Vikan


Vikan - 22.09.1955, Qupperneq 14

Vikan - 22.09.1955, Qupperneq 14
779. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 hljóð — 4 hár — 8 óþrif — 12 vopn — 13 sómasamlega — 14 flokkur — 15 skap- bráða — 16 slælega — 18 tréð — 20 gim- steinn — 21 dugnað — 23 lærdómur — 24 forða- búr —- 26 vísindagrein — 30 tímarit — 32 spil — 33 nokkuð — 34 á nautgrip — 36 klettótt land — 38 söng — 40 dans — 41 hrós — 42 umgjörð — 46 bær í Noregi — 49 hreyfast — 50 fangamark félags — 51 höfuðborg — 52 mannsnafn — 53 bjána- legur — 57 sonur — 58 nægilegt —- 59 bein — 62 þykkur vökvi — 64 störf — 66 fataefni — 68 frostskemmd — 69 fæða — 70 eyðsla — 71 far — 72 fengur — 73 óvættur — 74 gömul þyngdareining. Lóðrétt skýring: 1 persónufornafn — 2 likamshluti — 3 sver — 4 gras — 5 klossar — 6 skröltir — 7 gap — 9 dreytill — 10 sómi — 11 auli — 17 vesæl — 19 flakk — 20 stjórn — 22 fótur — 24 skriðdýrs- húð — 25 óhamingja — 27 tala — 28 selja upp — 29 hvílu — 30 tangi — 31 gefa frá sér hljóð — 34 tafl — 35 skipti -— 37 blás — 39 fugl, þf. —- 43 fag — 44 stórfljót — 45 nábúar -— 46 renningur — 47 níð — 48 frísk — 53 vesæl — 54 sveit — 55 á húsi -— 56 úrgangsefni — 57 farartæki — 60 fjarstæða — 61 árna — 63 á jakka — 64 rödd — 65 kreik — 67 farvegur. Lausn á krossgátu nr. 778. LÁRJfiTT: 1 lof — 3 almanna •— 9 gæf —■ 12 ef — 13 flón — 14 saft — 16 Sl — 17 snælda — 20 markar — 22 tía — 23 SAF ■— 25 rar ■— 26 SlS — 27 Skjal — 29 fok — 30 soð — 32 oki — 33 ris — 35 tök — 37 ag — 38 frummaður — 40 rr •— 41 rotna — 42 ösjór — 44 efir —■ 45 sess — 46 skraf — 49 bauti — 51 na — 53 ráðamanna — 54 sa. — 55 ing — 57 sir — 58 una — 59 bór — 60 dug — 62 raula — 64 ýra — 66 tal — 68b Óla - 69 ósa — 71 fólgin — 74 ólukka — 76 11 — 77 gráð — 79 ásar — 80 at — 81 amt ■— 82 aleinar — 83 Eli. LÓÐRETT: 1 lest — 2 ofn — 3 alda — 4 lóa — 5 mn — 6 NS - 7 nam — 8 afar —■ 10 æsa -- 11 firð — 13,flís — 15 traf — 18 ætið — 19 Kaj — 21 krot — 23 skima — 24 Faraó -— 26 Sog — 27 skundaðir — 28 liðsmanna — 30 lcör — 31 salerni — 32 ort — 34 SUJ — 36 krossar — 38 forkr — 39 rósta — 41 ris — 43 Rei — 47 rás — 48 Faraó — 49 Baula —■ 50 Una — 52 and — 54 sóa — 56 gutl — 59 brak — 61 gagg — 63 ull — 64 ýsur —- 65 efla — 68 lira — 69 ólar — 70 bati — 72 ólm — 73 nál — 74 ósa — 75 kal —- 78 ðe — 79 án. Hver dagur á sitt LEYNDARMÁL Framhald af bls. 5. niður, af ótta við að mæta Xavier eða Fínu. Henni var þungt í skapi yfir að þurfa að skilja við sig það, sem hún hafði nýlega eignast með svo mikilli gleði, en hún átti um ekkert að velja. Þessvegna ýtti hún töskunni undir rúmið, og vonaði að hún mundi finna hana seinna. Henni létti við að koma niður. Fína hafði ekki haft fyrir því að færa henni morgunmatinn. Olga gekk inn í borðstofuna. Xavier var þar ekki. Það logaði enginn eldur á arninum og á borðinu sáust engin merki um morgunverð. Hún sneri við fram í anddyrið og sá að stóra klukkan hafði stöðvast. I öllu húsinu ríkti hátíð- íeg þögn, sem gaf til kynna, að þar væri að- eins ein lifandi vera, Olga! Höfðu þau yfirgefið hana? Réttast væri að nota tækifærið og flýja, sagði hún við sjálfa sig. En forvitnin varð yfirsterk- ari. Hvar gátu Fína og Xavier verið? Hún beið í tíu mínútur, tuttugu mínútur. Það heyrðist ekki nokkurt hljóð, ekki nokkurt brak í fjöl. Ef til vill sváfu þau ennþá? Nei, það var óhugs- andi. Sólin var komin hátt á loft. Það var búið að lyfta slánni frá útihurðinni, svo að einhver hlaut að hafa farið út. Vafalaust Xavier. Hann ætlaði áreiðanlega að láta hana sitja og láta sér leiðast eins og í gærkvöldi. Og ef til vill svaf Fína ennþá, eftir að hafa orðið andvaka alla nóttina vegna rifrildisins við Xavier? Hún yrði að grípa tækifærið! Olga læddist aftur upp stigann og hlustaði eftir minnsta hljóði, en það var algjör þögn. Þegar hún kom upp á pallinn, varð henni litið á hurðina að herbergi Fínu og sá sér til undr- unar, að hún var opin. Hún stanzaði, og reyndi að berjast við for- vitni sína, sem freistaði hennar til að gægjast inn um dyrnar. Það var vissulega miklu skynsam- legra að flýta sér í burtu. En þrátt fyrir það steig hún ósjálfrátt yfir dyraþrepið. Herbergið var autt! Og þegar Olga leit inn í það, gaf hún frá sér undrunaróp. Hvítu ábreið- urnar voru aftur búnar að leggja herbergið undir sig. Allt var þakið hvitum lökum. Gripin skelfingu hljóp Olga inn í hvert herbergið á fæt- ur öðru. Þau voru öll auð og tóm! Þau höfðu þá skilið hana eina eftir í þessu óhugnanlega húsi. Ekkert gaf til kynna, að þau mundu koma aftur. Það lágu engin föt neins staðar, engir persónulegir smáhlutir og það var ekki vottur af glóð í einum einasta arni. Það leit helzt út fyrir að þarna hefði aldrei búið neinn annar en hún. