Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 10
cfegurcf og %Dízka
RITSTJÓRI: ELlN PALMADÓTTIR
Nýtt 19531
Flegin hálsmál og hvítt skraut
Imarzmánuði er mikið um að vera
í tízkuheiminum. 1 marga mán-
uði hafa tízkusérfræðingarnir í París
unnið sleitulaust við sköpunarverk
sitt. Sýningarstúlkur þeirra eru
bundnar trúnaðareiði og jafnvel
saumakonunum er betra sað vera
þögular sem gröfin, ef þær ætla ekki
að missa mannorðið og atvinnuna.
Og La Haute Couture (félag tízku-
húsanna) verndar tízkusýningamar
eins og tígrisdýr. Fyrstu vikurnar er
aðeins hleypt inn vandlega völdum
hópi — eigendum amerískra stór-
fyrirtækja, ríkum og tignum ein-
staklingum, fréttariturum tízku-
blaðanna o. s. frv. Við dyrnar standa
þaulæfðir dyraverðir, sem fullvissa
sig um að boðskortin séu gefin út
handa þeim, sem kemur með þau.
Og sýningarstúlkurnar koma ofan úr
Fleginn síðdegiskjóll með hvítri
blússu innan undir. í hann þarf
2,75 m af 140 sm breiðu efni og
1 m af 80 sm breiðu hvítu cfni.
búningsherbergjunum i víðum slopp-
um, svo enginn geti komið auga á
kjólana á leiðinni.
Og til hvers er svo öll þessi leynd ?
Tízkufötin eru eign þess, sem skap-
aði þau. Þau gefa peninga, eða rétt-
ara sagt stórar fúlgur, í aðra hönd.
Fötin, eða leyfi til að framleiða eftir
þeim, eru mestmegnis seld fatafram-
leiðendum fyrir geysiháar upphæðir
Nokkrum mánuðum eftir að vor-
og haustsýningarnar í París hefjast,
er farið að framleiða fatnað í svip-
uðum stíl, bæði I Ameríku og víðs-
vegar í Evrópu. Þannig stendur á
því að stóru tízkuhúsin í París gefa
enn línuna í klæðaburði kvenna um
allan heim.
En þrátt fyrir allar þessar varúð-
arráðstafanir kemur það fyrir að
njósnarar komast inn á fyrstu sýn-
ingarnar. Ástæðan fyrir þvi að þeir
reyna það er sú, að evrópskir og
amerískir fataframleiðendur, sem
vilja hafa „nýjustu Parisarmódelin"
á boðstólum fyrir hæfilegt verð,
bjóða háar upphæðir fyrir vitneskj-
una um nýjustu framleiðslu tízkuhú3-
anna.
Fyrir nokkrum árum létu þessir
njósnarar sér nægja að horfa á sýn-
ingarnar og þjóta svo út á næsta
kaffihús, til að teikna það sem þeir
höfðu séð. Oft gleymdu þeir þá þýð-
ingarmiklum atriðum og mundu ekki
nákvæmlega hvern saum á flíkinni.
Nú eru tízkuþjófarnir þessvegna
farnir að beita nákvæmari aðferð-
um. Þeir nota örsmáar myndavélar,
sem þeir fela í armbandsúrinu sínu,
.undir blómi á hattinum, innan á belt-
inu eða spenna þær um öklan undir
buxnaskálminni. Þannig geta þeir
tekið myndir með því að laga á sér
hattinn eða sokkana, strjúka um úln-
iiðinn o. s. frv. Oft kemst upp um
þá, en oft sleppa þeir líka.
Og hver er svo munurinn á tízku-
fötunum í ár og í fyrra? Flegnu og
rúnnuðu hálsmálin á kjólum, dragt-
um og kápum og hvíti liturinn, sem
notaður er til skrauts og gerir kon-
una unglegri, eru greinilega mest
áberandi þættirnir í nýju tízkunni.
Breytingar frá í fyrra
^ Hárið er örlitið síðara (5 sm.).
Það liggur laust og brúsandi
að framan og ljósir lokkar í dökku
hári fullkomna hárgreiðsluna.
Hvítir, draplitaðir og gulir
kúptir stráhattar sjást mikið,
en þeir eru ekki mjög hentugir hérna
á Islandi. Aftur á móti hentar sum-
arútgáfan af húfunum, sem hylja
kvöldkjólum. Það er nú alveg komið
úr tízku að hafa þunna slæðu um
hálsinn að degi til.
^ Sumarið 1953 dansa stúlkurnar
í kjólum úr mússulini eða org-
andi. Kjólarnir eru flegnir með rúnn-
uðum hálsmálum, víðum pilsum með
mörgum fellingum, breiðum beltum
og stifum undirpilsum.
allt hárið og ná fram á eyrun, okk-
ur ágætlega. Þær eru nú framleidd-
ar úr þunnum efnum og i hvítum og
skærum litum.
