Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 3
Nú hefst tími
ferðalaganna
Hér segir nokkuð frá ferðamanninum Páli Arasyni,
sem opnað hefur fjölda nýrra leiða í óbyggðum
PÁLL, ARAtíON hefur aldrei hald-
ið skýrslur yfir það, hversu
mörgu fólki hann hefur leiðþeint
um landið, né heldur hve marga
kílómetra hann hefur ferðast um
byggðir þess og óbyggðir. Hins-
vegar þykist hann nokkurnveginn
viss um, að það séu ekki ýkjamargir
staðir á landinu, sem hann hefur ekki
farið um, annaðhvort einsamall, eða
í ferð með félögum og kunningjum,
eða þá sem fararstjóri fjölmennra
ferðamannahópa, sem ekki hafa látið
sér lynda að ferðast einungis hinar
troðnu slóðir.
Það má segja, að „sérgrein" Páls
sé öræfaferðalög, þó hann taki að
sjálfsögðu fúslega að sér að fylgja
fólki á hina „klassiskari“ staði. En
öræfin íslenzku hafa alla daga heill-
að hann meira en þjóðbrautirnar, og
nú er árangurinn meðal annars orð-
inn sá, að hann hefur gerst braut-
ryðjandi á mörgum óbyggðaleiðum.
Þessar leiðir hefur hann farið
fyrstur manna með farþega: 1) Suð-
ur yfir Sprengisand og Norður aft-
ur. 2) Prá Möðrudal að Kringilsár-
ranna (þar eru hreindýrin) og norð-
ur að Brú í Jökuldal. 3) TJr Kerl-
ingafjöllum austur að Hofsjökli og
niður með Þjórsá niður í Þjórsárdal.
4) Af Kaldadalsvegi austur að Haga-
vatni. 5) Fjallabaksleiðina frá Land-
mannalaugum suður að Búlandi í
Skaptártungum. 6) Yfir Ödáða-
hraun.
Það er naumast hægt að nefna
þann stað á landinu, sem Páll hef-
ur ekki komið í. Ef maður sýnir hon-
um myndir úr óbyggðum, þá kann-
ast hann strax við sig. Maður getur
til dæmis reynt að sýna honum
myndir teknar i allar höfuðáttir ein-
hversstaðar á Sprengisandi, og ef
hann þekkir ekki strax umhverfið,
þá má ganga út frá þvi sem nokk-
urnveginn vísu, að myndatökumað-
urinn hafi skotið beint upp í himin-
inn.
Þegar VIKAN var að taka saman
efnið í þessa grein, viðaði hún að sér
talsverðu af myndum, meðal annars
mörgum, sem Páll á sjálfur. Hann
gerði blaðinu þann greiða að „fara
yfir“ myndirnar og lýsa þeim í aðal-
atriðum, og þegar því var lokið,
hafði blaðamaðurinn það á tilfinn-
ingunni, að nú fyrst hefði hann séð
tæmandi myndabók af Islandi. Mynd-
irnar hérna til Aægri eru úr þeirri
,,bók“. Helst hefðum við viljað birta
þær allar. En þar sem jafnvel allt
blaðið tæki ekki við svo umfangs-
miklu efni, verðum við að láta það
nægja að segja lesendunum frá því,
að auk allra fjallanna og fljótanna,
sem þar er að sjá, eru líka prýðileg-
ar myndir af þjóðkunnum mönnum,
sem myndatökumanninum hefur
tekist að tæla inn í mitt Island.
Davíð Stefánsson skáld er til dæm-
is þama, en hann var með í fyrstu
bílferðinni yfir Ódáðahraun fyrir
átta árum. Páll stjórnaði þeirri ferð,
en auk hans og Davíðs voru þeir
með í henni Trausti Einarsson próf-
essor, Knútur Ottested rafmagns-
fræðingur, Helgi Indriðason rafvirki
og Kristján Rögnvaldsson garð-
yrkjumaður. Þetta var í júlí 1945.
Það var lagt upp frá Akureyri um
kvöld og ekið að Sellandaf jalli suður
af Mývatnssveit. Næsta dag var far-
ið í Suðurárbotna og Dyngjufjalla-
dal, suður fyrir Dyngjufjöll og undir
Vatnajökul og norður að Herðubreið.
Þetta var fimm daga ferðalag, og
auk ofangreindra staða komið í
Herðubreiðarlindar og niður i Graf-
arlönd. Sumsstaðar var „skotfæri",
annarsstaðar eintómt grjót. Ferða-
langarnir voru fjóra tíma að koma
bíl sínum sex kílómetra leið yfir
hraunið austan Herðubreiðar. Og eina
kvísl, sem fellur úr Jökulsá, máttu
þeir stífla með einum tólf tonnum
af grjóti, áður en þeir kæmust yfir
Lindaá niður I Grafarlönd.
Páll byrjaði að ferðast fyrir alvöru
1941, þegar hann fór fótgangandi
við fjórða mann yfir Ódáðahraun.
Síðan má heita að hann hafi stöð-
ugt verið að ferðast. Þrjár konur
tóku þátt í þessari gönguferð, þæi'
Theresia Guðmundsson veðurstofu-
stjóri, Ölina Jónsdóttir og Sigríður
Guðmimdsdóttir.
Ferðalangarnir fóru í bíl í Herðu-
breiðarlindar, gengu suður I Öskju
(14 tíma gangur) og þaðan vestur
yfir Ódáðahraun að Svartárkoti í
Bárðardal. Yfir hraunið fóru göngu-
garparnir í tveimur áföngum, en
gönguferðin öll tók þrjá daga. Hver
leiðangursmanna bar 40 punda
bagga á bakinu, en Páll segir, að
þeir hafi „vanist þessu“, og svo sé
auk þess auðveldara að bera svona
byrði til dæmis í þúsund metra hæð
en niðri á jafnsléttu.
Það skal tékið fram, að kvenfólkið
stóð sig engu verr með sina bagga
heldur en karlmennirnir.
Eftir þetta rak hvert ferðalagið
annað hjá Páli, þó að ekki væru þau
þá beinlínis orðin atvinna hans, eins
og núna. 1942 fer hann við þriðja
mann á hestum frá Álfhólsstöðum í
Þjórsárdal norður yfir Sprengisand
til Akureyrar. 1 sambandi við ferð-
ina tókst Páli að skjótast í 35 tíma
Framhald á bls. 4.
Við Öskjúvatn .1952. Þetta er inni í miðju Islandi, rösklega
1000 metra yfir sjávarfleti. Vatnið er 150 metra djtípt. Þor-
steinn Jósepsson tók myndina, sem og lúnar tvœr hér fyrir
neðan. Myndin niðri i liominu er líka tekin við vatnið og er
af Páli Arasyni. Hann heldur á glerliylki, sem geymt er í
vörðu þarna og í er skrautlegur dúkur til minningar um
þýzkan mann, sem týndist á þessum slóðum.
I Herðubreiðarlindum. Herðubreið er í baksýn. Þegar myndin
er tekin, var þarna á ferðinni l.'i manna liópur, þar af sjö
útlendingar. Þeir em undantekningarlaust stórlirifnir af
hinni hrikalegu og fjölbreytilegu íslenzku náttúru.
í Brandsgili við Landmannalaugar. Myndin tekin undir ts-
spöng. Þessi staður er skammt frá þeim, sem sýndur er á
forsíðunni. Á lienni er Bláhnúkur í baksýn. Þarna eru heitar
laugar og prýðisgóð sundlaug.
3