Vikan - 12.11.1953, Side 22
BÍÓ-CAFÉ
KEFLAVÍK
ALLSKONAR VEITINGAR:
Heitur matur og sérréttir
allan daginn.
Smurbrauð.
Kaffi.
ÖL
Gosdrykkir.
Sígarettur.
Sælgæti o. fl.
Önnumst einnig veislur matar-og
kaffisamsæti
I síðasta blaði birtist rangt myndamót með skýringatextanum.
Við biðjum afsökunar og birtum hér textann aftur — með hinu rétta
myndamóti.
693.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1 hönd — 4 skelfiskur
■— 8 gamall — 12 ana
— 13 blað — 14 bókstaf-
ur — 15 lima — 16 kven-
maður — 18 litur — 20
upphrópun — 21 við-
kvæm — 23 loka — 24
gylta — 26 herfang Ja-
sonar — 30 klak — 32
strjúka — 33 nam staðar
— 34 Ásynja — 36 tíma-
rit — 38 bognaði — 40
spil — 41 deilur — 42
hýrnar — 46 gerist kyrr-
stætt — 49 for — 50 á
litinn — 51 flokkur —
52 keyra —. 53 hermerki
— 57 ávöxtur — 58 ill-
menni — 59 höfuðborg
— 62 arabiskur höfðingi
— 64 sjófugl — 66 gælu-
nafn, þf. — 68 svipuð
— 69 fallvatn — 70 fa.g
— 71 heyleifar — 72 sorp
— 73 fara undir vatn —
74 veiðarfæri, þf.
Lóðrétt skýring:
1 lækur — 2 væta — 3 fara í kaf — 4 amboð
— 5 hvirflar — 6 klækir — 7 skyndmenni — 9
rándýr — 10 farvegur — 11 hestsnafn — 17 tölu
— 19 farvegur — 20 sjón — 22 sjúkdómur — 24
smiðir — 25 kvenmannsnafn — 27 þreyta — 28
hreyfist — 29 ungviði — 30 verksmiðja — 31
hljóðfæri — 34 sanka — 35 vitleysa — 37 sit
hest — 39 rógur — 43 handsápa — 44 forskeyti
— 45 fuglstegund — 46 listamaður — 47 söngur
— 48 gróða — 53 lyftiefni — 54 hljóðfæri — 55
kreik — 56 húð — 57 sverta — 60 Arabi — 61
launráð — 63 fangamark félags — 64 hrós —
65 hreyfast — 67 skemmd.
\
Bókabúð
Keflavíkur
er daglega í leiðinni.
En síminn er 102
Dr. Crippen
Framhald af bls. 18.
and þeirra auk þess að hafa verið á hvers manns
vitorði, einnig frú Crippens.
Þetta er þýðingarmikið atriði. Allir voru á
einu máli um, að Ethel Le Neve væri viðkvæm
stúlka, feimin og prúð, og vekti samúð hvar sem
hún kæmi. Hún var, í stuttu máli sagt, eins ólík
frú Crippen og hægt var að vera. Astin gerir
fólk blint i nokkurn tíma, en ekki endalaust, og
undir lok ársins 1909, eða í byrjun árs 1910,
rann það loks upp fyrir Ethel Le Neve, að að-
staða hennar var að verða vonlaus.
Það, sem næst gerðist, var atvik, sem í frá-
sögnum af glæpnum hefur verið lögð miklu
minni áherzla á en ástæða er til. Því að það
hefur geysimikla þýðingu. Og réttast að láta
konu þá, frú Jackson, sem Ethel leigði hjá, segja
frá því atviki. Frú Jackson hafði verið sérstak-
ur trúnaðarvinur stúlkunnar síðan 1908.
