Vikan


Vikan - 26.01.1956, Qupperneq 9

Vikan - 26.01.1956, Qupperneq 9
FYRIR skemmstu fór Breti einn til Brussel í Belgíu, þar sem hann tók saman við brezka stúlku. Þetta hefði ver- ið ákaflega rómantískt, ef svo hefði ekki viljað til, að í Bretlandi skildi elskhug- inn eftir eiginkonu og þrjú börn. Börnin voru 21 árs, 15 ára og 12 ára. Eiginmaðurinn var 42 ára gamall skóla- stjóri, stúlkan, sem hann tók saman við, var 23 ára kennslukona. Flótti skötuhjúanna komst í blöðin, og nokkru seinna skýrðu þau frá því, að eiginkonan væri búin að skrifa mannin- um sínum, biðja hann að koma heim og heita honum fyrirgefningu. En svarið, sem hún fékk, var vægast sagt stórfurðulegt: Skólastjórinn kvaðst reiðubúinn til að snúa heim aftur —- ef stúlkan mætti koma með honum og dvelj- ast á heimilinu ,,sem einn af fjölskyld- unni“! Ei’ginkonan vísaði þessu skilyrði að sjálfsögðu algerlega á bug. Hún sagði, að uppástungan væri frámunalega hlægileg. Hún var með öðrum orðum ekki reiðu- búin að ,,deila“ manninum sínum með annari konu. Og þar við situr. Annað mál er það, að reynslan hefur sýnt, að hjónabönd geta tekið á sig jafn- vel fáránlegri myndir en þá, sem hinn ástfangni skólastjóri hafði í huga. Þess eru dæmi, að menn hafi haft konu- skífti, ýmist til bráðabirgða eða fyrir fullt, og allt. Til málaferla kom fyrir nokkr- um árum út af einum slíkum skiptum. Þar höfðu tveir nágrannar komið sér sam- an um að skipta um konur einu sinni á mánuöi ,,til tilbreytingar." Þetta gerðu þeir í sjö mánuði alls, bjuggu einn mán- uðinn með hinni lögmætu eiginkonu sinni og þann næsta með hinni! Þessi lánastarfsemi, ef svo mætti orða það, gekk hnökralaust þar til svo illa tókst til, að eiginmaður B og kona eigin- manns A urðu ástfangin og vildu búa saman um alla framtíð. Hinsvegar vildi A fá Ironuna sína aftur og kona eigin- manns B vildi taka að. nýju við stjórn á heimili sínu. B kvaðst ekki vilja sjá hana, en hún sótti málið bví fastar. Hún hélt því fram, að hún hefði löglegan rétt til að flytjast inn á hið upprunalega heimili sitt — og þangað fluttist hún. Árangur: A varð ai- Viidi taka hjákonuna í fóstur! Sitthvað um fáránlegar hjónabandsflækjur gerlega konulaus, en B sat uppi með tvær konur! Það má geta nærri, að þetta var flókið og óþægilegt fvrirkomulag! B svaf hjá konu A, en hin löglega kona hans mátti láta sér lynda að sofa í gestaherberginu, snæða ein og matreiða handa sér sjálf. Svona hélt þetta áfram mánuðum sam- an, uns B fluttist burt úr íbúðinni og hafði konu A með sér. Þannig lauk þessu „ævintýri" hinna hugvitsömu eiginmanna og við þetta situr enn í dag. Til skýring- ar verður þó að láta þess getið, að sam- kvæmt hinum ströngu brezku hjúskapar- lögum getur hvorki eiginmaður B skilið við konuna sína né kona eiginmanns A skilið við manninn sinn. Hér er önnur furðuleg flækja, sem líka varð blöðunum drjúgur fréttamatur: Maður sem búinn var að lifa í hamingju- sömu hjónabandi í 15 ár, tjáði konunni sinni dag nokkurn, að hann mundi þá um kvöldið koma heim með konu — til dval- ar. Hann sagði eiginkonunni ennfremur, að hann og ,,nýja“ konan mundu sofa í hjónaherberginu, en hún yrði að flytja sjálfa sig og allan fatnað sinn í annað herbergi. Hann óskaði eftir því, að matur handa tveimur yrði framreiddur í borðstofunni ekki síðar en klukkan hálf átta. Hins- vegar gæti eiginkonan snætt kvöldverð í eldhúsinu ... Eiginmaðurinn kom með konuna og skipunum hans var hlýtt. Eiginmaðurinn, sem var kaupmaður, og konan, sem var einkaritari hans, snæddu saman morgun- verð daginn eftir — morgunverð, sem eiginkonan hafði matbúið. Að því ioknu héldu þau til skrifstofunnar. Á þessu gekk alllengi. Hvað sögulokuo viðvíkur er bezt að snúa sér að vitnisburði eiginkonunnar, þegar hún loks sótti um skilnað. Hún sagði, að það hefði verið „mjög niðurlægjandi" að þurfa að færa hjóna- leysunum morgunverð í rúmið á hverj- um morgni. Dómarinn spurði: „Hversvegna þolduð þér þessa niðrun svona lengi?“ og konan svaraði: „Ég er mjög trúuð, og í kirkj- unni hafði ég lofað að hlýðnast mann- inum mínum. Ég fór vegna þess, að þeg- ar konan kvartaði yfir eldamennsku minni, sagði maðurinn minn mér upp með viku fyrirvara.11 Þess eru dæmi, að brúðgumar hafa hlaupist brott „alveg glóðvolgir“, ef svo mætti orða það. Fyrir nokkrum árum gekk brezk stúlka að eiga ungan mann. Það var kirkju- brúðkaup. Að athöfninni lokinni héldu þau til veitingahússins, þar sem brúð- kaupsveizlan skyldi fara fram. Þar hvarf brúðguminn. Nokkrum mínútum síðar færði einn af þjónum veitingahússins stúlkunni bréf. Það var frá brúðgumanum. Hann bað hana að fyrirgefa sér, ef henni ,,sárnaði“, og sömuleiðis „allt umstangið.“ I bréfinu sagði ennfremur: „Ég lofaði Frainhald á bls. 19, Ný stjarna? Rafael, campos lieitir þessi piltur og er mexikanskur að iippruna, Hann gat sér góðan orðstýr í mynd, sem fjallar öðrum þræði um unglinga á glapstig- um. Nú hefur hann ver- ið valinn til þess að leika eitt af aðalhlutverkun- um i nýrri mynd, sem er í smíðum í Hoilyivood um þessar mundir. Hún nefnist „Ákæran", og er hinn vinsæli Gienn Ford meðal Ieikenda, Metro- Goldwyn-Mayer kostar myndatökima. 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.