Vikan


Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 11

Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 11
Hún hafði lært margt í njósnaraskól- anum í Englandi. Hún vissi að njósn- arinn varð að vera við öllu búinn. Og svo eina nótt mátti hún leita sér gist- ingar hjá vændiskonum.... ODETTE HANN hélt áfram að tala sínum lága rómi. „Maðurinn sem ætlaði að hitta mig hér, er Bernard, einn af okkar föstu sendiboðum. Hann er mjög traustur maður, — og auk þess skáld. Það kæmi sér vel ef þér gætuð beðið og séð hann, svo þið gætuð framvegis þekkt hvort annað.“ „Ég býst ekki við að koma aftur til Marseille," sagði hún efagjörn. „Fyrirmæli mín frá skrif- stofunni eru þau, að ég skuli fara annað.“ „Það er leiðinlegt, Lise. Samt mundi það vera gott ef þér gætuð hitt Bernard." „Já, ég mundi hafa gaman af því. Maður getur alltaf fundið hótel, þar sem ekki er verið að spyrja óþægilegi-a spurninga, geri ég ráð fyrir?" „Já, já. Marseille er full af hótelum. Bemard þekkir borgina vel, og hann getur fundið hentug- an stað.“ Hann lyfti glasinu og brosti. „Yðar skál, Madame." „Skái, Monsieur." Það fylgdi því einkennileg tilfinning að sitja hér á veitingastað í Marseille og drekka vín með brezkum liðsforingja, meðan hermenn Þriðja rík- isins gengu um göturnar. En þá áttaði hún sig; þannig mátti hún ekki hugsa. Það var ekki hollt fyrir njósnara að komast á vald rómantískum hugleiðingum. Hún varð að taka þessum óvenju- legu kringumstæðum ei,ns og hverjum öðrum eðlilegum hlut. Hún sagði glaðlega: „Ég er fegin því að vera komin til Frakklands." „Já," sagði Monsieur Vidal og brosti. „Ég get vel trúað því. Þér eruð búin að vera hér núna, ja, við skulum sjá, hvað lengi ? Þrjátíu og sex klukkustundir ?“ „Eitthvað um það bil.“ „Bíðið þangað til þér eruð búnar að vera hér þrjátiu og sex vikur, og þá skulum við vita hvort þér segið það sama. En þarna kemur Bernard." Hann var brosleitur maður, mildur á svip, rúm- lega þrítugur að aldri, og hafði það hlutverk að AU héldu af stað í áttina til gamla borgar- hlutans, og Bernard bar tösku Raouls. Það var þegar orðið mannfátt á götunum, því að útivistarbannið nálgaðist óðum. Bernard sagði afsakandi: „Fólk, sem tekst á hendur starf eins og okkar verður að vera við því búið að lenda á alls konar furðulegum stöðum. Því að umfram allt verðum við að komast hjá að fylla út nokkra pappíra, eða svara óþægilegum spumingum. Frakkland er á kafi í opinberum skjölum og plöggum og hvert þeirra er lítil músagildra. Það er mikil list að skilja aldrei eftir sig nein spor. Samt hafði ég vonazt til að geta útvegað eitthvað betra. Næst skal ég koma þessu öðruvísi fyrir." Hann stanzaði á götuhorni. Odette tók eftir því að gatan til vinstri hét „Parísarstræti." „Hérna skil ég við yður. Það er vissast að ég fari ekki lengra. Þér gangið þarna niður Parísar- stræti, þangað til þér komið að sjötta húsinu hægra megin. Ytið á dyrnar, og þær munu opn- ast. Þar fyrir innan er kona. Segið henni að þér komið frá Monsieur Bernard, og að yður vanti herbergi í nótt — herbergi með lykli í læsingunni. Hún skilur það. Eg bíð hér í nákvæmlega fimm mínútur, ef ske kynni að eitthvað væri í ólagi. ferðast látlaust milli deildanna í Suðurhópnum. Hann krafðist þess að Lise borðaði kvöldverð með þeim. Hótel? Hann kvaðst þekkja þúsundir hótela og vera heimilisvinur á þeim öllum. Eftir kvöld- verð mundi hann hringja í eitt af þessum hótel- um þar sem engin þörf yrði á því að Lise fyllti út eyðublöð með heimskulegum spurningum. Mál- ið var útkljáð. Auk þess var honum kunn- ugt um veitingastað þar sem fyrsta flokks ostrur voru á boðstólum. Fyrst mundu þau fá sér að borða, og síðan mundi hann ganga frá þessu með hótelið. Þau fengu sér að borða — og borðuðu vel. Bernard var heill brunnur af skemmtilegum sög- um, og tíminn leið fljótt. Lise leit á úrið sitt kl. 9. Hún sagði við Bernard: „Þér ætluðuð að hringja fyrir mig á hótel," og hann stökk undir eins á fætur. „Ég hef verið svo frá mér numinn af nærveru yðar, Lise, að ég steingleymdi þessu. Ég biðst afsökunar. Ég skal kippa þessu í lag á stundinni.