Vikan


Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 7

Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 7
Það er allan fjárann hægt að gera með peningum, sagði Anthony gamli, jafnvel ná sér í kærustu ALVEG BÁLSIÍOTIIMN — Segðu ekki þetta, sagði Anthony gamli hneykslaður. — Ég muh treysta peningunum fram í andlátið. Ég er búinn að fara í gegnum alfræðiorðabókina aftur að y, í leit að einhverju, sem ekki sé hægt að kaupa fyrir peninga, og ég býst við að þurfa að byrja á viðaukanum í næstu viku. Ég held að peningarnir séu meira virði en allt annað. Nefndu mér eitthvað sem ekki verður keypt fyrir peninga. — 1 fyrsta lagi, sagði Richard dálítið sár, — er ekki hægt að kaupa sig í samfélag við heldra fólk. — Jæja, er það ekki hægt? þrumaði þessi ákafi verjandi „undirrótar alls ills“. ■—• Richard andvarpaði. — Nú erum við að kðmast að efninu, sagði gamli maðurinn með minni ofsa. — Ástæðunni fyrir þvi, að ég bað þig að koma hingað inn. Það er eitthvað að þér, drengur minn. Ég hef veitt því athygli í margar vikur. Út með það. Ég býst við að geta útvegað ellefu milljónir auk fasteignanna innan 25 klukkustunda. Ef það er lifrin í þér, þá liggur Ramber fullur af kolum við akkeri niðri í víkinni, tilbúinn til að sigla með þig til Bahamaeyjanna á tveimur dögum. — Ekki svo vitlaust til getið, pabbi; það er ekki fjarri lagi. — Jæja, sagði Anthony hvasst. — Hvað heitir hún? Richard fór að ganga um gólf. Þessi gamli, óheflaði faðir hans var nógu skilningsgóður til að vinna trúnað hans. — Hvers vegna biðurðu hennar ekki? spurði Anthony gamli. — Hún tekur þér áreiðanlega fegins hendi. Þú ert ríkur og myndarlegur og þú ert ágætis drengur. Hendurnar á þér eru hreinar. Það er engin Eurekasápa á þeim. Þú ert líka skólagenginn, en því gefur hún engan gaum. — Ég hef ekki haft tækifæri til þess, pabbi. -— Skapaðu þér tækifærið, svaraði Anthony. — Bjóddu henni i skemmtigöngu í garðinum, á hestbak upp í sveit eða fylgdu henni heim úr kirkjunni. Tækifæri! En sú vitleysa! •— Þú þekkir ekki stéttaskiptinguna i þjóðfél- aginu, pabbi. Hún er af þeirri stétt, sem heldur fast við þetta fyrirkomulag. Hver einasta mín- úta af tíma. hennar er ákveðin löngu fyrirfram. Ég verð að fá þessa stúlku pabbi, annars verður þessi staður hreinasta viti fyrir mig. Og ég get ekki skrifað henni — það get ég ekki. — Skárra er það, sagði gamli maðurinn. — /Etlarðu að segja mér að þú getir elcki lceypt þér eina eða tvær klukkustundir af tíma einnar ;stúlku fyrir alla peningana mína? — Ég er búinn að draga það of lengi. Hún fer til Evrópu eftir tvo daga og verður þar um kyrrt. Ég fæ að vera með henni í nokkrar mínút- ur annað Ttvöld. Nú er hún hjá frænku sinni í Larchmont, og þangað get ég ekki farið. En ég má taka á móti henni við Grand Central stöðina klukkan 8.30 annað ’kvöld og aka henni í einum spretti niður Broadway og að Wallacksleikhús- inu, þar sem mamma hennar og fleira fólk bíður okkar í anddyrinu. Heldurðu að hún hlusti á ástarjátningu mína á þessum 7—8 mínútum, undir þessum kringumstæðum. Hvaða tækifæri fæ ég svo í leikhúsinu á eftir? Ekkert. Nei, pabbi, þetta mál geta peningarnir ekki leyst. Fyrir peninga er