Vikan - 29.10.1953, Blaðsíða 6
FREISTINGIN
EG var aS þurrka af fílabeinsstyttun-
um í verzluninni, þegar ég heyrði ein-
hvern segja: — Eg sé að yður þykir vænt
um fílabein, ungi maður.
Bak við mig stóð gamall, vel búinn mað-
ur. Hann var með höfðinglegt arnarnef og
hvítar hærurnar mynduðu geislabaug um
höfuðið, en munnsvipurinn eyðilagði heildar-
svip andlitsins. E>ví hann bar vott um veika
skapgerð og biturleika.
— Bg sé að þið hafið betra úrval fílabeins-
muna en nokkur önnur verzlun í London,
sagði hann. — Kaupið þið slíka muni ?
— Já, allt sem við getum náð í.
■— Þér virðist nokkuð ungur til að hafa vit
á slíku.
— Afi minn, Nairn Callard, átti mjög gott
fílabeinssafn, og þó ég hafi ekki eins mikla
reynslu og hann, þá er ég alltaf sendur, ef
við fréttum af dýrmætum munum úr fílabeini.
Gamli maðurinn kinkaði kolli. —, Eg kann-
ast við Callard. Viljið þér koma heim til min
og líta á safnið mitt. Ég er að verða gamall
og vil gjarnan láta nokkra muni. Hann rétti
fram nafnspjaldið sitt. Á því stóð: Roger
Brandon, Heckomanswyke Old Hall. — Þér
megið engum segja, að ég ætli að selja, og
ef eitthvað verður úr viðskiptunum, verðið þér
að borga mér í seðlum. Ég tek ekki við ávís-
unum. Verið þér sælir.
Þrem vikum seinna fór ég með lest til
Manchester. Á stöðinni beið mín Rolls Royce
bifreið og gamall bílstjóri breiddi skinn yfir
fæturna á mér, áður en við ókum af stað
til Heckmanswyke. Þar vísaði virðulegur þjónn
mér inn í skrifstofu Brandons.
Brandon tók vingjarnlega á móti mér og
leiddi mig að borði, þar sem hann hafði kom-
ið fyrir nokkrum munum úr fílabeini, sem
spegluðust í gljáandi borðplötunni. Þetta voru
fallegri munir en ég hafði nokkru sinni séð.
— Þekkið þér kínverska málsháttinn, sem
byrjar svona: Fílabein, þú drottning, sem
prýdd ert fimm dyggðum . . . ?
— Því miður þekki ég ekki þennan máls-
hátt, svaraði ég. — En fílabein hefur einhver
áhrif á mig. Ég kemst í snertingu við það
með fingurgómunum. Eg þarf aðeins að
snerta það til að vita, hve mikils virði það
er.
— Getur verið, sagði hann stuttlega. — Fíla-
beinið hefur verið mér erfið ástmey og það
hefur gert mig harðan í skapi, eins og menn
verða stundum að vera, til að ná hylli ást-
meyjar sinnar. Hvernig lýst yður á þessa
styttu? — Hún er frá Chien Lung tímanum,
svaraði ég um hæl. — Ég gizka á, að hún sé
frá þriðja tug stjórnartímabils hans.
Við ræddum um hvern hlutinn á fætur öðr-
um. Að lokum sýndi Brandon mér útskorna
skífu úr fílabeini, sem ég gat ekki áttað mig
á, en kvaðst óhræddur þora að selja fyrir
háa upphæð til hvaða safns í Ameríku sem
væri, án þess að óttast lögsókn, því hún væri
áreiðanlega mjög gömul.
— Þér eruð hreinræktaður Callard, sagði
gamli maðurinn og reis á fætur.
Þannig stóð á því, að næstu árin keypti ég
hvern fílabeinsgripinn á fætur öðrum, um leið
og Brandon ákvað að selja. Eg óx ekki aðeins
í áliti í verzluninni, heldur varð fyrirtækið
brátt frægt um alla Ameríku fyrir dýrmæta
muni úr fílabeini. Forstjórinn fór sjálfur heim
til Brandons og ætlaði að reyna að kaupa allt
safnið, en var ekki veitt viðtal, og jafnvel
ég fékk aldrei að sjá allt safnið í einu. Þegar
ég kom í sjöttu eða sjöundu heimsóknina, sagði
Brandon:
— Eg ber mikla virðingu fyrir yður. Ekki
einungls af þvi, að þér hafið vit á fílabeini,
heldur líka af því að þér eruð góður sonur.
Ég roðnaði, því mér fannst ekkert eðlilegra
en að ég sæi um móður mína og bræður, úr
því að pabbi var dáinn.