“ Hann gekk í burt — og kom ekki aftur fyrr en að stundarfjórðungi liðnum. Hann settist nið- ur, beit í neglur sínar og hnyklaði brýrnar. Að lokum sagði hann: „Þetta hefur verið mjög erfitt. Marseille er full af þessum þýzka óþverralýð og ekki einu sinni ég“ — hann sló sér á brjóst — „ekki einu sinni ég hef getað komið því í kring sem ég ætlaði mér. Samt þurfiðj þér ekki að sofa í biðsal járnbrautarstöðvarinnar. Ég get farið með yður á vissan stað þar sem engra spurninga verður spurt og þér munuð verða fullkomlega örugg. Þér þurfið ekki að segja annað en að Monsieur Bernard hafi sent yður. Engar spurn- ingar. Þetta er ekki kannski beinlinis eins og á Ritz í París, en engu að síður gott húsaskjól." Hún var Lise, og hún var S. 23; hún var við- búin hverju því sem guðunum þóknaðist að færa henni í hendur. Hún sagði í anda feðra sinna: „Allons-y.“ yfirmenn" Ef þér verðið ekki komin aftur eftir fimm mínút- ur, þá mun ég ganga út frá því sem vísu að allt sé í lagi. Ég vona að við hittumst bráðlega aftur, Lise. Ég bið að heilsa Raoul." Odette fann skyndilega til hrollkennds óróleika. Hún leit niður dimma götuna og sagði: ,-,Hverskonar staður er þetta, þar sem ég á að sofa ?“ „Það er eina húsið þar sem þér verðið fullkom- lega öruggar hér í Marseille í nótt. Mér þykir það leiðinlegt, Lise.“ Hann yppti öxlum. „Það er pútnahús þýzkra hermanna." „Guð minn góður . . . “ Það varð löng þögn. Odette sagði lágri röddu: „Mundi . . . mundi ég ekki geta sofið í biðsalnum á járnbrautastöðinni ?“ „Jú, þér gætuð það. En það mundi hafa áhættu í för með sér. Það er mikill siður Þjóðverjanna að taka alla farþega sem bíða þannig og flytja þá í einhverja gerfigúmmíverksmiðju sína — og við höfum ekki ráð á að tapa neinum svona snemma. Þér verðið alveg örugg á þessum stað, Lise.“ Hún tók upp tösku sína. Hún reyndi að brosa. „Verið þér sælir, Bernard." „Verið þér sælar, Lise.“ „Aðeins fyrir Hún gekk hægt eftir gangstéttinni, taldi hús- in.' Hún stanzaði við það sjötta og leit í kringum sig. Gatan var mannlaus. Svo ýtti hún á hurðina, og gekk inn. Húa var stödd í björtu anddyri. Miðaldra kona sat þarna við borð. Hún var að stoppa sokk. Hún lagði frá sér sokkinn og leit á Odette. Á brjósti hennar var stór kross úr gulli. Augu hennar voru hörð, og um leið björt. Það voru þesskonar augu sem ekkert fer framhjá. Hún hreyfði naumast varirnar er hún sagði: „Hvað er yður á höndum, Madame." Seinasta orðið hljómaði eins og svipuhögg. „Ég kem frá Monsieur Bernard. Hann sagði að“ — hún stamaði — „hann sagði að ég gæti fengið herbergi hér í nótt — herbergi með lykli.“ Konan leit á hana með steingervum svip. Síð- an sagði hún: „Þér vitið hvers konar hús þetta er?“ „Já. Ég veit það.“ „Hafið þér nokkra peninga, Madame?" „Já.“ „Herbergið með lykli kostar fimmtíu franka." Hún brosti sem snöggvast, en brosið hvarf fljót- lega aftur. „Ég er ávallt hreykin af því að geta gert eitthvað fýrir vini og félaga Monsieurs Bernard. Þér þurfið ekkert að óttast, Madame. Ég skal sjá um að þér verðið ekki truflaðar." „Ég er yður mjög þakklát." „Maður er þó alltaf Frakki," sagði hún þurr- lega. Odette opnaði veskið sitt og taldi út fimmtíu franka i seðlum. Konan tók við þeim, setti þá niður í skúffu, hringdi lítilli bjöllu, og tók siðan sokkinn upp aftur. Odette leit í kringum sig. Teppið á gólfinu var mjög slitið. Við endann á anddyrinu héngu dökk dyratjöld, og á milli þeirra sá Odette dimma stiga. Fjörgömul kona kom innan úr húsinu og birtist á milli dyra- tjaldanna. „Marie, vísið þér þessari konu á herbergi nr. 10. Það má ekki trufla hana.“ „Bien, Madame.“ Gamla konan tók upp tösku Raouls og sneri sér við. Konan við borðið sagði við Odette: „Það er vissara að þér hafið þetta með.“ Hún tók stóran lykil af kippu sem hékk við lend hennar, og fékk henni hann hálfbros- andi. „Ég vona að yður muni líða vel í nótt.“ „Þakka yður fyrir. Góða nótt.“ Gamla konan hélt hægt af stað upp stigana. Á fyrsta pallinum lagði hún frá sér töskuna, hall- aði sér upp að handriðinu, másandi. Næsta áfanga fór hún jafnvel enn hægar, en um síðir komst hún alla leið upp, opnaði dyrnar að her- berginu og kveikti. Odette gaf henni tuttugu franka. Hún muldr- aði eitthvað og stakk þeim undir blússu sína. Hún sagði: „Það er bjalla þarna. Ef Madame þarfnast einhvers, þá skal hún bara hringja. Ég heyri það og kem.“ „Gott. Ég hringi, ef nauðsyn krefur." Hún stóð við dyrnar. „Jæja þá —- góða nótt.“ „Góða nótt, Madame." Odette læsti dyrunum. Hún stóð og hallaði sér upp að hurðinni þangað til hún heyrði gömlu konuna leggja af stað niður brakandi stigana. Því næst leit hún kringum sig í herberginu. Það voru hlerar fyrir gluggunum. Glugga- tjöldin voru óhrein. Fyrir miðjum veggnum stóð fornfálegt járnrúm og á þvi grátt teppi, breitt yfir röndótta dýnu. Það var einnig legubekkur i her- I. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.