Vikan - 29.10.1953, Blaðsíða 3
5VAVAR GESTS:
INIokkur orð um híjómsveit
STAN KENTON
FRÉTTIN barst eins og eldur í sinu um
Reykjavík: Stan Kenton hljómsveitin kemur
til Islands á morgun. Dagblöðin birtu fréttir um
það, og að sjálfsögðu töluðu jazzáhugamenn ekki
um neitt annað — sumir sváfu ekki aðfaranótt
25. september.
Hver er sú hljómsveit, sem vekur á sér slíka
athygli, að jazzheimur Islands fer á annan end-
ann?
Stan Kenton kom fyrst fram sem píanóleikari
með ýmsum hljómsveitum í Bandaríkjunum, en
hann fór brátt að troða eigin leiðir í hljóm-
sveitarútsetningum, og til að koma lögum sín-
um á framfæri, eða beinlínis til að fá þau spil-
hafði að hljómsveitin mundi koma hér við, þó
ekki væri nema svona stuttan tíma, varð það að
ráði, að nokkrir hljóðfæraleikarar ákváðu að gera
meðlimum hljómsveitarinnar og konum þeirra,
sem voru með i förinni, dvölina hér minnisstæða
að einhverju leyti. Lék KK sextettinn nokkur
lög fyrir hljómsveitina og þau Ellý Vilhjálmsdótt-
ir og Haukur Morthens sungu einnig. Þá sýndu
fjórir glímumenn úr Ármanni íslenzka glímu og
að lokum kom fram stúlka í íslenzkum þjóðbún-
ingi.
Lofaði heimsókn ef . . .
Má fullyrða að gestunum verði þessi stutta við-
uð, stofnaði hann eigin hljómsveit. Það var með
hana eins og fleiri hljómsveitir, sem voru að
koma fram á fyrstu árum stríðsins, að það gekk
illa að halda mönnum og mikið fjármagn þurfti
til að koma hljómsveitinni yfir verstu örðugleik-
ana. Kenton tókst að yfirstíga allt þetta og 1946
var hljómsveit hans orðin vinsælasta jazzhljóm-
sveit Bandarikjanna. Þeim vinsældum hefur hún
haldið að mestu óskertum síðan. Hin síðari ár
hefur Kenton samt orðið að leggja meiri áherzlu
á að leika dansmúsik en hann hefði raunverulega
kosið, en það hefur hinsvegar orðið til þess, að
það sem hljómsveit hans hefur leikið inn á plötur,
hefur verið eitt það bezta, sem stór jazzhljóm-
sveit hefur nokkurn tíma gert á því sviði.
Einleikarar hafa alltaf verið góðir i Kenton
hljómsveitinni og þeir, ásamt hinum sérstæðu út-
setningum Kenton, Pete Rugolo og annarra út-
setjara hljómsveitarinnar, hafa gert hana
þekkta um heim allan. Því má heldur ekki gleyma,
að söngkonan June Christy, sem sungið hefur
af og til með hljómsveitinni allt frá 1947, hefur
átt sinn þátt í þeim vinsældum, sem hljómsveit-
in nýtur.
I september þetta ár kom svo að því, að hljóm-
sveitin léti til sín heyra utan Bandaríkjanna, er
hún fór í hljómleikaferðalag til tíu landa Evrópu.
Hvarvetna lék hún fyrir fullu húsi áheyrenda,
það skipti engu máli, hvort hljómleikasalirnir
tóku tvö þúsund eða tíu þúsund manns, allsstað-
ar var fullt og fjöldi varð frá að hverfa. Hljóm-
sveitin er skipuð sextán hljóðfæraleikurum, en
auk þess ferðuðust með henni sérstakur fram-
kvæmdastjóri, auglýsingastjóri og einn maður,
•er sá um allar verklegar framkvæmdir á sviðinu
áður en hljómsveitin hóf leik sinn, sá um að
ljós væru öll í lagi og á réttum stöðum, hátal-
arakerfið í lagi, hvert hljóðfæri á sínum stað o.fl.
Dýrt ferðalag
Ferðin reyndist Kenton dýr, en engu að
síður hefur hann borið eitthvað úr býtum,
því að þeir aðilar, er réðu hljómsveitina til að
leika, urðu að borga upphæðir, sem námu tug-
um þúsunda króna fyrir hverja hljómleika.
Síðustu hljómleikar hljómsveitarinnar voru á
Italíu, tveim dögum áður en hún kom hingað til
lands, og var flogið þaðan til Bandaríkjanna með
viðkomu í Englandi, þar sem skipt var um flug-
vél. Þar tók Gullfaxi Flugfélags Islands við
henni, og flutti hana til New York með stuttri við-
komu í Reykjavík.
Athugaðir voru möguleikar á, að hljómsveitin
léki hér á landi, en það reyndist algjörlega ó-
kleift, þar sem hún varð að vera komin til Banda-
ríkjanna tilbúin til að leika í sjónvarpsþætti
hinn 26. september. Viðdvöl hljómsveitarinnar
hér á landi var því aldrei nema tvær klukku-
stundir. Voru þær ætlaðar til kaffidrykkju og
fór hún fram að Hótel Borg. Þar sem að fréttst
dvöl minnisstæð, enda sagði Kenton, að ef hann
færi síðar meir um Island á leið sinni til Evrópu
með hljómsveitina, þá mundi hún leika hér á
einum ef ekki fleiri hljómleikum. Mun þá draum-
ur margra íslenzkra jazzáhugamanna rætast —
að fá að heyra og sjá Stan Kenton-hljómsveit-
ina leika.