Þegar ég fór, rétti hann mér lítinn pakka.
— Farið i ferðalag með móður yðar, sagði
hann. — Þér getið selt þessa styttu fyrir 200
pund, en freistist ekki til að eiga hana. Eg
er búinn að tilkynna Sprandellverzluninni að
þeir megi eiga von á yður á morgun. Það er
kominn timi til að ég láti eitthvað gott af
mér leiða, áður en ég dey.
Eg fór til Italíu og hitti Brandon ekki fyrr
en hálfu ári seinna. Þá biðu mín skilaboð um
að koma til hans. Gamli maðurinn lá í rúm-
inu og rödd hans var ekki annað en hvísl.
Eg fór að segja honum frá Róm og Flor-
ens, en hann gréip fram í fyrir mér: — Það
er gott, Jim. En leyfðu mér að tala, meðan
ég get. Læknirinn segir að ég eigi í mesta
lagi eina viku ólifað og ég hef arfleitt þig að
fílabeinsmunum minum. Þú ert eini maður-
inn, sem ég veit að þykir jafn vænt um fíla-
bein og mér. Vonandi færir það þér meiri
hamingju en mér. Eg ætlaði að segja þér
nokkuð, sem er svo óþægilegt að ég er næst-
um búinn að gefast upp áður en ég byrja.
Það er ólán mitt, að ég er svo veikgeðja, að
ég get aldrei hert mig upp til að gera neitt,
sem veldur óþægindum. En nú þegar ég stend
augliti til auglitis við dauðann, ætla ég að
gera það.
— Þú hefur verið mér svo góður, sagði
ég. — Og ég hef lært svo mikið af þér, næst-
um eins og af föður.
Hann sneri sér til veggjar: — Þetta máttu
ekki segja, jafnvel þó þér sé alvara. Hér er
bréf, sem ég er nýbúinn að skrifa. Leggðu
það í efstu skrifborðsskúffuna. Þar er líka
erfðaskráin og númeraskráin. yfir fílabeins-
safnið. Þegai' þú hefur lesið bréfið, muntu
fyrirlita mig, en reyndu að læra af ógæfu
minni.
EG hélt að hann væri farinn að tala í
óráði og fór niður. Þegar ég kom upp
aftur, var hann dáinn. Ég opnaði strax bréf-
ið og las:
Kæri Jim. Fílabeinssafnið mitt, sem er
30.000 punda virði, er nú skilyrðislaust þín
eign.
Það sem mig brast hugrekki til að segja
þér, er að hver einasti hlutur er stolinn. Síð-
an ég var ungur, hefur fílabein verið mín
einasta ástriða, en þó ég hefði talsverð efni,
nægðu þau ekki til að fullnægja henni.
Snemma varð ég einhver bezti sérfræðingur
landsins á filabein og eignaðist marga góða
muni. Án þess að hafa nokkurt samvizkubit,
stal ég úr hverju safni, sem ég komst í færi
við — án þess að nokkru sinni félli grunur
á mig. Það er leyndarmál hvernig ég fór að
því.
í safnskránni stendur dagsetning við hvert
númer og af númerinu geturðu með hjálp dul-
málslykilsins, sem fylgir þessu bréfi, séð hvar
og hvenær hlutnum var stolið og í hvaða
löndum er óhætt að selja hann. Seldu ekkert
fyrr en tiu ár eru liðin frá dagsetningunni.
Þá geturðu verið öruggur — og orðið stór-
ríkur maður.
Brenndu bréfið. Það er eina sönnunargagnið
gegn mér.
Ég ætla ekki að lýsa þeim freistingum, sem
ég barðist við, og það liðu þrjár vikur áður
en ég ákvað að segja lögreglunni alla sög-
una. Það reið baggamuninn, að ég var viss um
að Roger Brandon hafði vonað að ég mundi
gera það, svo ég gæti haldið áfram að láta
mér þykja vænt um fílabein, án þess að
skammast mín fyrir það.
Hálfu ári seinna gaf einn af söfnurunum,
sem ég hafði skilað nokkrum munum, mér
styttu af gyðju miskunnseminnar, sem ég
hafði ,,erft“. Og árlega á dánardegi Rogers
brenni ég reykelsi fyrir framan hana og bið
fyrir sál hans, sem freistaði mín, þegar ég
var ungur maður.
Verksmiðjueigandinn fór að ræða við greif-
ann og öðru hvoru var hægt að greina orðaskil
innan um skellina í vagnrúðunum: — Hlutabréf
— gjalddagi — afborgun — útgáfudagur.
