Vikan - 12.11.1953, Side 2
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2
Þ \i) er ekki oft, sem konur eru kosnar í mestu virðingarscoöur
heimsins, hvað sem því veldur. En hér er ein kona, sem gegnir
slíku embætti: frú Vijaya Lakshmi Pandit, forseti allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna. Frú Pandit hefur margt reynt um dagana, meðal
annars setið þrisvegis í fangelsi hjá Bretum. Það var á dögum Gandhis,
þegar Indverjar börðust fyrir sjálfstæði sínu. Hún er dóttir efnaðs
lögfræðings og systir Nehru forsætisráðherra. Hún stundaði nám í
Englandi, Svisslandi og Indlandi og giítist 21 árs. Hún á þrjár giftar
dætur og nokkur barnabörn. Á alisherjarþinginu þykir hún stjórna
skörulega; þar kemst enginn fulltrúi upp með það lengi að fara ekki
að fimdarsköpum. Nokkrum sinnum hefur hún orðið að nota funda-
hamarinn óblíðlega, og einu sinni greip hún til þess ráðs að láta
taka hljóðnema ræðumanns úr sambandi. Það var þegar Vishinsky
gleymdi sér og hélt áfram að tala af miklum vígamóð, eftir að frú
Pandit var búin að taka af hönumi orðið. Annars gætir liún að sjálf-
sögðu strangasta hlutleysis í fundarstjórn sinni, og er það í anda
við hlutleysisstefnu Indlands. Hún er líka vel þokkuð hjá Sameinuðu
þjóðunum og á þar marga góða vini, „austræna“ og „vestræna". I>ö
getur hún verið orðhvöss, þegar svo ber undir, og slceytir þá ekkert
um, hver hlut á að máli. Á myndinni er liún með aðalritara S.Þ.
ÞAH eru skiptar skoðanir mn það, hvort það sé nokkuð gaman að
vera prins. Þessi prins, sem hér er á myndinni, hlýtur þó að
hafa haft það skemmtilegt að undanförnu, því hann hefur verið á
ferðalagi um allan heiminn. Það er hans konunglega hátign Akihito,
krónprins í Japan. í Bandaríkjunum kom Iiann við í Hollywood (eins
og Iög gera ráð fyrir), þar sem kvikmyndakóngarnir buðu honum
til mikillar veizlu. Yfir 300 gestir sátu veizluna, þeirra á meðal „stjarn-
an“ Ann Blyth, sem hér sést á tali við krónprinsinn.
Pósturinn
Viltu gjöra svo vel og birta fyrir
mig textann „Hið unga vor“, eftir
Stefán Foster.
Dilla.
Svar: Textinn, sem þú biður um,
er eftir Jón frá Ljárskógum við lag
Stephen Fosters (My old Kentucky
home). Jón kallar það Morgunsöng.
Hið unga vor yfir austurfjöllum
skín,
það ilmar og hljómar í blæ!
Til fjallsins liggja nú fótspor
mín og þín,
meðan fólkið sefur enn í bæ.
Við göngum hljótt, því við
hlýðum á þann söng,
sem hljómar í blænum svo kátt,
— í morgundýrðinni’ er leiðin
ekki löng
við þann létta, glaða hörpuslátt.
Heyrðu hjartans vina,
nú hlæja augun þín!
Skærri en himinljós,
fegri’ en vorsins vænsta rós,
ert þú, vona minna dís,
ástin mín!
Geturðu gefið mér heimilisfang-
Doris Day og sagt mér eitthvað um
hana.
Sigga.
Svar: Utanáskrift Doris Day mun
vera Columbia Film Studios, Holly-
wood, California. Við höfum áður
byrt helztu æfiatriði hennar. Doris
er einhver vinsælasta dægurlagasöng-
kona Bandaríkjanna, en það er geysi-
mikill munur á beztu og lélegustu''
plötunum sem hún hefur sungið inn
á. Það liggui' grunur á því, að Col-
umbia vilji nota vinsældir hennar út
í ystu æsar og kæri sig stundum
kollótt, þó þeir láti hana syngja lög,
sem ekki henta henni. Það er bæði
leiðinlegt fyrir Doris og okkur, sem
viljum hlusta á hana, þegar hún er
allra bezt.'
MUNIÐ
NDRA MAGASIN
Húsmæður
Royal
lyftiduft
tryggir
yður
öruggan
bakstur.
Pökkun: l/z lbs. 1 Ibs. og 10 lbs.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
Agnar Lúðvígsson
Hafnarstræti 8. — Sími 213Jf.