Vikan


Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 4

Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 4
FLOÐGARÐIJRIIMN VAR LIFANDI Frábært afreksverk eftir Dick Hendrikse EGAR þessu var öllu lokið, vissu menn í Colijnsplaat ekki almennilega hvað þeir áttu að halda. Engum hafði dottið í hug, að hann væri að vinna neitt sérstakt afreksverk, ógnamótt- ina 1. febrúar, þegar þeir höfðu staðið saman í sjónum eins og lifandi veggur og vamað honum inngöngu. „Klárir nú!“ hafði flóðvörðurinn hrópað í hvert skipti sem hann sá ólag rísa. Þá vissu mennirnir, að þeii' urðu að vera viðbúnir, og þeir í fremstu röðunum spyrntu við fótum og lögðust upp að flóð-borðunum, en hinir, sem fyrir aftan þá stóðu, studdu þá af alefli. Svo reið ólagið yfir, en sjórinn fékk ekki brotið skarð í þennan lifandi varnarvegg og fyrir bragðið varð Colijnsplaat ekki sjón- um að bráð og ekki heldur þúsundir hektara af hinu frjóa landi Beveland- héraðs. Háflæðið kom þeim ekki á óvart. Þetta laugardagskvöld fór flóðvörð- urinn um varnargarðana með mönn- um sínum og lokaði öllum smugum. Um miðnætti voru þeir komnir að hinu tíu metra breiða skarði í garð- inum, sem opnaði skipum leið upp í skipaskurðinn. Það er svo frá þessu skarði gengið, að hægt er að loka því ef mikið ríður á. Og um mið- nætti var það gert með þykkum, traustum borðum, sem einmitt voru höfð til taks í því augnamiði. Veðurofsinn jókst og sjávarrótið. Mennirnir vissu, að eftir nokkrar klukkustundir yrði komið háflæði, og þá yrði hættan mest. Svo þeir gerðu bæjarstjóranum orð og bæjarstjórn- inni. Sandpokar voru sóttir og kirkju- klukkunum hringt og fisksalinn fór um göturnar og aðvaraði borgarana með því að hringja handbjöllunni sinni. Karlmennirnir þyrptust niður að skipaskarðinu í flóðgarðinum. Þeir komu á klossum og inniskóm og sunnudagaskóm og gúmmístígvélum. „Fyrst gerðum við okkur eklci grein fyrir, hvað hér var að gerast,“ sagði einn þeirra síðar. „Við byrjuð- um að bjarga húsgögnum út úr húsi, sem sjór var kominn í. Við efuðumst ekki um, að flóð-borðin í skarðinu og sandpokarnir mundu halda. Auk þess var verið að sækja tré og stálbita til þess að styrkja þennan vegg.“ Þá hrópaði maður allt í einu: „Hann er að fara!“ -—• og benti á einn steinstólpann í flóðgarðinum þar sem skarðið var í honum. Sjórinn var að grafa undan hornstólpanum, en ef hann léti undan, þá væri allt glatað. Sandpokarnir voru þrotnir og mátt- arviðirnir og stálbitarnir ókomnir, en á staðnum voru 40 mannslíkamar, 40 hraustir menn. Þeir þustu inn i skarðið, þeir sterkustu að hornstólp- anum, og þar með var bardaginn haf- inn. Svo komu fleiri á vettvang, og þeir gengu i skarðið líka og ýttu af alefli á þá sem fyrir voru. Tvær ægilegar klukkustundir börð- ust þeir án þess að mæla orð af vör- um. Iskaldur sjórinn teygði sig hærra og hærra með flóðinu, unz aðeins munaði nokkrum sentimetrum að hann flæddi yfir efsta borðið. Og öldurnar gengu látlaust yfir mennina. En þeir fundu ekki til þreytu, né kulda, né sársauka. Þeir urðu einfald- lega partur af flóðgarðinum, lifandi varnarmúr. Það var ekki fyrr en þessu var öllu lokið að þeir gerðu sér ljóst, að ef þessi múr hefði látið undan, þá hefði það táknað endalok þeirra og bæjarins þeirra og alls þess, sem þeir áttu. ILOK þessa ójafna leiks, þegar kraftar þessara manna voru að þrotum komnir, barst þeim óvænt hjálp. Það var hundrað tonna bátur, sem rak stjórnlaus upp að ströndinni og upp í flóðgarðinn — þvert fyrir skarðið! Þar var þá allt í einu kom- inn annar brimbrjótur til þess að taka við holskeflunum! 