Vikan


Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 12

Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 12
BN SAUD, konungur Saudi Arabíu (fullt nafn: Abdul Aziz ibn Abdur Rahman al Fai- sal al Saud) er þjóðhöfðingi á miðaldavísu. Hann er alger einvaldur í ríki sínu, getur líf- látið menn eftir geðþótta sínum og hirt eigur þeirra. Hvorutveggja hefur hann gert oftar en einu sinni. Hann er grimmur og afturhalds- samur á vestræna visu (þrælahald er fullkom- lega löglegt í landi hans), og þegnar hans cru snauðir og óupplýstir, en hann fer sínu fram og er fastur í sessi — fyrst og fremst af einni ástæðu: það vill svo til, að Saudi Arabía (sem nær yfir um 4/5 Arabíu-skaga og er stærri en Frakkland og Italía til samans) er eitt af auðugustu olíusvæðum heims. Þessi olía gefur hinum aldraða kóngi gull og gersemar — og völd. Þó að Xbn Saud sé kominn á áttræðisaldur, þá vantar svo- sem ekki, að hann hafi kon- unglegt yfirbragð. Þetta er 300 punda svarthærður og svart- skeggjaður risi, herðabreið- ur maður með kónganef og tindrandi svört augu. Líkami hans er alsettur örum; það eru' minjar frá þeim tímum þegar hann var að leggja undir sig rikið. Hann býr eins og miðalda- kóngur, og er síst „heflaðri". 1 viðhafnarsölum sínum er hann umkringdur þrælum, lif- vörðum og hirðgæðingum. Hann borðar — að hætti hirðingjans — með guðsgöflunum — og kvað gera það græðgis- lega. Hann hefur átt 120 konur, en gætt þess vandlega að skilja við þær nærþví jafnharðan og hann ,,giftist“ þeim, til þess að brjóta ekki það boðorð Kóransins, sem mælir svo fyrir, að karlmaðurinn megi aðeins eiga fjórar kon- ur. — Hann á — af skiljanlegum ástæðum kannski — börn um landið þvert og endilangt, og hefur enda sagt sjálfur: „Þegar ég var ungur, skóp ég heila þjóð!“ Hann þolir engar mótbárur, lætur þegna sína aldrei gleyma því, að hann sé herra þeirra — og svipa. Embættismennirnir eru hræddari við hann en sjálfan skrattann, og þeir ávarpa hann (það minnir mann á þúsund og eina nótt!): Ó, þú sem ert vor landsföður og vor lög. Þó bregður svo við, að óbreyttum hirðingj- um leyfir hann undantekningarlaust að þúa sig, og frjálst er þeim — innan ákveðinna tak- marka — að ganga á fund hans og bera upp klögumál sín. Ríkið er ekki merkilegt — að olíunni sleppt- ri. Þetta er eintómur sandur. Það er ekki eitt einasta stöðuvatn í öllu landinu og engin á. Hitinn er hinsvegar óskaplegur. En i heimi Múhameðstrúarmanna er þetta samt merki- legt land og nærri því heilagt; það stafar af því, að í því eru helgustu staðir þeirra: Mekka, þar sem Múhameð spámaður fæddist, og Me- dina, þar sem hann dó. Ibúar Saudi Arabíu munu vera hátt á sjö- undu milljón. Ibn Saud lagði undir sig ríkið með báli og brandi. Á 18. öld komst ætt hans til mikilla metorða og valda, en glataði hvorutveggja. Hún var blásnauð þegar Ibn Saud fæddist fyr- ii 73 árum. Hinsvegar tók hann snemma þá ákvörðun, að við svo búið skyldi ekki lengi standa, og 1901 gekk hann fram af miklum dugnaði, þegar faðir hans steypti soldánin- um í Nejd af stóli og gerðist soldán í hans stað. Svo hraustur var hann meir að segja og kænn, að faðir hans lét af völdum skömmu síðar og fól syninum