Vikan


Vikan - 02.04.1953, Qupperneq 7

Vikan - 02.04.1953, Qupperneq 7
STRÍÐIÐ MILU KVIVJAIMIMA FRÉTTABRÉF UM f Bandaríkjunum hefur verið reynt að fá úr því skorið á •*" vísindalegan hátt, hvaðaf af- stöðu konur og karlar hafi til ýmissa mála, sem segja má að snerti hjóna- bandið beint eða óbeint. 1 þessu sam- bandi var efnt til mikillar skoðana- könnunar. Hér fara á eftir spurning- arnar og svörin við þeim. Hvernig hefðir þú svarað? Hvort hefur konan eða karlmað- urinn þroskaðri kýmnigáfu? Tveir af hverjum þremur körlum töldu engan vafa á þvi, að karlmenn væru skemmtilegri. Þrjár af hverj- um fjórum konum voru þeim ósam- mála. Hvort er erfiðara, líf karl- mannsins eða konunnar? Yfirgnæfandi meirihluti kvenna taldi líf konunnar erfiðara. Plestir karlmenn töldu hinsvegar sennileg- ast, að þessu væri líkt komið með kynjunum. Hvort kynið er nízkara kvenkynið eða karlkynið? Hér voru aðilar algerlega ósam- mála, karlmennirnir fullyrtu flestir, að konur væru nískari, konurnar sögðu, að auðvitað væru karlmenn- irnir meiri nirflar. Hvort verður að fórna meiru frjálsræði fyrir hjónabandið, konan eða karlinn? Segja má, að um þetta hafi verið ÉG TÓK MYND AF HUNDI Framhald af bls. Jf. lítill strákur í uppáhalds pollinum sínum. JEAN varð skelfingu lostin þegar hún sá hann. — Aftur? hrópaði hún. — I þetta sinn verðum við að skola af honum með garðslöngunni. -— Bruce lítur nógu vel út svona, sagði ég- og fór með hann inn í skrif- stofuna. Ég lét hann leggja óhreinar lappirnar víðsvegar á stólinn og lyfti honum svo upp í hann. Þar sat hann hortugur á svipinn, eins og hann vissi vel, að hann ætti ekki að vera þarna, en nyti þess í ríkum mæli. Þannig vildi ég einmitt hafa hann. Eg kom lömpunum og myndavélinni fyrir í flýti og kallaði: — Skamm- astu þín, Bruce! Hann leit bænar- augum á mig og ég tók þrjár myndir. Daginn eftir fór ég með þær til Jean og föður hennar. — Litið þið á, sagði ég og rétti þeim beztu myndina. Á henni sat stór og sterklegur hundur með sekt- arsvip i forugum plaststól. Förin eftir lappirnar á honum sáust greini- lega og fóru vel við appelsínugulan stólinn. — Eg hef ekki vit á auglýs- ingum, hélt ég áfram, — en ég held að þessi mynd veki athygli. Og fyrir neðan hana á að standa, að hundur- inn sé ekki búinn að eyðileggja stólinn, því þegar hann hafi verið burstaður, sjáist engir blettir. Taylor leit á mig. Svo beygði hann sig og klappaði Bruce. — Komdu, sagði hann og fór með Bruce inn í skrifstofuna. Við heyrðum að hann fór að skrifa á ritvélina. Við Jean störðum hvort á annað. Svo tók ég utan um hana. Allt í einu opnuðust dyrnar á skrifstofunni, en Taylor virtist ekkert hafa á móti deilt frá þvi að sögur hófust. Kven- fólkið hefur alltaf haldið því fram — og sennilega með sanni -— að það verði að ofra meiru. Á þann hátt svöruðu konurnar líka nærri því und- antekningarlaust við þessa skoðana- könnun, þó að meirihluti karlmanna fullyrti, að þetta væri öfugt. Er hyggilegt að fræða bömin um f járhagsástæður heimilisins úr því þau eru orðin tíu'ára? Konurnar svöruðu jákvætt, karl- mennirnir voru nokkurnveginn hníf- jafnt skiptir í málinu. Er það rétt eða rangt fyrir unga stúlku að hringja á kunningja sinn (karlmann) og biðja hann að koma út og skemmta sér, t. d. í bíó? Fjórar af hverjum fimm konum voru andvígar þessu, en aðeins rúm- lega helmingur karlmannanna. Aðeins fyrir konur. Þegar þú ferð að kaupa þér nýjan hatt, hefurðu þá bónda þinn með í ráðum ? Sjötíu og sex af hundraði eigin- kvenna svöruðu: ,,Held nú ekki!