Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 13
HVER VAR ÞESSI DULARFULLI FANGI?
Þeir grófu stúlkuna lifandi, vegna „öryggis rikisins44
Framhald af blaðsíðu 7.
Mótmæli Lermontors stoðuðu ekkert og einni stundu eftir
miðnætti leiddi yfirfangavörðurinn stúlkuna inn til þeirra. Var
nú mikil breyting orðin á högum hennar, svo mikil, að Lermon-
tor segist hafa brugðið. í stað fallegu kjólanna, sem hún hafði
haft með sér í útlegðina, var hún klædd venjulegum fangabún-
ingi, sem sýnilega hafði verið notaður áður. Hár hennar hafði
verið klippt og þungum klossuðum handjárnum læst um úln-
liði hennar.
Hún horfði þögul á mennina, eins og hún gerði sér ekki
grein fyrir því, sem var að gerast. Það var ekki fyrr en yfir-
fangavörðurinn tók upp grimuna, að hún rankaði við sér.
Hún hrökk við, hörfaði óttaslegin aftur á bak og hrópaði:
„Hvað er þetta?“
Fangelsisstjórinn bað hana að vera rólega, en hún svaraði
angistarfull: „Nei! Nei! Þið ætlið að drepa mig!“ Þá lofaði
hann henni því, að ef hinn ómannúðlegi höfuðbúnaður meiddi
hana á nokkurn hátt, þá skyldi hann tafarlaust fjarlægður.
Óttinn skein úr augum hennar, en hún átti ekki annars úrkost-
ar en treysta honum. Hún stóð með lokuð augu á meðan yfir-
fangavörðurinn þrýsti „húfunni“ á höfuð henni og læsti gjörð-
inni að hálsi hennar. Þá opnaði hún augun og sagði óttaslegin:
„Það meiðir mig!“ Um leið felldi yfirfangavörðurinn grímuna
brá hespunni í hálsgjörðina og læsti í flýti hengilásnum. Fá-
einum mínútum síðar var stúlkan komin í neðanjarðarklefann.
Calonne hafði það eftir Lermontor, að hann hefði oft rætt
við stúlkuna, áður en hann hélt til baka til Moskvu. Hann
heimsótti hana í klefa hennar strax daginn eftir þennan atburð.
Þá minnti hún hann á loforð fangelsisstjórans. Lermontor bætti,
að manni virðist, gráu ofan á svart með því að segja henni, að
eflaust yrði gríman fjarlægð eftir fáeina daga. Sama svarið
gaf hann viku seinna, og síðan enn nokkrum dögum síðar. Or
því hætti hún að spyrja, og hefur að líkindum þótt það þýð-
ingarlaust.
Lermontor taldi ekki, að höfuðbúnaðurinn hefði beinlínis
valdið henni sársauka. Þó játaði hann, að hún hefði mjög lítið
getað hreyft höfuðið og raunar alls ekki getað beygt það.
Skipanir hinna miskunnarlausu ráðamanna í Moskvu höfðu
verið framkvæmdar, stúlkan hafði verið beitt öllum þeim grimm-
úðlegu þvingunum, sem notaðar voru við harðsvíruðustu
glæpamenn. Hún sat í neðanjarðarklefa, þar sem rakinn var
svo mikill, að gólf og veggir flóðu sífellt í vatni. Hún bar hand-
járn og fótajárn og var klædd betrunarhúsbúningi karlfanga.
Og hún bar sakamannagrímuna illræmdu, sem hélt höfði henn-
ar eins og í skrúfstykki. Hún var í rauninni lifandi grafin. Járn-
in torvelduðu henni mjög allar hreyfingar.
Þegar Lermontor kom að kveðja hana, sat hún á trébekkn-
um með fangakost sinn á hnjánum. Það var lítið kringlótt
op á grímunni, ,,járnmunnur,“ sem hún mataðist í gegnum.
