Vikan


Vikan - 07.05.1953, Síða 12

Vikan - 07.05.1953, Síða 12
Hin forna borg Annecy stendur við norðvestur- endann á yndisfögru stöðuvatni, samnefndu. Hún er svo sundurskorin af skurðum, að hinn frægi ferðamaður sautjándu aldarinnar, Foérdé, kall- aði hana „Feneyjar hinna tæru vatna“. Yfir marg- breytileg húsþökin hennar hljóma bjöllur Vor- frúarkirkju með þeirri angurværð sem þær hafa öðlazt á tvöhundruð ára aldri sínum. I vg.tninu spegla sig fjöll Savoyens, og þar synda hvítir svanir. 1 dagrenning eru fjöllin dökkblá, og vatnið liggur undir þeim slétt og kyrrt. Síðan kemur sólin og hellir glitrandi lita- flóði yfir fjöllin og vatnið, og á kvöldin verða klettarnir kolsvartir áður en þeir hverfa í myrkrið. Við hægri bakka vatnsins, undir skógarland- inu Semnoz, liggur aðalvegurinn frá Annecy til Albertvilie, alveg við ströndina. Um það bil fimm mílur frá Annecy liggur að honum vegurinn til St. Jorioz. Þetta litla þorp átti eftir að verða aðalbækistöð Raouls. Á stöðinni 1 Annecy tók Madame Marsac á móti Raoul og Odette. Þar sem staðurinn er 498 metra yfir sjó, þá hafði Odette útvegað sér hjá lækni einum í Toulouse læknisvottorð um það, að heilsu hennar væri þannig háttað, að hún yrði að hafast við 500 m yfir sjávarmáli. Þetta, sem mimaði, 2 m, gat varla haft mjög mikla þýðingu. Þau fóru til St. Jorioz í strætisvagni. Þetta var fimm mílna leið, og strætisvagninn mjög gamall og illa farinn, skröltandi og spúandi ben- sínreyk í allar áttir. Þegar þau stigu út úr hon- um I St. Jorioz, setti Odette töskuna á gang- stéttina og leit í kringum sig. Þetta var á gatna- mótum, og á hornunum stóðu Poste-hótelið og Terrace-hótelið, pósthúsið og símstöðin. Aðalgat- an lá frá suðri til norðurs, en frá henni í vestur lá vegurinn að kirkjugarðiniun og til fjallanna, og annar vegur lá til vatnsins. Þetta var vina- legur staður. Odette tók upp töskuna, og gekk á eftir Madame Marsac inn í veitingastofu Poste- hótelsins. Þetta var allstór veitingastofa með litlum borð- um. Til vinstri var barinn, og á borðinu þar stóð hin óhjákvæmilega kaffivél, en í hillunum fyrir aftan raðir af vínflöskum. 1 horninu lengst til hægri en píanó, sem vel hefði getað þolað það að verða stemmt. Það voru inngöngudyr við báða enda stofunnar. Marsac sjálfur sat við dyrn- ar, sem þau komu inn um. Hann stóð á fætur, tók innilega I hendurnar á Raoul og Odette og leiddi þau inn í skrifstofuna, þar sem Jean og Simone Cottet, eigendur hótelsins, biðu þeirra. Jean leit á Raoul og Odette fránum augum. Hann var maður um 35 ára gamall, dökkur yfir- litum, hlédrægur að sjá, athugull. Hreyfingar handa hans báru vott um það öryggi sem fylgir miklu líkamsþreki. Það var ofurlítill vottur af mongólskum einkennum i andlitsdráttum hans. Það var löngu sánnað, að Jean Cottet var mað- ur, sem hægt var að reiða sig á. Og það átti eftir að sannast enn betur á þeim dögum, sem framundan voru. „Þetta eru vinir mínir," sagði Marsac. ,,Ég geri það sem í mínu valdi stendur til að láta fara vel um þau,“ sagði Jean Cottet. Hann leit á nöfnin tvö, sem skráð höfðu verði i gesta- bók hans. Hann og kona hans Simone, vissu vel að ekkert var að marka þessi nöfn. Þau vissu líka, að þessi maður og þessi kona höfðu með höndum hættulegt starf, sem beint var gegn óvinum ættlands þeirra. Og þau vissu ekki síð- ur, hvaða hegning lá við að hjálpa slíku fólki. Og þau voru hreykin af að hafa fengið tæki- færi til að gera það. Jean Cottet brosti sínu hæga hrosi og fylgdi þeim til herbergja sinna uppi á lofti. Atburðirnir í Cannes höfðu sýnt þeim fram á nauðsyn þess, að hafa bækistöðvar starfsem- innar dreifðar sem mest. En möguleikum til slíks var ekki að heilsa hér. Eina húsið, sem þau gátu fengið til afnota í þessu augnamiði var gamalt íbúðarhús, sem nefnt var í daglegu tali Kalksteinninn. Kalksteinninn var 300—400 m frá Poste-hótelinu, og Raoul varð að sætta sig við það sem miðstöð fyrir starfsemi hópsins — og tók um leið skýrt fram, að enginn úr hópnum mætti koma á hótelið eða setja sig opinberlega í samband við hann eða Lise. Það næsta, sem gera þurfti, var að finna sérstakan hraðboða, og maður að nafni Riquet varð fyrir valinu. Ri- quet hafði áður verið kennari í franska flug- hernum, og var nú um 25 ára gamall. Hann var gæddur þremur kostum, sem nauðsynlegt var að prýddu