“ Aðeins fyrir karla. Spyrðu konuna þína venjulegast ráða áður en þú festir kaup á nýj- um fötum? Fimmtíu og sjö af hundraði eigin- manna svöruðu spurningunni já- kvætt. því að við föðmuðum hvort annað. — Komið hingað inn, sagði hann. — Ég skal leyfa ykkur að heyra heims- ins beztu auglýsingu. Við brostum öll ánægjulega, nema Bruce. Hann lá í stólnum, en í þetta sinn var hann ekki hortugur á svip- inn heldur makindalegur. Bruce kunni auðsjáanlega vel við sig í plaststólnum. Hvað má lesa úr skrift yðar? Rithandarsérfræðingurinn hefur frestað för sinni til útlanda og verð- ur hér nokkrar vikur i viðbót. Les- endum verður tilkynnt áður en hann fer. Um skrift Ullu segir sérfræðingur- inn: Skriftin sýnir unga stúlku á þroskastigi með innibirgðar tilfinn- ingar, sem ekki á œtíð gott með að láta uppi skoðanir sínar við aðra eð:i réttara sagt vilja sinn. tJlla er dá- lítið hégómagjörn og gefin fyrir að snyrta sig. Hún er stíflynd og dálít- ið þverlynd. Úlla er reglusöm, dug- leg og virðist vera mjög samvisku- söm. Hennar góðu eiginleikar eru margir og líklegt er að þeir láti gott af sér leiða við aukinn þroska og aldur. Úlla er hjartahlý og góður félagi. Um skrift Súsönnu segir sérfræð-, ingurinn: * Skrifarinn er náttúrubam að eðlis- fari. Súsanna er gefin fyrir vinnu og heimilislif. Hún er reglusöm og skyldurcekin. Hún hefur líka frem- ur góða skapgerð, er trygglynd, ekki ■ opinská, en vantar nœgilegt sjálfs- traust til að fá notið sinna góðu hœfileika. Hún virðist þó geta verið nokkuð einbeitt ef svo ber undir. Skriftin sýnir yfirleitt góðan „kar- akter“, góðar og nœmar taugar og hlýtt viðmót. Ift T7 FRÁ JAZZKLÚBB ÍSLANDS AHUGAMAÐUR sendir mér línu og lætur í Ijós ánægju sína með starfsemi klúbbsins í vetur. Hann ræðir einkum um jam- session, sem haldin var í Tjamarcafé hinn 16. marz s. 1. Birti ég hér útdrátt úr bréfi hans. ★ ★ ★ ★ ★ JAZZ-kvöld Jazzklúbbsins í Tjarnarcafé mánudagskvöldið 16. marz s. 1. var sérstaklega ánægjulegt. Gaf þar á að líta stóran hóp ánægðra áheyrenda, sem allir létu hrifningu sína óspart í ljós, þegar hinir ungu jazzleikarar, sem fram komu á þessu vel heppnaða jazz-kvöldi, komu fram á sjónarsviðið. Má þar nefna t. d. Ólaf Step- hensen, sem lék á harmoniku, Lárus Lárusson á píanó, Sigurbjöm Ingþórsson á bassa ( leikur hans var sérstaklega skemmtilegur) og Sverri Garðarsson á trommur. Einnig kom þarna fram Andrés Ing- ólfsson, stefnufastur og öruggur ungur maður. Hann er klúbbgestum kunnur sem clarinet-leikari og hefur oft leikið á fræðslufundum og jazz-kvöldum klúbbsins, meðal annars var hann í quartett Jazz-klúbbs- ins ásamt Sigurði Guðmundssyni, Ólafi Stephensen og Herði Magnús- syni. 1 lcvöld hefur Andrés ekki komið með clarinetið heldur alto- saxofon og blæs af miklum þrótti og tilfinningu, sem þeir einir geta gert, sem vita hvað er að gerast í jazzheiminum. Vil ég þakka Andrési fyrir leik hans þetta kvöld, hann kom mér alveg sérstaklega á óvart. Með honum komu fram þeir Lárus Lárusson á píanó, Sigurbjöm Ing- þórsson á bassa og Einar Jónsson á trommur. Einnig kom þarna fram Gunnar Sveinsson á vibrafón, duglegur jazz-leikari, sem tekur jazz- inn alvarlega og er í stöðugri framför. Með honum léku þeir Guðjón Pálsson á píanó, Kristján Kristjánsson á alto-sax., Vilhelm Ingólfsson á bassa og Einar Jónsson á trommur. Það var gaman að sjá. og heyra Kristján Kristjánsson, en