Lermontor tjáði henni, að hann mundi gera allt, sem í hans
valdi stæði, til þess að fangavist hennar yrði gerð léttari. Hún
horfði á hann gegnum sjónrifu grímunnar, en sagði ekkert. Og
þegar hann kom til Moskvu og reyndi að efna heit sitt, kom
hann allsstaðar að lokuðum dyrum.
Lermontor framdi sjálfsmorð. Það er hægt að sanna. Hann
hafði líka gnægð peninga, þótt enginn vissi, hvaðan hann fékk
þá. Var sagan, sem hann sagði Calonne lögfræðingi, sönn? Eða
var þetta eintómur tilbúningur hans eða Calonnes eða beggja?
Þeirri spurningu verður naumast svarað úr þessu svo óhyggj-
andi sé.
Því hefur verið haldið fram, að sögurnar um stúlkuna í
Bulun ættu rót sína að rekja til reyfarans fræga um mann-
inn með stálgrímuna. Þetta er þó mjög hæpin fullyrðing. Vitn-
in í málinu eru of mörg, og það verður ekki séð, að þau hafi
á neinn hátt getað auðgast á uppljóstrunum sínum. Lermontor,
sem ef til vill er mikilvægasta vitnið, bannar til dæmis að
frásögn hans sé birt fyrr en að honum látnum.
Meðferðin á hinni ógæfusömu stúlku er heldur ekkert eins-
dæmi. Á sama tíma sem hún situr í dýflissunni í Bulun þræla
tugþúsundir karla og kvenna í hinum ægilegu námum keis-
arastjórnarinnar í Síberíu. Mörgum árum seinna — á 20. öld
— fréttir heimurinn þar að auki um tvær konur — byltingar-
sinna — sem sætt hafa litlu minna harðýðgi af hendi hinna
rússnesku stjórnarvalda. Önnur situr í dýflissu í 22 ár og er
svo algjörlega einangruð, að hún kann ekki að tala, þegar
fangelsisdyrnar loks opnast fyrir henni.
Nei, það virðist vera staðreynd, að í fangelsinu í Bulun hafi
verið geymd stúlka við þær aðstæður, sem hér hefur verið
lýst. Um hitt má endalaust deila, hver hún hafi verið. Var fang-
inn dóttir keisarans, eða aðalsmærin Nadezhda Pisarev, eða ein-
hver enn önnur?
Og hver urðu endanleg örlög hennar? Lermontor skilur við
hana í dýflissunni vorið 1868. Fjórum árum síðar sér Michael
Krylov hana og þá ber hún enn sakamannagrímuna. Tveim-
ur (?) árum síðar er hinn ónafngreindi aðalsmaður gerður út
frá Moskvu til þess að semja skýrslu um „líðan og hegðan
fangans Olgu Orlov.“ Honum rennur til rifja meðferðin á
henni, en kemst samt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé bein-
línis verið að reyna að „murka úr henni lífið.“ Þegar samtal
þeirra fer fram, er hún í járnum og með grímuna.
Sé frásögn Lermontors sönn, er það seytján ára gömul
stúlka, sem hann flytur til Bulun. Hún er þá 23 ára, þegar
aðalsmaðurinn yfirheyrir hana; í sex ár er hún búin að þola
hina ómannúðlegu fangelsisvist.
Urðu það örlög hennar að veslast upp í neðanjarðarklef-
anum, leysti hún ,,ríkisvandann“ með því að finnast einn góð-
an veðurdag látin á klefagólfinu ? Til allrar hamingju kemur
fram eitt vitni enn, og vitnisburður þess gefur ástæðu til að
ætla, að svo ömurlegt hafi hlutskipti hennar ekki orðið. Það er
maður sá, sem getið er um í upphafi þessarar frásagnar, flótta-
maðurinn, sem kom austan frá Rússlandi 1880 og rifjaði upp
að nýju sögurnar um „stúlkuna með jámgrímuna.“
Maður þessi, byltingarsinni að nafni Golitsin, fullyrti, að
hann hefði talað við stúlkuna og hún hefði sagt honum í trún-
aði, að hún væri dóttir Alexanders keisara. Hún var þá enn i
fangelsinu við Bulun, en varðhald hennar var með nokkuð væg-
ara móti. Þannig var henni nú hlíft við að bera sakamanna-
Framháld á bls. 18.