ekki hægt að kaupa eina mínútu af timanum; ef þnð væri hægt, mundu auðkýfing- arnir vera langlífari. Ég hef enga von um að geta talað við ungfrú Lantry áður en hún fer. — Allt í lagi, drengur minn, sagði Anthony glaðlega. — Nú geturðu farið í klúbbinn þinn. Ég er feginn að ekkert skuli vera að lifrinni í þér. Segirðu að ekki sé hægt að kaupa tímann fyrir peninga? Maður getur auðvitað ekki fengið hann afhentan i pakka við húsdyrnar hjá sér fyrir peninga, en ég hef séð Tíma gamla með ansi stór hælsæri, eftir að hann var búinn að vaða í gegnum gullhrúguna. Klukkan átta kvöldið eftir tók Ellen frænka gamlan gullhring upp úr mölétnu skríni og fékk Richard hann. — Berðu hann í kvöld, frændi, sagði hún biðj- andi. — Mamma þin fékk mér hann. Hún sagði, að hann mundi færa þér heppni i ástarmálum. Hún bað mig um að fá þér hann, þegar þú værir búinn að finna þá réttu. Ungi Rockwall tók með lotningu við hringn- um og reyndi að setja hann á litla fingur, en hann komst ekki niður fyrir annan hnúfann. Þá tók hann hringinn og stakk honum í vestisvasann, eins og karlmenn eru vanir að gera. Tvær mínútur yfir hálf dró hann ungfrú Lantry út úr þvögunni á brautarstöðinni. — Við megum ekki láta mömmu og þau bíða, sagði hún. — Til Wallackleikhússins, eins hratt og þér komizt, sagði hann hlýðinn við ekilinn. Við 34. götu opnaði ungi. Richard allt í einu vagnhurðina og skipaði ökumanninum að stanza. — Ég missti hring, sagði hann afsakandi um leið og hann steig út. — Mamma átti hann og ég vil síður týna honum. Það tefur þig ekki nema eina mínútu — ég sá hvar hann datt. Innan einnar mínútu var hann aftur stiginn upp i vagninn með hringinn. En á þessari einu mínútu hafði annar vagn stanzað beint fyrir framan þau. Ekillinn reyndi að víkja til vinstri, en stór og þungur flutningavagn kom i veg fyrir það. Þá reyndi hann að fara til hægri, en varð að snúa við vegna þess að húsgagnavagn, sem ekkert erindi átti þama, var fyrir honum. Þá reyndi hann að aka aftur á bak, en sleppti taum- unum og bölvaði. Vagninn sat fastur i feiknstórri bendu af vögnum og hestum. Þetta var ein af þessum umferðarflækjum, sem stundum stöðva allt í einu alla umferð í stórborgunum. — Hversvegna haldið þér ekki áfram? spurði ungfrú Lantry ekilinn óþolinmóð. — Við verðum of sein. Richard stóð upp í vagninum og leit í kringum sig. Hann sá að fjöldi vagna, flutningabíla, leigu- bíla og farangursvagna hafði safnast saman og fylltu torgið, þar sem Broadway, Sjöttagata og 34. gata koma saman. Og frá öllum hliðargötum streymdu skröltandi farartæki á fullri ferð I áttina að vegamótunum og bættust við þyrping- una, sem sífellt stækkaði, og bölbænir ökumann- an'na blönduðust hávaðanum. Öll farartækin í Manhattan virtust hafa safnazt kringum þau. Elzti New York búinn meðal þeirra þúsunda, sem stóðu á gangstétinni, hafði aldrei séð annað eins öngþveiti. — Mér þykir fyrir þessu, sagði Richard um leið og hann setist aftur. — En það lítur út fyrir að við sitjum föst. Við losnum ekki næsta klukku- tímann. Þetta er allt mér að kenna. Ef ég hefði ekki misst hringinn . . . — Lofaðu mér að sjá hringinn, sagði ungfrú Lantry. —’ Mér er alveg sama, úr því