Vikan - 02.04.1953, Page 12
Nýi forstjórinn vissi hvað hann vildi. Sam vissi það líka, það var ...
EINN GYLLTUR HNAPPUR
ILL CORDAIR yngri, nýi
forstjórinn fyrir Cordaire
kápuverksmiðjunni, leit ásak-
andi á skrifstofustjórann
sinn. — Hvað er að þér, Davið? Ertu
að missa kjarkinn? Þú ert þó búinn
að segja mörgum upp um æfina.
— Það er allt öðru máli að gegna
með Sam. Hann er búinn að vinna hér
í 22 ár. Ég er kannski of viðkvæmur,
en þetta get ég ekki gert. Þú verður
að segja honum það sjálfur.
— Ég get ekki betur séð en að hann
hafi okkur að ginningarfíflum. Ég hefi
aldrei séð mann fara eins illa með
tímann.
— Sjáðu nú til, Bill er hluti af fyrir-
tækinu. Hann er kannski dálítið smá-
munasamur, en pabbi þinn þoldi hon-
um það öll þessi ár og . . .
— Hann hefur þolað honum það of
lengi, greip Bill fram í. — Það er gott
að reyna að reka fyrirtæki skynsam-
lega og láta það gefa eitthvað af sér.
Faðir hans hafði dregið sig í hlé
fyrir þremur vikum og farið í ferðalag.
Áður en hann fór, hafði hann sagt:
— Bill, héðan í frá stjórnar þú fyrir-
tækinu. Og Bill vissi að hann gat ekki
stjórnað skynsamlega með starfsniönn-
um eins og hnappamanninum Sam
Hawk, sem fékk 80 dollara á viku fyrir
verk, sem hver krakki gat gert, og
eyddi auk þess tímanum í alls konar
vitleysu.
Þegar Bill kom inn til Sam var hann
að tala í símann og hélt gylltum
hnappi, sem hann var að lýsa, fyrir
framan sig.
— Hann er eins og hálfmáni í lag-
inu og á honum er eitthvað í líkingu
við útskorið auga og nef. Á litinn eins
og gamalt gull. Já, við notuðum þá
fyrir fjórum árum . . . Ertu viss um,
að þeir hafi ekki verið frá þér? . . .
Hver? Sheinrod? . . . Já, ég reyni að
tala við hann.
Sam lagði símtólið á. Hann var sköll-
óttur. Hann gekk að fatahenginu og
tók jakkann sinn.
— Sam, ég þarf að tala við þig, sagði
Bill Cordair.
— Ekki núna, svaraði Sam. — Ég
verð að finna einn svona hnapp. Paul-
bræðurnir báðu um það. Hann leit á
klukkuna, sem vantaði tíu mínútur í
fimm. — Ég verð að komast til Shein-
rod áður en þeir loka.
Bill missti næstum stjórn á skapi
sínu. Sam Hawk virtist kæra sig koll-
óttan um, hver var húsbóndinn.
— Hvað er hann búinn að vera lengi
að reyna að finna hnappinn, spurði
Bill einn af starfsmönnunum.
Maðurinn brosti: — Síðan í morgun.
Bill bölvaði. Cordair fyrirtækið not-
aði aðeins sjaldgæfa hnappa á kápurn-
ar sínar. Sumir kostuðu allt að einum
dollara. Og þegar einhver kona týndi
slíkum hnappi, leitaði hún til verzlun-
arinnar, sem hafði selt henni kápuna,
og hún sneri sér til Cordair fyrirtæk-
l isins. Venjulega sendu þeir hnappinn
l um hæl, — en að eyða heilum degi í
i svoleiðis smámuni. Var ekki skynsam-
| legra að senda hnappa á alla kápima?
Bill grunaði Sam um að nota þetta sem
átyllu til að slóra í verzlununum og
spjalla við búðarmennina. Hann kipraði
saman augun. Ef hann færi nú sjálf-
ur til Sheinrods og kæmi að Sam, þar
sem hann væri að slæpast. Þá hefði j
hann góða og gilda ástæðu til að reka j
hann.
