Vikan - 14.02.1956, Qupperneq 6
Hiulskipti hennar var ægi-
legt. Hver var hún? Var hún
dóttir sjálfs keisarans?
EFTIR ILSE OG RALPH KAPP
jm RIÐ 18 8 0 kom pólitískur flóttamaður austan frá
Rússlandi og hafði þá sögu að segja, að dóttir
/—Alexanders II keisara sæti í dýflissu í Síberíu og
hefði hann séð hana og rætt við hana. Fregnin
birtist í nokkrum blöðum og rifjaði upp aðra frá-
sögn, nokkrum árum eldri, sem mikla athygli hafði vakið
á sínum tíma. Hún var af dularfullum fanga, sem geymdur
væri í fangelsinu við Bulun í Síberíu við mikið harðrétti.
Rússneskur liðsforingi að nafni Kutepov varð fyrstur til að
ljóstra upp um tilveru fangans, en Kutepov þessi hafði verið
1 lífverði keisarans, áður en stjórnmálaskoðanir hans neyddu
hann til að flýja land. Hann skýrði svo frá, að fanginn væri
ung stúlka, sem gengi undir nafninu Olga. Væri hún geymd í
neðanjarðarhvelfingu fangelsisins, ein í klefa, og fengi enginn
að hafa samneyti við hana nema yfirfangavörðurinn og fang-
elsisstjórinn. Kutepov staðhæfði, að hann hefði þrisvar sinnum
skipst á nokkrum orðum við stúlkuna, þá sex mánuði, sem
hann gegndi þjónustu í fangelsinu. Hinsvegar hefði hin ramm-
gerða klefahurð verið á milli þeirra, svo að hann hefði ekki
séð hana. En hann hefði ástæðu til að ætla — og hefði málfar
hennar raunar borið þess vott — að hún væri vel menntuð.
Kutepov gat þess til, að hinn dularfulli fangi væri stúlka að
nafni Nadezhda Pisarev, sem horfið hafði skyndilega í Moskvu,
eftir að sú saga komst á kreik, að hún hefði rynt að kúga fé
af keisarafjölskyldunni. Hermdu kviksögurnar, að Nadezhda,
sem var af aðalsættum, hefði haft í höndum gögn, sem sönnuðu
NÝ TÍÐINDI
(AF LÉTTARA TAGI)
ÞEGAE WILLIAM HARYAT í
Duncan í Kanada fór í veiðitúr,
stökk tuttugu punda lax á hann
og þræddi öngulinn svo kyrfilega
gegnnm þumalfingur hans, að
hann varö að halda beina ieið
til lælcnis.
JAMES E. Gourlay, bókavörður
í Tulsa í Bandarikjununa, tjáði
fréttamönnum, að bókin, sem
mest væri stolið af — eða þetta
sex til átta eintökum á ári —
væri Biblían.
ÞEGAR MANNI nokkrum var
stefnt fyrir rétt í Tunis, með það
fyrir augum að freista þess að fá
hann lil að taka aftur saman við
konuna sína, kom sáttatilraunin
honum í svo æst skap — að liann
skaut konuna til bana.
INNBROTSÞJÓFUR gerðist í
fyrra umsvifamikill í finasta íbúð-
arhverfinu í Madrid. Þótt ótal
gildrur væru settar fyrir hann,
smaug hann jafnan úr þeim. Loks
náðist hann, þegar hann datt nið-
ur af húsvegg og fótbrotnaði —
°8' reyndist þá vera stúlka um
tvitugt.
Hún var dæmd í 15 ára fang-
elsi og lá í sjúkrahúsi fangelsis-
ins á meðan fóturinn var að gróa.
Að þvi loknu strauk hún og
hcfur ekki sést siðan!
LOUIS MURPHY og Ralpli Slo-
combe heita tveir Englendingar,
sem fyrir skemmstu höfnuðu í
sjúkrahúsi, þegar veiðihundurinn
þeirra steig á gikkinn á tvíhleyptri
haglabyssu og skaut báða.
MAÐUR EINN í Ottawa liringdi
síðastliðið ár til lögreglu borg-
arinnar, kvað son sinn vera kom-
inn í slæman félagsskap og ósk-
aði eftir hjálp hennar. Við eftir-
grenslan reyndist sonurinn vera
— fimmtugur.
BRUCE LUKES heitir 25 ára
gamall maður, sem setti eftirfar-
andi auglýsingu í blað eitt í
London:
„Ungur Kanailamaður óskar
eftir vinnu. Óáreiðanlegur, drykk-
feldur og latur. Hæsta boði tekið.“
Hann fékk fjögur tiiboð um
vinnu, fimm bréf frá mönnum,
sem óskuðu eftir að kynnast hon-
um, og eitt bónorðsbréf.
hlutdeild fjölskyldunnar í ljótu og óupplýstu morði. Hvað um
það, Nadezhda hvarf skömmu síðar og spurðist ekkert til hennar
eftir það.
