Vikan - 26.01.1956, Qupperneq 13
Viðskiptavinurinn lagði að því er virtist
treglega. frá sér pakkann og fylgdi hon-
um inn í hitt herbergið.
Hinn tigni gestur lá á gólfinu, þrút-
inn í andliti og með augun klemmd sam-
an. Annar afgreiðslumaðurinn var búinn
að losa flibbann hans, en hinn var önn-
um kafinn við að hrúga steinunum aft-
ur inn í peningaskápinn.
Læknirinn skóðaði sjúklinginn svo fag-
lega, að MacFall efaðist um sekt hans,
en aðeins andartak. Og þegar læknirinn
gaf úrskurð sinn, var hann á varðbergi.
— Maðurinn er alvarlega veikur. Það
eru sáralítil líkindi til þess að hægt verði
að bjarga lífi hans. Hjálpið mér að koma
honum út í bílinn minn og hringið svo
til St. Bedes sjúkrahússins, deild 3, og
segið að við séum á leiðinni.
Vesalings Mevagissy var svo niður-
beygður yfir þessari ógæfu, sem ekki
hafði aðeins hent viðskiptavin hans, held-
ur Ííka eyðilagt viðskipti hans sjálfs, að
hann ætlaði að fallast umsvifalaust á
þetta. En aðstoðarmaður hans hvíslaði því
að honum, að Burmarúbíninn, dýrmæt-
asti steinninn í safninu, væri enn í kreppt-
um hnefa mannsins. Það reyndist óger-
legt að opna lófa sjúklingsins, og lækn-
irinn var orðinn reiður.
— Við getum ekkert við þessu gert,
sagði hann. — Sjáið þið ekki að maður-
inn er að deyja? Lítið á hann. Ef hann
er með eitthvað sem þér eigið, þá getið
þér komið með okkur. Flýtið yður bara.
Hver mínúta er dýrmæt núna.
Mevagissy leit í kringum sig í vandræð-
um sínum og lögreglumaðurinn, sem varla
gat stillt sig um að brosa, gekk fram. —
Ég skal fara!
Þrekvaxni maðurinn, sem kallaði sig
Dr. Roup, virti hann vandlega fyrir sér
og samþykkti það. — Jæja, það er ágætt.
Lyftið nú varlega undir herðarnar á
sjúklingnum. Já, og vill ekki einhver
halda á skiltinu mínu.
MacFall varp öndinni feginsamlega. Nú
var hans tími kominn. Hann tók pakkann
og gekk á eftir sjúklingnum út. I fyrstu
hafði hann heppnina með sér. Hann beið
þangað til augljóst var orðið, að hvert
sem læknirinn var að aka, þá var það ekki
til sjúkrahússins. Þá beið hann þangað til
vegurinn var auður og beinn, áður en hann
gaf sig fram sem lögregluþjón. Hann skip-
aði ökumanninum að stanza og þegar því
var neitað, hófst hann handa. Hann vfir-
bugaði báða mennina, tók af þeim byss-
urnar, bjargaði bílnum og ók tilbaka á
lögreglustöðina með báða fangana, eins og
rjoóur veiðihundur með dauða fugla.
Sigri hrósandi svipur hans var það eina,
sem hindraði nokkra agndofa yfirlögreglu-
þjóna í að segja, að þetta væri lofsverð
frammistaða . . .
Reiðarslagið dundi yfir morguninn eft-
ir, þegar MacFall var kallaður inn
i skrifstofu deildarstjóra leynilögreglunn-
ar. Hann var svo ánægður með sjálfan sig,
að hann gat varla gengið. En deildarstjór-
inn tók honum ískyggilega kuldalega og
þurrlega.
— Þú hefur víst aldrei heyrt minnzt
á mann að nafni Elroy Huspratt? spurði
hann að lokum. — Þú þarft ekki að svara.
Ég sé það á svipnum á þér, að það hljóm-
ar eins og gríska í þínum eyrum. Jæja,
hann er í fyrsta lagi snjallasti, ósvífnasti
og hættulegasti gimsteinaþjófurinn á
meginlandi Evrópu. Og í öðru lagi er það
einmitt maðurinn, sem öll brezka leyni-
lögreglan hefur verið að leita að, síðan
fréttir bárust um, að möguleikar væru á
því að hann væri á leiðinni hingað til
lands.
Því miður misstu starfsmenn okkar er-
lendis sjónar á honum, þrátt fyrir allar
varúðarráðstafanir. Engum datt í hug að
hann mundi sýna þá óskammfeilni að
taka á sig gerfi frægs, indversks prins
og koma hingað með fylgdarlið.
Lögreglufulltrúinn, sem hefur málið
með höndum, gerði allt sem í hans valdi
stóð. Hann lagði svo fyrir, að allar grun-
semdir, hversu smávægilegar sem þær
kynnu að vera, sem skartgripasalar eða
skartgripir væru viðriðnir, yrðu lagðar
fyrir sig. Síðan lét hann halda uppi fyrir-
spurnum hjá öllum öðrum merkum skart-
gripasölum um það, hvort þeir hefðu orð-
Framháld á bls. 18.
