Vikan - 14.02.1956, Side 9
PERSÖNUR:
Henry M. Stanley — ungur blaðamaður við New YorJc Herald.
James Gordon Bennett — forstjóri New York Heráld.
Samtalið á sér stað í hinu íburðarmikla herbergi Bennetts
í Grand hóteli í París í október 1869. Bennett er ekki kominn
á fætur. Það er barið að dyrum og Stanley kemur inn.
Bennett: Hver eruð þér?
Stanley: Stanley heiti ég.
Bennett: Æ já! Fáið yður sæti. Ég þarf að ræða við yður
mikilvægt mál. Hvar haldið þér, að Livingstone sé niður kominn ?
Stanley: Ég hef ekki hugmynd um það.
Bennett: Haldið þér, að hann sé á lífi?
Stanley: Máske — og máske ekki.
Bennett: Ég held nú, að hann sé lifandi, og að það sé hægt
að hafa upp á honum, og ég ætla að senda yður að leita að honum.
Stanley: Er yður alvara? Haldið þér í raun og veru, að ég
geti fundið dr. Livinstone? Eigið þér við, að þér ætlið að senda
mig til Mið-Afríku?
Bennett: Já, það er ætlun mín að þér farið og leitið hann
uppi, hvar sem hann kann að vera niður kominn, og aflið yður
frétta af honum; og kannski er gamli maðurinn hjálparþurfi
— þér verðið að taka svo mikið með yður af nauðsynjum, að
þér getið miðlað honum, ef hann óskar. Auðvitað ráðið þér,
hvernig þér hagið framkvæmdum; þér semjið ferðaáætlun yðar
sjálfur. En finnið Livingstone!
Henry Stanley leggur af stað til Mið-Afríku í leit að land-
hönnuði, sem nærri allir ætla að sé látinn.
Þetta líkist helst kvikmyndahandriti, er það ekki?
Þó er sannleikurinn sá, að
með þessu samtali (sem Stanley
rifjaði seinna upp sjálfur) hófst
eitt af mestu ævintýrum sögunn-
ar.
Dr. David Livingstone var
trúboði og landkönnuður, sem
meðal annars hafði sett sér það
mark að finna upptök Nílar.
Hinn 30. maí 1869 barst brezka
ræðismanninum í Zanzibar bréf
frá honum. I bréfinu sagði hann
frá rannsóknum sínum og leið-
angrum, bað um að sér yrðu send-
ar ýmsar nauðsynjar til Ujiji við
Tanganyika vatn og skýrði svo
frá, að hann hyggðist halda
lengrá vestur á bóginn, inn á
ókannað landsvæði, þar sem sagt
var að mannætur hefðust við.
Eftir þetta bárust engar á-
reiðanlegar fregnir af Livingstone. Hinsvegar hermdu lausa-
fregnir, sem bárust með arabiskum kaupmönnum, að Living-
stone dveldist einhverstaðar fyrir vestan Tanganyika og væri
mjög illa á sig kominn. Flestir voru hinsvegar þeirrar skoðunar,
að hann væri þegar látinn — hefði „horfið yfir landamæri hins
óþekkta“, eins og eitt blaðið orðaði það.
Stanley fór til Afríku til þess að komast að því sanna í mál-
inu — finna annaðhvort Livingstone lifandi eða óhrekjanlegar
sannanir fyrir dauða hans.
I Zanzibar hóf hann undirbúning að för sinni. Það var engin
hægðarleikur. Á leið sinni inn í landið mundi hann að vísu
geta keypt vistir handa leiðangrinum af hinum innfæddu.
En ekki fyrir peninga. Peningar voru lítils virði í Mið-Afríku
fyrir 80 árum. I stað skiptimyntar varð Stanley að hafa gler-
perlur, í stað silfurs fatastranga, í stað gulls koparvír.
En ekki nóg með það. Hver ættkvísl krafðist ákveðins gjald-
miðils, en um það voru engar fræðibækur til. Upplýsinga um
það var einungis að leita hjá öðrum ferðalöngum. Þannig
uppgötvaði Stanley, að í Unyamwezi voru hinir innfæddu mjög
sólgnir í rauðar perlur, en litu ekki við öðrum tegundum. Og
þótt svartar perlur væru hinn ágætasti gjaldmiðill í Ugogo,
voru þær einskis virði í öðrum héruðum.
Loks var hann ferðbúinn, og hinn 18. febrúar 1871 lagði
leiðangur New York Heráld af stað frá Bagamoyo. 1 honum
voru þrír hvítir menn, 21 hermaður, fjórir þjónar, fjórir negra-
höfðingjar, 153 burðarmenn, 27 asnar og einn vagn.
Stanley varð að vera örlátur á gjafir við höfðingja þeirra
héraða, sem leiðangurinn fór um. Væri hann það ekki, gat hann
allt eins búist við, að höfðingjarnir sendu hermenn sína gegn
honum og reyndu að hefta för hans með valdi.
Ár voru fyrstu farartálmarnir. Brýr af einhverju tagi lágu
að vísu yfir þær sumar — nokkrir sterkir trjábolir á fáeinum
staurum — og yfir þær komust burðarmennirnir. En taka
varð klifjarnar af ösnunum, draga þá yfir á bandi og klif ja þá
aftur hinumegin.
