Vikan


Vikan - 07.05.1953, Blaðsíða 4

Vikan - 07.05.1953, Blaðsíða 4
GRÁTUR ER ÓSKÖP EÐLILEGUR — Það þarf enginn að skammast sín fyrir nokkur tár — Ur ferðabðk Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar (um ferðir þeirra á Islandi 1752—1757). MENN ferðast næstum því hvergi á land- inu minna en í Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Varla nokkur maður ferðast út fyrir sýslutakmörkin, og margir gamlir menn hafa aldrei farið svo langt. Helzta ferðalagið er til kirkju, sem getur verið nálægt einnar mílu leið. Á vetrum, þegar jörð er freðin, fara all- ir, bæði karlar og konur, gangandi. Stundum hafa bændur þó hesta i húsi til kirkjuferða, ef þíðviðri er. Á sumrin ríða allir til kirkju, enda þótt um stutta leið sé að ræða. Þegar menn fara á hestbak heima við, er hestur- inn ekki söðlaður, en í þess stað lögð á hann þæfð ullardýna, sem þófi heitir. m Ir kirkjuferðum er algengt að karl og kona tvímenna. Karlmaðurinn situr að framan og stýrir hestinum, en konan situr kvenveg að baki honum, venjulega í vinstri hlið. Ein- kennilegt er, að þessi siður kvað vera algeng- ur á Englandi. Annars staðar ríða konur ein- ar í kvensöðli, sem líkist dönskum söðlum. Þó eru þeir skreyttir með öðrum hætti. Þeir eru klæddir með bláu eða grænu klæði, látún- slegnir og viða settir stórum látúnssylgjum, en á þær eru grafnár rósir, dýra- og fulga- myndir. Vfir söðulinn er breitt klæði, sem hangir niður á báðar síður hestsins. Beizli, reiði og brjóstreim eru þéttsett látúnsbólum og skjöldum. Vandaður söðull af þessu tæi, eins og hefðarkonur nota, kostar ekki innan við 20 ríkisdali. a Menn töldu fyrirætlun okkar, að ganga á jökulinn (Snæfellsjökul), fullkomna fífl- dirfsku. Það var meira að segja talið með öllu ókleift af ýmsum sökum. 1 fyrsta lagi væri leiðin svo löng og fjallið bratt, svo að ókleift væri, í öðru lagi væru sprungumar í jöklinum ófærar yfirferðar öllum mönnum, og loks var fullyrt, að menn yrðu blindir af hinu sterka endurskini sólarljóssins á jöklin- um. Enn fremur var okkur sögð sú saga, að tveir enskir sjómenn hefðu fyrir mörgum hundruðum ára reynt að ganga á jökulinn. Þeir hefðu að vísu komizt alla leið upp, en þá hefði annar þeirra orðið blindur og orðið þá svo ringlaður, að hann rataði ekki aftur niöur, og hefur ekki til hans spurzt síðan. Þrákelkni hans, að vilja fara einsamall á einn- ig að hafa valdið dauða hans. Hinn Englend- ingurinn var því gætnari, að hann lét slátra kind, áður en hann lagði af stað. Hann tók blóðið með sér í belg og lét það drjúpa í slóð sína á jöklinum. Þetta varð til þess, þótt hann að vísu yrði blindur, að hann gat rakið förin aftur niðpr eftir, því að hann gat greint rautt frá hvítu allt um blinduna. Hátindi jökulsins náði hann þó ekki. Þeir allra fá- vísustu báru því sama við og áður er frá skýrt, þegar við gengum á Geitlandsjökul og fórum í Surtshelli, það er, að ýmsir jarðbúar, huldufólk, dvergar eða þó einkum afturganga Bárðar Snæfellsáss, sem í fjallinu búa, mundu tálma för okkar, því slíkar heimsóknir væru þeim harla óvelkomnar. En þessu trúa menn um alla þá staði, er agalegir eru eða torvelt er að komast að. Við létum þessar fortölur ckki á okkur fá, en löngun okkar til fjall- göngunnar fór stöðugt vaxandi, bæði til þess að afsanna öll þessi hindurvitni og af fleir- um ástæðum. ERTU gjörn á að gráta? Sé svo, segja sér- fræðingarnir, þá er alsendis óvíst, að það Sé nokkuð til að skammast sín yfir. Auðvitað er til meir en nóg af konum og körlum sem gráta allt of mikið, sem gráta við nálega hvert tækifæri, og sem gráta nærri undantekningar- laust af eintómri meðaumkun með sjálfum sér. Þetta fólk er sjúkt á sinn hátt — ,,sálsjúkt“ er eitt orðið yfir það — og ætti sennilegast að leita læknis. En „heilbrigður" grátur er engum til skammar, það má líkja tárakirtlunum við eins- konar öryggisventla, því að meiningin er sú, að mönnum eigi undir ákveðnum kringumstæðum að vera nokkur léttir af því að úthella nokkrum tárum. Svo mikið er víst, að það er ekkert merki um heigulshátt, þó að karl eða kona tárist. Þetta er skapgerðaratriði, og