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. 1 868 ár eða frá 930 til 1798. 2. Moldvarpan. 3. I Englandi og Frakklandi. 4. Rauðu og bláu. 5. Vegna þess að sjáöldur þess eða augasteinar eru of kúpt og brjóta geislana svo mikið, að myndin lendir fyrir framan nethimnuna, ef hún er of langt í burtu. 6. Poona, sennilega í höfuðið á samnefndri borg í Indlandi. 7. Já. 8. Já, rautt, blátt og hvítt. 9. 21 dag. 10. Tveir menn áttu hvor annars dóttur. Síðasta kallið Framhald af bls. 11. mörgum tonnum af vatni, sem því tókst með erfiðismunum að lyfta sér upp úr áður en næsta alda reið yfir. Halloran skipstjóri var allan tímann uppi í brúnni, þar sem hann gekk fram og aftur, eins og hann ætlaði í krafti síns eigin persónuleika að lægja vind og sjó. En það kom að engu gagni. í lok síð- ustu dagvaktarinnar, hafði báða björg- unarbátana stjórnborðsmegin tekið út, þrátt fyrir aukafestingarnar, sem við vor- um búnir að koma á þá, Það var því ekki um annað að ræða en að breyta stefnu og halda í áttina til Afríkustrandarinnar, og svo gegnum Guardafuissundið. Þann- ig fengum við veðrið meira á stefnið, og með því að minnka hraðann um 5 sjó- mílur, gátum við haldið áfram, án þess að verða fyrir meiri skakkaföllum. Ég fer svona nákvæmlega út í þetta, vegna þess að það lágu margar ástæður til þess, að við vorum staddir nákvæm- lega þarna, þegar þetta gerðist. Þar á meðal var sú ákvörðun Hallorans skip- stjóra, að bjóða monsúnvindinum birg- inn og fara fyrir norðan Socorta, sú stað- reynd, að okkur tókst það ekki og beygð- um af þeirri stefnu einmitt þarna og að við misstum bátana og urðum því að draga úr ferð, til að koma í veg fyrir meiri áföll. Allt eru þetta einfaldar skýr- ingar, en þetta varð samt sem áður til þess, að við vorum eina skipið á þessu svæði, þar sem við höfðum engan rétt til að vera, samkvæmt lögmálum veðurs og vátns. Ég var á vakt í loftskeytaklefanum annað kvöldið eftir að við höfðum breytt stefnu. Skipið valt illilega og stakkst á endum. hreyfðist eins og tappatogari og skalf, þegar það dróst með erfiðismun- um upp á öldu, til þess eins að hlunkast niður hinum megin og mjaka sér svo upp á þá næstu. Það var lítið um að vera í lofskeyta- tækinu. Það heyrðist dauft í útvarpinu í Aden og einu eða tveimur skipum, þeg- ar allt í einu glumdi við SOS kall. Ég sperrti eyrun, eins og þið getið ímyndað ykkur. Kallið var sent með miklum hraða, um 28—30 orð á mínútu, en samkvæmt regl- unum á að senda neyðarkall með 16 orða hraða, ef það er mögulegt, til að tryggja það að hægt sé að lesa úr því. Kallið kom frá flugvél og morsið var svo greinilegt, að ég var í engum vandræðum með að skrifa það niður, þó þrjátíu orð á mín- útu sé helmingi meiri hraði en við erum vanir að nota, eins og áður er sagt. Það var aðeins gefin upp stðarákvörð- un flugvélarinnar og sagt, að hún væri að hrapa. Það eru til táknstafir, QUG, fyrir það, svo að sendingin tók aðeins nokkrar sekúndur, og síðan varð aftur þögn. Ég tilkynnti Halloran skipstjóra þetta undir eins og byrjaði að kalla á flug- vélina, til að láta vita, að ég hefði heyrt kallið, og til að reyna að fá frekari upp- lýsingar. En það kom ekkert svar! Þá kallaði þriðji stýrimaður niður í gegnum talpípuna, að staðurinn sem gef- inn hafði verið, væri í aðeins tíu mílna fjarlægð frá okkur, og sagði mér að halda öllu mínu dóti í skorðum, því nú værum við að snúa við og setja á fulla ferð. Ég kallaði hvað eftir annað á flugvél- ina, til að láta vita, að við værum á leið- inni, en fékk aldrei neitt svar, svo ég 14

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.