soldánssætið. Þá hófst tími mikilla víga og stóð í ald- arfjórðung. Ibn Saud færði út ríki sitt og át|ti í styrjöldum við Tyrki og aðra keppi- nauta. Hann særðist níu sinnum, en vék þó í ekkert skipti af vigvellinum. Að lokum hafði hann sigrast á öllum óvinum sínum og hertekið Mekka og Medina. Árið 1926 lýsti hann sig svo konung Arabíu og sex árum síð- ar breytti hann nafni landsins og nefndi það í höfuðið á sjálfum sér: Saudi Arabíu. Ibn Saud er slunginn stjórnmálamaður á cína visu og hefur feiknmikil áhrif í hinum arabiska heimi. Hann er vinveittur Bretum og studdi bandamenn í síðustu styrjöld. Þeg- ar Mussolini reyndi að mýkja skap hans (þ. e. múta honum) með gjöfum, snerist hann þannig við því, að hann rak sendiherra Itala úr landi. Þó getur hann verið fjandanum þrárri þeg- ar því er að skipta. Hann hef- ur frá upphafi verið mikill ó- vinur Isarelsríkis, og sendi hermenn sína gegn þvi, þegar það var stofnað 1948. En Arabar stóðu þá ekki Gyðing- um á sporði í hermennskunni og töpuðu því stríði með skömm, þó að segja megi kannski, að þvi sé ekki lokið fyrr en friðarsamningar hafi yerið gerðir. Roosevelt heitinn forseti reyndi mikið til að fá Ibn Saud til að fallast á stofnun Gyð- ingaríkisins, en árangurslaust. Þeir áttu saman fund um borð í bandarisku herskipi að lok- inni Yalta-ráðstefnunni 1945. Tundurspillir var sendur eftir kónginum og tjaldað yfir hann á dekkinu. Þetta var í fyrsta (og væntanlega síðasta) skipti sem Ibn Saud steig fæti út fyrir konungsríki sitt. En þegar forsetinn bar upp erindið, svaraði Ibn Saud nei — og þar við sat. SVARTA GULLIÐ" — olían — fannst í Saudi Arabíu 1938. Þetta eru óskaplega auðugar olíulindir. Áður en þær fundust, hafði Ibn Saud rösklega 100 milljóna króna árstekj- ur, sem mestmegnis byggðust á tollheimtu af pílagrímum, sem fara þurftu til Mekka. Nú er hann samningsbundinn við Arabian-Ameri- can olíufélagið, sem vinnur olíuna úr landi hans og skilar honum helmingi ágóðans. Gróði kóngsins af þessu nemur nærri 2,000 millj- ónum króna’ á ári! Hann stingur fénu í eigin vasa. I hans kokkabók á kóngurinn landið. Upp á síðkastið mun hann þó hafa varið einhverju af þessum peningum til umbóta í ríki sínu, en ekki er hann að flýta sér og vissulega gengur hann ekki of nærri sjóðum sínum. Þó veitti ekki af. Fátækt landsmanna er mikil og þekking þeirra af ákaflega skornum skammti. Sjúk- dómar eru tíðir, og menningin — hún er bara ókomin til Saudi Arabíu ennþá. Þrælar eru seldir á opinberum uppboðum, þjófar eru handhöggnir,, ræningjar réttaðir á torgum úti, ótrúar konur grýttar í hel. En Ibn Saud situr í friði að sínu. Hann á olíu. / þessum dálkum segir nœst frá FRU ELEANOR ROOSEVELT ekkju Kuosevelt forseta LONDUM IBN 5AUD slcvett í skálina hennar og hún drakk það með á- fergju, því að munnur hennar var mjög þurr. Hún hvíslaði til Michele, og sagði henni að nú hefði hún loks verið kölluð fyrir tribunalinn, og Michele sagðist nú harma það í fyrsta sinn á æfi sinni, að hún tryði ekki á guð. „Ef ég tryði, þá mundi ég biðja fyrir þér, Céline .... Ég verð kvalin af ótta út af þér í allan dag.