það hefur vissulega ekki ennþá verið sannað, að tilfinninganæmt fólk sé neitt huglausara en gengur og gerist. Það er að vísu ekki ætlast til þess á þessari atomöld, að kvenfólkið gangi af göflunum í hvert skipti sem óvæntir erfiðleikar skjóta upp höfð- inu á heimilinu. En þær eru samt býsna margar konurnar, sem finna fróun í að skæla svolítið þegar verst gengur. ,,Ég bara gafst alveg upp og fór að grenja eins og krakki,“ segja þær. Það er undarlegt en þó satt, að ekkert er eins liklegt til að koma fólki til að tárfella eins og æskuminningar, hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Einn ungan mafln þekki ég (hann barð- ist í síðustu heimsstyrjöld), sem segir að tárin komi fram í augun á sér i hvert sinn sem hann heyri ákveðið lag. Hann segir að sér finnist þetta mjög hvimleitt, þó að hann viti hvemig á því standi. Svo er mál með vexti, að þegar hann var ósköp lítill, söng móðir hans þetta lag iðu- lega yfir honum og systur hans. Litla telpan fór af einhverjum ástæðum alltaf að skæla, og þá kom það af sjálfu sér, að hann fór líka að skæla. Nú gerir hann sér ljóst, að það er ekki lagið, sem hann grætur yfir, heldur minningin um öryggi og fegurð bernskunnar. Músík er annars mjög mikill tárasmiður, eins og ýmsir munu kannast við af eigin reynslu. Þeir menn eru margir, sem ekki geta hlustað á eitt eða fleiri lög án þess að vikna. Það er alveg undir hælinn lagt, hvort þeir vita um ástæður fyrir þessu. Ef það þarf tiltölulega Jitið til að koma þér til að gráta, þá er nokkurn- veginn víst, að þú grátir ckki þegar þú verður fyrir verulega þungbærri raun. Ástæðan er sú, að maður- inn er lengur að „skynja“ til fullnustu slæm tíðindi en tiltölulega saklaus; það má kannski orða þetta svo, að sál hans „dofni“ i fyrstu, alveg eins og líkaminn dofnar ef hann fær á sig mikinn áverka. Þetta getúr verið hjá þér eins og hjá ungu stúlkunni, sem gifti sig í stríðinu með mjög litlum fyrirvara og fór að hágráta þá sjaldan það brást, að bréfið, sem hún átti von á frá mann- inum sínum, kæmi á rétt- um tíma. Hinsvegar tárað- ist hún ekki einu sinni, þegar henni var borin frétt- in um, að ungi maðurinn hennar væri fallinn. Stúlkan var mjög hneyksluð á „tilfinninga- leysi“ sínu og bitur vegna þessara skrítnu við- bragða, og ekki vöknaði henni um augun fyrr en pósturinn færði henni gjöf, sem maðurinn hennar hafði sent nokkrum dögum áður en hann lagði til orustu í hinsta sinn. Þá grét hún stans- laust yfir þessum litla böggli, og hún vissi að hún grét vegna þess, að hann hafði vakið upp þær tilfinningar, sem henni hafði í fyrstu tek- ist að grafa djúpt í sálu sinni, þær tilfinningar sem sogðu henni, að hún mundi aldrei framar sjá manninn sinn. Flestir játa, að þeim sé gjarnara að gráta á bíósýningum en undir öðrum kringumstæðum. Oft segja þeir, að það sé vegna dimmunnar. Sál- fræðingar vita, að þetta er rétt; menn láta frek- ar tilfinningar sínar í ljós á svo áberandi hátt þegar þeir ætla að enginn taki eftir. 1 bíóum gráta konur oft yfir þjáningum kynsystra sinna, en sálfræðingarnir segja, að það sé vegna þess, hve kvenfólkið geti „lifað sig inn í“ myndina: konan verður sjálf þessi hundelta kvenpersóna, sem þorparinn er að misþyrma á sýningartjald- inu. BÖRN, sem týnast í bíómyndum, eru líka sér- lega hentug til að vekja grát og gnístran tanna, alveg eins og fjölmargir verða til þess að gráta ill örlög dýra í biósögum. Þeir, sem þetta hafa rannsakað, bæta þó við, að það sé ekki sama hvaða dýr séu þarna á ferðinni. Hund- ar og hestar njóti mestrar samúðar, mun meiri til dæmis en kettir og kýr. Tár eru ekki merki um „taugaveiklun", engu fremur en mannlegar tilfinningar eins og sorg og gleði. Það eru til konur, sem halda því fram, að þær gráti aldrei. Ef þær segja satt, þá er sál- arástandi þeirra verr komið en stúlkunnar, sem kaupir sér Ástir verTcsmiðjustúlkunnar og grætur yfir henni á hverju kvöldi í heila viku. JOANNA LYTTLETON. SPAKMÆLI Refsing lygarans er sú, að honum er ekki trúað, jafnvel þó hann segi satt. Úr Sanhedrin 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.