Vikan


Vikan - 22.09.1955, Page 7

Vikan - 22.09.1955, Page 7
hverjum úr áhorfendasalnum að faka þátt í spurningaþætti og er sérstaklega laginn á að vera ókurteis við gestinn. Þó að vesa- lings manninum þyki súrt í broti að sæta slíkri framkomu, getur hann huggað sig við að fá meir en 45.000 króna vinn- ing fyrir að svara einföldum spumingum. Rísandi stjörnur innan sjón- varpsins eru skopleikarinn George Gobel og náungi nokk- ur að nafni Arthur Godfrey. Þeir nota báðir það snjalla bragð að gera grín að auglýs- endunum, sem kosta þá, og vör- unum, sem þeir auglýsa. í fyrst- unni voru auglýsendurnir lítið hrifnir af þessu bragði og sum- ir riftuðu samningi við þá; aðr- ir voru slungnari og hækkuðu laun þeirra, því það kom í ljós, að því meir sem hæðst var að vörunum, því meir seldist af þeim. Godfrey uppgötvaði þetta, þegar honum var fengin auglýsing að lesa í Washing- ton-útvarpinu morgun einn ár- ið 1933. Af misgáningi hafði einn auglýsandinn, verzlunar- eigandi, látið flækjast með aug- lýsingunni nákvæma lýsingu á svörtum kvenundirfatnaði, sem ekki var beint vel fallin til að vera lesin upp í útvarpinu. Því meir sem Godfrey las, því rauð- ari varð hann í andliti; hann botnaði svo auglýsinguna með því að segja: „Skelfing hef ég roðnað“. Hann brjóst við að hann yrði rekinn, en í staðinn fékk hann launauppbót; kven- fólkið hafði keypt upp allar birgðirnar af svörtu kvenundir- fötunum um kl. 11 sama morg- un. Nýjasta stjarnan í heimi sjónvarpsins er náungi, sem kallar sig Liberace. Hann er þrjátíu og fjögurra ára gam- all piparsveinn og fyrir tveim- ur árum var hann óþekktur píanóleikari, sem lék á veit- ingastöðum og næturklúbbum. Foreldrar hans, sem voru pólsk- ítalskir innflytjendur, ætluðust til að hann gerðist félagi frænda síns eins í fyrirtæki, sem annaðist. um jarðarfarir. Liberace fannst þó að honum hefði dottið miklu snjallari hugmynd í hug; hann eyddi um 315.000 kr. í glæsileg, áber- andi föt: hvít kjólföt með svörtum uppslögum úr flaueli framan á ermunum, smóking- jakka úr gullofnu klæði, rauð- doppótta skyrtu og grænar buxur úr rifluðu flaueli. Kven- fólkið er afar hrifið af þessu og hrópar upp yfir sig, þegar hann kemur fram á sviðið, bað- aður í ljósinu, sem beint er að honum frá fimm ljóskösturum. Á píanóið leikur hann bæði létt dægurlög og klassisk lög, stytt- ir stundum sinfóníur niður í sex-mínútna leik. Hann hefur um níu milljónir króna í tekj- ur á ári. Liberace er ef til vill ein- stæðasta dæmi þess, hve lítið þarf til að verða fræg sjón- varpsstjarna í Bandaríkjunum. Arthur Webb. GULL? NEI, ÞEIB EBU EKKI AQ LEITA AÐ GULLI. ÞEIB EEU AÐ LEITA AÐ ÞVl SEM VEBÐMÆTARA ER: U R A N1 U M ! j^A UGARDAGSK VÖLD er kvöldið, sem allir hlakka til í Úraníum City. Þá koma hinir veður- bitnu, harðgerðu námu- menn til borgarinnar til að eyða peningunum sín- um og skiptast á fréttum um, hvar síðasta stór- náman hafi fundist, hverj- ir hafi auðgazt og hverj- lr tapað aleigunni. Þeir ganga fram og aftur eftir einu götunni í bænum, sem er reyndar ómerkilegur troðningur, hreinsa kverkarnar í einu vínstofunni, sem þar er að finna, eða fara í bað, en vatnið verða þeir að kaupa fyrir fimmtán krónur tunnuna. Allsstaðar er umræðuefnið hið sama: úraníum, markaðsverð- ið á því og hvort eftirspurnin muni nokkuð fara að minnka. Úraníum er ómetanlegt nú á dögum. Aðalnámurnar eru í Tékkóslóvakíu, (en þaðan leyf- ist hinum vestræna heimi vit- anlega ekki að kaupa birgðir), í Kongó, Kólóradó og Kanada. Þar sem úraníum finnst í rík- ustum mæli, er í Úraníum City og á landssvæðinu kringum Norð-austur-Saskatchewan og Athabaska-vatn. Sumir klettarnir hafa upp undir fimmtíu prósent úraníum- oxíds, og ekkert virðist benda til þess, að úraníummagnið sé að þverra. Ef svo fer, munu námumennirnir flytjast til næsta námahéraðs, og Úraníum City verður aðeins svipur hjá