^ Nýju dragtirnar leggja flestar
áherzlu á mjótt mitti (þó eru
nokkrar víðar), en þær eru næstum
undantekningarlaust flegnar, ýmist
með rúnnuðum hálsmálum eða víð-
um V-hálsmálum með hornum, og
hvít blússa stendur þá upp undan.
Hvítar slaufur, laus hvít brjóst
eða pliseraðir kragar setja svip
sinn á allar vorsýningarnar, enda er
það mjög klæðilegt.
^ Draplitaðir litir, allt frá örlítið
kremuðu og upp í næstum brúnt,
virðast hafa tekið við af gráa litnum
í huga tízkusérfræðinganna. Þessi lit-
ur verður þó að fara vel við hör-
undslitinn, enda er úr nógum blæ-
brigðum að velja/
Rautt er mikið notað til uppfyll-
ingar með draplitaða litnum. Ef
draplitað fer þér ekki vel, getur rauð-
ur kragi, hattur eða rauðar rósir á
efninu komið í góðar þarfir.
^ Nokkrar einkennilegar töskur
hafa sést undanfarið. Þær eru
nokkuð stórar og líkjast ýmist körf-
um eða vasaklút, sem bundinn er
saman á hornunum (en auðvitað úr
leðri).
0 1 ár getur maður valið um hvar
mittið á að vera. Stórar konur
færa beltin niður á mjaðmirnar, litl-
ar hækka það með breiðum belt-
um og meðalstórar hafa mittið á
sínum stað. Mikið ber á ljósum leð-
urbeltum til daglegrar notkrmar, en
breiðum felldum beltum með finni
kjólum.
^ Flest tízkuhúsin sýna einfalda
síðdegiskjóla og eru þeir flestir
í skærum litum eða köflóttir.
Stnttkápurnar eru flestar hvorki
víðar né aðskornar og hálsmálið
er svo vítt að blússan eða peysan
sést upp undan.
^ Sumarkápurnar eru flestar háar
í hálsinn til að skýla berum
hálsinum. Þykkari kápur eru margar
flegnar, en þó ekki kragalausar. Þær
eru ekki nærri eins víðar og undan-
farin ár.
^ Rósóttu kjólarnir eru komnir í
tizku aftur. Þeir eru úr alls kon-
ar efnum og blóm, ávextir og lauf
virðast aðalfyrirmyndir vefaranna.
^ Og litlir jakkar, sjöl og bolero-
jakkar eru notaðir sem öryggis-
ventill yfir flegnu hálsmálin. Með
litlum jakka getur einn kjóll komið
í stað tveggja.
^ Rauðar og gular litlar slæður
eru eingöngu ætlaðar með
Koktcilkjóll úr svörtu organdí með
sólplíseruðum kraga frá tízkuhús-
inu Maggy Rouff.
Á forsíðunni
- Kragi og stór bundin slaufa
-L úr hvítu glansandi efni lífga
upp dökkan kjól. (Clarence)
„ Stór hvítur organdikragi gerir
aðskorna svarta kápu að
sumarkápu eða kvöldkápu. (Jea/nne
Lafaurie)
^ Btört dragt skreytt hvítum
O kraga^ sem er látinn ná nið-
ur jakkabarminn. (Balenciaga)
. Langt blúndusjal með svört-
'Jt um samkvœmiskjól. (Balen-
ciaga).
Múffa og hattur úr þykkn
ð hvitu silki með dökkbláum
kjól. (Lavin-Castillo)
> Hvítt „bindi“ úr hvítu pique,
O notað við hvítan og svartan
kvöldkjól. (Balenciaga)
_ Danspils úr hvítu crepe, með
• vóflusaum á mjöðmunum.
Blússa úr svörtu mussulini. (Lavin-
Castillo )
n Stuttkápa með hvitri blússu
O úr piqé. (Kogan)
_ Jakki ú r hvitu ullarflaujeli
V við svartan ullarkjól. (Jaque
Griffe)
„ Fyrirferðarmikill blússukragi
J t/ jtr organdi stendur upp úr
kápunni. (Lavin-Castillo)
r Hattur úr hvítum silkibönd-
J J- um, sem saumuð eru hvert
yfir annað. (Heim)
_ Hvitt einfalt vesti úr piqué,
Jj£' notað innan undir jakkakjól
með víðu hálsmáli. (Serge Kogan)
r Q Hvítur bliissukragi stendur
J O upp úr dökkri dragt og hvítur
stráhattur. (Mad. de Raucli).
10