E,N rÓ^T ^R/N
JIAÐUK NOKKUR var búinn að
fá þá flugn í höfuðið, að hann
væri dauður. Læknirinn lét hann
taka sér stöðu fyrir framan spegil
ogemlurtaka í sifellu: „Það blæðir
ekki úr clauðum mönnum.“ Svo
stakk hann títuprjón í hantllegg-
inn á honum, svo að úr blæddi.
„Jæja, sérðu nú?“ sagði læknir-
inn sigri hrósandi.
„Hvort ég sé.'“ ansaði maður-
inn. „Það b 1 æ ð i r úr dauðum
mönnurn."
ÞEGAJt HJÓN ein fórust í bíi-
slysi, skildu með þeim leiðir.
Þegar eiginkonan var komin til
liimnarikis, hringdi hún strax á
manninn sinn.
„Hvernig hefurðu það þarna
neðra?“ spurði húii.
„Ágætt,“ svaraði eiginmaður-
inn. „Við þurfum ekkert annað að
gera en ganga í rauðum fötum
og vera með liorn og moka svo-
lítið á eldinn öðru hvoru. Við
vinnum sjaldnast lengur en tvo
tíma á sólarliring. En segðu mér,
hvernig er það þarna efra?“
„Æ, minnstu ekki á það,“ sagði
eiginkonan. „Við verðum að fara
á fætur klukkan fjögur að safna
saman stjörnunum; svo verðum
við að drösla tunglinu inn og
liengja út sólina. Loks verðum
við að rogast fram og aftur með
skýin allan liðlangan daginn.“
„En hversvegna þurfið þið að
erfiða svona ,“ spurði eiginmaður-
inn.
„Satt að segja,“ svaraði konan,
„erum við anzi liðfá hérna uppi.“
JÓN HAFÐI aklrei áður komist
í kast við yfirvöldin, en nú stóð
hann frammi fyrir sýslumannin-
um sakaður um að hafa stolið
kálfi frá Karli nágranna sínum.
Sýslumaður spurði, hvað hann
hefði gert við kálfinn.
„Ég át hann, sýslumaður góð-
ur.“
„Það er þokkalegt eða hitt þó
heldur. Og hvað lieldurðu þú get-
ir sagt þér til varnar á dóms-
degi, Jón, þegar þú verður Ieidd-
ur fyrir kálfinn og eiganda hans
og Iiarl lýsir yfir, að þú hafir
stolið lionum?"
„Sögðuð þér, sýslumaður minn,
að kálfurinn yrði viðstaddur
líka ?«
„Það gerði ég vissulega,“
„Jæja, þá mundi ég segja:
Gerðu svo vel, Kalli, hérna er
kálfurinn þinn.“
TVÖ MJÖLKURBtr voru komin í
harðvítugt viðskiptastríð. Annað
þeirra fékk kappakstursgarp til
að aka eins og vitlausan mann
um bæinn með auglýsingaspjald,
sem á var ritað: „Þessi fullhugi
drekkur mjólkina okkar.“
Hitt mjólkurhúið siaraði með
svofelldri auglýsingu: „Menn
þurfa ekki að vera fullhugar til
þess að drekka o k k a r mjólk.“
ÞEGAE ENDURSKOÐANDINN
fór á fætur um morguninn, trúði
liann konunni sinni fyrir því, að
hann hefði varla blundað um
nóttina.
„Hversvegna reyndirðu ekki að
telja kindúr?“ spurði konan.
„Einmitt jiað sem ég gerði. En
ég mistaldi mig á fyrsta hundr-
aðinu og var fram undir morgun
að finna skekkjuna.“.
13