Vikan - 29.10.1953, Blaðsíða 10
3. GREIN:
þær eru allvegf þéttar, og stráið osti
og pipar yfir og undir. Búið til
kúlur á stærð við lítil egg, veltið
þeim upp úr raspi eða hveiti og látið
þær niður í feitina. I>egar boilurnar
hafa þrútnað og eru orðnar gulbrún-
ar, er þeim raðað í píramída á sam-
anbrotna servéttu. Þessar bollur má
bera með kokteil, en þá þurfa þær að
vera minni.
EGG
eru holl og góð fæða
OFTAST EIGUM við egg í skápnum og: það er þægilegt að
grípa til þeirra. Þau eru bæði fljótsoðin og holl fæða. I
þeim er eggjahvítuefni og fita, sölt, vatn og vítamín. Auk þess
þykja flestum egg góð, einkum börnum.
I þessu sambandi dettur mér lítill vinur minn í hug. For-
eldrar hans fluttust úr bænum inn í Kópavog. Stráknum þótti
gott að komast í sveitina og sást ekki heima allan daginn.
Eitt kvöldið kom hann heim til sin; og sagði ákveðinn: — Mamma, ég borða
ekki egg. — Hvað er þetta, góði minn, svaraði mamma hans. — Þér
hafa alltaf þótt egg svo góð. — Já, en nú veit ég hvaðan þau koma.
Hænuegg eru ódýrust á vorin og fyrri hluta sumars. Núna kostar kílóið
28 kr. og hvert egg vegur frá 40—70 gr. Þessvegna væri æskilegast að geta
keypt þau meðan þau eru ódýrust.
1. Hvernig á að lcaupa egg? Eggin verða auðvitað að vera ný, þegar þau
eru keypt. Hér fara á eftir tvö ráð til að fullvissa sig um að þau séu ný:
Látið eggin í krukku með 12% saltvatnsupplausn. Þá eiga egg frá deg-
inum áður að sökkva djúpt niður, en snerta þó ekki botninn. Fjögurra
daga gömul egg að haldast lóðrétt upp við yfirborðið, en hálfs mánaðar
gömul egg fljóta lárétt á vatninu.
Eða skyggnið eggin og það er öruggara. Berið hvert egg upp að log-
andi kerti. Ef það er nýtt, sést bjarminn vel í gegnum hvítuna, rauðan
verður eins á litinn og auði bletturinn í endanum lítill (Hann stækkar eft-
ir þvi sem eggið verður eldra).
2. Hreinsun. Eggin þurfa að vera hrein, en það er ekki gott að þvo þau
með vatni, því skurnið er alsett örsmáum götum. Burstið þau því með
þurrum stað.
3. Geymsla á eggjum. Aðferðirnar eru mismunandi, eftir því hve lengi
á að géyma eggin, en þau verða alltaf að vera á þurrum stað og varin
fyrir lofti. Ef egg eiga að geymast:
I nokkra daga, er gott að vefja prentpappír utan um þau, hvert fyrir
sig, og geyma þau í kassa.
1 nokkrar vikur, er gott að grafa þau í hvéitiklíð eða sag (úr viði, sem
hvorki lyktar né inniheldur viðarkvoðu).
I nokkra mánuði, er gott að fara yfir þau með pensli, vættum í linolíu,
vaselíni eða bræddri tólg. Raðið eggjunum því næst á borð, en látið þau
ekki snerta hvert annað meðan húðin er að harðna. Þegar þau eru orð-
in þurr, er bezt að vefja þau í pappír og koma þeim fyrir í kassa.
Annað ráð er að binda spotta um eggin og dýfa þeim í fljótandi, en
þó ekki heita parafinolíu. Síðan eru þau látin þorna og gengið frá þeim
í kassa.
Egg eru léttmeltanleg linsoðin og eins, ef þeim er hrært saman við
sósur og súpur. En þó eggi séu bæði holl og góð, á maður það á hættu
að heyra: — Oj-bara, egg aftur!, ef ekki er reynt að matbúa þau á marg-
víslegan hátt. Hér fara á eftir nokkrar eggjauppskiftir, sem vonandi koma
að gagni:
Fljótleg eggjakaka.
