Vikan - 29.10.1953, Blaðsíða 11
Réttvísin gegn Bywaters og Edith Thompson — V|||
TiKÍuKÍhttikiri
Réttarhöldin
voru byrjuð í
máli Bywat-
ers og Edith
Thompson. 1
ákæruskjalinu
stóð, að þau
hefðu myrt
mann hennar,
Percy Thomp-
son. Verjandi
Bywaters var
búinn að flytja
varnarræðu
sína: hann neitaði því að vísu ekki, að
hinn tvítugi sjómaður hefði drepið Thomp-
son með hníf sínum, en hann hélt því
fram fyrir hönd skjólstæðings síns, að
hér hefði verið um sjálfsvörn að ræða.
Hann bað kviðdóminn líka að minnast
æsku sakborningsins og æðrulausrar fram-
komu hans í réttinum. Og umfram allt
bað hann kviðdómendurna að líta ekki á
Bywaters sem ótíndan launmorðingja.
Verjandinn gerði sér enga von um sýkn-
un; það eina, sem hann gat gert, var að
berjast fyrir því, að sjómaðurinn yrði
ekki dæmdur til dauða. Mál Edith Thomp-
son, ástmeyjar Bywaters, horfði allt
öðruvísi við. Það var viðurkennt af öll-
um, að hún hefði ekki framið sjálft
morðið. Hinsvegar fullyrti ákærandinn,
að hún væri að minnstakosti samsek
elskanda sínum, og hann lét liggja að
því, að hún hefði brýnt hann til að drýgja
glæpinn. Því til
sönnunar lagði
hann fram
fjöldal bréfa frá
henni til By-
waters, þar sem
ýmsar setning-
ar (sagði ákær-
andinn) bentu
ótvírætt til þess,
að jafnvel hún
sjálf hefði reynt
að drepa mann-
inn sinn með
eitri.
CURTIS-BENNETT, verjandi Edith, hafði ekki
lokið varnarræðu sinni þegar rétti var frest-
að fram á mánudag. Það iikaði honum ágætlega.
Hann fékk þannig tækifæri til að ávarpa kvið-
dómendurna tvisvar, en hann var sannfærður
um, að örlög Edith Thompson væru undir því
komin, hvaða áhrif ræðan hefði á kviðdóminn.
Þar gat raunar Edith sjálfri sér um kennt.
Curtis-Bennett hafði tjáð henni þegar I byrjun
réttarhaldanna, að hann teldi litla hættu á, að
hún fengi þungan dóm. Aðeins óskaði hann eftir
því, að hún bæri ekki sjálf vitni í máli sinu. En
þá brá svo kynlega við, að hún hafði heilræði
hans að engu; þvert á móti krafðist hún þess að
fá að bera vitni. Árangurinn var vægast sagt
voðaiegur. Ákærandinn lék sér að henni eins og
köttur að mús: þegar hún yfirgaf vitnastúkuna,
leit mál hennar allt mun verr út en áður.
Curtis-Bennett lagði á það alla áherzlu í fyrri
hluta varnarræðu sinnar, að hér væri ekki á
ferðinni nein venjuleg kona. Hann minnti kvið-
dómendurna á hve ríku hugmyndaflugi hún væri
gædd, og þann sið hennar, að „lifa sig inn í“
reyfarana, sem hún las. Hún var rómantísk og
draumlynd konaj, sem jlifði í gerfiheimi, sem
hún bjó sér til sjálf. Hálft líf hennar var einn
endalaus dagdraumur, þar sem hún var aðal-
persónan.
Þegar Curtis-Bennett tók aftur til máls á
mánudag, var ekki á honum að sjá, að hann
bæri neinn kvíðboga fyrir málalokum. Þó var
þessi lögfræðingur allt annað en ánægður með
framvindu málsins. Álmenningsálitið var mjög
andsnúið skjólstæðingi hans. Dómarinn hafði
greinilega megnustu óbeit á báðum sakborning-
unum. Og kviðdómendurnir ? Gat hjá því farið,
að þeir væru svipáðs sinnis?
En Curtis-Bennett vissi, að einasta vonin var
að berjast til þrautar. tjr því sem komið var,
var hann sá eini, sem bjargað gæti Edith Thomp-
son frá hengingu. Það er að segja, ef nokkur
gæti það þá.
Hann vék enn að bréfunum margumtöluðu,
þessum ástarbréfum, sem lögreglan hafði fundið
i fórum Bywaters og sem ákærandinn fyrst og
fremst byggði á þá kröfu sína, að Edith Thomp-
son yrði send í gálgann. Hann sagði meðal ann-
ars:
„Ég kem nú að bréfinu, sem sagt er að frú
Thompson hafi skrifað 2. október. Þetta bréf
ætti að afsanna algerlega þá fullyrðingu, að frú
Thompson og Bywaters hafi verið búin að koma
sér saman um það fyrir 3. október að myrða
mann hennar. Það er ákaflega mikilvægt að
líta á þetta bréf, sem frú Thomþson skrifaði
Bywaters aðeins einum degi áður en hinn voða-
legi atburður átti sér stað.
Minn ástkœri vinur, þalcka þér, þakka þér,
ó þakka þér þúsund sinnum fyrir föstudag-
inn — það var dásamlegt — það er alltaf
dásamlegt að fara með þér út . . . Og allt
laugardagskvöldið hugsaði ég um þig . . .
