Vikan


Vikan - 06.01.1955, Síða 9

Vikan - 06.01.1955, Síða 9
Kvikmyndadis á 20. öld Svipmynd ÚN er 26 ára gömul. Um uppruna hennar er lítið vitað. Hollywood vissi ekki, að hún var til, fyrr en þennan dag fyrir sex árum, þegar hún kynntist Charles Reshevsky á föstudegi og giftist honum daginn eftir. Enginn veit hvaðan hin tólf ára gamla dóttir hennar er komin. Hún var fljót að komast upp á tindinn, þegar þetta byrjaði á annað borð. Tveimur dögum eftir að húii kom til Hollywood, tókst náinn kunningsskapur með henni og Henry Gold. Hann leigði handa henni hús hálfa mílu frá hinu húsinu, þar sem bjó konan hans og börn. Þær urðu talsverðar vinkonur hún og frú Gold, og oft var hún gestur hennar dögum saman. Það fannst Gold alveg fyrir- tak, því honum var meinilla við að fara út eftir kvöldmat. Hann lét hana fá aðalhlutverfcið í tutt- ugu milljón króna stórmynd um lífið við frönsku hirðina. Gold, sem var snjall kvik- myndastjóri á sínum tíma, vissi að hún hafði alls enga leikgáfu. Hann lét allt snúast um munninn á henni, augun og kinnbeinin. Hann kenndi henni að renna augunum til himins og túlka á þann hátt sakleysi og göfuglyndi; og að skáskjóta augunum, þegar kvikmyndahandritið heimtaði flærð og skapofsa. Þegar myndin var frumsýnd, kölluðu gagnrýnendurnir hana merkustu stjörnuna síðan Garbo var og hét. Tveimur árum síðar byrjuðu gagnrýn- endurnir að átta sig á þessu með augun, svo að Gold tók sig til og kenndi henni að hreyfa aldrei augun. Hann lét hana ein- ungis horfa beint fram fyrir sig. f stað þess að gjóta augunum til hægri eða vinstri, lét hann hana snúa öllu höfðinu. Þegar þau notuðu þetta leikbragð í fyrsta skipti, ærðust gagnrýnendurnir og Skáskýtur augunum — skapofsi kölluðu hana „lístakonu". Einn þeirra skrifaði: „Hún hefur sannað í eitt skipti fyrir öll, að leikgáfa hennar á sér engin takmörk." Flestir ætla að hún sé af ítölsku bergi brptin. Það er vegna hinna fögru augna, hins tinnusvarta hárs, hins snjóhvíta hör- unds, háu kinnbeinanna. Hér gætir þó vægast sagt nokkurs mis- skilnings. Hún er nefnilega írsk. Holly- wood veit ekki, að hún hefur foreldra og tvær systur á framfæri sínu. Hún strauk að heiman þegar hún var fjórtán ára. Það var vegna föður hennar. Og hann er samur við sig enn þann dag í dag. Þegar gesti ber að garði á heimili for- eldra hennar, er gamla manninum fengin flaska af rommi og svo er hann læstur niðri í kjallara. Yngri systurnar tvær hafa ekki hugmynd um skyldleika þeirra og kvikmyndastjörnunnar; móðir hennar hef- ur verið sagt, að ef hún steinþegi ekki yfir því, verði hinar mánaðarlegu peninga- sendingar tafarlaust stöðvaðar. Augim til himins — sakleysi Hollywood veit ekki, að hún hefur unn- ið í saumastofu, vísað til sætis í kvik- myndahúsi, verið þjónustustúlka í kaffi- húsi, stjórnað lyftu í gistihúsi og sýnt loð- kápur í tízkuverzlun. Það var þá sem hún ákvað að verða leikkona. Þegar hún á annað borð var búin að taka ákvö'rðunina, sneri hún sér að þessu í fullri alvöru. Hún kynntist Reshevsky, þegar einn af viðskiptavinum tízkuverzl- unarinnar bauð henni í E1 Morocco, nætur- klúbbinn fræga. Hún komst að því, að Reshevsky var mikill áhrifamaður í kvik- myndabænum. Daginn eftir giftust þau. Hvað dóttur hennar viðvíkur, þá hefur hún svarið á reiðum höndum, ef einhver gerist svo djarfur að spyrja um faðernið. Hún horfir dapurlega í gaupnir sér. „Fyrsti maðurinn minn,“ segir hún, „var orustuf lugmaður. ‘ ‘ Svo , lyftast augnalokin undurhægt; augnaráðið, sem mætir hinum forvitna spyrjanda, ber vott um svo djúpa þjáningu, að hann hreyfir ekki málinu upp frá því. Orustuflugmaðurinn hennar gaf líf sitt fyrir föðurlandið; hún þolir ekki að tala um hann; ást þeirra var fullkomin. Allt þetta má lesa úr hinum undurfögru augum hennar. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að hún hefur veigamikla ástæðu til að halda fað- erni dóttur sinnar leyndu. Hún veit ekki sjálf hver pabbinn er. Hún á 127 hatta, 60 pör af skóm, þrjá bíla og gríðarstórt hús. Hún borgar slungnum kaupsýslumanni þóknun fyrir að sjá um fjárreiður hennar, og hann skammtar henni 25 dali á viku í vasapeninga. En auðvitað getur hún látið skrifa hjá sér í öllum helstu verzlununum í Hollywood og Los Angeles. Kaupsýslu- maðurinn er alltaf að stagast á, að hún sé of eyðslusöm og komist á vonarvöl með sama áframhaldi, en bæði vita þau mætá- vel, að ef hún heldur sömu launum í þrjú ár enn, þarf hún áreiðanlega ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Það má teljast laglega af sér vikið, ef henni tekst að tolla á stjörnuhimninum þrjú ár enn, en henni mun takast það. „Meðallíf“ kvikmyndastjörnunnar er að- eins um þrjú ár. En að þremur árum liðn- um, verður kvikmyndadísin okkar búin að endast í hvorki meira né minna en níu ár. Hún hefur frá upphafi verið vinsæl stjarna , þótt myndirnar hennar séu jafn- vel verri en gengur og gerist. Hún er enn eitt dæmi þess, að á kvikmyndatjaldinu er fagurt andlit meira virði en sönn list. Það er mjög í tízku að draga dár af kvikmyndunum hennar, en þótt merki- legt megi virðast, gera mjög fáir gys að henni sjálfri. Hún er gædd þeim sjaldgæfa eiginleika — er það munnurinn, augna- tillitið, kinnbeinin? — að geta vakið að- dáun og hrifningu alveg fyrirhafnarlaust. Þegar hún birtist á sýningartjaldinu eða gengur inn í herbergi, þá er það hún, sem allt snýst um. Það er sama hvert hún fer: menn mæna á hana eins og vitfirringar. Fyrir tveim- ur árum, skar bóndagarmur í Oklahoma sig háls og ánafnaði henni öllu sínu jarð- neska góssi. Hún er kvikmyndastjarna. — SIDNEY CARROLL. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. MATA H.F. Sími 80935. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Almenna byggingarfélagið h.f. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Timburverzlun Árna Jónssonar. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. PLÚTÓ H.F. Skipholt 25. Sími 82^11. 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.