hvern hraðboða. Sá fyrsti var útlitið. Hann var mjög venjulegur maður i útliti. Hann var meðalmaður á hæð’, bláeygður, vel rakaður^' — í útliti hans var ekkert sem stakk í stúf við útlit alls fjöldans. Hinir kostirnir voru þeir, að Riquet var viljasterkur eins og gamall írsk- ur dráttarklár, og hugrakkur eins og ljón. FULLTRÚINN Eftir ROBERT CARSON NNRlKI Urbans Hart var mikið, en þetta kvöld hætti hinn Jr ” ungi bóndi óvenjusnemma, renndi sér úr traktorssætinu og klæddi sig í bláu sparifötin sín. Hann tók bílinn sinn úr skúrnum og ók í honum í stað gamla vörubílsins, sem hann þó venjulegast notaði. Skömmu seinna sat hann í skrifstofu bæjar- stjórans ásamt sex öðrum fulíti'úum Jarða- bótafélags Boulderdalsins og ræddi um það, hvórt þeir ættu að gefa leyfi til að borað yrði eftir olíu í sveitinni, sem þeir höfðu bund- izt samtökum um að rækta. — Það er ekki allt fengið með peningun- um, sagði Urban í ræðu sinni. — Við ákváð- um að rækta þetta landsvæði til að geta alið börnin okkar upp við frjálst útilíf, og þeim verður ekki bætt það upp með bjórstofum og dansstöðum. Ég greiði atkvæði á móti tillög- unni. Bæjarstjórinn var þungbrýnn og það voru hinir líka. Við hlið hans sat ung, ljóshærð stúlka í þröngri dragt og peysu, sem ekki leyndi því, að hún var af hinu svokallaða veikara kyni. Urban gat ekki haft augun af stúlkunni. Bæjarstjórinn greip tækifærið og kynnti hana. — Þetta er Nellý Lanson, einkadóttir Lan- sons þess, sem ætlar að bora eftir olíunni fyrir okkur. Ungfrú Lanson reis á fætur og sagðist vera fulltrúi föður síns, sem lægi í sjúkra- húsi. Hún kvaðst vera sannfærð um, að það væri olía í Boulderdalnum og að ef þeir vildu aðeiijs gefa samþykki sitt, yrðu þeir allir orðnir stórauðugir áður en langt um liði. Bæjarstjórinn brosti til hennar, en sagði að samkvæmt lögum félagsins nægði eitt mótat- kvæði til þess að ekki væri hægt að veita leyfið. — Ég er samt á móti þvx, sagði Urban og forðaðist augnaráð hennar. — Úr því svo er, sagði bæjarstjórinn, ■— skulum við ekki greiða atkvæði í dag, heldur bíða hentugs tækifæris. — Hversvegna viltu ekki peninga? spurði stúlkan og gekk i veg fyrir Urban, þegar hann ætlaði að fara. — Hefurðu allt, sem þú girnist ? — Nei, en ég á hænur, sem gefa mér egg, kýr, sem mjólka, og nóg af góðu kjöti, og ég vil ekki láta eyðileggja allt sem ég á. — Ef þú ert ekki eins mikið á móti stúlk- um og peningum, skulum við koma út á næsta kaffihús. Ég vonast til að geta talað um fyrir þér. Urban fór treglega með henni. Yfir glasi af rjómaís reyndi hún að sannfæra hann og sagði honum ævisögu sína. Hún var tuttugu og tveggja ára gömul og jarðfræðingur að mennt- un. Henni þótti mjög vænt um föður sinn, sem nú þurfti meira á henni að halda en nokkru sinni fyrr. Hún hafði misst móður sína, þegar hún var kornung, og strax komið föður sínum, sem af einhverjum ástæðum var hjálparþurfi, til aðstoðar. — Ég skil þig vel, sagði Urban. — Þú villt hjálpa föður þínum, en sveitin hérna ætti að fá að vera eins og guð skapaði hana. Dóffir mín nr hrninðstn plági af6. — Þetta er eintóm uppgerð, sagði ókunni maðurinn. — Þér viljið ekki fá mig fyrir tengdason og eruð að reyna að leika á mig. Hvernig getið þér sannað, að þau ætli að gifta sig? Nú var Roy Stanhope búinn að átta sig. — Ef pabbi þinn hefur ekkert á móti því, Dot, þá viftum við okkur i dag. — Svo þið haldið það! æpti Pratt. — Vissi ég ekki, hrópaði maðurinn með stóra nefið sigri hrósandi. — Til allrar hamingju eru til heiðarlegir dómstólar í Bandaríkjunum, sem munu gæta réttar míns. — Auðvitað giftist dóttir mín, þegar hún vill, flýtti Pratt sér að segja. Þegar um fram- tið einkabarnsins hans var að tefla, urðu hans eigin óskir að víkja. Hann ók brúðhjónunum sjálfur til kirkjunnar og eftir athöfnina afhenti maðurinn með rauða nefið miðann og fékk hann ríkulega borgaðan. Nokkrum dögum seinna heimsótti Pratt ungu hjónin. — Ég vona að þú látir þér þetta að kenningu verða, sagði hann við dóttur sína. — Þvert á móti, pabbi, svaraði hún hlæjandi. — Bragðið tókst ágætlega. Ég elti blöðr- una sjálf i bílnum mínum og hirti hana. Svo leigði ég manninn með nefið — lék hann ekki hlutverkið sitt með prýði? — Það er eins og ég hefi alltaf sagt, þú ert hreinasta plága, dæsti Pratt. 12

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.