Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 2
í FRÁSÖGLR FÆRANDI
H ERTOGAFRtíIN af Windsor
er 57 ára gömul, og þegar hún
var fertug, var hún nærri
búin að gera það ein-
sömul, sem herjum
Hitlers sáluga tókst
aldrei: að skapa ai-
geran glundroða inn-
an hins virðulega
brezka heimsveldis.
Hún gerði það með
því að leggja undir
sig kónginn!
Það má ef til vill deila inn það,
hvort svona afreksverk sé þess
virði, að nafni frúarinnar sé hald-
ið á lofti; með öðrum orðum,
hvort hún hafi með því öðlazt rétt
til æfiágrips í vikublaði. Ýmsir
mundu eflaust svara þessu nei-
kvætt. En þar sem hertogafrúin
er ekki einasta kóngahremmir og
kerling í krapinu, heldur líka
merkilegur fulltrúi stéttar, sem nú
er á hraðri leið út úr lieiminum,
þá ætla ég að vera á öðru máli
og segja hérna svolítið frá henni.
S TÉT'l'lN', sem ég drap á, er
aðallinn, en með því að giftast
Játvardi fyrrverandi Englakóngi,
komst hún í enska háaðalinn —
í orði kveðnu að minnsta kosti.
Frá hennar sjónarmiði, hefur þó
allt frá upphafi verið sá meinbug-
ur á, að hið ósvikna aðalsfólk hef-
ur ekki viljað „viðurkenna“ hana,
og hvað konungsfjölskyldunni
brezku viðvíkur, hefur hún frá
öndverðu teltið þá stefnu í mál-
inu að kannast bara alls ekki við
það, að þessi kona væri til.
Ntj kynnu ókunnir að ætla,
að fjöiskyldan væri móðguð við
hertogafrúna, af því hún seildist
upp i brezka hásætið og kippti
þaðan einum kóngi. Svo er þó
alls ekki. Það sem fjölskyldan
finnur að hertogafrúnni og mun
aldrei fyrirgefa henni, er smá-
vægileg yfirsjón hennar náðar,
framin löngu áður en henni datt
í hug að fara á konungsveiðar.
Hún giftist sem sagt einu sinni
amerískum bissnesmanni, og við
þann karl varð hún að skilja, áður
en hún gæti orðið ástrík eigin-
kona kóngsins fyrrverandi.
Brezkur almcnningur hefur alla
tíð litið hjónaskilnaði hornauga,
og brezka konungsættin fer eins
að í því máli sem öðrum: hún
fylgir „línu“ almennings. Árang-
urinn er sá, að eiginkona stór-
frænda drottningarinnar hefur
hana aldrei augum iitið, auk þess
sem stórfrændinn fær að gjalda
hjónabandsins á ýmsa vegpi, með-
al annars nú siðast með því að fá
ekki að vera viðstaddur krýningu
frænku sinnar.
HEBTOGAFRtJIN hét WalUs
Simpson, þegar hún kynntist Ját-
varði VIH. Hún hét Simpson eftir
manninum sínum þáverandi, hin-
um ameriska kaupsýslumanni.
Hún sá kónginn fyrst í Frakk-
landi, og hann kvað strax hafa
orðið skotinn. Hvað um það, ekki
leið á löngn þar til hann bauð
henni í Miðjarðarhafsferð á
skemmtisnekkju einni, og á þeirri
ferð komust blaðamenn í skot-
færi og gerðu þeim ljótan grikk
með því að taka af þeim myndir
og birta þær í heimspressunni.
Nokkru síðar var þetta orðið svo
mikið alvöruefni í augum brezku
stjórnarinnar, að hún tók að halda
fundi um málið, og árangurinn
af þeim fundarhöhlum varð með-
al annars sá, að leynisamningur
var gerður við blaðakónga í Eng-
landi um að birta ekki orð um
ástaræfintýrið.
JATVARÐUR VIII sagði af
sér konungdómi 11. desember 1936,
og hafði þá rikt í 377 daga. Sam-
dægurs fór hann i útlegð tilFrakk-
lands, þar sem Simpson beið hans
með skilnaðarvottorð í höndunum
og gekk að eiga hann nokkrum
dögum síöar. Siðan hafa þau hjón-
in verið í „útlegð“ víðsvegar um
heim, býsna þægilegri útlegð samt,
þar sem Bretar leggja kónginum
sínum fyrrverandi til ríkulegan
lífeyri, svo að hann hefur ekki
þurft að gera handtak um dagana
— hvað hann heldur ekki hefur
svikizt um. Núna síðast sögðu
blöðin frá þeim i Frakklandi, og
þá var það helzt í frásögur fær-
andi þaðan, að frúin væri búin
að kaupa sér gamla myllu ein-
hversstaðar í grennd við París
og hyggðist breyta henni í huggu-
legan sumarbústað. Hún mun eiga
þrjá, fjóra sumarbústaði fyrir, svo
að þetta er ekki lítið merkilegt.
AnNARS er Bretum i nöp við
hertogafrúna, og blöðin þeirra tala
kuldalega um hana — þegar þau
minnast á hana á annað borð.
Bretar eru langræknir, og þeir
geta ekki fyrirgefið henni, að hún
skyldi stela fá þeim heilum köngi.