Ferðamönnum kom saman um, að Makata-mýrin svokallaða
væri erfiðasti farartálminn á þessum slóðum. Makata-fljót var
aðeins um 40 feta breitt í þurrkatíðinni. En þegar stórrigning-
arnar hófust, flæddi það kolmórautt og beljandi yfir bakka sína.
Séu rigningarnar alveg óvenjuhiiklar — eins og þær voru 1871
— leggur það heilar sveitir í kaf. Leiðangurinn varð að vaða
og stikla — og mátti raunar stundum synda — yfir vatns- og
leðjufenið. Vatnið náði oftast í brjóst og asnarnir voru sífellt
að sökkva í sandbleytur. Það tók leiðangurinn tíu klukkutíma
að komast þær sex mílur, sem flóðið náði yfir.
Menn urðu að búast við allskyns sjúkdómum, þegar þeir
komust í kast við Makata-mýrina. Shaw, annar hinna hvítu
aðstoðarmanna Stanleys, fékk feiknháan hita, foringi hermann-
anna gat naumast hreyft sig fyrir verkjum, allir virtust haldnir
einhverri veiki. „Hinsvegar veitti ég því eftirtekt,“ sagði Stanley
seinna, „að þegar leðjan og vatnið virtist vera að buga hina
latari meðal burðarmannanna, þurftu eftirlitsmennirnir ekki
annað en að grípa til svipunnar, til þess að fjörga þá upp.“
Stanley hélt þindarlaust áfram. Burðarmenn struku og leið-
angurinn varð að bíða á meðan leitarflokkar voru sendir á eftir
þeim. Þeir voru fangaðir, húðstrýktir og járnaðir, og svo var
haldið áfram. I þorpinu Kiora veiktist Farquhar, hinn hvíti
aðstoðarmaðurinn. Fætur hans bólgnuðu ótrúlega mikið og hann
kvartaði undan verkjum um allan líkamann. Stanley varð að
skilja hann eftir hjá héraðshöfðingja, ásamt nógu magni af
glerperlum til að borga fyrir dvöl hans, uns leiðangurinn sneri
aftur. Seinna frétti hann, að hann væri látinn.
Enn rakst leiðangurinn á nýja erfiðleika. Einhver sýki kom
upp í burðardýrunum og þau stráféllu, uns aðeins fimm voru
eftir. Næst veiktust burðarmennirnir. Stanley sjálfur þjáðist af
mýraköldu og slæmum magasjúkdómi.
Leiðangursmenn voru síður en svo burðugir, þegar þeir
komu til Unyanyembe í grend við Tabora. Tabora var arabisk-
ur virkisbær og miðstöð fílabeins- og þrælaverzlunar þeirra,
íbúarnir voru alls um fimm þúsund.
Arabarnir tóku Stanley tveim höndum. Hann fór að vona,
að þarna gæti hann hvílst ásamt mönnum sínum. En það var
öðru nær. Það var mikil ólga í héraðinu. Strokuþræll að nafni
Mirambo hafði gert sig að höfðingja stórs landsvæðis
milli Tabora og Ujiji. Hann hafði safnað um sig þús-
undum stríðsmanna og var nýbúinn að taka feiknháan toll af
arabiskum kaupmönnum, sem fara þurftu yfir yfirráðasvæði
hans. Fyrir vikið hafði hann heitið þeim að reyna ekki að hindra
för þeirra. En tollinn var hann ekki fyrr búin að fá greiddan
en hann rak þá til baka sömu leið og þeir höfðu komið.
Stanley hafði ætlað að halda til Ujiji, þar sem hann hugðist
byrja leitina að Livingstone fyrir alvöru, en nú lokaði þessi
„svarti Napoleon“ leiðinni. Hann komst að þeirri niðurstöðu,
að hann yrði að gera bandalag við Arabana og segja Mirambo
stríð á hendur. Ai'abarnir fullyrtu, að þeir mmidu geta ger-
sigrað strokuþrælinn á tveim vikum, en eftir það yrði leiðin
opin til Tanganyika.
Stríðinu var frestað um viku vegna veikinda Stanleys, en
að lokum rann upp sá dagur, að 2,000 manna lið hélt frá Tabora
til þess að ganga milli bols og höfuðs á Mirambo. Allmörg
þorp voru tekin og lögð í eyði og hinn sigursæli her sótti fram
af miklum vígamóð. Svo náði mýrakaldan aftur tökum á Stanley
og hann gat hvorki hrært legg né lið. Þegar hann komst á fætur,
frétti hann, að Miramba hefði komið Aröbunum að óvörum,
fellt þá flesta og stökkt her þeirra á flótta.
Menn Stanleys yfirgáfu hann nú unnvörpum. Jafnvel Shaw
var> búinn að fá nóg af ferðalaginu. Það var ekki um annað að
velja en hörfa til baka til virkisbæjarins.
Stanley var orðinn fullsaddur á orustum og Aröbum. Hann
ákvað að skilja við þá. Nú var kominn september. Hann var
búinn að vera á ferð í sjö mánuði, og líf Livingstone kunni að
vera i veði. Hann hafði ekki um annað að velja en að sveigja
Framhald á bls. 18.
Ritstjórinn sendi
blaðamanninn til
Afríku að leita að
manni. sem ffestir
töldu dauðan!
9