Hvergi heima ...
Framhald af bls. 6.
Hún fór upp í rúmið og las nokkrav
blaðsíður, en þegar hún leit upp sá hún,
að hann stóð enn við gluggann. — Er
eitthvað að, Lew? Mér þykir leitt, ef
ég hef eyðilagt . . .
,-r- Það er ekki það, sagði hann og kom
að rúminu. Hann fitjaði upp á nefið. —
Það var dálítið einkennilegt þama við hitt
borðið. Ég var mikli maðurinn, sem var
að sýna þeim lítillæti.
— Þú gerðir það alls ekki þannig. Þú
varst eðlilegur og alveg prýðilegur.
— Þú veizt hvað ég á við. Ég settist
hjá þeim og byrjaði að spyrja hvað hann
gerði núna, eins og ég þekkti hann í
raun og veru. Þá fóru þau að tala um
starf hans, barnið heima og húsið, þar
sem hann væri að útbúa leikherbergi í
kjallaranum sjálfur. Þú sást konuna hans,
heldur daufleg stúlka. Hún lifnaði öll
við, þegar hún fór að tala um þetta. Og
þá var allt orðið breytt. Ég var ekki leng-
ur mikli maðurinn. Ég var eins og nokk-
urs konar taminn api.
Ég get ekki skýrt þetta. Ég stóð fyrir
utan þetta allt og þau voru að segja mér
hvernig væri fyrir innan. Það var eins
og þau vorkenndu mér eitthvað. Og hver
eru þau svo eiginlega? Hvað hefur hann?
Eitthvert lítilfjörlegt skrifstofustarf. Ég
veit ekki hvernig þetta var, elskan. Ég
var að sýna þeim vinsemd og svo var eins
og það væru þau, sem væru að vera vin-
gjarnleg við mig. Eins og ég hefði svo-
sem ekkert til að státa af.
Hún ætlaði að fara að svara honum, en
ákvað svo að betra væri að segja ekkert
í þetta sinn. Hann leit rannsakandi á
hana og brosti undarlegu brosi. — Hún
minnti mig á þig, elskan, eins og þú varst
fyrir nokkrum árum.
— Að hvaða leyti?
— Ég veit það ekki. Ég get ekki kom-
ið orðum að því. Þessi Brennershjón . . .
Þau höfðu svo kynleg áhrif á mig.
TTANN kom heim á hótelið um klukk-
an hálf tólf morguninn eftir. Hún
var búin að pakka niður í töskurnar og
beið hans. Það var kynlegur sektarsvipur
á andliti hans, þegar hann kom inn.
— Ertu búinn að fá ferðaáætlunina ?
spurði hún.
— Kulin sýndi mér tilboðið. Mér geðj-
aðist ekki að því. Hann heldur að hann
eisri hér í skiptum við einhvern krakka-
kjána, býst ég við . . . Málrómur hans var
hás og hávær. — En hann kemst ekki
upp með neitt þvílíkt. Enda sagði ég
honum það.
Jóhanna leit rólega á hann. Tólf ár var
hún búin að búa með þessum manni.
Hún þekkti hann. Hún vissi hvernig hann
brást við, ef hann reiddist. Þessi reiði-
svipur var uppgerð. Hún fann að hann
var að reyna að halda virðingu sinni.
Og vissi, að hún gæti ekki látið hann vita
það, án þess að eyðileggja allt saman.
— Ætlarðu að fara fram á betri skil-
mála?
— Auðvitað, sagði hann reigingslega.
— En ég hugsa að hann gangi ekki að
þeim. Það lítur út fyrir að við verðum
að eyða þessu hálfa ári fram að næsta
keppnistímabili í að hreinsa svæðið bak
við húsið okkar og reyna að koma af stað
einhverjum gróðri.
— Við verðum að bíða og sjá til, svar-
aði hún, og sneri sér frá honum. Með titr-
andi fingrum kveikti hún sér í sígarettu.
Það var eins og margar hátíðaskrúðgöng-
ur kæmu marserandi inn í líf hennar.
Heilsuvernd
HEILBRIGÐISMALA-
STOFNUN Samein-
uðu þjóðanna vinnur
mikið og þarft verk viðs-
vegar mn heim. A henn-
ar vegum er liafin mark-
vis barátta gegn þeim
aragrúa plága, sem herj-
ar á mannfólkið í þeim
afkymum veraldar, þar
sem heilsuvemd á lengst
í land. Myndin er tekin
í Laos i Indo-Kína.
Stúlkan er að fá peni-
cillinsprautu við hita-
beitissjúkdómi, sem ár-
lega verður tugum millj-
óna að bana.
13