Vikan


Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 2

Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 2
Mig lancjar til að vita hvort mað- ur þarf að hafa verzlunarpróf, til að fá að halda litla búð og sclja sæl- tjœti, blöö, gosdrykki og ýmiskonar brauð. Bg er ákaflega óþolinmóð og vona að þn getir svarað mér í nœsta blaði. SVAR: Þú þarft ekki verzlunar- próf til að fá verzlunarleyfi, en þú þarft að hafa nokkra sérmenntun eða þekkingu á bókhaldi og vörum, vera heimilisföst á Islandi, vera fjár- ráða og hafa óflekkað mannorð. Nú er ekki ljóst af bréfi þínu, hvort þú hugsar þér að reka sæl- gætisverzlun, sem opin er eins og aðrar búðir eða nokkurs konar veit- ingastofu, þar sem fólk getur neytt veitinganna á staðnum og sem opin er til hálf tólf. Ef svo er, þarftu veit- ingaleyfi. Vceri hægt að fá upplýsingar um blað erlendis, t. d. t Englandi, sem birtir bréfasambönd eins og Vikan ? SVAR: Við vitum því miður ekki um slík blöð, en þú getur annað hvort fylgst með bréfadálkunum hér í blaðinu, öðru hverju koma beiðnir frá útlendingum um bréfasambönd eða fengið bréfavin gegnum Morg- unblaðið, sem oftast liggur með ein- hverjar slíkar beiðnir. Geturðu ekki sagt mér eitthvað um kvikmyndaleikkonuna Belindu Lee. Er hún amerísk? SVAR: Nei, Belinda Lee er ensk. Hún er 19 ára gömul, en er þó búin að leika í mörgum enskum kvik- myndum, enda hefur hún fengið góða leikmenntun og er þar að auki mjög snotur. Stærsta hlutverkið hennar verður í nýrri mynd „Man of the Moment". Af öðrum myndum, sem hún mun leika í, má nefna „Who Done it“ og „The Feminine Touch“. Rósa! Þú ert of ung til að til séu töflur um það hve þung þú eigir að vera, enda áttu sennilega eftir að lagast. Álka! Úr þvi að þú ert 17 ára og 168—9 sm. á hæð eru 63 kíló þín rétta þyngd. I J.! Úr því að þú ert ljóshærð með blá augu og fölleita húð, ætti rós- rautt, brúnt, grænt, gráblátt og bláfjólublátt að fara þér vel. Bleikt getur líka verið góður litur fyrir þig, en það fer eftir þvi hvort þú hefur nokkurn roða í kinnum. Svar til Binnu: Ef hárið á þér er dökkt og dauflegt (þó það sér rautt) ættirðu að klæðast í kalda liti, blátt og grænt, er sé það bjart, mundi kápa úr grámuðu gulu eða brúnu fara þér vel. Viðbótarsvar til Sirru: Eftir- grennslanir okkar um það hvar Erna Sack syngi núna, hafa orðið til einsk- is. Við höfum ýmist heyrt að hún sé orðin nunna í Sviss eða að hún sé orðinn ríkisborgari i Brasiliu. En eitt er víst, maður reiigt ekki á nafn hennar í músikblöðum lengur og hún hefur ekki sungið inn á nýja plötu í langan tíma. Vinsælust var hún um 1930, þegar allur heimurinn vildi hlusta á „þýzka næturgalann". Um Evu Berge vitum við ekkert meira en þú veizt sennilega sjálf. Hún er sænsk óperusöngkona, sem söng nokkrum sinnum hlutverk Gildu í Rigolctto hér i Þjóðleikhúsinu. Geturcu birt fyrir mig öll erindin í Ijóði, sem byrjar svona: „Eg vil fá mér kœrustu . . . .