Vikan


Vikan - 26.01.1956, Page 12

Vikan - 26.01.1956, Page 12
Gimsteinaránið mikla eftir MARGERY ALLINGHAM ETTA var áreiðanlega mesti óhappa- dagurinn í lífi MacFalIs. Hann gekk niður mjótt strætið, ánægður og hreyk- inn af sjálfum sér, eins og hans var vandi, og hugsaði um það hvað það kæmi sér vel fyrir hann að hafa þennan afburða hæfileika, og að ekki gæti liðið á löngu áður en hann yrði hækkaður í tign í Iög- regluliði rannsóknarlögreglunnar. Þessi hæfileiki hans var alveg einstæð- ur, enda hafði lögreglulæknirinn látið hann sýna sér hann hvað eftir annað, til að reyna að skilja hvernig hann færi að, en án árangurs. Sannleikurinn var sá, að hinn grannvaxni lögregluþjónn, MacFall, gat með einhverri kynlegri leikni, vogar- afli eða dularfullum kröftum lagt hvaða annan mann sem var ofur rólega á bak- ið á gólfið, jafnvel þó sá maður væri tvisv- ar sinnum þyngri en hann sjálfur. Þeg- ar hann sýndi samstarfsmönnum sínum hjá lögreglunni í London þetta bragð, voru þeir vanir að rísa gramir upp af gólfinu og segja: „Þetta er auðvitað júdó. Akaflega skemmtilegt bragð!“ og svo fóru þeir að tala um eitthvað annað. Þá þandi MacFall út brjóstkassann, glotti og hafði orð á því að hann drykki hvorki né reykti. Einu sinni eða tvisvar hafði því skotið upp í huga hans, hve undarlegt það væri að hann skyldi ekki vera vinsælli. En hann hafði engar áhyggjur af því vandamáli. Því skyldi hann hafa það? Er ekki hverj- um sem er sama hvort einhverjum geðj- ast að honum, ef hann getur lagt hann endilangan í gólfið og haldið honum þar? Yfirleitt komst MacFall ákaflega vel af án allra vinsælda þennan örlagaríka dag, þegar hann gekk niður þessa aðalverzl- unargötu í viðskiptahverfi London, sæll og ánægður. Þá var það að eigandi einnar af þess- um litlu en óhemju dýrseldu skartgripa- búðum, Mevagissy að nafni, kom út í búðardyrnar og gaf lögregluþjóninum merki um að koma. Mevagissy var roskinn maður, snyrti- legur, dálítið tilgerðarlegur í fasi og það voru áhyggjuhrukkur við munnvikin á honum. Hann kvaðst ekki hafa yfir neinu sérstöku að kvarta, en þetta væri samt sem áður skrýtið . . . Maðurinn væri ekki skráður í læknatalinu. En það kæmi Mevagissy og Co. auðvitað ekkert við, oða var það? Slíkt fyrirtæki gæti aldrei farið of varlega, eða hvað? Hvað hélt lög- reglumaðurinn um þetta? MacFall, sem samkvæmt beztu heimild- um hugsaði aldrei neitt, virtist alveg ringlaður, svo Mevagissy flýtti sér að út- skýra málið. Um morguninn hafði komið til hans viðskiptavinur og skilið eftir hjá honum scórt, gamaldags silfurplettskilti, með beiðni um að leiðrétt yrði villa í áletr- uninni. Skiltið var ekkert sérlega verð- rnætt og slík skilti var hægt að fá næst- um hvar sem var. Á það var grafið, að þetta væri gjöf til Dr. Phinias P. Roup, læknis frá þakklátum nemendum og hjúkr- unarkonum á St. Júdasar sjúkrahúsinu í Trinklad í tilcfni af brúðkaupi hans. Við- skiptavinurinn kvaðst vera þessi Roup læknir og sagðist vera nýbúinn að veita því athygli, að seinni upphafsstafurinn í nafni hans væri P. í stað B. á skiltinu. Nú bað liann Mevagissy um að laga þetta smáræði og kvaðst mundi sækja það um hádegisbilið eftir eina viku. Mevagissy tók þetta hiklaust að sér. Eins og hann sagði lögregluþjóninum, þá voru slíkar villur fyrir löngu hættar að koma honum á óvart. En þegar hann svo fór að pakka skiltinu inn, til að senda það til leturgrafarans síns, þá veitti hann því athygli, að áletrunin var ekki öll ná- kvæmlega á miðjunni. Það fannst honum undarlegt, því leturgrafarar eru ekki van- ir að láta slíkt koma fyrir. Hann rannsakaði slétta flötinn því mjög nákvæmlega og sá, að annar fag- maður hafði þegar skafið eitthvað annað af skiltinu. Og með einhverri aðferð, sem skartgripasalanum er bezt kunnugt um sjálfum, hafði hann að lokum fundið að það var ártal: 1888. Fyrir alltof löngu síðan, til að það gæti átt við viðskipta- vin hans eða jafnvel föður hans. Þetta undarlega fyrirbrigði lét hann ekki í friði allan morguninn og þar sem hann var smámunasamur maður, þá fór hann að lokum út í bókasafnið á næsta götuhorni og fékk lánað Læknatalið. En