Vikan


Vikan - 06.01.1955, Síða 17

Vikan - 06.01.1955, Síða 17
göngu sína um göturnar. Varðflokkarnir yrðu sendir frá Bow Street út í borgina, ýmist fótgangandi eða á hestum. LEWIS! Darwent fannst hann hafa heyrt nafnið áður — jafnvel fyrr um daginn, en hann gat ekki munað hvar. Það var ekki fyrr en hann hafði snúið sér við og stokkið aftur yfir á hesthúsþakið sín megin, að hann minntist orða Buckstones: — Þér eruð þó ekki.. . en hann hafði síðan bætt við: — Nei, þér eruð ekki Lewis. Mér sýndist það i fyrstu. Nú, jæja, Lewis var alls ekki óalgengt nafn. Þetta var kannski bara tilviljun. Engu að siður fannst Darwent sem hann gæti skynjað þétta, slímuga veiðiþræði í stórum kóngulóarvef falla niður yfir andlit s'itt, hendur og allan likamann. Hann fann hvernig gríðarstór kónguló herti á þráðunum. En þetta var hvorki staður né stund til heilabrota. Hann gekk’ yfir hesthúsþakið og tróð sér aftur inn um gluggann á baðherbergi Caroline. Eins og hann hafði búizt við, var hún farin úr herberginu. Hattur- inn, sem skotið hafði verið í gegnum, var líka horfinn. Enn var allt á ringulreið í svefnherberginu. Meg var ekki búin að taka upp úr tösk- unum og ganga frá eigum liúsmóður sinnar. Þegar Darwent kom út úr svefnherberginu, mætti hann Alfred yfir- þjóni, sem augsýnilega létti við að sjá húsbónda sinn. Alfred var að kveikja ljós í húsinu. Logarnir vörpuðu gulum bjarma á hárkollu yfir- þjónsins og grænan einkennisbúninginn. Þeir spegluðust í augum hans, sem voru full örvæntingar. — Er ungfrú Spencer og hinir gestirnir komnir? spurði Darwent. — Já, herra minn. Það er góð stund siðan. Ég hefði ef til vill átt að segja yður frá því fyrr, en þér . . . Alfred virtist nú aftur hafa náð jafnvægi, og gaut ekki einu sinni augunum í áttina til svefnherbergis- ins, þó að enginn vafi léki á því, hvers vegna hann þagnaði. — Ungfrú Spencer hefur fengið gula herbergið til afnota, hélt hann áfram og gaf til kynna með bendingu, að það væri uppi á næstu hæð. Raleigh hjónin eru í næsta herbergi við hana. Skurðlæknirinn vill gjarn- an hafa tal af yður þegar þér hafið tíma til þess. — Ágætt. Hvar er konan mín? Þar sem Alfred svaraði engu, hélt Darwent áfram: — Komdu því út úr þér, maöur! Veiztu ekki, að þú þarft ekki að fara í kringum hlutina, þegar þú talar við mig? Alfred vissi það, og það var eitt af því, sem hann kunni vel við í fari nýja húsbónda síns. Hann gat talað við hann eins og maður við mann, án þess að hætta væri á að kunningskapurinn yrði of náinn. — Frúin er uppi hjá ungfrú Spencer, herra minn. Frúin flýtti sér þangað án þess að hafa klætt sig. Ég hef aldrei fyrr séð frúna svona framúrskarandi elskulega. Áður en fimm mínútur voru liðnar, voru hún og ungfrú Spencer orðnar vinkonur. — Hamingjan góða! . . . Alfred, skilur þú nokkuð í þessu? — Nei, herra minn. En James Fletcher er kominn, flýtti þjónninn sér að segja. — Þar sem hann sagðist koma í áríðandi erindagjörðmn, leyfði ég mér að bjóða honum að bíða niðri í salnum. Alfred benti í áttina þangað. — Ég vona., að það hafi verið . . . — Já, það var ágætt. Þeir hlutu að hafa komið sér saman um einvigið. Enda þótt Darwent léti ekki á þvi bera, langaði hann mest til að núa saman höndum af á- nægju. Alfred hélt áfram að kveikja ljósin, og nú birtist hinn þreloii skurðlæknir, Samuel Hereford, í stiganum. — Darwent lávarður, sagði hann alvarlega. — Það er ekki tími til að vera með neinar vífilengjur. Ég ætla að tala hreinskilnislega við yður. Darwent sá svipinn á lækninum og svaraði ekki. — Ef yður langar til að vita, hvers vegna það tók okkur svona lang- an tíma að komast hingað, skal ég segja yður það, hélt hann áfram. — Um tíma hélt ég, að unga stúlkan væri að deyja. — Deyja? En þér sögðuð samt, að hún væri ekki hættulega veik. Hvað gengur að henni? — Ég veit það ekki. En, bætti hann við, þegar hann sá að Darwent riðaði og hallaði sér upp að veggnum, — ég held — án þess að geta fullyrt nokkuð — að ég hafi fundið lyf, sem hjálpar, og ég vona að mér takist að bjarga henni. -— Hvernig? — Herra minn, ég álít mig reyndan og duglegan mann í mínu fagi, og samt sem áður fálma ég nú i myrkri. Samstarfsmenn mínir myndu hlæja að mér, og röksemdafærslur minar eru ef til vill ekki annað en kerlingabækur. — Ég gerðist svo djarfur, að senda til Clarendon hótelsins eftir . . . jæja, dálitlu, sem venjulega er ekki talið læknislyf. En sjúklingnum líður strax betur. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna Almennar Tryggingar Gleðilegt nýár! Þökk fyrir liðna árið. Rafvélaverkstæði Halldórs Ólafssonar. Þökkum viðskiptin á liðnu ári Óskum ykkur gleði og farsœldar á nýja árinu. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Gleðilegt nýár! Þökkum það liðna. Á. Einarsson & Funk. Nora Magasin. Öskum öllum viðskiptavinum vorum Gleðilegs nýárs Lárus G. Lúðvíksson. Skóverzlun Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI Nafn ........................................ Heimilisfang ................................ Til Heimilisblaðsins VEKUNNAK H.F., Réykjavík. Óskum öllum viðskiptamönnum vorum Gleðilegs nýárs og þökkum fyrir það liðna. Verzlunin Edinborg. Veiðarfæragerð fslands. Heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar h.f. 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.