6 egg . 30 gr. smjör . 2 sk. mjólk
eða 1 af rjóma . salt . 4 meðalstórar
kartöflur.
Rifið niður hráar kartöflur, eftir
að hafa afhýtt þær og þurrkað. Þeyt-
ið eggin og biandið saman við kart-
öflumar. Bætið mjólkinni og krydd-
inu i. Látið smjörið bráðna á pönnu
og hellið deiginu á hana. Látið sjóða
við hægan hita í J0 mínútur. Snúið
eggjakökunni við og eftir um það bil
fimm mínútur á hún að vera orðin
fallega gulbrún. liorin á borð á heitu
fati.
Egg með osti.
2 egg á mann . 20 gr. af rifnum
sterkum osti . 15 gr. smjör . salt og
pipar . steinseljur.
Látið smjörið bráðna á eldföstu
fati ásamt ostinum og steinseljun-
um. Bætið eggjunum ofan á og látið
sjóða í rúmar tvær mínútur. Ifrydd-
inu bætt út i og það látið vera í
nokkrar sekúndur yfir hægum eldi.
Leggið nú Iitlar pylsur ofan á, en
þær þarf að sjóða í ofurlitlu smjöri
áður og stinga með nál, svo þær
spryngi ekki. Borið fram á hcitu
fati og ristað brauð mcð, ef vill.
Bragðgóðar eggjabollur.
6 eggjahvítur . 30 gr. af rifnum
osti . pipar . rasp . heit feiti.
Þeytið eggjahvítumar, þangað til
Egg með nýmm.
6 egg . 80 gr. smjör . 3 kindanýru
. krydd.
Kljúfið nýrun á langvegin og látið
þau sjóða í skaptpotti í helmingnum
af smjörinu i 4 mín. Látið liinn helm-
inginn af smjörinu í cldfast fat, raðið
nýmnum ofan á það og bætið því
næst eggjunum ofan á. Kryddið ræki-
lega og látið sjóða í mjög Iieitum
ofni í fimm mínútur. Berið réttinn
strax á borð. Soðnar kartöflur em
góðar með þessum rétti.
Egg með fiski.
6 egg . 6 sneiðar af ýsu . 40 gr. af
smjöri . pipar.
Linsjóöið eggin steikið ýsuna á rist
í 12 mín., en veltið hcnni hvað eftir
annað upp úr smjöri á meðan. Legg-
ið fiskinn á heitan disk og eggin
ofan á, eftir að þau liafa verið flysjuð.
Það er gott að hafa hris grjón og
tómatsósu með þessum rétti.
Eggjabráð.
1 egg . 2 tsk. hveiti . 2 msk. sykur
2 dl. mjólk.
Eggið er hrært með sykrinum.
Hveitið lirært saman við og mjólkin,
þegar hún sýður. Hellt í pottinn á
ný og hrært í þangað til sýður. Þá
eru vanilludropar settir í eftir smekk.
Sé vanillustöng notuð, er hún soðin
í mjólkinni.
Sítrónu-eggjabúðingur.
5 egg . 4—5 msk. sykur .. 6 bl.
matarlím . l/2 sítróna.
Eggjrauðumar em hrærðar með
sykrinum, þar til þær eru léttar. Þar
í blandað rifnu flusi af sítrónu. Því
næst er hið brædda matarlím sett
út í og síðan sítrónusafinn. Þegar
búðingurinn fer að þykkna, er liin-
um stífþeyttu hvítum blandað í.
Eggjakaka með grænmeti.
4 egg . 4 msk. mjólk . 2 tsk. kar-
töflumjöl . i/2 tsk. salt . hvítur pip-
ar . 25 gr. smjör og jafningur af
grænmeti.
Eggin hrærð með salti og pipar
i 20 min. Kartöflumjölið er hrært út
í mjólkina, sem síðan er lirært sam-
an við eggin. Eggjakakan bakist í
ofni við lítinn hita. Þegar eggjakak-
an er framreidd, or pentudúkur vaf-
inn um fatið. Grænmeti er borið með.