ekkert verður við þessu gert. Mér finnst lika leikhús leiðinleg. Um klukkan ellefú um kvöldið barði einhver léttilega að dyrum Anthony Rockwalls. Þessi ein- hver var Ellen frænka, sem leit út eins og grá- hærður engill, sem hefur orðið eftir á jörðinni af misgáningi. — Þau eru trúlofuð, Anthony, sagði hún blíð- lega. — Hún er búin að lofa að giftast honum Richard okkar. Þau lentu í umferðarflækju á leiðinni í leikhúsið, og það liðu tveir klukkutím- ar áður en vagninn þeirra losnaði. Ó, Anthony, gortaðu aldrei framar af valdi peninganna. Lítið tákn um sanna ást — lítill hringur, tákn eilífrar og ómetanlegrar ástar, varð til þess að hann Richard okkar fann hamingjuna. Hann missti hringinn á götuna og steig út úr vagninum til að taka hann upp. Áður en þau gátu haldið af stað aftur, voru þau strönduð. Hann talaði við stúlkuna og vann ást hennar, meðan vagn- inn sat fastur. Peningar eru eins og ekki neitt samanborið við hina sönnu ást. — Jæja þá, sagði Anthony gamli. — Mér þykir vænt um að drengurinn fékk það sem hann vildi. Ég sagði honum, að ég mundi ekkert spara, ef ... — En Anthony, hvaða gagn gátu peningarnir þínir gert? — Kæra systir, sagði Anthony Rockwall. — Sjóræninginn minn er kominn í mestu klípu. Skipið hans er að sökkva og hann kann of vel að meta peningana til að láta þá hverfa í hafið. Láttu mig nú í friði með bókina mína. Sagan ætti að enda hér. Ekkert vildi ég frem- ur. En við verðum að kafa til botns í sann- leiksbrunninum. Daginn eftir kom maður með rauðar hendur og bládröfnótt bindi heim til Anthony Rockwalls. Hann kallaði sig Kelly, og var strax vísað inn í skrifstofuna. — Jæja, sagði Anthony og teygði sig eftir ávísanaheftinu. — Þetta tókst ágætlega. Bíddu nú við — þú fékkst 5.000 dollara í reiðu fé. —■ Ég borgaði sjálfur 300 í viðbót, sagði Kelly. — Ég varð að borga dálítið meira en við gerð- um ráð fyrir. Flesta flutningavagana og leigu- bílana fékk ég fyrir fimm dollara, en stóru flutn- ingabílarnir og hestvagnarnir fóru upp S tíu; mennirnir á mótorhjólunum vildu líka fá tíu dali og sumir hlöðnu hestvagnarnir meira að segja tuttugu. Lögregluþjónarnir fóru verst með mig — ég borgaði tveimur 50 dollara, en hinum 20 —25. En gekk þetta ekki alveg ljómandi vel, herra Rockwall ? Og við höfðum ekki einu sinni æft þetta. Piltarnir voru svo stundvísir, að ekki munaði broti úr sekúndu. — Þrettán hundruð, gjörðu svo vel, Kelly, sagði Anthony um leið og hann reif ávísunina úr heft- inu. — Þúsundið þitt og þrjú hundruðin, sem þú þurftir að borga úr eigin vasa. Þú fyrirlítur ekki peninga, er það, Kelly ? — Ég? sagði Kelly. — Ég gæti lúbarið þann, sem fann upp fátæktina. Þegar Kelly var kominn fram að hurðinni, kall- aði Anthony á hann. — Þú hefur vist ekki séð allsberan strák vera að skjóta örvum í mann- þrönginni? Hann kvað heita Amor. — Nei, svaraði Kelly leyndardómsfullur á svip- inn. — Ef hann hefur verið strípaður, eins og þú segir, þá hefur lögreglan kannski tekið hann úr umferð áður en ég kom. — Mig grunaði, að það væri lítið á hann ein- an að treysta, skríkti Anthony. — Vertu sæll, Kelly. Bezt að auglýsa í VIKUNNI 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.