Þegar hann kom inn í verzlun Shein-
rods, stóð Sam á tali við feitan mann
úti í horni. Þeir voru að skoða hnapp-
inn.
— Joe, þú mátt til með að útvega
einn, sagði Sam. — Paul-bræðurnir eru
beztu og elztu viðskiptavinir okkar.
— Hvað viltu að ég geri? Láti búa
til einn hnapp ? nöldraði feiti maðurinn.
— Ertu orðinn vitlaus, Sam?
— Ég verð að fá hann. Og litaðu
hann svo hann verði alveg eins og
þessi.
— Veiztu hvað það kostar? Það get-
ur farið upp í fimm dollara.
— Var ég að spyrja hvað það kost-
aði? spurði Sam. — Joe, þú verður að
útvega hnappinn.
Bill Cordair ætlaði að grípa frammí.
Þetta var blátt áfram hlægilegt. Hann
þokaði sér nær þeim. Hann sá að
hnappagerðarmaðurinn horfði undr-
andi á Sam. — Heldurðu að það sé
svona mikils virði?
— Hvað heldurðu að Cordair fyrir-
tækið sé? Ekki neitt? Við höfum fram-
leitt kápur í 44 ár og við höldum enn
fyrstu viðskiptavinunum okkar. Hvers
vegna? Vegna þess að við erum sóma-
kærir? Vegna þess að við erum alltaf
reiðubúnir að hjálpa.
— En fimm dollarar fyrir einn ein- /
asta hnapp ... >
— Það borgar sig. Vertu ekki að j
deila við mig um þetta. Ég er búinn að j
fást við þetta nógu lengi til að vita,
hvenær það borgar sig að spara og hve-
nær ekki. Hvenær verður hnappurinn
til?
Joe glotti: — Eftir tvo daga.
EGAR Sam Hawk sneri sér
ánægður við, kom hann auga
á Bill. — Ertu að elta mig?
spurði hann um leið og þeir
gengu út úr búðinni. — Hvers vegna?
Bill leit niður fyrir sig. Hann var
að hugsa um álit Cordair fyrirtækis-
ins . . .
— Hvaða vitleysa er þetta?
Bill fann til niðurlægingar sinnar, en
samt hélt hann áfram: — Það . . . það
sem ég ætlaði að segja, Sam, var þetta.
Ég þarf á starfsmönnum eins og þér
að halda fyrst ég er tekinn við. Ég vildi
bara fullvissa mig um, að þú vildir
vera kyrr . . . Það var allt og sumt.
Sam leit forvitnislega á hann. Svo
kýmdi hánn og sagði: — Mér hefur
víst skjátlast, Bill. Ég sagði pabba þín-
um áður en hann fór, að þú mundir
aldrei verða maður á borð við hann.
Rödd hans var nú orðin hlýleg og vin-
gjarnleg. — Að hugsa sér, að þú skyld-
ir elta mig alla leið til Sheinrods til
að sjá um að ég fengi þennan eina
hnapp. Það er alveg í anda föður þíns,
drengur minn.
berglnu, fataskápur, hægindastóll; og náttborð
með brotinni marmaraplötu stóð hjá rúminu. Á
plötunni var öskubakki, og i honum sígarettu-
stubbur og þrjár hámálar. Það var þungt loft í
herberginu, einhverskonar lygtasamband sem hún
hafði aldrei fundið áður. Hún opnaði fataskáp-
inn. Inni í honum hékk óhreinn sloppur og
krumpaður vasaklútur ataður í varalit. Hún lok-
aði skápnum aftur. Einhvernveginn tókst henni
að draga legubekkinn fyrir dyrnar á herberginu,
og ofan á hann setti hún hægindastólinn, svo
þetta var eins og götuvirki. Síðan tók hún af
sér hattinn og fór úr skónum, og er hún hafði
enn einu sinni litið vel í kringum sig í herberg-
inu, slökkti hún ljósið og lagðist út af í rúmið,
með hendurnar spenntar fyrir aftan hnakkann.
