Vikan


Vikan - 26.01.1956, Page 8

Vikan - 26.01.1956, Page 8
í svikasögu Violet Charlesworth var það Olfurinn sem var — IM UÐHETTA AÐ var ekki um annað talað meira í öllu Englandi. Bókstaflega öll þjóð- in var að leita að laglegri ungri stúlku í rauðu slái, stúlku, sem blöðin voru bú- in að gefa auknefnið Rauðhetta. Þegar rauða fatadruslu rak á land í nánd við Svvansea, þyrptist forvitið fólk niður á ströndina í hundraðatali. En sama dag sást stúlkan í Birmingham, í járn- brautarlest í Crewe og veitingahúsi við Thames. Svo margar rauðklæddar stúlkur voru stöðvaðar og yfirheyrðar, að liturinn fór úr tízku. Kunn klæðaverzlun í London lét lita allar rauðu kápurnar sínar bláar. Þetta gerðist árið 1909. Hvar var stúlkan, sem allt þetta sner- ist um? Hún var í felum í hóteli einu í Oban í Argyllshire, sat sem fastast í her- bei’gi sínu, lét senda sér þangað matinn og fór ekki út fyrir dyr. Hún sendi eftir dagblöðunum kvölds og morgna og las í þeim frásagnirnar irm það, hvernig hún hefði sést í írlandi og á Man, hvernig lögreglan væri á hælunum á grunsamlegri rauðklæddri stúlku í Brighton og hvernig enn væri hafin leit að líki hennar með ströndum fram í Norður-Wales. Eflaust hafði hún gaman af því, hve rækilega henni hafði tekist að fela slóð sína. Hún vissi það ekki þá, en duglegur og hugmyndaríkur blaðamaður var þeg- ar búinn að fletta upp í gestabók hótels- ins og bera nafnið, sem hún hafði ritað í bókina, saman við sýnishorn af rithönd hennar. Þótt nafnið væri „Margaret Cam- eron McLeod", hafði blaðamaðurinn sterk- an grun um, að stúlkan uppi á herberginu héti með réttu Violet Charlesworth. Hann hafði rétt fyrir sér. „Margaret McLeod“ var Violet Charlesworth og Violet Char- lesworth var hin annálaða Rauðhetta. Svikaferill þessarar dökkeygu aðlandi stúlku var í senn óvenjulegur og afdrifa- ríkur. Hann var óvenjulegur að því leyti, að hann byggðist á einni einustu lýgi. Og hann var að því leyti afdrifaríkur, að þessi stórlýgi olli að lokum tugum manna tilfinnanlegu fjártjóni og gerði raunar nokkra gjörsamlega gjaldþrota. Stórlýgin, sem var möndull svikamillu Violet Charlesworth, var í rauninni ósköp einföld. Henni tókst að telja fólki trú um, að hún mundi fá feiknháan arf greiddan út, þegar hún næði 25 ára aldri. Hún naut ötullar aðstoðar móður sinn- ar við að koma lygasögunni á kreik. í fyrstu notuðu þær mæðgurnar einungis sögurnar til þess að taka að láni fáein pund, þegar mikið lá á, og var því þá auðvitað heitið að endurgreiða þessar upp- hæðir við útborgun „arfsins". En sagan magnaðist og stækkaði í höndunum á þeim, uns þær vörpuðu allri varúð fyrir borð og byrjuðu að taka peninga að láni hjá hverjum þeim sem trúa vildi ævin- týrinu. Violet hafði svarið á reiðum höndum, væri hún spurð að því, hvaðan hinn feikn- hái arfur mundi koma. Hún hafði, sagði hún, verið trúlofuð ungum og ríkum liðs- foringja, sem farið hafði til Suður Afríku, andast á heimleiðinni og arfleitt hana að öllum sínum veraldlega auði — eitt- hvað kringum 9,000,000 króna. Aðeins hafði það skilyrði verið sett í erfða- skránni, að hún tæki ekki við féinu fyrr en hún yrði 25 ára. Svo rækilega gleypti fólk lygasöguna, að það er út af fyrir sig næsta lygilegt. Til dæmis tókst Violet að hafa út úr gam- alli konu allt sparifé hennar, á þann ein- falda hátt að fá það „að láni“ hjá henni, undir því yfirskyni, að hún, Violet, þarfn- aðist ferðapeninga til pílagrímsferðar til staðarins, þar sem unnusti hennar hefði andast. Það var engu líkara en fólk kepptist um að láta ginna sig. Auk gömlu kon- unnar, urðu ótrúlega margir til að lána Violet aleigu sína gegn því einfalda lof- orði, að hún