sjón. En engar óþarfa áhyggjur um þetta angra mennina í Úraníum City á laugardags- kvöldum; þá eru þeir ákveðnir í að skemmta sér, og viskýið flýtur í stríðum straumum. Auðvitað er líka spilað fjár- hættuspil og mikið lagt undir. Maður getur fengið sér leigu- bíl og ekið sér til skemmtun- ar eftir Aðalstræti. Leigubíi- arnir eru tuttugu og fimm að tölu og voru fluttir upp eftir Athabaska-ánni með skipi eða komu fljúgandi í flugvélum. Karlmennirnir eru fimm eða sex sinnum fleiri en kvenfólk- ið, og hver einasti kona er gift einhverjum námumannanna, svo að það er lítið um dans eða fjör í danssalnum. Það eru oft slagsmál, en Jim Lang, lögreglustjórinn, gerir lít- ið af því að taka menn fasta. „Strákarnir gera sjaldan neitt alvarlegt af sér,“ segir hann. „Þetta eru hörkupiltar, en þeir bera virðingu fyrir lögunum." Ben Maguire, sem er einskon- ar borgarstjóri í Úranium City, og kallar sig ,,Urian,“ hefur margt að segja manni, þegar maður heimsækir hann í búðina hans, en það gera flestir, þegar er þeir koma til bæjarins í fyrsta sinn. Það er Ben, sem selur allan útbúnað fyrir námu- mennina, til dæmis leitunartæki, sem segja til um, hvort steinlög séu geislavirk eða ekki. Hjá honum er líka hægt að fá keypta alls konar hluti aðra; sængur- fatnað, tjöld og nagla, ef maður vill festa upp auglýsingu um, að námusvæði sé til sölu. Mönnum eru veitt ókeypis ráð um það, hvernig bezt sé að bera sig að við að leita að úraníum. Að því er virðist, er hverjum sem er veitt tíu náma- svæði fyrir hann sjálfan og tólf önnur, sem sagt ,er, að hann hafi umboð fyrir. Fyrir þessi námasvæði verður hann að borga í allt rúmar 2250 krónur í reiðufé. Stjórnin heimtar af hverjum námumanni, að hann afkasti vinnu fyrir að minnsta kosti sem svarar um 1350 krónum fyrir hvert námasvæði. Ef hann gerir það ekki, missir hann rétt- inn á því svæði, og lendir það þá í höndum einhvers annars. Hjá Ben Maguire heyrir mað- ur sögur um menn, sem lánið hefur leikið við og úraníum hef- ur gert mjög auðuga. Hann mun segja þér söguna af Albert Zee- mel, unga jarðfræðingnum, sem uppgötvaði úraníumauðlegðina á þessum slóðum, en það varð til þess, að Úranium City varð til. Fréttirnar um þennan fund komu ævintýramönnum um heim allan til að leggja leið sína "þangað. Auk manna, sem stunda úr- aníumleit upp á eigin spýtur, eru stór fjárgróðafélög, með margra milljón króna höfuðstól. Þannig er því farið með Eldóra- dónámuna, sem er um átta kíló- metra frá borginni. Þar vinna námumenn af öllu hugsanlegu þjóðerni við að leita að „úraní- umsteininum“ langt niðin- í jörðinni; hann er svo fluttur upp í dagsljósið, mulinn og vandlega þveginn og hreinsaður. Síðan er flogið með hann til Idaho-ríkis í Bandaríkjunum, þar sem unnið er úr honum efn- ið, sem notað er til að fram- leiða atómsprengjur. Námu- mennirnir vinna fyrir mjög háu kaupi, allt upp í 2250 krónur á viku. Það er nóg af fastri vinnu fyrir alla. Samt fer það svo, að um það bil fimm af tíu monn- um með fasta vinnu ákveða fyrr eða seinna að segja upp vinn- unni og byrja að leita að úraní- um upp á eigin spýtur. Þeir hafa þá hlustað á of mikið af sögum á barnum á laugardags- kvöldum um það, hvernig menn hafa fundið auðugar úraníum- námur og orðið ríkir á svip- stundu. „Eftir eina eða tvær vikur gefast þeir venjulega upp,“ seg- ir Ben Maguire. „Það er erfitt verk að leita að úraníum og ber oftast sorglega lítinn árangur. Aðeins einn af hundraði verður verulega auðugur á því.“ TERRY MORAN. NÁMSMEYJAR | | ÉR er mynd úr hjúkrunar- kvennaskóla í Wellington á Nýja Sjálandi. Þetta er fram- haldsskóli og sækja- hann hjúkr- unarkonur víðsvegar að úr ver- öldinni. Meðal nemenda eru um þessar mundir sex konur á námsstyrk frá Heilbrigðisstofn- un Sameinuðu þjóðanna. I»ær eru frá Síam, Indlandi, Fonnósu og ísrael.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.