Vikan


Vikan - 02.04.1953, Síða 13

Vikan - 02.04.1953, Síða 13
Gyltan var dæmd en grislingarnir til dauða, sýknaðir Þegar dýrin voru dregin riN um- fangs- mestu mála- ferlin, sem um getur í sög- unni, áttu sér stað í Frakk- landi um miðbik 15. aldar. Þau stóðu ekki skemur en 42 ár og lítið er vitað um endalok þeirra. Hinsvegar er vitað með vissu, að sökudólgurinn var ekki hættulegur glæpamaður heldur ein skordýrategund! Ibúar bæjarins St. Julien í Frakk- landi hófu árið 1445 mál á hendur bjöllutegund nokkurri, sem nú nefn- ist á fræðimáli lynchitus aureus. 1 málinu var skipaður verjandi og sækjandi og það var á allan hátt rekið sem um venjulegt sakamál væri að ræða. Þó dróst það svo á langinn, án þess að til urslita drægi, að bæjar- búar lögðu fram málamiðlunartillögu, þess efnis að bjöllunum yrðu fengin full yfirráð yfir ákveðnum landskika i nágrenninu, með því skilyrði þó, að þær héldu einungis til þar og færu ekki út yfir lóðarmörkin. Lögfræðingur skordýranna mót- mælti, en dómarinn hafði það að engu og skipaði nefnd til þess að velja bjöllunum land og ganga úr skugga um, að þær gætu hafst þar við. Að því loknu var gerður form- legur samningur við bjöllurnar og skrifað út afsalsbréf til þeirra, en bæjarbúar fögnuðu úrslitunum mjög og töldu sig þar með lausa við hina leiðu gesti um alla framtíð. En Adam var ekki lengi í Paradis. Það kom upp úr kafinu, að nokkrir einstaklingar áttu löglegt tilkall til jarðarinnar, sem bjöllurnar höfðu fengið til umráða, og að samningur- inn við þær var þvi ógildur. Málið varð því að takast upp að nýju, hvort sem mönnum (og þá væntanlega bjöllum) líkaði verr eða betur, en um þann hluta málaferlanna er fátt vitað, þar sem málskjöl flest eða ötl eru glötuð. Menn vita þessvegna ekki, hvort bjöllurnar fengu nýja jörð til búsetu! Rotturnar í Autun. Réttarhöld yfir skepnum og skor- dýrum voru hreint ekki eins fátíð í Evrópu hér áður fyrr eins og menn mættu ætla. Meir að segja var það í einu slíku máli sem einn frægasti Eftir F. Bromley Booth IT' Ávallt nýjasta tízka. O Kjólar ) o Kápur o Dragtir GULLFOSS AÐALSTRÆTI lögfræðingur Frakka á miðöldum fyrst vakti athygli á sér. Hann hét Chassanée, og þegar mál var höfðað gegn rottunum í Autun, var hann skipaður verjandi þeirra — og vann málið! Akæran á „hendur“ rottunum var mikið plagg, þar sem sakborningun' var meðal annars lýst mjög nákvæm- lega — „óhrein dýr í rottulíki, grá á lit og lifa í holum.“ Þegar fyrsti stefnudagurinn ranr. upp, mættu rotturnar ekki. Sam- kvæmt frönskum lögum, áttu þær þar með að hafa tapað málinu^ Þegar Chassanée gat hinsvegar sannað, að stefnan á hendur rottunum hefði ver- ið rangt orðuð, féllst rétturinn á að skjóta málinu á frest, þar til búið væri að stefna þeim á ný. Sá dagur rann upp, en aftur láðist rottunum að mæta. Chassanée benti þá á, að þar sem hverri einustu rottu í Autun hefði verið stefnt fyrir rétt- inn, þá hefði þeim verið gefinn allt of skammur frestur til undirbúnings, því það væri annað en gaman fyrir þær að hlauv:a frá heimilum sínum næstum fyrirvaralaust! Hann fór svo enn fram á frest og fékk hann. Þegar rotturnar