Vikan - 26.01.1956, Qupperneq 16
Það er enn tími til að fylgjast með nýju framhaldssögunni!
MAiiAVEIBAR
F O R S A G A : Trace Jordan var særður, hestur
hans örþreyttur. Á hælum hans var flokkur
manna, sem hafði set^ sér það markmið að
finna hann og drepa. Þó var þetta í raun-
Insii ekki hans sök. Hann hugsaði um það á
flóttanum. Og hann komst að þeirri niður-
stöðu, að þótt óvinir hans þættust vera að
hefna fyrir víg Bob gamla Suttons, þá hafði
hann, Jordan, aðeins gert skyldu sína, aðeins
gert það sem hver maður annar í hans spor-
um hefði gert.
FYRIR PÁEINUM DÖGUM hafði hann verið villihestaveiðan og
ekki átt í erjum við nokkurn mann. Hann og' Johnny Hendrix
vinur hans höfðu haldið til þessara vestlægu slóða í atvinnu-
leit. Þeir höfðu reynt sig' við hestarækt eystra og vegnað illa.
Þarna í óbyggðunum höfðu þeir rekist á hjörð villihesta og eftir
mánaðar strit höfðu þeir verið búnir að fanga rösklega tuttugu hesta.
Þeir geymdu þá í einu af þessum óteljandi gljúfrum, tömdu þá hvern
af öðrum og settu á þá mark sitt: JH — Jordan-Hendrix. Þetta voru
allt góðir hestar, betri hestar en almennt má búast við úr villihjörð. Trace
Jordan hafði haldið burtu í leit að kaupanda, og líka til þess að reyna að
afla matvæla, því að þeir höfðu hug á að fanga fáeina hesta til viðbótar.
Barþjónn í Durango mundi eftir þeim og lánaði Jordan peninga til
matvælakaupa, og hann sneri aftur til vinar síns. Og aðkoman var
svona: Hestarnir horfnir, Johnny dauður við vatnsbólið með fjórar kúlur
í skrokknum, riffillinn hans horfinn.
Það vai' blankalogn og steikjandi hiti; það bærðist ekki hár á höfði.
Sólin vai' hvítglóandi hnöttui', og þarna lá Johnny á grúfu á skrælnaðri
jörðinni, og tveimur af kúlunum, sem sátu í skrokk hans, hafði verið
skotið í bakið á honum föllnum. Hver sem þarna hafði að unnið, hafði
gert sér far um að vinna verk sitt rækilega. Morðinginn eða morð-
ingjarnir höfðu stefnt að því að afmá öll spor. Þeir vildu ekki eiga það
á hættu, að þeim yrði veitt eftirför. Aðeins sást þeim yfir það, hvernig
maður Trace Jordan var.
Hann var ekki ofstopamaður, að dómi þeirra, sem þekktu hann. Hann
var rólyndur maður. En hann vai' harðskeyttur maður þegar því var að
skipta, eldfljótúr að grípa til byssunnar, þegar mikið vai' í húfi, og þaul-
vanur og þolinmóður sporrekjandi. Karlmennska hans var ótvíræð, fram-
koman einarðleg, viljinn hertuf i óteljandi raunum. Hann hafði drepið
menn. Hjá því varð naumast komist í þessu villta harða landi. 1 Tascosa
hafði hann skotið mann til bana, sem kallaði hann lygara. Hann hafði
fellt fjóra indíána, sem gerðu honum fyrirsát fyrir norðan Adobe. Og
fljótfær bófi hafði fallið fyrir byssu hans i Ruidoso. En Ti'ace Jordan
var ekki ofstopamaður, að dómi þeirra sem þekktu hann bezt. Hann var
heiðai'legur maður, sem greip ekki til byssunnar nema þegar ýti'asta
nauðsyn krafði.
Nú gaf hann séi' góðan tíma til að athuga öll verksummerki, til
þsss að lesa sannleikann úr sporum þeirra manna, sem troðið höfðu vin
ha-ns niður. Það var tiltölulega auðvelt fyrir vanan mann. Sporin og
hófförin sögðu sína sögu. Sex menn höfðu komið ríðandi úr
nörðurátt. Þeir höfðu stöðvað hesta sína skyndilega, þegar
þeir sáu Johnny og tömdu hestana. Þeir höfðu leynst í
kjarrinu og athugað allar aðstæður. Þetta hlaut að hafa
gerst um hádegið. Vatnsfatan lá skammt frá Johnny og
steikarapannan lá hjá kulnuðum eldinum. Þeir höfðu nálg-
ast staðinn hægt og gætilega og án þess að fara af baki.
Johnny var búinn að fylla fötuna og var á leið frá vatns-
bólinu — hælaför hans voru dýpri en þegar hann fór að
sækja vatnið — og hann hafði numið staðar þegar hann
heyrði til mannanna.
Trace Jordan týndi slóðinni tvisvar næstu dagana, en
honum tókst í bæði skiptin að finna hana aftur. Þá var
raunar svo komið, að hann þekkti slóð hvers hinna sex
hesta fyrir sig og þekkti sundur spor reiðmannanna. Hann
hafði grandskoðað þau við áningarstaðina og þar sem
mennirnir höfðu náttað, og hann þóttist geta lesið ýmislegt gagnlegt úr
þessum sporum, ýmislegt um mennina, sem hann var að elta.