það er ekki á hverju mánudagskvöldi, sem heyrist í honum, ég held að það sé í fyrsta skipti sem hann tekur þátt i jazzkvöldi í vetur. Ekki má gleyma hinum ágæta og smekk- lega píanóleikara Kristjáni Magnússyni, sem kom fram þetta kvöld ásamt Skafta Ólafssyni og Kristjáni Hjálmarssyni, sem við þekkjum úr dixie-land-hljómsveit Þórarins Óskarssonar. Kristján Hjálmarsson leikur á clarinet, og margir muna eftir hinum skemmtilega clarinet- dúet þeirra Kristjáns og Andrésar Ingólfssonar, sem vakti mikla eftir- tekt á einu jazzkvöldi klúbbsins í vetur. Jazz-kvöld þessi hafa verið einkar skemmtileg og margt gott hefur heyrst þar. Eg vil að endingu þakka forráðamönnum klúbbsins og svo auðvitað ekki sízt hljóðfæra- leikurunum sjálfum fyrir mjög góða frammistöðu í vetur. Ljósin í Þórshamars-merkinu í Tjarnarcafé kvikna hvert af öðru þar til albjart er orðið í salnum og klukkan á veggnum segir að klukk- an sé hálf tólf. — Salurinn er að tæmast, allir að flýta sér, en það er eins og eitthvað seiðmagn hafi altekið áheyrendurna því þeir geta ekki um annað hugsað á leiðinni heim en jazz, hljóðfæraleikara, Björn R., Guðmundana alla, Kristjánana alla, Elfar, Gauk, Ormslev o. fl. o. fl. ★ ★ ★ ★ ★ * SNODDAS-Skemmtamr hafa verið í Reykjavík núna undanfarið við svo góða aðsókn að einsdæmi má teljast. Skemmtan- ir þessar hófust með því að hljómsveit undir stjórn Kristjáns Krist- jánssonar lék, og spáði það óneitanlega góðu um framhaldið. Þessir menn voru með Kristjáni, en hann lék á alto-sax: Kristján Magnússon á píanó, Einar Jónsson á trommur, Gunnar Sveinsson á vibrafón og Sigurbjöm Ingþórsson á bassa. Hljómsveitin lék af mikilli smekkvísi, og dáðist ég að tón Kristjáns sérstaklega og þvi hve Gunnar Sveins- son er orðinn öruggur á vibrafóninn. 1 hléinu var mér svo litið í pésa þann, sem ég hélt að væri söngskráin, og sá, að þar var Snoddas lýst sem söngvara alþýðunnar. Satt er það, en hvers vegna? Því er ,,svarað“ í pésanum: . . . ,,Ef til vill er gátan ekki jafn torráðin og hún virðist. Alþýða manna er orðin þreytt á afskræmistónlist jazz- ins annars vegar, sem er henni fjarskyld og framandi, og hins veg- ar . . .“. Jæja, hugsaði ég, er nú svo komið, að einhver, sem ekki þorir að láta nafns síns getið, er að reyna að koma fólki til þess að trúa því, að jazz sé ekki tónlist alþýðunnar, heldur fjarskyldur henni og framandi. Þá fór ég að spyrja sjálfan mig, hvernig og hvar jazzinn hefði þróast. Ég hafðr alltaf haldið, að einmitt þessi tónlist væri tónlist alþýðunnar. Voru kannski ekki negrarnir í New Orleans taldir til alþýðunnar ? Það hefði verið betra, að hinir hvítu menn hefðu viðurkennt þessar verur sem menn en ekki skepnur. Kannski lítur höfundur pésans svo á að mennirnir, sem fyrst léku jazz í heiminum, hafi ekki talist til alþýðunnar, vegna þess að þeir voru þrælar. Mér finnst þetta hinsvegar vægast sagt vafasöm kenning, enda var það1 einmitt jazzinn sem ,,stal“ þessum „alþýðuhljómleikum" í Austur-1 bæjarbiói. Því er það ósmekklegt, að ekki sé meira sagt, þegar hing- að er fenginn útlendingur til skemmtanahalds, að nafnlaus maður skuli þurfa að sletta sér fram í söng hans með rugl og vitleysu um „tónlist alþýðunnar". Visnasöngur Snoddas er eflaust einhver hluti af þeirri tónlist. En það haggar ekki þeirri staðreynd, að jazzinn er tónlist alþýðunnar og hefur verið það undanfarna áratugi. Ólafur H. Jónsson. 7 /

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.