endurgreiddi upphæðina með rentum þegar hún fengi arfinn. Lánið lék líka við hana — lengi vel. Skuldir hennar uxu að vísu með hverjum deginum, en það var ótrúlegt hvílíkur aragrúi var til af auðtrúa fólki, sem var óðfúst að gera tilvonandi milljónamær- ingi ofuiiítinn greiða. Violet bjó eins og drottning. Þegar hún var 24 ára, var hún búin að hreiðra um sig í forkunnarfögru húsi í Skotlandí, átti íburðarmikinn sumarbústað í Norður Wales og var búin að eyða þúsundum sterl- ingspunda til kaupa á verðlaunahundum, sem hún hélt í sérstöku húsi og undir eft- irliti sérstaks gæzlumanns á óðali sínu. Plenni nægði ekki bíll, einkabílstjóri og þjónalið. Hún heimtaði af yngri syst- ur sinni, sem hjá henni bjó, að hún hefði líka bíl og einkabílstjóra. Það mun hafa verið á bílferð í grennd við sumarbústaðinn í Wales sem Violet komst að þeirri niðurstöðu, að hún yrði að grípa til mjög róttækra ráðstafana til þess að komast hjá refsingu þegar að skuldadögunum kæmi. Hún gat ekki skot- ið því á frest að verða 25 ára, gat ekki dregið það endalaust á langinn að út- borgunardagur níu milljónanna rynni upp og lánardrottnarnir krefðust peninga sinna. Hún skuldaði, þegar hér var kom- ið, sem svarar um sjö milljónum króna. Ef hún hefðist ekkert að, mundi þessi upp- hæð kosta hana fangelsi áður en langt um liði. Hún varð að gera skjótar ráð- stafanir. Og sem hún ók þarna í bíl sínum með ströndinni, datt henni það snjallræði í hug að ,,deyja“! Hún fékk einkabílstjóra sinn í lið með sér og systur sína. Þremenn- ingarnir óku fram á klettabrún við strönd- ina eitt fagurt sumarkvöld. Fáeinum mín- útum síðar heyrðist mikill skruðningur og brothljóð. Síðan varð allt hljótt. Þegar lögreglan kom á staðinn, tóku þau bílstjórinn og systirin á móti henni með tárvot augu. Bíllinn stóð brotinn og brenglaður á klettabrúninni, þar sem hann hafði rekist á rammgerðan steinvegg. Hvað hafði skeð? Jú, sagði bílstjórinn, bíllinn hafði ekið með ofsahraða á vegg- inn — með þeim afleiðingum, að aum- ingja Violet Charlesworth hafði tekist á loft úr sæti sínu, senst í gegnum fram- rúðuna og fallið fram af hinum ægiháum klettum. Þó var þetta óneitanlega töluvert skrít- ið. Bílstjórinn var ekki með skrámu, hvað þá meira, og það fannst ekki einn einasti blóðdropi á framrúðunni. Blöðin sögðu frá hinu sorglega slysi og bættu því við frá eigin brjósti, að lík ungfrú Violet hlyti að hafa borist burtu með flóðinu. Hins- vegar vissi lögreglan, að aðgrynni var svo mikið þarna, að nálega ekkert gat skolast burtu. Það varð satt að segja skjótlega deg- inum ljósara, að ,,slysið“ var eintómur tilbúningur. Þegar kaupmenn og önnur fórnarlömb byrjuðu að leggja saman tap sitt, varð strax ljóst, að Violet Charles- worth hafði góðar og gildar ástæður til að hverfa. Það var enda öðru nær en að hún lægi liðið lík í sjónum. Hún flatmag- aði uppi í rúmi í skosku hóteli. Nokkr- um dögum eftir ,,slysið“ varð hún þó fyr- ir því óhappi, að maður einn þekkti hana af myndum, og þar með var eltingaleik- urinn hafinn. Hún hafði sést í rauðu slái, og því fór sem fór fyrir rauða litnum það árið. Þó er ekki að vita nema hún hefði komist undan, ef hins árvaka blaðamanns hefði ekki notið við. Það var hann, sem gróf felustað Rauðhettu upp og sendi eftir lög- reglunni. Violet Charlesworth neitaði því afdrátt- arlaust í fyrstu, að hún væri sú, sem lögreglan fullyrti. Um síðir rann það þó upp fyrir henni, að taflið var tapað. Hún gekkst við svikum sínum og hlaut að launum margra ára fangelsi. — EVELYN VAUGHAN. — ÞESSI UNGA, LAGLEGA STÚLKA BYGGÐI SVIKAFERIL SINN Á EINNI STÓRLYGI — 8

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.