MYNDIRNAR — Á þessari síðu: Kristj-
án Magnússon píanóleikari, Jón Sigurðsson
bassaleikari og Guðmundur Steingríms-
son trommuleikari taka á móti Lee Konitz,
sem stendur á milli Kristjáns og Jóns.
Konitz, en hann er einn aðal einleikari Ken-
ton hljómsveitarinnar, lék á hljómleikum
hér á landi fyrir tveimur árum. Á næstu
mynd er Kristján Kristjánsson, stjórn-
andi KK sextettsins, með Bill Russo, út-
setjara Kentons. Og loks er svo Stan Ken-
ton sjálfur með glímumönnum úr Ár-
manni. Á forsíðu er Kenton aftur, en auk
þess söngkonan June Christy að blaða í
bæklingi um ísland og með íslenzkri stúlku
í þjóðbúningi.
REIMLEIKARNIR SIGURVEG ARINN
EITTHVAÐ VERÐUM VIÐ að taka til
bragðs, sagði hóteleigandinn i litla bæn-
um Ivers í Suður-Frakklandi. — Og nú
veit ég hvað það á að vera. Við verðum að
fá okkur draug.
— Og hvaða gagn er í þvi? spurði konan
hans þrjózkulega. — Þér dettur þó ekki í hug,
að slíkir náungar hjálpi til við afgreiðsluna.
— Þú skilur aldrei neitt! Hann á auðvit-
að að laða ferðamenn að hótelinu. Þegar sá
orðrómur kemst á kreik, að hér sé reimt,
fara viðskiptavinirnir að streyma hingað. Og
hver heldurðu að draugurinn sé? Ég sjálfur.
Þetta sama kvöld fékk eigandinn tækifæri
til að hafa frumsýningu. Hópur af amerísk-
um ferðamönnum, sem átti leið um bæinn,
frétti af draugnum og settist strax að í
hótelinu. Eigandinn neri hendur sinar og
sagði: •—• Þarna hitti ég naglann á höfuðið.
Um miðja nótt byrjaði draugagangurinn.
Skyndilega rauf hræðsluóp kyrrðina. Eigand-
inn var byrjaður að leika hlutverk sitt og
gerði það með afbrigðum vel. lír því gestirn-
ir vildu draugagang, þá ætlaði hann svo sann-
arlega að sjá um, að þeir fengju ósk sína
uppfyllta. Næsta hálftímann komst allt á ann-
an endann. Kvenfólkið veinaði og karlmenn-
irnir bölvuðu og þegar hóteleigandinn dró sig
loksins í hlé, var hann sannfærður um að
hann hefði leyst hlutverk sitt vel af hendi.
— Jæja, sagði hann við konu sína, þegar
hann loksins komst óséður upp í svefnherberg-
ið. — Tókst mér ekki upp?
— Alltof vel, svaraði hún meinlega. —
Gestirnir urðu svo hræddir, að þeir lögðu á
flótta. Og þeim lá svo mikið á að komast í
burtu, að þeir gleymdu að borga.
LOKSINS! Loksins hafti honum tekizt það!
Hjartað barðist í brjósti hans af ánægju
(eða kannski af erfiðinu), þegar hann kom
sér þægilega fyrir og lagði verkfærin við
hliðina á sér. Eftir margar árangurslausar
tilraunir í þrjá mánuði hafði honum loksins
tekizt að sigrast á svimanum. cem alltaf hafði
látið hann snúa við á miðri leið. 1 þetta sinn
var hann kominn alla leið upp.
Hann leit niður á litla bæinn, sem hann
hafði að baki sér. 1 morgun hafði hann sagt
við sjálfan sig: — 1 dag verður það að tak-
ast. Hann hafði ekki ótakmarkaðan tíma og
þetta var síðasta tækifærið. Það voru ekki
margir, sem gerðu sér ljóst, hve mikils virði
það var fyrir hann að sýna að hann gæti
það.
Hann tók upp nestið sitt og fór að borða.
Hann naut þess að sitja þarna, hátt hafinn
yfir hversdagslega smámuni og þetta sífellda
amstur þarna niöri. Jú, hann hafði farið skyn-
samlega að ráöi sínu, þegar hann valdi sér
lífsstarf. Nú vissi hann, að hann gat mótað
framtíðina eftir sínu eigin höfðu. Og hann
sökkti sér niðun í dagdrauma.
Hann hrökk upp, þegar hann heyrði dimma
rödd að neðan: — Komdu niður, Pétur. Ég
ætlaðist ekki til þess að þú yrðir þarna uppi
í allan dag.
Pétur andvarpaði og fór að klifra niður
háa reykháfinn á rafstöðinni. En ekkert gat
eyðilagt ánægjuna yfir unnum sigri, því nú
var hann búinn að sýna húsbónda sínum, að
hann gæti orðið góður sótari.
3