“ Odette var leidd út úr fangelsinu klukkan 8. Það voru engir hliðargluggar á „saladfatinu“, en á afturdyrunum var ofurlítill ljóri, umbúinn vírgrind, og með því að leggja andlitið að hon- um, gat Odette séð ögn af götunni. Hún sá fólki bregða fyrir, og á meðan bíllinn sat fastur í umferðarteppu fáein augnablik, gat hún séð nokk- urn börn að leik. Einhvernveginn minnti þetta hana á hinar möi'gu ferðir til Paddington, þegar hún hafði fyrst reynt að komast til Frakklands, hversu fjarlæg henni hafði fundizt hún vera fólkinu á götunum. Hún hafði stöðvað leigubíl- inn á Edgware-veginum til að kaupa sér vönd af fjólum. „Gæfan fylgi yður, ungfrú," hafði maðurinn sagt. „Megi gæfan ávallt fylgja yð- ur . .. .“ Saladfatið stanzaði. Afturdyrnar voru opnað- ar með miklum bægslagangi. „Heraus, heraus. Schnell, schnell ..." Gæfan fylgi yður, ungfrú. Hún kom aftur til Fresnes seint um daginn. Þegar SS-konurnar voru á brott, kom hún fyrir stólnum og dýnunni, eins og hún var vön, steig upp á hann og kallaði lágt niður loftgöngin. „Halló, Michele." „Céline. Ertu komin aftur?“ „Já. Ég er komin aftur." „Segðu mér hvað gerðist. Segðu mér allt. Ég hef óttazt svo um þig í allan dag.“ „Það var alveg ástæðulaust — í þetta sinn. Við fórum í „saladfatinu" á Avenue Foch, og ég var leidd upp á loft og lokuð þar inni í litlu herbergi. Ég beið þar í tvo eða þrjá tíma, og svo var mér gefinn þessi líka maturinn, kjöt, kartöflur og þykk sósa.“ Michele andvarpaði. ,,Ég vissi strax hver var meiningin með þessum veizluhöldum, að gera mig syfjaða áður en yfir- heyrzlan hæfist, og ég borðaði bara helminginn. Ég tók kartöflu og faldi hana, og ég er hérna með hana. Ég sendi þér hana niður með matar- kerrukellingunni. “ „Kartafla! Guð minn góður ....“ „Svo sendi yfirmaðurinn eftir mér. Hann er ungur maður, mjög snyrtilegur, ljós yfirlitum og „korrekt". Það er Eau-de-Cologne lykt af honum. Hann lagði fyrir mig margar spurningar. Hann var ósköp kurteis — þrátt fyrir þá stað- reynd, að eftir tveggja tíma yfirheyrzlu hafði hann aðeins getað skrifað þrjár línur á mjög stóra pappirsörk. Loksins sagði hann, að við mundum hittast aftur, og svo var ég lokuö inni til að bíða eftir „saladfatinu". Þetta er allt og sumt. Þeir höfðu gefið mér kjöt og sósu í há- degisverð, og allt orðið til einskis. Nú ætla ég út að glugganum mínum til að horfa á sólarlagið. Ég er mjög heppin, að hafa farið á Avenue Foch og koma aftur i svona góðu ástandi.“ „Tribunal!“ „Já, en . . . en ég var kölluð fyrir tribunalinn í gær.“ „Þér eigið að mæta þar aftur i dag. Tribunal, tribunal!“ Hurðinni var skellt aftur. Ef það að fara á Avenue Foch þýddi ekki annað en kjöt og þykka sósu og tækifæri til að sjá sem snöggvast frjálst fólk ganga á götunum, þá væri ekki mikið að óttast. En henni sagði svo hugur um, að för þangað mundi eiga eftir að merkja miklu meira en það. Meðan hún var á námskeiðunum í Eng- landi, hafði henni verið sagt frá þessum ungu, snyrtilegu Gestapo-foringjum, sem hefðust við í húsinu nr. 84 við Avenue Foch. Þeir væru hinn vandlega valdi kjarni Gestapo-lögreglunnar, og þeir hefðu fengið langa og nákvæma þjálfun í vandaðasta skóla Himlers. Þeir klæddust eng- Framhald á bls. 14. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.