Þegar Loiseau fór út úr hótelinu, hafði hann
tekið með sér spilin, sem voru orðin þykk og
fitug af fimm ára snertingu við illa þurrkuð
borð og nú fór hann að spila við konu sína.
Góðu systurnar gripu samtímis talnaböndin,
sem héngu við belti þeirra, gerðu krossmark
yfir sér og byrjuðu að muldra óendanlegar bæn-
ir og varir þeirra hreyfðust sifellt hraðar, eins
og þær væru að keppast hver við aðra í bæna-
lestri. Öðru hvoru kysstu þær á krossinn, signdu
sig að nýju og héldu svo áfram hinu ógreinilega
muldri.
Cornudet sat niðursokkinn í hugsanir sínar og
lét ekki á sér bæra. Eftir þriggja stunda akstur-
sópaði Loiseau saman spilunum og kvaðst vera
svangur. Kona hans tók þá fram pakka og úr
honum bita af kálfakjöti, sem hún skar niður í
þunnar sneiðar. Þau byrjuðu bæði að borða.
.— Þetta ættum við að gera líka, sagði greifa-
frúin. Það var samþykkt og hún tók upp nest-
ið, sem hafði verið útbúið handa greifanum, henni
sjálfri og Carré-Lamadonhjónunum. Á lokuðu
leirfati meö héramynd á lokinu lá safamikill
steiktur fugl, fylltur með alskonar niðurskornu
kjöti og þræddur með fleskræmum. Á stórum
fleyg af feitum Gruére-osti, sem hafði verið vaf-
inn inn í dagblað, stóð með stórum stöfum
„Fréttadálkur.“
Góðu systurnar tvær drógu fram pylsur, sem
önguðu af lauklykt. Og Conudet stakk báðum
höndunum í hina rúmgóðu frakkavasa sína og
dró upp úr öðrum egg, en hinum brauðbita. Hann
henti skurninu af eggjunum í hálminn á gólf—
inu og byrjaði að borða, svo eggjarauðan lak
niður í skeggið á honum og þar glampaði á hana
eins og stjörnur.
Boule de Suif hafði ekki hugsað fyrir neinu
slíku í flýtinum við að komast af stað og nú
horfði hún stirðnuð af reiði á fólkið borða nestið
sitt í mestu makindum. 1 fyrstu titraði hún frá
hvirfli til ilja af illa dulinni gremju og opnaði
munninn til að segja þeim til syndanna og láta
móðganirnar dynja á þeim. En reiðin herti að
hálsinum á henni, svo hún gat ekki komið upp
nokkru hljóði.
Enginn gaf henni gaum og enginn mundi eft-
ir henni. Henni fannst fyrirlitning þessa dyggð-
úga fólks, sem hafði fyrst fórnað henni en síð-
an kastað henni frá sér eins og gagnslausum og
óhreinum hlut, þrengja að sér. Þá fór hún að
hugsa um körfuna með öllum góða matnum, sem
þau höfðu hámað svo græðgislega í sig: kjúkl-
ingana í hlaupinu, perurnar og rauðvínsflöskurn-
ar fjórar og gremjan braust fram, svo hún varð
eins og ofþaninn strengur og tárin komu fram
í augun á henni. Hún barðist við að hafa stjórn
á sér, rétti úr sér og kingdi andvörpunum, sem
ætluöu að kæfa hana. En þrátt fyrir það þrengdu
tárin sér fram og glitruðu á augnhárunum. Tvö
þung tár runnu niður kinnarnar og fleiri fylgdu
í kjölfar þeirra, eins og þegar vatn rennur fram
af kletti og féllu hvert á fætur öðru niður á
hvelfdan barminn. Hún sat teinrétt, og starði
fram fyrir sig. Andlitið var fölt og svipurinn
steinrunninn og hún vonaði í örvæntingu sinni, að
engin sæi hana bugast.
En grejfafrúin sá að hún grét og benti mann-
inum sínum á það. Hann yppti öxlum, eins og
hann vildi segja: — Hvað um það? Ekki er það
mér að kenna. Frú Loiseau skrikti sigri hrós-
andi og muldraði:
— Hún skammast sín.
Nunnurnar tvær höfðu snúið sér aftur að bæn-
um sínum, eftir áð hafa vafið því, sem eftir var
af pylsunum, innan í bréf.
Skyndilega teygði Cornudet, sem nú var far-
inn að melta eggin sín, fæturna undir sætið á
móti, hallaði sér aftur á bak, krosslagði hand-
leggina og brosti, eins og honum hefði dottið
eitthvað skemmtilegt í hug. Svo fór hann að
flauta Marseillaise.
Framhald á bls. 14.
6