„Eg var oft vön að fara upp í herbergið til
ungfrú Le Neve og rabba við hana. Síðari hluta
janúar-mánaðar tók ég eftir því, að hún var orð-
in breytt í háttum. Hún varð með hverjum deg-
inum þunglyndari. Eitt kvöldið, þegar hún kom
heim, virtist hún óvenjulega þreytt, og öll eitt-
hvað svo undarleg. Hún fór upp í herbergið sitt
án þess að borða kvöldverð. Ég fór inn í her-
bergið á eftir henni. Ég sá að hún skalf frá
hvirfli til ilja. Ég spurði hana, hvað væri að, en
hún virtist ekki hafa mátt til að tala. Ég spurði
hana aftur, og hún sagðist þá verða orðin góð á
morgun. Hún lagðist út af á rúmið, og ég sat
hjá henni, þangað til ég taldi víst að hún væri
sofnuð. Þá var klukkan orðin um 2 um nóttina.
Næsta morgun, milli 8 og 9, færði ég henni te-
sopa í rúmið. Næst þegar ég sá hana, var klukk-
an farin að ganga 10. Þá var hún búin að klæða
sig, og tilbúin að fara í vinnuna. Hún hafði
aðeins borðað eina brauðsneið. Hún reyndi að
borða, en gat það ekki. Hún virtist vera mjög
veik, og titraði. Hún tók upp bolla td tei, og
reyndi að drekka það, en gat það ekki. Ég sagði
við hana: „Það gengur ekki, að þú farir svona
veik í vinnuna. Ég skal segja þeim þarna í
Albion House, að þú getir ekki komið í vinnuna
í dag.“ Hún sagði: „Viltu þá vera svo góð að
hringja í lækninn fyrir mig?“ Ég hringdi þang-
að, og fór síðan aftur til ungfrú Le Neve, og
sagði að hún yrði að segja mér hvað væri að.
Ég sagðist vera viss um, að eitthvað hræðilegt
hvíldi á huga hennar, og ef hún ekki tryði ein-
hverjum fyrir því, þá mundi hún missa vitið.
Hún sagði: „Ég skal segja þér alla söguna rétt
strax.“
Uppgjör um miðnœtti
Framhald af bls. 11.
flækzt saman ofan í jöðinni og krónurnar gróið
saman. Það var ekki hægt að skilja þau að,
án þess að eyðileggja þau. Og hann, sem hafði
verið að því kominn að hegða sér eins og gamall
asni — en hvað fólk hefði gert mikið gys að
honum — 56 ára gamall — stúlkan var yngri
en dóttir hans . . .
— Um hvað ertu að hugsa? spurði hún var-
lega. — Um að ég sé að verða viðkvæm gömul
kona?
— Ég var ekki að hugsa um — neitt sérstakt,
svaraði hann. Hún brosti kærleiksríku brosi. Hún
vissi, að hann sagði ekki satt, en lét það gott
heita. Hann var svo hreykinn að þessum undan-
brögðum sínum. En hann hélt enn um handlegg
hennar. — Heyrðu, sagði hann svo næstum
vesældarlega. — Finnst þér alveg óþolandi að
vera gift mér — einstöku sinnum, á ég við?
Hún leit á hann þessum gáfulegu augum og
brosti: — Nei það finnst mér aldrei.
Skömmu seinna var hann sofnaður, en hún
hélt áfram að sitja eins og hún hafði alltaf gert,
þegar hún var ung stúlka. En hvað hann gat
verið barnalegur, hugsaði hún með viðkvæmni,
alveg eins og lítill drengúr — það var víst þess-
vegna, sem hún elskaði hann enn.
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 7:
1. Kvikmyndaleikkonan Betty Grable.
2. Balearísku eyjarnar út af austurströnd
Spánar.
3. 1786.
4. Já, kakóbaunir.
5. a) Eggert Ólafsson b) Sigvalda Kaldalóns.
6. a) 50 b) 500 c) 1,000.
7. Lyktarfærin.
8. Kornið.
9. The New York Daily News.
10. a) Beethoven b) Andersen.
22