Vikan


Vikan - 21.04.1955, Blaðsíða 15

Vikan - 21.04.1955, Blaðsíða 15
— GÁLGABRÚÐURIN — Framhald af bls. 13. Hugur Caroline var fullur af endurminningum, sem nú virtust næst- um spaugilegar, en voru henni samt ósegjanlega kærar. Hún mundi, að hún hafði hrópað til Darwents, þegar Alvanley bar hana út úr stúkunni: — Ég elska þig! Ég elska þig! Ég elska þig! Margir kunningjar hennar hlustuðu undrandi á þessi ástríðufullu orð, sem hún hrópaði — hún, sem alltaf hafði verið svo köld og stolt. Hún lokaði augunum og brosti. Hún var glöð yfir að hafa látið til- finningar sínar svo greinilega í ljós. Það var aðeins einn eiturdropi i bikar gleðinnar — Dolly Spencer. Það var satt, að hún hafði ekki á nokkurn hátt verið mótfallin stúlk- unni áður, en nú var allt breytt. Dick var fljótfær en nærgætinn þó hann gæti verið óbilgjarn. Hann var kænn á sinn hátt, en samt svo átakanlega grunnhygginn. Hún mátti ekki láta fráleita, rómantízka riddaramennsku koma því inn hjá honum að hann skuldaði Dolly eitthvað. Siðferði stúlkunnar? Hvaða máli skipti siðferðið! Það var ekki það, sem máli skipti, heldur aðeins það, að Dolly Spencer hæfði Dick engan veginn — þau áttu í raun og veru ekkert sameiginlegt. Caroline ætlaði að koma í veg fyrir að Dolly fengi hann, eins og hún hafði svarið. Það skelfdi hana að komast að raun um, að hún hataði aðra manneskju -— og það voru ekki aðeins orðin tóm. — Ég fyrirlít hana, hvíslaði hún. Framhald l næsta blaði. KONA í ÖVINALANDI (Framh. af bls. 6). hefja aðgerðir algerlega upp á eigin spýtur, að berjast gegn Þjóð- verjunum alveg hjálparlaust. Og þannig var það. Vikum saman mátti heita að við kæmum ekki í hús. Við urðum að vera á stöðugu ferðalagi. Þjóðverjarnir höfðu náð nokkrum föngum í hinni óvæntu árás sinni — og þá var ekki að sökum að spyrja. Þeir höfðu pyndað þá og einhver eða einhverjir höfðu bugast og ljóstrað upp um nöfn okkar og felustaði. Við vorum því algerir útlagar. Margir féllu af okkur. Frönsk stúlka, sem lengi var búin að vera skæruliði og var mikill vinur minn, náðist lifandi. Við undirbjugg- um árás á fangelsið, sem henni var haldið í, en urðum of sein. Nokkrum klukkustundum áður en áhlaupið skyldi reynt var hún send til Þýzkalands. Einn af njósnurum okkar sá þá koma með hana á járnbrautastöðina. Hún var berfætt og með hendurnar bundn- ar fyrir aftan bak. Fæturnir voru bólgnir af barsmíð. ■ Hún hvarf í Þýzkalandi. Svona liðu dagarnir í stöðugum hernaði. Svo barst sú .gleðifrétt, að skriðdrekasveitir Pattons hins ameríska nálguðust óðfluga. Við send- um menn á fund hans og spurðum, hvernig við gætum bezt að- stoðað hann. Hann tilgreyndi flugvöll, þar sem þýzkar orustuflug- vélar höfðu aðsetur. Flugvélarnar gerðu daglega mikinn usla í skrið- drekasveitunum. „Setjist um flugvöllinn og reynið að granda þessum flugvélum," var okkur sagt. Einum degi síðar gerðum við mikla árás á völlinn. Okkur tókst að halda honum lokuðum allan daginn og allt þar til skriðdrekar Bandaríkjamanna óku drynjandi inn á hann. Ég taldi mig, úr því sem komið var, geta orðið að mestu liði með því að slást í fylgd með framvarðasveitum bandamanna. Ég var sett til þess að yfirheyra líandtekna óvinahermenn. I stað tötranna, sem ég stóð í, klæddist ég amerískum hermannabúningi. Nokkrum dögum seinna var ég beðin að yfirheyra þýzkan liðsfor- ingja, sem engum hafði ennþá tekist að toga orð upp úr. Mér fannst ég kannast við nafn hans og þegar hann kom inn, þekkti ég hann strax. Ég hafði oft hitt hann á kaffihúsunum, sem ég heimsótti, þegar ég lék hlutverk frönsku heimasætunnar. Hann gekk keikréttur inn, smellti saman hælunum og bar hendina upp að húfunni, án þess að horfa á mig. Hann leit ekki framan í mig fyrr en hann settist. Ég hélt að augun ætluðu út úr höfðinu á honum! Hann náfölnaði. „Þú hérna!“ stundi hann loks hásum rómi. „Þú!