nafnið fannst þar ekki. Þegar hann kom aftur, var hann að vísu dálítið órólegur, en ekki beint áhyggju- fullur, því viðskiptavinurinn hafði aðeins trúað honum fyrir venjulegu skilti, eins og hann sagði við lögreglumanninn. Samt sem áður var þetta dálítið kynlegt, svo honum fannst hann verða að tilkynna ein- hverjum það. Hvað fannst lögreglumann- inum um það? Það var eins og hin smáu, djúpsettu augu MacFalls færðust svolítið saman og hann roðnaði af áreynslunni — Eftir viku ? sagði hann. — Hafið engar áhyggjur af þessu. Og minnist ekki á það við neinn. Ég skal vera viðstaddur sjálfur. Svo hélt hann áfram göngu sinni, og þegar hann kom á lögreglustöðina gaf hann ekki skýrslu um málið. Slíkt kæru- leysi virðist kannski smávægilegt í aug- um þeirra, sem ekki eru kunnugir störfum lögreglunnar í London, en þar gildir ein alveg ófrávíkjanleg regla: Hver sá lög- regluþjónn, sem fær nokkrar grunsam- legar upplýsingar frá almenningi, er skyldugur til að skrifa þær niður og af- henda yfirmanni sínum miðann. Auðvit- að vissi MacFall fullkomlega hvað hann var að gera, og þessi ,,gleymska“ hans var afleiðingin af miklum heilabrotum. MacFall mætti í skartgripabúðinni skömmu eftir að hún var opnuð hinn ákveðna dag. Ráðagerð hans var sú, að hann skyldi standa á bak við silfurmuna- borðið og látast vera nýr afgreiðslumað- ur, svo að hann gæti afgreitt læknirinn, þegar hann kæmi. Sér til mikillar gremju sá hann, að skartgripasalinn hafði nú lítinn áhuga fyrir málinu. Hann hafði um annað að hugsa. Milli þess sem hann gaf aðstoð- armönnum sínum alls konar skipanii', gaumgæfiltíga. sagði hann honum frá því að hann ætti von á ákaflega merkum viðskiptavini, full- trúa indverska prinsins, sem blöðin höfðu skrifað svo mikið um fyrr í vikunni, þeg- ar hann kom til borgarinnar. Kvöldið áð- ur hafði verið hringt til Mevagissys og honum sagt, að hann mætti eiga von á fulltrúa hans hátignar á mínútunni tíu um morguninn. Hann ætlaði að fá að líta á dýrmæta steina hjá honum. Frá silfurmunaborðinu gat MacFall séð í gegnum dyr inn í lítið herbergi, sem var útbúið þannig að það var líkast stórum peningaskáp. Þama sagði Mevagissy að væri geymt eitthvert fallegasta safn borg- arinnar af smærri gimsteinum. Á mínútunni tíu kom fulltrúinn og var vísað inn í innra herbergið til Mevagissys og tveggja aðstoðarmanna hans. MacFall sá ekki annað af honum en vefjahött og ákaflega dökkan háls. Allan morguninn var mikið um að vera í búðinni. Viðskipta- vinurinn var nákvæmur og hafði sýni- lega þekkingu á eðalsteinum, svo að eng- inn af hinum dýrmætari gimstéinum skartgripasalans voru látnir óskoðaðir. Yngsti sölumaðurinn losaði sig í flýti við alla aðra viðskiptavini, sem komu inn, og flýtti sér svo aftur inn í hitt herbergið, þar sem eftirvæntingin lá í loftinu og menn ræddust við í lágum hljóðum með stækk- unarglerin á lofti. Á mínútunni klukkan tólf stanzaði bíll fyrir utan og maður stökk út úr honum og kom inn í búðina. Þetta var hár og þrekinn maður. Framkoma hans var ákaf- lega kurteis, þegar hann gekk upp að búðarborðinu, kvaðst heita Dr. Roup og spurði um skiltið. MacFall var reiðu- búinn og hafði ekki augun af manninum, meðan hann tók fram skiltið, en sá síðar- nefndi hreyfði sig hvorki snögglega né gerði sig líldegan til að draga í laumi fram vopn. Hann tók við skiltinu með báðum höndum, athugaði það og spurði hve mikið hann skuldaði. Meðan lögreglu- þjónninn pakkaði skiltinu inn, tvísté hann eins og menn gera þegar þeir eru að flýta sér, en rétt um leið og MacFall fékk hon- um vonsvikinn pakkann, heyrðist skelf- ingaróp innan úr innra herberginu. — Læknir! Náið í lækni! Um leið og Mevagissy kom þjótandi út úr innra herberginu, alveg í uppnámi, sneri læknirinn sér við í dyrunum. — Hvað er að ? spurði hann án sýnilegs áhuga. ‘ — Ég veit það ekki! Hann froðufellir! Þetta er hræðilegt! Skartgripasalinn neri hendur sínar. Svo þekkti hann læknirinn og virtist vera búinn að gleyma því, að hann hafði tortryggt hann. — Ó það eruð þér læknir! Hamingjunni sé lof! Komið hérna inn. Fljótt! 12

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.