Vikan


Vikan - 21.04.1955, Blaðsíða 5

Vikan - 21.04.1955, Blaðsíða 5
Aftaka klukkart átta eftir DUDLEY HOYS — Þú hefur reynzt mér trygg, Eva. Þú ein og Blondi. Hershöfðingjar mínir hafa brugðizt mér. Allt hefur brugðizt nema flotinn. Flotinn, þú og Blondi. — Á morgun kvænist ég þér. Það er ekki hægt að halda áfram að fresta því. Kafbáturinn bíð- ur nú þegar í Stettin. Og við siglum frá Stettin á morgun. Það verður hættulegra með hverri .stundinni sem líður að vera kyrr, því Rússarnir nálgast án afláts. Hún gat ekki trúað þvi, að loksins væri þetta langþráða hjónaband í seilingsfæri. Hún kyssti hann, en jafnvel meðan hún var að því, fór hún að hugsa um Konrad. Einhvern veginn hafði henni alltaf fundist hún eiga eftir að fara í burtu með Konrad og gleyma þessu öllu, en það átti þá ekki fyrir henni að liggja. — Ég vildi að Konrad væri hérna. — Hann er hér í Berlín. Hann ætti að koma í heimsókn til okkar. — Er nokkur maður enn á lífi í Berlín? spurði hún vonleysislega, því eftir allan þennan hávaða og allar eyðileggingarnar fannst henni það ekki geta verið. — Sumir lifa það af. Og margir sleppa í burtu. Það kom ofstækisglampi í augun á honum. -— Við munum sleppa! Láttu þér ekki detta það í hug, að við eigum eftir að deyja. Við munum lifa! -— Já, Adolf, já, ég veit það. Við Amazon væru krókodílarnir, sem líktust ljótum og hrjúfum trjástofnum, nú í sólbaði á grynningunum við sendinn árbakka, með græn- um trjám, þar sem alla vegá litir páfagaukar sætu. Hvað vildi hún ekki gefa fyrir sólskin núna ? Og fyrir allar þær dásemdir, sem hún hafði þekkt sem barn! Hvað skyldi mamma hennar vera að gera núna? Síðast hafði hún frétt að þau væru öll heil á húfi, en hvernig leið þeim núna? Hvað hafði orðið um þau? Hún dró Hitler til sín, og faðmaði hann. Það var af honum óþefur, eins og af dýri. Eftir að óvinirnir nálguðust borgina, hafði næstum allri þjónustu verið hætt og vatnið var skammtað. Það var ekki hægt að nota það til að þvo sér úr því, þegar fólk varð að drekka það, til að halda í sér lífinu. — Við skulum gifta okkur fyrst og flýja svo, sagði hann. — En við munum koma aftur, til að byggja upp fjórða ríkið, til að ryðja því braut til frægðar og næst munum við vinna. — Það verður sólskin við Amazon, sagði hún. — Þar verður hreint loft, blóm og tré. Hún heyrði að málrómur hennar var orðin þýður við tilhugsunina um að sleppa loksins frá rústum Berlínar. Nú var tækifæri til að vakna til nýs lífs og gleyma verstu martröðinni, sem yfir ver- öldina hafði dunið. Eva svaf góða stund um nóttina og var undr- andi yfir að geta ennþá sofið, án þess að taka inn svefntöflur. Enn átti hún nokkrar eftir. Nú var Morell læknir horfinn. Litli maðurinn hafði gefizt upp í einu af verstu flogaköstum Hitlers, sem hafði öskrað, þangað til gamli maðurinn fékk slag og hneig niður. Hann hafði verið fluttur á hressingarhæli uppi í sveit, en sömu nóttina höfðu Bretar sprengt húsið í loft upp. Hún gat varla hugsað um þessi hryggilegu enda- lok litla mannsins, sem leit út eins og fugl og hafði alltaf verið góður við hana. Hún fór snemmá á fætur morguninn eftir. Rétt fyrir sólarupprás hafði verið gerð hræðileg loft- árás. Áður en Eva fór á fætur, valdi hún fjólu- rauðan kjól fyrir brúðarkjól. Hann var eins á litinn og kameliurnar í