“ Ég kinlcaði kolli. Hann lygndi aftur augunum andartak. Svo dæsti hann þreytulega og yppti öxlum. Þegar hann horfði næst framan í mig, var hann bros- andi. Það var eins og hann vildi segja: Það getur allur þremillinn gerst í striði, og hvað get ég verið að erfa það, þótt þú hafir leikið á mig. „Hvað viltu fá að vita?“ sagði hann, og svo eftir nokkra þögn: „Er ég ekki fyrir löngu búinn að segja þér allt, sem þú þarft að vita?“ „Mig langar til að fylla svolítið í eyðurnar," sagði ég kæruleysis- lega. En ég gat ekki heldur varist brosi. Þetta var óneitanlega mjög kátbroslegt. Fyrir nokkrum mánuðum hafði ég setið á kaffihúsi með þessum manni og leikið heldur treggáfaða stúlku á hermannaveið- um. Nú sat ég andspænis honum sem einskonar rannsóknardómari í bækistöðvum amerískrar herdeildar — og hann var fangi. En svona er stríðið. ENDIR. EF ÞÚ HEFÐIR SKRÖKVAÐ... Framhald af bls. 3. urinn var að reyna að rísa á fætur. Hann keyrði hnefann af alefli framan í hann. Maðurinn stundi og lognaðist út af með opinn munn. Það lá svört skjalataska á bílgólfinu. Clayt gaf sér tíma til að opna hana og fullvissa sig 'um, að peningarnir væru í henni. Byssan lá líka á gólfinu. Clayt tók hana, þreifaði á vös- um ökumannsins og hirti hans byssu líka. Svo batt hann menn- ina með beltunum þeirra. — o — Clayt skildi byssurnar eftir undir brúnni, sem þeir höfðu ekið yfir. Þegar hann kom til baka til benzínstöðvarinnar, stakk hann peningunum aftur inn í skápinn. Svo hringdi hann á lögregluna og sagði henni alla söguna. Hann vísaði á byssurn- ar undir brúnni og sagðist helzt vilja fá að gefa skýrslu seinna. Svo væri mál með vexti, sagði hann, að hann ætti stefnumót, sem hann vildi með engu móti missa af. Lögregluþjónninn í símanum hló vingjarnlega; hann vissi, hvað Clayt átti við. Nú, og stefnumót átti hann vissulega. Og jafnvel þótt hann væri orðinn heilum klukkutíma of seinn, var hann staðráðinn að mæta. Hann lagði af stað heim til Molly og gekk hratt. Höfuðverk- urinn var farinn, honum leið ágætlega. Hann brosti, þegar hann hugsaði sér andlitið á Molly, þegar hann segði henni söguna. I þetta skipti hafði hann engar málamynda-afsak- anir fram að færa. Molly opnaði sjálf dyrnar. Clayt sá kuldann í augum henn- ar. Og allt í einu rann það upp fyrir honum, að afsökunin, sem hann hafði á reiðum höndum í kvöld, var ekki aðalatriðið. Nei, það voru allar hinar afsakanirn- ar, sem hann hafði fært henni, þegar hann kom of séint, sem mestu máli skiptu. Á þessu augnabliki stóðu þær á milli hans og hennar eins og veggur. Það var þeim að kenria, þessum gerfi-afsökunum, ef hann missti nana. Það sem gerst hafði í kvöld, skipti litlu máli. Einhver annar yrði að segja henni þá sögu. „Fyrirgefðu, Molly,“ sagði hann blíðlega. „Ég hef víst enga afsökun. Ég var bara úti að ganga.“ Furðan skein úr augum henn- ar. Svo greip hún handleggjun- um um háls honum. „Æ, ástin mín . . .“ Það var gráthljómur í rödd hennar. „Ef þú hefðir skrökvað að mér í kvöld, hefði ég aldrei viljað sjá þig framar.“ Húsmæður! Gerið gólfteppin og bólstruðu húsgögnin sem ný með U.S.A. - 53 Það gerhreinsar þau á nokkrum mínútum, eyðir hvaða blett- um sem er, og lyftir bældu flosi. Er auk þess ágætur mölvari. — Eftirgreindar verzlanir i Reykjavík og Hafnarfirði hafa U. S. A. — 53 á boðstólum: Hjörtur Hjartarson, Bræðr. 1 Pétur Kristjánsson, Ásvg. 19 Verzl. Baldur, Framnesv. 29 Lögberg, Holtsgötu 1 Sveinsbúð, Fálkagötu 2 Kristján Guðmundsson, Vesturg. 35A Theódór Siemsen, Tryggvag. Regnboginn, Laugaveg 62 Ásbyrgi, Laugaveg 139 Verzl. Varmá, Hverfisg. 84 Krónan, Mávahlíð 25 Sunnubúðin, Mávahlíð 26 Sveinsbúð, Borgargerði 12 Verzl. Jón I>órðarsonar, Bankastræti EINKAUMBOÐ: Málarinn, Bankastræti Verzi. Visir, Laugavegi 1 PensUlinn, Laugavegi 2 Verzl. Þingliolt, Gnmdarstíg 2 Ávaxtabiiðin, Óðinsgötu 5 Verzl. Víðir, Fjölnisveg 2 BaJdvinsbúð, Bergsfcstr. 54 Þorsteinn Pálsson, Skjólbraut Hólsbúð, Rvíkurveg, Hafnarf. Stebbabúð, Linnetsstig, Hafnarfirði Gíslabúð, Suðurgötu 35, Hafnarfirði Allar KRON-biiðir í Reykjavík og Kópavogi. Erl. Blandon & Co., h.f. Bankastræti 10. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.