“. SVAR: Þetta er úr „Æfintýri á gönguför“ eftir Hostrup. Indriði Einarsson ísienzkaði textann. Lagið mun vera sænskt þjóðlag. Og ég vil fá mér kærustu sem allra allra fyrst, en ekki verður gott að finna hana, því hún skal bera kinnar sem hrútaber á kvist og hvarmaljósin björt sem demantana. Og hún skal vera fegurst af öllum innan lands og iðin við að spinna og léttann stíga dans og hún skal kunna að haga sér hið bezta. Þær eru flestar góðar meðan unnustinn er nær en oss eru þær vissar til að blekkja. En ég vil fá mér eina þá, sem ei við öðrum hlær, sem elskar mig og bara vill mig þekkja. Já, hún skal líka finna beztu hugarró hjá mér, ef húsi mínu færir hún iðni og dyggð með sér, og stóra fulla kistu beztu klæða. Og ef ég svo í eina næ rétt alveg sem ég vil þá óðara til brullaups skal ég feta. Og sveitafólk mitt veizlu fær, sem vantar ekkert til en vín og hrokafylli sína að eta. Og þar skal vera dans og gleði daga þrjá í röð, hin dýra ást oss gjörir í hjörtunum svo glöð, en til þess verður ofurlitlu að eyða. Getur þú ekki gefið mér góð ráð. Hárið á mér er að þynnast svo mikið að ég hef áhyggjur af því. Helclur þú að það sér gott að bera bómolíu í það og nudda það svo á eftir? En er gott að bera grásalva í liárið Kanntu nokkur önnur ráð? SVAR: Við höfum heyrt um ótal mörg ráð, eins og það að bera bóm- olíu í hárið, en engin sem duga. Þú verður liklega bara að segja eins og maðurinn: — Úr því það er nógu gott fyrir Bing Crosby, þá ætti það að vera nógu gott fyrir mig. Bing er líka alveg sköllóttur. Hann notar þó svolítinn aukalokk í kvik- myndunum, en aldrei í daglega líf- inu og nú er það haft eftir honum, að hann sé alveg hættur að nota lokkinn, enda sé hann um það bil að draga sig í hlé úr kvikmyndunum, kvcðst ætla að rýma fyrir syni sin- um, sem er að byrja að afia sér frægðar á sama sviði. Hvernig er nú aftur erindið, sem Tómas Guðmundsson gerði við lagið hans Fúsa? Það byrjar svona: Við bláan sœinn söngvar óma .... Get- urðu ekki hjálpað mér að rifja það upp ? SVAR: Jú, María Markan og Sig- urður Ólafsson hafa einmitt sungið þetta nýlega inn á. hljómplötu. Lagið er eftir Sigfús Halldórsson. Ljóðið heitir „Við eigum samleið“ og er svona: Við bláan sæinn söngvar óma, þvi sumariö er komið ástin mín. Og aftur stendur allt í blóma, af ungri gleði jörðin skín. Og því skal fagna af heitu hjarta, og hylla þennan fagra ljúfa dag, og út í himinheiðið bjarta skal hefjast okkar gleðilag. Og glaðar raddir syngja í sálum okkar beggja móti sumri stefnir framtíðin öll, og hátt er enn til lofts og vitt til veggja í vorsins draumabláu sólskinshöll. Og þangað hjartans löngun líður, sem lengst og fegurst dagsins eldur skín. Sjá vorið eftir okkur bíður. Við eigum samleið, vina min. BRÉFASAMBÖND BirtinK á nafni, aldri og hcimilisfangi kostar 5 krónnr. Gilla Egilsdóttir, Ellý Þórðardótt- ir, Billý Tryggvadóttir, Dallý Sig- urðardóttir og Systa Jónsdóttir (við pilta 19—24 ára), allar i herbergi nr. 8, Húsmæðraskólanum Ösk, Isa- firði. — Eygló K. Celin og Gréta Óskarsdóttir (við pilta og stúlkur 18—21 árs), báðar á Húsmæðraskóla Isafjarðar — Hulda Jóhannsdóttir (við pilta eða stúlkur 14—16 ára), Brekkugötu 43, Akureyri. — Gunnar Þór Jónssön og