mættu ekki enn þrátt fyrir allt, hafði Chassanée þá afsökun fram að færa, að dómstóln- um bæri skylda til að tryggja öryggi sakborninga, þannig að þeir yrðu ekki að stofna lífi sínu í hættu á leið- inni til og frá dómshúsinu. Hann vakti athygli á því, að talsvert af köttum hefði sést á vakki í bænum, en allir vissu hvern hug þeir bæru til hinna sakbornu. Enginn gæti þvi á- fellst rotturnar fyrir að mæta ekki, hinsvegar gæti hann lofað réttinum því fyrir hönd skjólstæðinga sinna, að þeir mundu áreiðanlega koma strax og þessu með kettina hefði ver- ið kippt í lag. Og þannig vann Chassanée málið. Þegar stefnendur treystu sér ekki til að ábyrgjast framkomu katta sinna, var málinu skotið á frest um óákveð- inn tíma og málareksturinn féll niður af sjálfu sér. Giltan og grislingarnir. I Frakklandi einu eru til skráðar heimildir um 92 málsóknir gegn dýr- um á timabilinu 1120 til 1740. Síðasta málið var höfðað gegn ónafngreindri kú, sem var sek fundin og líflátin með talsverðri viðhöfn. Stundum eru lýsingarnar á réttar- höldunum yfir blessuðum skepnunum líkastar mergjaðri lygasögu eftir Munchhausen. Þegar gylta og grisl- ingar hennar sex voru dregin fyrir lög og dóm í Lavegny árið 1457 og sökuð um barnsmorð, var gyltan dæmd til dauða og líflátin. Grisling- arnir voru hinsvegar sýknaðir vegna (1) æsku sinnar, (2) hins slæma for- dæmis móðurinnar og (3) skorts á sönnunargögnum. Tæpum 20 árum síðar kom annað skritið mál fyrir dómstólana, að þessu sinni í Svisslandi. Þar var hani söku- dólgurinn, en ákæran liljóðaði á þá leið, að hann hefði verpt eggi! Sak- sóknarinn lagði á það mikla áherslu, að har.aegg væru mjög eftirsótt með- al galdramanna og að Ðjöfullinn not- aði galdranornir til þess að unga slík- um eggjum út. Auk þess var það trú manna, að úr svona eggjum kæmu skaðræðisskepnur, sem gert gætu kristnu fólki mikinn miska. Verjandi hanans viðurkenndi, að skjólstæðingur sinn virtist hafa verpt egginu, en færði honum það til máls- bótar, að enginn hefði haft skaða af verknaðinum. Auk þess fullyrti hann, að engar sannanir væru til fyrir þvj. að Satan hefði nokkru sinni gert samning við nein fiðurdýr. Þessu svaraði sækjandinn með því, að enda þótt sá vondi gerði ekki beinlínis samninga við skepnur, þá væru þess mörg dæmi, að hann tæki sér ból- festu i þeim um stundarsakir. Þessu máli lyktaði svo, að hana- garmurinn var dæmdur til dauða, þó ekki sem hani, heldur sem galdra- maður í hanaliki. Að því loknu var hann opinberlega brenndur á báli — ásamt hinu stórhættulega eggi. Hvernig stóð á þessu? 1 Svisslandi voru skepnur raunar ekki einasta dregnar fyrir dómstóla fyrir allskyns „glæpi“, heldur var einnig hægt að láta þær bera vitni, þegar sá sakfelldi var mennskur maður. Ef bóndi stóð til dæmis inn- brotsþjóf að verki og drap hann, þá gerði hann það i sjálfsvarnarskyni, sem ekki var refsivert. Aðeins þurfti bóndinn að færa sönnur á, að um óumdeilanlega sjálfsvörn hefði verið að ræða, en það gat hann gert með þvi að kalla eitthvað af skepnum sinum til vitnis. Hann sór þá sakleysi Framhald á bls. 14. 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.