Vikan


Vikan - 06.01.1955, Blaðsíða 3

Vikan - 06.01.1955, Blaðsíða 3
Keisari og móðurmorðingi IMERO: Einn alræmdasti grimmdarseggur mannkynssögunnar ÐUK en Nero keis- ari fæddist, vitj- aði Agrippina móðir hans kunns stjörnuspámanns í Róm. „í»ú munt eignast son, sem verður keisari, en hann mun myrða móður sína,“ tjáði spámaðurinn henni. „Látum hann þá myrða móður sína, ef hann aðeins verður keisari,“ svaraði liún. Þegar hún varð skömmu síð- ar ekkja, hófst hún þegar í stað handa að búa í haginn fyrir son sinn. Henni tókst að verða eiginkona Claudiusar keisara. Næsta afrek hennar var að fá keisarann til að gera Nero að erfingja sínum, á kostnað hans eigin sonar, Britannicusar. Þeg- ar nokkrir hirðmenn tóku mál- stað Britannicusar, brá hún við, lét byrla keisaranum eitur og krýna Nero í staðinn. Þá var hann 17 ára. Hann hafði skap móður sinnar og sveifst einskis. Þegar Britannicus stjúpbróðir hans varð honum óþægur ljár í þúfu, lét hann koma honum fyr- ir kattarnef á sama hátt og föð- ur hans — drepa hann með eitri. Nú hafði Nero öll ráð manna í sinni hendi. Þá var það sem hann kynntist Poppeu, hinni annáluðu fegurðardís. Hún var ljóshærð, en það var fágætt um konur í Róm á þeim dögum. Hún var nýgift Salviusi Otto, ung- um, efnilegum auðmanni. Hún var ótrúlega aðlaðandi og Nero varð ástfanginn upp fyrir eyru. I fyrstu daufheyrðist hún við bænum hans. Loks tjáði hann henni: ,,Ef þú hafnar mér, mun ég ekki geta borið þá byrgði, sem keisaradómur minn leggur mér á herðar.“ Hún svaraði: „Herra, ég er gift; maðurinn minn er ungur og af háum stéttum. Ég get ekki rekið hinn löglega eiginmann minn úr hans eigin húsi.“ Nero skildi ábendinguna: nokkrum dögum síðar féll Otto í ónáð. Hann var gerður útlæg- Á myndinni til vinstri eru Guðmimdur Jónsson og Ket- ill Jensson í hlutverkum AI- fios og Turiddu í óperunni CAVALERIA RUSTICANA. Á neðri myndinni til vinstri er Þorsteinn Hannesson sem Canio og til hægri Stina Britta Melander sem Nedda í óperunni I PAGLIACCI. ur úr Róm — og mátti skilja eftir konuna. Skömmu síðar settist hún að í höll keisarans. En móðir hans var afbrýði- söm og hafði enn mikil áhrif á son sinn. Það vofði yfir hinni ljósliærðu Poppeu að verða líka einn góðan veðurdag rekin í út- legð. Hún heimtaði af Nero, að hann gerði hana að drottningu sinni. Ef hann treysti sér ekki til þess, andvarpaði hún, þá gæti hann að minnsta kosti gengið svo frá hnútunum, að hún þyrfti ekki sífellt að hræðast hatur og hefnigirni móður hans. Sumir sögðu að Poppea væri af Gyðingaættum og að hún stundaði helgisiði Gyðinga á laun. Ýmsir sagnfræðingar full- yrða þó, að hún hafi fyrst og fremst trúað á fegurð sína. Hún gat staðið tímum saman fyrir framan silfurspeglana í bað- klefa sínum og skoðað hið silki- mjúka hörund sitt. Mjólkurböð hennar eru fræg enn þann dag í dag. Hún hafði ótal ambáttir til þess að stjana í kringum sig: nuddkonur, hárgreiðslustúlkur, fegurðarsérfræðinga af ýmsu tagi o. s. frv. Hún var stöðugt að finna upp nýjar aðferðir til þess að heilla Nero. Hún var í rauninni sífellt að leika. Hvert bros, hver hreyf- ing var þaulhugsuð. Hún gat sýnst barnaleg og leið eða á- kveðin og áköf, allt eftir því, sem bezt hæfði stundinni. Hlát- ur hennar var yndislegur og töfrandi — eða hæðnislegur og kaldur. Hún var staðráðin í að losna við tengdamóður sína fyrir fullt og allt. Hún hvíslaði hæðnis- lega að Nero: ,,Þú ert enginn keisari; það er hún móðir þín sem ríkir. Veiztu hvað fólkið kallar þig? Nero meykóng! Og móður þína kalla þeir Agrippinu, keisara í Róm.“ Hinn ástfangni og áhrifa- gjarni þjóðhöfðingi komst fljót- lega að þeirri niðurstöðu, að hann hataði móður sína og vildi hana feiga. Þá gæti hann skilið við Octaviu, sem hann hafði ver- ið giftur, þegar hún var níu ára barn og hann sextán ára ungl- ingur. Þá gæti hann gengið að eiga Poppeu og gert hana að drottningu sinni. Hann gerði tvo hirðgæðinga að trúnaðarmönnum sínum. Annar stakk upp á eiturbikarn- um, hinn taldi að það mundi líta betur út, ef hægt yrði að láta gömlu konuna „drukkna.“ Hann kvaddi Agrippinu á sinn fund og hún kom á skipi sínu frá höllinni, sem hún bjó í, hin- um megin við vatnið. Nero sýndi henni mikla nærgætni og ástúð, efndi til tveggja daga veizlu henni til heiðurs og fylgdi henni síðan sjálfur til skips. Nokkuð undan landi kvað við hár brestur. Þakið í viðhafnar- klefa hennar féll niður og drap ráðsmann hennar, en sjálf slapp hún með smáskeinu. Hún vissi hvernig allt var í pottinn búið, þegar hún sá ræðarana slengja sér út í aðra skipshliðina, til þess að hvolva því. Hún heyrði Acerroniu, hirðmeyju sína, hrópa: „Hjálp! Hjálp! Ég er keisarafrúin“ — og sá tvo sjó- menn bregða við og láta höggin ríða á henni, þar sem hún hékk utan í skipshliðinni. Agrippina var afbragðsgóður sundmaður. Henni tókst að renna sér fyrir borð án þess að nokkur tæki eftir, og byrjaði að synda til lands. Nero varð ofsahræddur, þeg- ar hann frétti, að hún hefði komist undan. „Ef þú bregður ekki skjótt við,“ sögðu trúnað- armenn hans, „mun hún halda beint til Rómar, segja frá morð- tilrauninni, vopna þræla sína og jafnvel fá herinn í lið með sér. Hver veit nema öldunga- deildin taki líka hennar mál- stað.“ Sama kvöld brutust sendi- menn Neros inn í höll hennar. „Eruð þið komnir til þess að ljúka við verkið?“ hrópaði hún grimmdarlega. Einn tilræðis- mannanna reiddi sverð sitt til höggs og sló því flötu í höfuð henni. Annar brá upp rýtingi. Hún hörfaði upp að veggnum og fletti frá sér klæðunum: „1 kviðinn! Stingið í kviðinn!“ Sverðið gekk inn í hana og hún féll dauð niður. Þannig rættist spádóm- ur stjörnuspámannsins. Nero kvæntist Poppeu, og síðar átti það fyrir honum að liggja, að troða hana til bana undir fótum sér. En sjálfur fékk hann makleg málagjöld, þegar hann að- eins þrítugur féll fyrir vopnum uppreisnarmanna. — BEN NOWNAUGIL 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.