því sönnunargagnið var eyðilagt var ekki
hægt að sanna að Beatrice hefði stigið í gegn-
um spegilinn, eins og Lísa í Undralandi.
GUNNA SEGIR FRÁ...
.... hann er montinn og leiðinlegur og ég
vildi heldur ganga í klaustur eða búa á eldfjalli
en áð giftast honum og ég var líka að því kom-
in að segja honum það, þegar hann bað mín í
bílnum á miðri leið. — Daginn eftir hringdi hann
til mín og bar sig borginmannlega.
„Heyrðu nú, Gunna," sagði hann, „ég hefi víst
beðið þín í gærkveldi, en satt að segja man ég
ekki hvort þú sagðir já eða nei.“
,,Ég man vel að ég sagði nei við einhvern í
gærkveldi," svaraði ég kuldalega og bjó mig
undir að leggja símtólið á. „En því miður man
ég ekki hver það var.“
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar
5 krónur.
ANNA DÝRFJÖRÐ (við pilta og stúlkur 15—17
ára) Eyrargötu 10, Siglufirði. — ÞÓRDlS JÓNS-
DÖTTIP. (vij pilta og stúlkur 14—16 ára), Aðal-
gölu 17, Cigiufirði. — ÓLI KARLSSON (við
stúlkur 16—13 ára), Fyón, Siglufirði. — RAGN-
HEI3UR JÖNSDÖTTIR (við pilt 18—23 ára),
Vallholtsvogi 5, Húsavík, S.-Þing. — GERÐUR
KRISTINSDÓTTIR (við pilt 18—23 ára) Ás-
garðsvegi 3, Húsavík, S.-Þing. —■ HALLDÓRA
STEINSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 13—16
ára Vatnagarði, Eyrarbakka. — EINAR S. EIN-
ARSSON, ÓLAFUR M. SVEINSSON, MÁR M.
ARNGRlMSSON, ÞORBERGUR ÞORSEINS-
SON og SVAVAR GÚLL (við stúlkur 16—21
árs) allir á bændaskólanum Hvanneyri, Borgar-
firði. — BJÖRN HELGASON (við pilt eða
stúlku 13—14 ára), Garðavegi 1, Keflavík.
Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5:
1. Fimm á framlöppunum, en 4—5 á hinum.
2. Helgibók (sálmasafn) Hindúa.
3. 32 ár.
4. Salome eftir R. Strauss, Miðillinn eftir Meni-
sotti, og La Giaconda eftir Ponticielli.
5. 1928—29.
6. 33 klst.
7. Stokkhólmur, Kaupmannahöfn.
8. Edgar Allan Poe.
9. Harun al Rashid.
10. Ismael, Isak, Samson, Jeremía, Jóhannes
sliirari og Jesús Kristur.