Berchtesgaden á vorin. Hún gaf sér góðan tíma til að klæða sig. Þetta var að visu ekkert likt brúðkaupinu, sem hún hafði undirbúið með þvi að rækta myrtlu í potti í gluggakistunni heima. Hún mundi aldrei bera neinn blómsveig. Hún gæti heldur ekki valið sér hinn hvíta kjól hreinleikans því sá tími var lið- inn. Það yrðu engir borðar, engin skreyting, og engin hátíð, ekkert annað en kyrrlátur hádegis- verður, meðan banvænar fallbyssukúlur skyllu á borgarhliðunum, óhugnanlega nærri. Og drunurn- ar yrðu ennþá óhugnalegri en þrumurnar í óveðr- inu, þegar hún mætti Konrad. Framhald í nœsta blaði. KLUKKAN sex daginn sem hann átti að deyja, fékk Mil- beck Grice, annan vörðinn, til að raka sig. — Ég vil helzt vera snyrtilegur, sagði hann og brosti við. Hinn vörðurinn, Robson, horfði á. Því næst fylgdu þeir honum fram á salernið, þar sem hann þvoði sér og fór í aðra skyrtu, gráu snotru fötin sín og svarta skó. Fang- inn var hvítur fyrir hærum og mildur á svip og líktist mest fullorðnum presti, sem hefur gleymt að setja á sig harða flibbann. Nú var barið á rammbyggðu hurðina. Rob- son opnaði með lykli og tók við bakka með tei, brauði og eggjum. Hann lét hann fyrir framan Milbeck, sem sagði: — Ég skil ekki af hverju þið fáið ekki morgunverð um leið. Ég kann ekki við að borða einn. Gjörið þið svo vel og fáið ykkur te. Ykkur veitir ekki af þvi. Félagsskapur ykkar hefur verið mjög ánægjulegur og ég er þakklátur fyrir það, sem þið hafið gert fyrir mig. Þakka ykkúr fyrir. — Ekkert að þakka, stamaði Robson. Grice svaraði ekki. Hann vissi ekki nema röddin mundi bregðast honum. Hann óskaði þess, að hann gæti munað að þessi maður var ekkert annað en illmenni. En þes^a daga, sem hann hafði verið lokaður inni hjá hon- um, hafði hann komizt að því, að maðurinn var rólyndur, þægilegur í viðmóti og tillits- samur. Það var ekki hægt að komast hjá því að geðjast að honum. Aftur var barið að dyrum. 1 þetta sinn hleypti Robson inn lágvöxnum, ljóshærðum manni í hempu og rykkilíni og með litla tösku. — Hg heiti Henley. Fangelsispresturinn er með inflúensu og ég kem í hans stað, sagði hann. Verðirnir tveir drógu sig i hlé út í fjærsta hornið á klefanum. Henley var taugaóstyrkur og vætti varirnar með tungunni. Þetta var allt svo gjörólíkt því, sem hann hafði búizt við. Skelfingu eða vonleysislega uppgjöf hefði hann skilið, en ekki þessa rólegu næstum sef- andi velvild. Enginn maður gat verið svona gjörsamlega áhyggjulaus og rólegur á slíku augnabliki, nema hann væri geðbilaður, en þá hefði hann heldur ekki verið dæmdur til dauða. — Viljið þér hina siðustu þjónustu? — Já, þakka yður fyrir. Henley gerði sitt bezta til að hafa hugann við það sem hann var að gera. En hann gat ekki hrundið um- hugsuninni um glæp Milbecks úr huga sér. Þessi bóksali í litlu þorpi hafði farið til Chesbridge og skilið afgreiðslumanninn einan eftir í búðinni. Klukkan hálf fjögur hafði hann sést á tali við litla telpu, Veru Smith, sem var að koma úr skólanum. Hann hafði sést kaupa handa henni ís og ganga með' henni yfir torgið og niður mjóa götu. Lengra nið- urfrá, nálægt heimili hennar, var gamall sprengjugigur. Fimm mínútur fyrir fjögur höfðu nokkur börn, sem voru að leika sér þar, fundið Evu, kyrkta með vasaklút, sem merkt- ur var Milbeck. Maður nokkur minntist