Helzt segja blöðin frá fatakaup-
um hennar og djásnasöfnun, og
gefa óspart í skyn, að það séu
nú hennar áhugamál í lífinu. Núna
síðast sagði til dæmis stærsta
blaðið þeirra — Daily Mirror — *
heilmikið frá heimsókn hennar til
hins franska tískufrömuðar Di-
ors, en þangað kvað hún koma
tvisvar þrisvar á ári, til þess að
kaupa sér „módelkjóla“. Daily
Mirror segir, að hún kaupi þetta
fimm til sex kjóla i einu, og að
meðalprís á kjól sé í kringum
10,000 krónur.
H ERTOGAFRtJIN af Windsor
hefur ekki komið til Englands
síðan hún giftist Játvarði. Hún
hefur beðið eftir honum í einhverri
viilunni, þá sjaldan hann sjálf-
ur hefur fengið að skjótast yfir
sundið. Kunnugir segja, að frúnni
falli þetta mjög illa, en sé þó
búin að sætta sig við, að fá ekki
blessun konungsfjölskyldunnar.
Maður skyldi líka ætla að svo
væri, því hver getur krafist meir
af lífinu en milljón króna upp-
gjafakóngs og tíu þúsund króna
kjóla?
Hér er að lokum einn „staf-
ur“ úr kínverska stafrófinu, sem
mig langar til að sýna lesendum
VIKUNNAR. í kínverskunnl
merkir raunar hvert tákn orð, og
þetta hérna þýðir: kona,
Það skemmtilega við þetta tákn
er það, að þegar Kínverjar skeyta
öðrum við þau (til þess að tákna
önnur hugtök), þá lýsa þeir í raun
og veru kvenfólkinu, eins og það
kemur þeim fyrir sjónir. Sé tákn-
inu, sem merkir „barn“, skeytt
aftan við konu-táknið, þá merkir
það „góður“ (kona-|-barn—góð-
ur). Sé tákninu, sem merkir
„þak“, skeytt aftan við konu-
táknið, þá merkir það „friður“
(kona-(-þak=friður).
Sé tveimur konu-
táknum slengt saman,
þá merkir það „rifr-
ildi“ (kona-)-kona=
rifrildi). Og loks er
svo hægt að slengja
saman þremur konu-táknum
(kona-f-kona-(-kona), og þá er
merkingin — „söguburður" eða
„slúður“!
G. J. A.
PÓSTLRINN
Viltu birta einhvem texta úr síð-
ustu danslagakeppni S.K.T. — Sigga.
Svar: Fyrstu verðlaun í nýju döns-
unum hlaut Nótt, lag eftir Árna Is-
leifsson, ljóð eftir Jón Sigurðsson.
Ljóðið er svona:
1 nótt glitra hin gullroðnu ský
svífandi suðrinu í,
svalar nætur.
1 nótt læðumst við léttfætt um stíg,
ljósálfar hjala við þig
Ijósar nætur.
Og lækjar ljúfur niður
hann leikur fyrir þig.
1 nótt eigum við tvö eina sál.
Ástin þá hjartnanna mál
óma lætur.
önnur verðlaun hlaut Selja litla,
lag eftir Jón Jónsson frá Hvanná,
ljóð eftir Guðmund Inga Kristjáns-
son.
Selja litla fæddist fyrir vestan,
frjáls og hraust í túni lék hún sér,
hlaut við nám og erfðir allra beztan
yndisleik, sem telpum gefinn er.
Svo varð hugur hennar stór
og dreyminn,
hjartað sló í vængjaléttri þrá
til að fljúga eitthvað út í geiminn,
æfintýraborgimar að sjá.
Þreytulaus er þráin eins og bára.
Þungabrim er léttur súgur fyrst.
Því fór líka Selja, sextán ára,
suðurleið í höfuðborgarvist.
Þar var margt um lífsins leik
og kæti,
léttur hlátur glaðrar stúlku beið.
Það var eins og þessi kviku stræti,
þrungin lífi, gerðu henni seið.
Næsta sumar var um margt að velja.
Vesturförin yzt á haka sat.
Knæpa réði Selju til að selja
setuliði drykk og léttingsmat.
Þar er hún með brosið bjarta
og hýra,
borðið þekur drykk og vistum enn
fyrir hermenn ásta og æfintýra,
ameríska gesti, — seljumenn.
Mig langar til að spyrja þig
hvermg loftskeytaskólinn starfi,
hvort hann sé á hverjum vetri, hvert
eigi að senda umsóknir og hvað hann
talci langan tíma.
Svar til Önnu Tyrfings og annara,.
sem hafa spurt um loftskeytaskól-
ann: Loftskeytaskólinn starfar mjög
óreglulega, og hefur líklega ekkert
starfað í vetur. Einar Pálsson skrif-
stofustjóri á Landsímanum sér um
skólann og það er b'ezt að snúa sér
til hans til að komast á næsta nám-
skeið. Einar er því miður í útlöndum
núna, svo við höfum ekki getað náð
tali af honum, en hann er væntanleg-
ur heim á næstunni.
Ryðvarnar
°g
ryðhreinsunar
efni
Verndið eigur yðar gegn
ryði með því að nota
FERRO-BET
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2