Magnús Einarsson, Hvanneyri, Borgarfirði — Stefán Skaptason (við stúlkur 15—17 ára), Bændaskólanum á Hvanneyri, Borg- arfirði — Steinunn Þorleifsdóttir og Erla Ingólfsdóttir (við pilta eða stúlkur 17—22 ára) báðar á Hvann- eyri, Borgarfirðt — Stefán Jónsson (við stúlku 19—23 ára), Flögu Árn. Haraldur Gestsson, (við stúlku 16 —18 ára) Hi'óarsholti, Flóa, Árn. — Auðunn Jónsson (við stúlkur 16—20 ára), Kirkjuveg 26, Vestmannaeyj- um —Marit Hilleborg Flaa (við pilt 17—19 ára), Tingvoll statsrealskule, Tingvoll, Norge — Þorbjörg Guð- mundsdóttir og Edda Eyfeld (við pilta 16—17 ára), báðar á Reykja- skóla í Hrútafirði —- Kristján Torfa- son, Ólafur M. Kristinsson og Páll Elíasson (við stúlkur 15—17 ái’a), allir í heimavistinni á Menntaskól- anum á Akureyri. — Hulda Garð- arsdóttir (við pilta 16—20 ára) Garði, Fnjóskadal, S.-Þing. — Kristín Jónsdóttir, Kirkjubraut 23 og Kristín Halldórsdóttir, Kirkjubraut 51 (við pilta 17—19 ára), báðar á Akranesi -— Sigurlaug G. Egilsdóttir, Máná (við pilta 20—22 ára) og Jóhanna Bjarnadóttir, Syðri-Tungu (við pilta 15—17 ára) báðir á Tjörnesi, S.-Þing. Hlíf Jóhannsdóttir, Akurgerði 22 og Selma Jóhannesdóttir Vesturgötu 4G (við karlmenn 30—50 ára) báð- ar á Akranesi — Auður Halldórs (við pilt 12-13 ára), I-Irannagötu 9, Isa- firði - Kristjana Sóley Sigurðar- dóttir, Ingibjörg Högnadóttir, Anna I.ngólfsdóttir, Gerður Elíasdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir (við pilta 14—16 ára), Guöríður G. Hannibals- dóttir (við pilta 16—19 ára), Ingi- björg Kristjánsdóttir, María Stein- dórsdóttir og Ilanna Gísladóttir (við pilta 16—18 ára), Þrúður Pálsdóttir, Lilja Hermannsdóttir og Sonja Ingi- mundardóttir (við pilta 15—17 ára), Kristín Jónsdóttir (við pilt 15—18 ára), allar í Reykjanesskóla við Isa- fjarðardjúp. — Gylfi Hallgrimsson, Árni Kr. Þorgilsson, Lárus Hafsteinn Lárusson, Grétar Njáll Skarp- héðinsson, Hvanndal Hannesson, Kristinn Gíslason, Arnór Hvan- dal Lárusson, Jón Hannibalsson, Jó- hannes Antonsson, Ingvi Hallgríms- son, Valberg Helgason og Guðni Kristjánsson (við stúlkur 15—17 ára), Hafsteinn Þ. Rósinkarsson, Hafliði Kr. Guðmundsson, Magnús Jónsson, Hafsteinn Traustason og Hannes Torarensen (við stúlkur 14— 16 ára), Ingvar Halldórsson (við stúlku 17—18 ára), Friðrik Ásgrims- son, Sigurjón Sigurðsson og Björn Traustason (við stúlkur 16—18 ára), Anton Antonsson og Sig. B. Þórðar- son (við stúlkur 17—19 ára) Kristján Ágústsson (við stúlkur 15—18 ára), Hilmar Guðmundsson og Ágúst Guð- mundsson (við stúlkur 16—19 ára), allir á Reykjanesskólanum við Isa- fjarðardjúp — Snorri Ásmundsson (við stúlkur 14—16 ára), Bitrufirði, Strandasýslu. — Erla Jóhans., Viddý Sigurðar., Kolla Björns., Didda Feið- geii’s. og Sísí Guðmunds. (við pilta 18—25 árT,), allar í Húsmæðraskól- anum á Hallormsstað, S-Múl. — Þorbjörg Brynjólfsdóttir (við pilta 22—24 ára) Víðimýri 4, og Erla Halls (við pilta 18—20 ára), Þingvalla- stræti 44, báðar á Akureyri. Forsíðumyndina tók ÓLAFUR K. MAGNÚSSON MUNIÐ NDRA MAGASIN Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.