Einn þeirra i'eykti sígaretturnai' sjaldnast meira en að hálfu, rétt
kveikti í þeim stundum, fleygði þeim svo frá sér. Stubbarnir lágu hjá
sporum þessa óþolinmóða, taugaóstyrka manns. Annai' gekk með stóra
mexikanska spora; sporarnir skildu eftir för í jörðinni í hvert sinn sem
maðurinn settíst eða húkti við eldinn á kvöldin.
Eftir viku ferð, reið Jordan inn í bæinn Tokewanna. Þeir voru allir
eins þessir bæir, ein sólbökuð gata með byggingum á báðar hendur. Og
maður nokkui', sem hýmdi þar undir húsi, horfði andartak undrandi á mark-
ið á hesti hans og skaust að því búnu með talsverðum flýti inn í eina krána.
Trace Jordan steig af baki og batt hest sinn lauslega. En þegar
hann gekk inn í krána, sá hann samt hvergi manninn, sem hann leitaði.
Trace gekk upp að barnum og kallaði eftir viskýglasi og leit í kringum
sig. Það sátu þrir menn við börð og voru að spila, og við barinn,
skammt frá honum, stóð maður og sötraði bjór. Trace Jordan gaut aug-
unum á sporana hans.
,,Má ég bjóða þér glas af einhverju?" spurði maðurinn og færði sig
nær. Hann var ungur og veðurbarinn, augsýnilega kúreki. Þegar búið vai'
að hella í glösin, lyfti hann sínu og horfði á Trace Jordan. „Þína skál!
Vona þér gangi ferðin vel.“
Þeir drukku og Jördan sagði stillilega: „Ég kann að staldra við hérna
eitthvað lítilsháttar.“
„Leyf mér að gefa þgr heilræði.“ Ungi maðurinn var brosandi. „Haltu
strax áfram.“
Það var augljóst, hvað lá í þessum orðum. Markið á hesti Jordans
— JH -— hafði þýtt éitthvað ákveðið í augum mannsins á götunni, og
það hlaut i rauninni að þýða að sá hinn sami vissi um drápið á Johnny.
Hann hafði annaðhvort heyrt sagt frá því eða var sjálfur einn morðingj-
anna. Það lá í augum uppi, að á leiðinni í gegnum krána hafði hann
sagt eitthvað við þennan mann, sem nú stóð brosandi við hliðina á Jordan
og ráðlagði honum að halda burt úr bænum. Þetta var ósvikin aðvörun, ef
til vill hótun.
„Það var stolið frá mér hestum,“ sagði Jordan. „Félagi minn var myrtur.
Ég rakti slóð morðingjanna hingað."
Ungi maðurinn var hættur að brosa. Hann drakk í botn, steig fáein
skref aftur á bak frá barnum og sagði: „Það er undir þér sjálfum komið
hvernig fer.“
Jordan beið eftir skýringu, stóð kyrl' við barinn og beið. Spilamenn-
irnir voru hættir að spila, húktu með spilin i höndunum, hlustuðu, biðu
átekta.
„Leiðin er gaiopin út úr þessum bæ,“ sagði ungi maðurinn. „En ef
þú ætlar að vei'ða hér um kyrrt, kynnirðu að fá snöggan dauðdaga."
Jordan var þréyttur. Hún var eins og hann hrykki við, þegar hann
heyrði hótunina, sem fólst í orðum unga mannsins. Hann rétti úr sér,
stóð enn kyrr við barinn, stór og sterkur og ósveigjanlegur, þrátt fyrir
hótunina. Ungi maðurinn hopaði enn aftur á bak og var allt í einu
orðinn var um sig.
„Ég ræð þessari ferð ekki sjálfur," sagði Jordan hæglátlega. „Þeir
ráða henni, morðingjar vinar míns.“
Hann tæmdi glas sitt og gekk út úr kránni og það var þá sem hann
sá gamla manninn koma upp götuna á þeim gráa. Trace hafði sjálfur
tamið þann gi'áa. Að rauð hans undanskildum, hafði sá grái verið vænst-
ur allra villihestanna. Hann þekkti hestinn strax.
Gamli maðurinn var hvíthærður. Hann var stór og þrekvaxinn. Augun
voru áköf og tindrandi; þetta voru augu manns, sem var vanur því að
stjói'na. Það var eitthvað mikilfenglegt við haiin — eitthvað nærri því
tiginmannlegt — þegar hann steig af baki.
Trace Jordan steig út á götuna og gekk til móts við gamla risann
hvíthærða. Hann gekk hægt, eins og honum lægi ekkert á, eins og hann
væri á skemmtigöngu. En hann stefndi beint á gamla manninn, og þótt
hreyfingarnai' væru rólegar og framkoman öll flýtislaus, þá talaði and-
lit hans sínu máli. Þetta var steinrunnið, meitlað andlit.
Það var búið að breyta markinu á þeim gráa, ansi laglega í þokka-
bót. JH vai' orðið að SB.
Gamli maðurinn horfði á hann yfir lendarnar á hestinum og úr augun-
um skein harka og skapfesta. „Á hvað ertu að glápa? Hvað viltu?“
Jordan minntist Johnny, minntist hans eins og hann hafði séð hann
síðast, liggjandi á grúfu með fjórar kúlur í skrokknum. ,,Ég er að leita
mannanna, sem stálu þessum hesti. Ég á hann. Ég tamdi hann. Hann
var með mínu marki: JH.“
Augu gamla mannsins gneistuðu. „Ertu að væna mig um þjófnað."
16