1 birtingu var þessu lokið. Þessir menn höfðu bjargað flóðgarðinum við Colijnsplaat. En reynið samt ekki að telja þá af því, að kraftaverk hafi komið þeim til hjálpar. m Á ferð og flugi með Páli framh. af bls. 3 gönguferð suður fyrir Öskju og norður í Herðubreiðarlindar og að Grímsstöðum á Fjöllum — en það er önnur saga. Þó er þess að geta, að á þeirri göngu datt honum í hug, að hægt væri að fara á bíl yfir Ódáða- hraun. Næsta ár var svo enn farið í ferð um þvert og endilangt land- ið, stundum I bílum, stundum á hest- um og stundum fótgangandi. Ein ferðin var nokkurnveginn svona: Frá Dalvík í bíl að Varmahlíð í Skaga- firði; frá Varmahlíð á hestum suður á Hveravelli; gangandi suður Kjöl að Hvítárvatni, síðan að Gullfossi og Geysi og loks í bíl til Reykjavíkur. Páll eignaðist 1944 vörubíl, Ford, smíðaár 1931. Sama ár komst hann á honum suður fyrir Dyngjufjöll og upp í 1000 metra hæð —• og hafði þá sennilegast enginn bíll komist hærra á Islandi! Nokkru síðar var fordinn kominn suður að Sprengi- sandi, hafði flutt Pál og aðra ferða- menn upp úr Eyjafirði, upp á Vatnahjalla og að sandinum. Sú ferð var mjög erfið, segir Páll, bíllinn aðeins með drifi á afturhjólum en torfærurnar margar og stórar. Til dæmis tók það ellefu klukkustundir að komast átta kílómetra leið með- fram Urðarvötnum á Vatnahjalla; þar þurftu ferðamennirnir að ryðja úr vegi miklu grjóti og fylla í marg- ar sprungur, áður en þeir kæmust leiðar sinnar. Annar bíll var með í ferðinni, og var Sigurjón Rist bíl- stjóri hans. Leiðangurinn komst með bílana í yfir 800 metra hæð — og þessi leið hafði aldrei verið farin áð- ur á slíkum farartækjum. Þess skal að lokum getið, áhugasömum bíla- görpum til fróðleiks, að fordinn gamli lifir enn við góða heilsu og vinnur nú fyrir sér í Reykjavík. Páll eignaðist herbíl með drifi á öllum hjólum 1945, og um það leyti fór hann að taka borgun fyrir að aka með fólk í langferðir. Síðan, seg- ir hann, hefur hann haft slík ferða- lög að atvinnu — og vill ekki annað. Hann skipuleggur langtúra inn í öræfin með stóra ferðamannahópa. Sumar ferðirnar ta.ka um tvær vik- ur, og þeir, sem í þær fara, sjá þá meira af Islandi en margur maður- inn sér í hundrað ferðum á heillri mannsæfi. Páll mælir fyrst og fremst með Öskju-ferðum sínum, en Öskju segir hann vera dásamlegan stað og merkilegan. Farið er um údáðahraun og komið í Herðu- breiðarlindar, og áður en lýkur eru ferðalangarnir komnir inn á miðju landsins. Hóparnir, sem Páll fer með, eru misstórir; hann fjölgar bílunum eft- ir þörfum. Kvenfólk er oft í meiri- hluta — og er duglegt og seigt, ef það ferðast á annað borð. Utlend- ingar slást líka oft í förina, og leika þá við hvern sinn fingur. I ferð að Langjökli tóku þátt karlar og konur frá fimm löndum auk Is- lands. I ár ætlar Páll meðal annars að efna til hringferðar um landið, og verður lagt upp 4. júlí. Farið verður fyrst austur að Gullfossi og norður yfir Kjöl, en þá komið í Skagafjörð og til Akureyrar, austur að Mývatni og suður í Ödáðahraun í Herðu- breiðarlindar og Öskju. Þá verður haldið norður i Grímsstaði og Hall- ormsstað, en þaðan til Hornafjarð- ar og um Suðursveit í öræfin. Ur Öræfum verður svo flogið til Reykja- víkur (sennilega laugardaginn 18. júlí), ög með sömu flugvél vildi Páll gjarnan fá annan ferðamannahóp og halda með hann „öfugan hring“ til baka. Enn er ekki fullskipað í þessa leiðangra, og geta menn, sem gjarn- an vilja slást í hópinn, annaðhvort snúið sér til Ferðaskrifstofunnar eða beint til Páls. Ferðakostnaður verður rúmlega 100 krónur á dag, og er matur þar innifalinn, frammreiddur af góðkokki, sem Páll leggur til. Ennfremur útvegar hann þeim mönn- um tjöld, sem þess óska, svo að fólkið þarf í raun og veru ekkert að hafa með sér annað en svefnpoka og góð ferðaföt. * 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.