Egg með slöri.
Ný egg em brotin snöggt ofan í
pott með sjóðanili vatni og ofurlitlu
ediki. Eftir eina mínútu er eggjun-
um lyft frá botninum með skeið
og síðan soðin í opnum potti í 3—4
mín. Höfð á brauð og einnig í súpur.
Að teygja sig og beygja
eftir ANITU COLBY
ALLAR KONUR ættu að stunda
eftirfarandi æfingar. Jafnvel þó
stúlka sé ung og þvengmjó, þarf hún
á réttum hreyfingum að halda til
að halda vextinum í lagi. Fimm mín-
útur um leið og maður vaknar á
morgnana og fimm mínútur á kvöld-
in — það er styttsti tíminn, sem
hægt er að ætla líkamanum. Það er
líka allveg fyrirtak að hlaupa þrisvar
sinnum kringum húsið á morgnana,
stökkva yfir ímyndað „sippuband"
eins og Jennefer Jones eða fara í
stutta gönguferð fyrir morgunmat.
En besta leiðin til að halda líkaman-
um stæltum er að teygja sig. Eftir-
farandi æfingar á að gera hægt
mjúklega eins og köttur. Ef þær eru
gerðar reglulega, verkar það eins
og smurning á alla vöðva.
Þegai' þið vaknið á morgnana skul-
ið þið ímynda ykkur að þið séuð
teygjuband. Byrjið strax í rúminu
að teygja ykkur. Fyrst hægri hlið-
ina . . . teygjið uppeftir og niður-
eftir líkamanum og svo vinstri hlið-
ina. Endurtakið þetta fjórum sinnum.
Stígið svo framúr, gangið að hurð-
inni og haldið æfingunum áfram.
Gerið ykkur í hugarlund að mikið
liggi ,við að þið náið í einhvern hlut,
sem liggur uppi á dyrakarminum.
Teygjið þangað til þið verðið að lyfta
vinstri hælnum, ef verið er að teygja
hægri hliðina og öfugt. Gerið líkam-
an máttlausann.
Leggist svo á fjórar fætur og lát-
ið lirygginn mynda samsíða línu við
gólfið. Dragið inn magavöðvana,
skjótið upp kryppu og látið höfuðið
hanga niður milli handleggjanna.
Byrjið svo að teygja. Lyftið höfðinu
og teygjið fyrst hægri fótinn aftur
. . . hægt og rólega, en strekkið alla
vöðva, allveg aftur í tær. Slappið
vöðvana. Og nú vinstra megin. End-
urtakið æfinguna sex sinnum.
Eftirfarandi æfing er einkum góð
fyrir konur, sem hafa átt börn, en
hún er líka gagnleg fyrir hverja þá
konu, sem er þreytt eftir heimilis-
störf eða aðra vinnu.
Leggizt á hnén, krossleggið hand-
leggina á gólfinu og látið höfuðið
hvíla á höndunum (Olnbogarnir og
allur framhandleggurinn liggur á
gólfinu). Beygjið mjaðmirnar, þann-
ig að linan frá hnjánum að mjöðm-
unum sé hornrétt á gólfið. Þrýstið
bringunni eins langt niður að gólfinu
og þér getið og dragið magavöðvana
inn. Endurtakið æfinguna fimm sinn-
um.. Veltið ykkur svo yfir á bakið
og hvílið ykkur.
HÚSRÁÐ
Gljáandi gólf eru stollt húsmóð-
urinnar. Það fœst með pví að setja
tvœr teskeiðar af ediki út í vatnið,
áður en þau eru þvegin.
Það er auöveldara að stoppa stór
göt á lérefti, ef maður stífar tjull-
pjötlu og pressar hana yfir gatið með
heiiu straujárni áður en hún þomar
aHveg. Þegar tjullpjatlan dr orðin
þurr, er auðvelt að draga í hana og
stoppa þannig gatið.
10