Ég reyndi svo mikið að komast út í kvöld,
ástin mín, en hann var tortrygginn og er
það enn. Við verðum víst að lialda þessu
laumuspili áfram eittlivað lengur . . . Pen-
ingalaus getum við ekkert gert.“
Curtis-Bennett spurði kviðdómendurna: „Get-
ur ákæruvaldið haldið því fram, að þetta bréf,
sem skrifað er 2. október, bendi til þess, að
umræddar tvær manneskjur hafi ákveðið að
fremja morð daginn eftir, eða daginn þar á
eftir, eða í næstu viku? 2. október segir þessi
kona: Okkur vantar peninga, og þar til við
höfum peninga, getum við ekkert gert. Ekki
þurftu þau á peningum að halda til þess að
drýgja morð. En ef þau ættu að geta búið sam-
an, urðu þau að hafa peninga. Frú Thompson
sagði alltaf, að ef hún ætti að flytjast frá
manninum sínum og taka saman við Bywaters,
þá yrði hún að segja upp vinnunni. 1 einu bréfa
sinna segir hún: „Ástin mín, útvegaðu mér
vinnu utanlands. Ákæruvaldið svarar: Morð-
ingi!"
Nú sneri Curtis-Bennett sér að síðasta bréfinu,
sem Edith ritaði Bywaters. 1 því stóð meðal ann-
ars: „Gleymdu því ekki, sem við töluðum um í
veitingahúsinu. Ég skal taka á mig áhættuna
og reyna ef þú vilt . . .“ Hvernig var nú hægt,
spurði Curtis-Bennett, að halda þvi fram í blá-
kaldri alvöru, að þessi setning gæti aðeins þýtt
eitt, nefnilega að í umtöluðu veitingahúsi hefðu
verið lögð á ráðin um að myrða Percy Thomp-
son ? Þó hefði ákærandinn einmitt gert það.
HÍnsvegar hefði honum láðst að vekja athygli
á þvi, að síðar í bréfinu minnti Edith elskhuga
sinn á, að þau þyrftu aðeins að bíða í fjögur
ár ennþá.
Hvernig má þetta tvennt fara saman, spurði
Curtis-Bennett. Hvernig er hægt að segja, að
þessi kona hafi verið að undirbúa morð, þegar
hún um leið er að hvetja elskhuga sinn til að
sýna þolinmæði ?
Curtis-Bennett vék nú máli sínu að morðkvöld-
inu. Hann mótmælti þvi harðlega, að hér hefði
verið um að ræða manndráp að yfirlögðu ráði.
„Bywaters segist sjálfur hafa framið verknað-
inn, og í sjálfsvörn. Hann hafði ekki minnstu
hugmynd um að þetta mundi ske. Það er vegna
þess, sem í bréfunum stendur, að frú Thompson
er hingað komin ákærð fyrir morð. En öll fram-
koma hennar umrætt kvöld sýnir, að hún varð
skelfingu lostin þegar hún uppgötvaði, að mað-
urinn hennar hafði verið drepinn . . .
„Eg geri ráð fyrir, að ákæruvaldið vilji halda
því fram, að þegar frú Thompson var á leiðinni
heim með manni sínum, hafi hún vitað, að á
hann yrði ráðist og hann myrtur . . . Ákærand-
inn fullyrti, að atburðurinn hefði átt sér stað
þar í götunni sem myrkrið var mest. Sannleik-
urinn er hinsvegar sá, að þarna var engu meira
myrkur en annarsstaðar. Eins og vera bar, gengu
Thompson-hjónin þá leið, sem var styttst. Edith
Thompson tældi engan veginn manninn sinn
inn í skuggalegt sund, þar sem hægt yrði að
myrða hann. Og nú vil ég biðja kviðdóminn að
líta andartak á þá hlið málsins, sem að Bywaters
snýr. Ætlaði hann að fremja morð ? Hann heim-
sótti Greydon-hjónin þetta kvöld . . . og það
síðasta, sem hann gerði, var að bjóða dóttur
þeirra í bió daginn eftir. Getið þið gengið fram-
hjá þessari staðreynd og haft hana að engu, en
treyst að öllu leyti á þessi „voðalegu bréf“?
Hvar eru sönnunargögnin fyrir þvi, að hér hafi
verið um samsæri að ræða og að Edith Thomp-
son hafi hjálpað til við að undirbúa það, sem
skeði ?“
Nú væri því að vísu ekki að neita, játaði Curtis-
Bennett, að bæði Edith Thompson og Bywaters
hefðu í fyrstu sagt ósatt frá atburðum. En hver,
spurði hann, hefði ekki gert það í þeirra sporum?
Og væri þeim ekki nokkur vorkunn, ef þau hefðu
með því viljað vernda hvort annað?
Curtis-Bennett lauk ræðu sinni með því að
biðja kviðdómendurna að afsaka það, hve hún
hefði verið löng. „En naumast getið þið talið
eftir nokkrar klukkustundir til eða frá . . . Og
eitt veit ég: dómur ykkar mun verða á þá leið,
að frú Thompson sé ekki sek."
Nú var röðin komin að ákæruváldinu. Hinn
11