þess, að hafa séð hann ganga yfir torgið klukkan rúmlega fjögur. Milbeck hélt því aftur á móti fram, að hann hefði skilið við telpuna fyrir utan St. Stefánskirkjuna, dvalið þar inni í um það bil 20 mínútur, og komið svo aftur út á torg- ið. Hann gat ekki sannað þetta. Vasaklútinn kvaðst hann hafa lánað Veru, af því hún hafði sullað ísnum út um andlitið á sér, og gleymt að taka hann af henni aftur. Henley lauk athöfninni og þrýsti svo ósjálf- rátt hönd fangans, um leið og hann sagði: — Þér eruð að minnsta kosti mjög hugraklt- ur. —- O-o, ég veit ekki, svaraði Milbeck rólega. — Væri ég sekur, hefði ég kannski tekið þvx öðruvísi. Eins og sakir standa finnst mér þetta engin smán. Ég kenni heldur ekki lög- unum um þetta. Þó ég hafi ekki drepið litlu stúlkuna, þá voru líkumar gegn mér mjög sterkar. Og hvað hræðsluna snertir, þá er henging fljótvirk, fljótvirkari en margir sjúk- dómar. Hann brosti við. — Sjáið þér til. ®g er rúmlega sextugur og ég er búinn að lifa hamingjusömu lífi. Ég trúi líka á líf eftir þetta líf. Ég læt hvorki eftir mig konu né börn til að syrgja mig. Nú brosti hann aft- ur. — Það er það góða við að vera pipar- sveinn. Hann beygði sig niður til að hnýta reimina á skónum sínum og horfði með ó- ánægjusvip á rispu á tánni á öðrum skónum. — Æ, hvaða vandræði! ílg rak tána í hi’júfan stein um daginn í St. Stefánskirkjunni. Það er falleg kirkja, faðir. — Já, ég hef verið prestur þar, svaraði presturinn þvingaðri röddu. — Er það satt! Það hlýtur að vera ánægju- legt að messa í svo fallegri kirkju. Milbeck leit aftur á skóinn sinn. — Já, það var þessi grófi steinn í miðjúm stiganum upp i turninn. — En þér getið ekki hafað farið þangað upp, sagði presturinn ávítandi. — Turninn hef- ur verið læstur í mörg ár. Það kom sprunga í hann og það er talið hættulegt að fara þang- að upp. Hurðin er því alltaf læst. — Ég fullvissa yður um, að ég fór upp í turninn. Þegar ég kom niður skellti ég hurð- inni og hún small í lás. Presturinn stundi: — Ef þér hefðuð farið upp í turninn, þá hefðuð þér auðvitað ekki haft tíma til að drepa Veru Smith í sprengju- gígnum fyrir klukkan fjögur. Mér þykir það leitt, en ég get ekki trúað þessu. Það mundi enginn gera. ■— Það er ekkert undarlegt, svaraði Mil- beck. — Verjandinn minn vildi heldur ekki láta það koma fram í réttai’höldunum, því sækjand- inn hefði þá getað sannað að ég væri að skrökva. Eini maðurinn, sem hefði getað sann- að sakleysi mitt, var gamli kirkjuvörðurinn. Eins og þér munið, sást hann koma reikandi Framhald á bls. U/. .VEIZTL? 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. I-Iver er maðurinn á myndinni? Hvað hét kona Loka í norrænu ásatrúnni? Nefnið tvo merkustu skemmtistaðina í Róm til forna? Er Windston Churchill, sá sem skrifaði bókina ,,The Crisis and the Ci’ossing,“ fi’ægur enskur stjórnmála- maður ? Hvar er Fljótagrunn? Eyðilagðist Pompeii i eldgosi fyrir eða eftir Krists bui’ð? Hvað er sameiginlegt með þessu þrennu: a) Quai d'Orsay b) Downing Street c) Wilhelmstrasse ? Hvað þýðir allegro moderado á músikmáli? Hvað er langt frá Reykjavík til Bessastaða? Gáta: Skrögg einn sá ég skurrandi er skrafar vítt um heima; át hann mat sinn urrandi, eins og kötmr breima. Sjá svör á bls. 14. s

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.