Blöðin gerðu sér talsverðan mat úr sögu Kutepovs og voru
miklar getgátur uppi um það, hver hin ólánsama stúlka væri
í raun og veru. En einu ári síðar (1874) kemur nýr maður
til sögunnar. Hann nefndist Michael Krylov og taldi sig ekki
aðeins geta staðfest sögu liðsforingjans, heldur gaf hann upp
nafnið á rússneskum manni, sem þá var búsettur í Frakklandi
og sem hann fullyrti, að hefði ekki einasta stjórnað handtöku
stúlkunnar heldur borið ábyrgð á öruggri geymslu hennar í
nokkur ár. Maður þessi bjó á óðali skammt frá Marseilles og
hélt sig ríkmannlega, þótt enginn vissi af hverju hann hefði
tekjur sínar. Hann hét Theodore Lermontor.
Lermontor var ekki til viðtals, þegar tveir ritstjórar frá
París reyndu að ná tali af honum. Þeir urðu því að láta sér
nægja frásögn Krylovs. Hann hafði, eins og Kutepov, gegnt
þjónustu í fangelsinu við Bulun um nokkurt skeið. Kvaðst hann
hafa heyrt getið um fangann strax við komu sína og hefði for-
vitni hans að vonum vaknað. Hinsvegar hefðu þrír mánuðir
liðið, áður en hann fékk tækifæri til að koma í kjallara bygg-
ingarinnar, þar sem stúlka.n sat. Hann komst að klefadyrum
hennar, kallaði gætilega: ,,01ga,“ og heyrði nærri strax að
svarað var: ,,Já.“ Hann sagði til nafns og spurði síðan, hvað
hún héti réttu nafni. Það varð löng þögn, en svo kom svarið:
„Skiptir það nokkru máli?“
Nokkrum vikum síðar sat Krylov að drykkju með yfirfanga-
verði fangelsisins og notaði tækifærið til að færa ,,01gu“ í
tal. Hann spurði hver hún væri og hvað hún hefði brotið af
sér, að jafn ómannúðleg refsing skyldi lögð á hana. Yfirfanga-
vörðurinn hló þuirlega og svaraði: „Hún hefur ekkert gert.
Hún hefði bara ekki átt að fæðast, stúlkan.“ Meira hafði
Krylov ekki upp úr honum.
Þessi leynd virðist þó aðeins hafa espað forvitni hans, því
að hann hélt áfram að spyrja, þótt hann færi gætilega. En svör-
in, sem hann fékk, voru annað hvort út í hött eða báru það með
sér, að aðspurður vissi ekki meira en spyrjandinn.
Svo gerðist það, að leysingavatn komst í kjallara fangels-
isins og varð að fjarlægja þá fanga til bráðabirgða, sem þar
sátu. Klefarnir voru raunar aðeins tíu þarna niðri, og tveir
tómir. ,,01ga“ var eini kvenfanginn í dýflissunni. Fangelsis-
stjórinn og yfirfangavörðurinn tóku að sér að flytja fangana í
aðra klefa, og var það í samræmi við það, sem Krylov hafði
heyrt, að enginn nema þeir mættu umgangast stúlkuna.
Krylov stóð í dimmu stigaskoti, þegar fangarnir voru fluttir
upp úr neðanjarðarhvelfingunni. ,,01ga“ var færð upp síðust
og leiddi fangelsisstjórinn og fangavörðurinn hana beint inn í
skrifstofu þess fyrrnefnda. En þótt aðeins fáeinir metrar væru
milli hennar og, Krylovs, varð hann fyrir vonbrigðum. Andlit
stúlkunnar var hulið grímu.
Hver var stúlkan með grímuna? Krylov, sem sendur var
til annarra skyldustarfa nokkru eftir þennan atburð, taldi ekki
loku fyrir það skotið, að hún væri hin horfna Nadezhda Pisarev.
Hann var spurður að því, hvort hún hefði verið hávaxin eða
lágvaxin. Hann svaraði, að erfitt hefði verið að átta sig á því.
Skuggsýnt hefði verið, og auk þess hefði stúlkan verið klædd
karlmannsfötum. Þetta með karlmannsbúninginn kemur raunar
heim við það, sem síðar vitnaðist í málinu.
Mál „stúlkunnar með grímuna” lá nú niðri um hríð. En í
maí 1874 er lögfræðingur að nafni Calonne kvaddur á fund
Theodore Lermontor, rússneska óðalseigandans við Marseilles,
sem neitað hafði að tala við ritstjórana. Lermontor þurfti að
gera erfðaskrá sína. En um leið trúði hann lögfræðingnum
fyrir leyndarmáli. Hann sagði honum — eða svo fullyrti lög-
fræðingurinn a. m. k. síðar — allt af létta um hinn margum-
talaða fanga.
Calonne hafði heimild til að ljóstra upp leyndarmálinu að
Lermontor látnum. En áður en til þess kæmi, komu aðrir menn
fram á sjónarsviðið, sem fullyrtu, að fanginn í fangelsinu
við Bulun væri ekki hin týnda Nadezhda Pisarev heldur engin
önnur en laundóttir Alexanders II keisara. Calonne lögfræðing-
ur fór á fund eins þessara manna og bað hann að láta sig
fá skriflegt allt sem hann vissi um stúlkuna. Rússinn, land-
flótta aðalsmaður, gerði það. Þegar Calonne bar sögu hans
saman við sögu Lermontors, reyndust þær eins í öllum aðal-
atriðum. Aðalsmaðurinn lýsti yfir því, að honum hefði, sem
6