Vikan


Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 10

Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 10
HEIMILIÐ RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR r..................... Látið barnið yðar gera mynd af sér, til að vita hvernig það er EFTIR ROSE VINCENT AU TEIKNA ÖLL, jafnvel þau allra klaufalegustu. Þau byrja að krota á blað, jafnvel áður en þau hafa lært að tala: það er auðveldara og þeim er það alveg nauðsynlegt, að geta tjáð sig. Fimm ára og tíu ára halda þau ósjálfrátt áfram að sýna í teikningum sínUm allt það, sem þau kunna ekki — eða vilja ekki — segja með orðum. Sálfræðingarnir segja að per- sónuleiki þeirra komi fram í myndunum. Hvers vegna sjálfsmynd? Vegna þess að barnið kemur bezt upp um sig í sjálfsmyndum. Barnið teiknar sig eins og það er, eða van- skapað, einangrað eða í sambandi við umhverfið, eitt eða með öðrum, fall- egt eða greitt: og allt eru þetta dýr- mætar leiðbeiningar fyrir athugult .fólk. >að er skemmtilegt viðfangsefni, að grafast fyrir um persónuleika barnsins með aðstoð teikninga þess. Engin tvö smábörn krota alveg á sama hátt. Eitt barnið dregur kannski alltaf línur, sem eru eins og tennur á sög, en annað gormalínur: það fer eftir skaplyndinu. Það kem- ur líka oft fyrir, að barn breyti skyndilega um teikniaðferð, og það er merki um sinnaskipti. Allt sýnir eðli barnanna: drættirnir, litirnir, niðurröðun hlutanna og efnisval. Litlu börnin eiga sér tvær uppáhalds fyrirmyndir: • Þau teikna hús — húsið sitt — þ. e. a. s. sinn litla einkaheim. • Þau teikna fólk — sig sjálf —- sem þau láta ósjálfrátt skipa veg- legasta sessinn í heiminum. Það er nauðsynlegt að vita um sjálfsmyndir 1. Sjálfsmynd sýnir persónuleika barnsins. 1 henni kemur barnið upp um leyndarmál sín. Venjulega eru börn mjög fljót að teikna sig sjálf, eins óg myndin bíði tilbúin í höfð- inu á þeim. • Skærir litir (ljósblátt, gult) og ákveðnar línur sýna rólega skaps- muni, en mikil notkun á rauða litn- um bendir til þess, i barnið sé uppstökkt. (Aftur á mót. ástæca til að vera dálítið órólegur ef oft koma fyrir litir, sem eru mjög and- stæðir liver öðrum t. d. svart og eld- rautt). o Ef útlit barnsins á sjálfsmynd er vísvitandi vanskapað, bendir það til þess, að eitthvað þjaki það eða að það sé ekki í siðferðilegu jafn- vægi. Sama máli gegnir, ef barnið reynir að fela andlit sitt eða snýr sér undan (algengast er að börn teikni andlitsmyndir af sjálfum sér). Það verður þó að taka það til greina, að barnið teiknar gjarnan drauma sína og þrár. Það hefur litinn áhuga fyrir raunveruleikanum. Lamað barn teiknar sig t. d. oft með þunga byrði qða klífandi bratta fjallshlíð. o Milcið af flatamálsformum sýn- ir einangraða hugsun, einkum ef teikningin er litlaus. © Sjálfsmynd (eða hús), sem er böðuð í sólskini, gefur til kynna að viðkomandi barn hafi hæfileika til að laga sig eftir umhverfinu, en barnið eða húsið má ekki vera svo lítið, að það næstum hverfi í víðáttumikið umhverfið. Það er heldur ekki gott, ef barnið skilur sig á myndinni frá umhverfinu með girðingu af ein- hverju tagi. o Það er merki um eigingirni, ef umhverfið er ógreinilegt og dauft: ef barnið teiknar ekkert umhverfi um sjálft sig, getur það stundum bent til þess, að það sé óttaslegið. o Ef sólin kemur oft fyrir á teikningum barnsins er það venju- lega góðs viti: það sýnir stundum mikilvægi föðursins. Ef barnið teiknar sjálft sig aðeins ofan að mitti, sýnir það, að það er að glíma við spurninguna um mis- muninn á kynunum. Það væri miklu alvarlegra, ef það teiknaði sig í föt- um hins kynsins, en það er ákaflega sjaldgæft. o Ef barnið er fölt, ógreinilegt eða hálfteiknað á myndinni, á það í einhverri innri baráttu. 