Vikan


Vikan - 21.04.1955, Blaðsíða 13

Vikan - 21.04.1955, Blaðsíða 13
— En í guðs bænum —r hvers vegna? — Ökumaðurinn ætlar að drepa mig — og ég ætla að drepa hann. Nú er hann á leiðinni upp í stúku númer fjörutíu og fimm! Skiljið þér það ekki ? — Jú, með nýjan hóp aðstoðarmanna. Hann hefur verið búinn að borga öllum þessum ágætu íþróttamönnum fyrirfram. — Já, og hvað um það? — Þér hafið haft við íjöldanum einu sinni, sagði Alvanley lágt. — Þér getið ekki endurtekið sömu aðferðina. 1 þetta sinn munu þeir loka yður inni í einhverju horni, svo að þér getið ekki notað rýtinginn -— og þá er öllu lokið. — Viljið þér samt sem áður hjálpa mér upp? — Nei, ég held að hann vilji það alls ekki, sagði ókunn rödd fyrir aftan þá. Langir, sterkir fingur gripu um vinstri handlegg Darwents. Höfuð Neds Firebrace skagaði upp yfir mannfjöldann. Hann glotti. Á sinn hátt Var Ned Firebrace jafn ósigrandi og Jack Buckstone. — Ég býst við að þér séuð Darwent lávarður, sagði Firebrace. — Og ef svo er, sleppið þér ekki fyrr en við höfum talazt við. Darwent, sem hafði enga hugmynd um hver maðurinn var, virti hann fyrir sér háðslega. — Framkoma yðar er nokkuð frekjuleg, herra minn, sagði Darwent rólega og henti innihaldi dósarinnar beint framan í Firebrace. 1 sömu andrá greip einhver miðaldra maður, sem varla vissi hvers vegna eða við hvern hann vaV að slást, urn háls Firebrace. Með þeim hófust ryskingar og fyrr en varði voru þeir horfnir í mannfjöldann. — Ætlið þér að lijálpa mér upp? - Jæja, andvarpaði Alvanley, sem fannst hann vera búinn að sjá nóg þetta kvöld. — Komið þá! Erfiðast var að komast upp á axlir Alvanleys án þess að missa jafnvægið, því að nú gerðu áhorfendurnir sem eftir voru fyrir alvöru tilraun til að komast út. Darwent tókst það þó eftir nokkrar tilraunir. Han gat náð í brún- ina á svölunum fyrir ofan sig og klifraði síðan upp. 18. KAFLI. Caroline í þiljaða herberginu. Caroline barst áfram með mannfjöldanum, hálflömuð af hræðslu vegna örlaga Darwents. Fjöldinn dreifðist þegar út á Crabournestræti kom. Hestarnir runnu til í forinni á götunni, blysin blöktu og spilað var á lírukassa án afláts. — Hvar er hann? hélt hún áfram að spyrja ókunnugt fólk, en eng- inn virti hana svars. Það brakaði og brast í einum glugganum fyrir ofan og dökk vera steyptist niður. Blysberarnir hópuðust saman og ýttu mannfjöldanum til hiiðar. Það var sem hjarta Caroline hætti að slá. — Þetta var bara einn af boxurunum, rekinn i gegn! hrópaði einhver. Caroline var utan við sig af hræðslu. Fólkið úti á götunni hrópaði húrra, þegar sveit hermanna ruddist inn í óperuna, til að stöðva óeirð- .irnar, með aðstoð manna úr Bow Street í rauðum vestum og yfirfrökk- um með gríðarstórum vösum. Hver mínútan leið af annarri, vagnar óku fram og nöfn eigenda þeirra voru kölluð iipp. Caroline fékk ekkert svar fyrr en hún gat náð í sótara- lærling, stungið pening í lófa hans og spurt hann. — Ólætin þarna uppi, ungfrú? Allt um garð gengið! — Um garð gengið? - Þér getið bölvað yður upp á það, að Dai-went sá um það, sagði drengurinn stoltur, eins og hann hefði sjálfur afrekað það. — Hann og góði, gamli Will Alvanley. Þeir ráku þorparana á flótta eins og brennda ketti! En, Darwent lávarður — hefur þá ekkert kornið fyrir hann? — Hann? Nei, góða mín •— farið bara heím og verið alveg rólegar. Há og hvell rödd heyrðist kalla: — Vagn Darwents markgreifa! Þegar Caroline hafði verið hjálpað upp í vagninn, hallaði hún sér aftur á bak í sætinu, úrvinda af þreytu. Það hvein í svipu Patricks og vagninn rann burt frá óperunni. Nú var allt um garð gengið. Darwent var úr allri hættu. Til allrar hamingju fyrir Caroline hafði hún ekki heyrt, eð enn voru óeiðrirnar i fullum gangi og að nokkrum mínútum áður en hún ók af stað kom slys fyrir. Framhald á bls. 15. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI Nafn ................................ ..=::.....::::: VIKllNNAK H.F., Keykjavík. fiMtr' býÖW1 Til þess að vernda húð yðar ættuð bér oð verja nokkrum minútum ó nveriu kvöldi til að snyrta andlit yixrc.' hendur meó Niveo-kremi. 3Ó hressir, styrkir og sléttir ondlitshúðina og hendurnor erða mjúkar og fallegar. Niveo-krem hefir inni að halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. Þes vegna gengur það djúpt inn i húðina, og hefir óhrif lanqt inn fyrir yfrborð hörundsins. Þess vegna er Nivea- krem svo gott fyrir húðina. KC \Tt Bif reiðar Höfum ávallt til sölu flestar teg- undir bifreiða. — Tökum einnig bifreiðir í umboðssölu. Gjörið svo vel að líta til okkar, ef þér þurfið að kaupa eða selja bif- reið. BÍLASALAN Klapparstíg 37 SÍMI 82032. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.