Þar sem hún lá þarna í öllum fötum uppi í
rúmi á hótelherbergi í Marseille, varð Odette
hugsað til fallega dalsins heima í Englandi, dals-
ins hennar og dætra hennar. 1 kyrrð þessa kvölds
hvarf hún hljóðlega til dætra sinna og sagði
þeim að þær yrðu að vera góðar, en ef þær
væru ekki góðar, þá gerði það samt ekkert til,
svo framarlega sem þær þvæðu sér vel fyrir
kvöldmatinn. Og hún heyrði hinar skæru raddir
dætra sinna. En innan um þessar raddir fóru
að blandast hurðaskellir og háværir hlátrar
karlmannanna. Tunglið kastaði daufum geislum
í gegnum rifurnar á gluggahlerum pútnahússins
— og Odette minntist tjarnanna litlu, þar sem
hún hafði svo oft leikið sér með dætrum sínum
heima á Englandi. Hún hlaut að hafa blundað,
því að allt i einu opnaði hún augun og sá þá
í gegnum rifurnar á gluggahlerunum, að farið
var að grána fyrir degi. Hún leit á úrið. Klukk-
an var fimm minútur yfir sex. Hún geispaði og
fór höndunum í gegnum hárið. Síðan þvoði hún
sér og fór í skóna og leit á sjálfa sig í brotn-
um speglinum. Andlit hennar var fölt og dálítið
tekið, og henni fannst að hún gæti gefið aleigu
sína fyrir gott bað. Hún dró legubekkinn og
stólinn frá dyrunum eins hljóðlega og hún gat,
opnaði þær og hlustaði. Húsið var þögult eins
og gröfin. Hún leit einu sinni ennþá kringum
sig í þessu hræðilega herbergi. Síðan setti hún
á sig hattinn, tók tösku Raouls og læddist niður
stigann.
Odette til mikillar undrunar var svartklædda
konan enn við borðið i anddyrinu. Hún leit um
öxl á Odette, og sagði:
,J3onjour, Madame. Þér eruð mjög heppnar.
Ég óska yður til hamingju."
,,Nú. Hvers vegna?“
„Vegna þess að klukkan þrjú í nótt kom hing-
að hópur þýzkra herlögreglumanna til að leita
að manni sem hafði strokið úr hernum. Það eru
margir Þjóðverjar sem yfirgefa hinn elskaða
Fiihrer sinn, og þáð er leitað að þeim í húsum
eins og þessu.“
„Það kom enginn að mínu herbergi."
„Eg veit það. Ég sagði liðsforingjanum, að
frænka mín svæfi þar, og hún lægi í bólusótt."
Svipur hennar varð hörkulegur. „En nú er bezt
að þér farið.“
Odette gekk út á götuna. Morgunsólin ljómaði
yfir borginni, og hún teygaði í sig svalt og tært
loftið. Hún mætti lögregluþjóni og bauð honum
glaðlega góðan daginn, og hann svaraði með
syfjulegu brosi. Járnbrautarstöðin var full af
fólki. Odette tók sér stöðu I biðröðinni við miða-
söluna. Þegar hún var búin að kaupa miðann,
fór hún inn í lestina, og var svo heppin að fá
pláss úti í horni í einum vagninum. Hún var
komin aftur á snyrtistofuna við Kanadastræti í
Cannes fyrir hádegi.
„Jæja,“ sagði Raoul. „Hvernig gekk?“
„Ágætlega. Ég skildi við vini okkar á bilaverk-
stæðinu, náði í töskuna þína, og hitti Monsieur
Vidal og annan mann sem er kallaður Bernard.“
„Fékkstu Vidal peningana ?“
„Já. En þá var orðið framorðið, og ég varð
að finna einhvern stað til að sofa á.“ Hún tal-
aði af mjög svo yfirdrifnu kæruleysi. „Það end-
Framhald á bls. 14.
12