2. Teikningin sýnir viðbrögð barns- ins gagnvart umhverfi sinu. o Stórir gluggar, hurð og vegur upp að dyrunum sýna að barnið lif- ir hamingjusömu fjölskyldulífí. Grindur og rimlar benda aftur á móti til einhverra erfiðleika í eða gagnvart fjölskyldunni. o Hús með engum strompi eða þaklaust er merki um öryggisleysi. • Stærð fólksins á teikningunum sýnir, hve mikilvægt það er í aug- um barnsins. Barn, sem er mjög elskt að móður sinni, teiknar móð-. urina stærri en föðurinn, ef það gleymir föðurnum þá ekki alveg. 3. Teikningar geta gefið mikilvæg- ar upplýsingar um þrozka barnanna. o Venjulega er þriggja ára gam- alt barn hætt að krota. Það getur teiknað mann úr einum hring og fjórum strikum. o Þegar það er fjögurra ára er teikningin af manninum gerð af meiri lægni og þá eru komnir tveir punktar fyrir augu. © Fimm ára gamalt getur það teiknað þríhyrning og ferhyrning eftir fyrirmynd og mannamyndirnar hafa þá höfuð, líkama og útlimi. O Sjö ára gamalt getur það skrif- að stafi eftir forskrift og búið til buxur og pils á fólkið. o 8—9 ára fer það að koma auga á smáatriðin og setur eins mik- iö og það getur af þeim á myndina. o Milli 9 og 12 ára gerir það sér loks grein fyrir fjarlægðum. J/. Teikning (og atliugun á rithönd) getur hjálpað til við að finna vissa ágalla. © Flogaveik börn þekja oft teikn- ingar sínar með punktum eða litar- blettum. o Eftir heilasjúkdóma, sem hafa látið eftir sig einhver merki, teikn- ar barnið húsið sitt og fólkið aflaga og vanskapað. o Barn, sem krotar löngu eftir þann aldur, sem eðlilegt væri að það hætti því, hefur líklega ekki fullt vald yfir hreyfingum sínum. HÚ S RÁÐ Það er alveg nauðsynlegt að liafa bömin úti á sumrin, þó enginn sé til að gœta þeirra. En margar mœð- ur eru hræddar við að binda börnin sín, halda að þau festi sig í snúrunni. Þá er ágœtt að strengja band á milli snúrustauranna, en þrœða fyrst gardinuhring upp á það. 1 hringinn er svo bundinn spotti, sem er nœgi- lega langur til þess að barnið, sem fest er við hinn endann, geti sezt niður. Þá getur það gengið svolítið um, meðan liringurinn rennur eftir bandinu, en það er engin hætta á þvi, að það festist í því. líremgerning. Húsmóðir sem var orðin þreytt á að finna alltaf eldhússkápana fituga og óhreina að ofan, í hvert sinn, sem hún gerði þá hreina, tók það ráð, að leggja dagblöð ofan á skápana og tylla þeim með böluni, svo þau fykju ekki þegar eldhúsglugginn er opinn. Nú skiptir hún bara um blöð, þegar þau sem fyrir eru, eru orðin óhrein. Litaðir skór. Það má þvo litaða skó, sem ekki er lengur hœgt að hreinsa með skó- áburði, upp úr blöndu af benzíni og sætri mjólk (jafn miklu af livoru). Skórnir eru þvcgnir upp úr þessari blöndu með mjúkum klút, nema á óhreinustu stöðunum, þar verður að nota bursta, þar til búið er að ná af skóáburði og óhreinindum. Síðan er leðrið þurrkað með þurrum mjúkum klút, þar til elcki kemur lengur fita í liann. Eftir að skórnir eru orðnir þurrir á að bera tvisvar á þá skó- áburð. Hver er HANN? ESSI MYND birtist í franska ritinu Elle, ásamt greininni eftir Rose Vincent, sem fylgir hér á þessari síðu. Fréttaritari blaðsins valdi sjö sjálfsmynd- ir barna úr þeim mörg þúsund myndum frá 57 löndum um allan heim, sem Al- þjóða barnabókasafnið í Munchen hafði safnað saman. Og Karl Karlsson frá íslandi var meðal hinna útvöldu. Síðan fékk blaðið Dr. Fusswerk, sem rer sérfræðingur í barnateikningum, til að athuga myndirn- ar og þetta sagði hann um mynd Karls: Karl Kai’lsson, 14 ára frá íslandi, teiknar sjálfan sig afmyndaðan (af ögrun eða til að dyljast) í umhverfi, sem þrengir að honum. Ekki höfum við getað haft upp á hinum unga lista- manni, en það væri gaman að fá að vita nánari deili á honum, ef einhver skyldi þekkja hann af myndinni. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.