Vikan


Vikan - 14.02.1956, Side 14

Vikan - 14.02.1956, Side 14
UNDRAEFNIÐ SILICON hefur margvíslega eiginleika. Ar MERKISMIÐUM alls kyns útlendra efna, sem flutt eru inn og við kaupum síðan í verzlununum, getur oft að líta nafnið silicon. Hvað táknar það þá, að í viðkomandi vöru séu silicon? Og að hvaða leyti er það hagkvæmt? Það mundi lítið gagna húsmæðrunum, þó við gæfum upp nákvæma efnafræðilega formúlu fyrir silicon. Við skulum því láta okkur nægja að segja, að silicon sé nýtt efni, skylt bæði gleri og plasti og framleitt sem vökvi, feiti, þétt efni, viðarkvoða, gljákvoða og fægilögur. Eiginleikar þess eru svo margvíslegir, að það getur stundum gegnt algerlega gagn- stæðum hlutverkum. Þetta efni er t. d. bæði notað til að halda ýmsu saman og til að aðskilja annað. Silicon sem bón. ENN sem komið er höfum við húsmæðurnar helzt kynnzt þessu efni í formi alls kyns fægivökva. En það er ekki víst að allur gljái, sem inniheldur silicon, sé þannig merktur, þó það standi með stórum stöfum utan á öðrum tegundum. Hér gildir því það sama og áður en siliconin komu fram á sjónarsviðið, hver húsmóðir verður að dæma um tegundirnar af eigin reynslu. Silicongljái er framleiddur sem vökvi. Hann þolir veðrun og sólskin, hefur samskonar áhrif við hátt og lágt hitastig og hrindir af sér vatni. Siliconin samþýðast vaxi illa, svo að í vaxi hafa þau aðeins þau áhrif að auðveldara verður að bera bónið á og fægja yfir. 1 vaxgljáa er silicon því aðeins aukaefni. Innihaidi lögurinn aftur á móti lítið eða ekkert vax, er það siliconið sem gefur gljáann. Þá myndast gljáandi varnarhúð, sem helzt óbreytt í marga mánuði. Og áferðin er ákaflega falleg. Áður en siliconin komu til sögunnar var siður að bera á vaxbón og eyða mikilli orku í að bóna yfir það. Þessi aðferð gaf oftast fallegan gljáa, en honum fylgdu líka oft þreytuverkir í útlimunum og smám saman vildi viðargljáinn og liturinn hverfa af húsgögnunum. Vaxið var þá borið yfir leyfarnar af öðru eldra vaxi, sem ryk og blettir höfðu náð að festast í. 1 næsta skipti hurfu svo þessir blettir undir nýtt lag af vaxi og hinn upprunalegi gljái og litur hurfu smám saman. Með silicongljáa er sett á bónflötinn örþunnt lag, sem rykkornin setjast ekki ofan í. Silicongljái er ákaflega endingargóður og þar sem hann hrindir frá sér vatni, þá er oft hægt að þurrka upp vökva, sem hellist niður á góifin eða borðin, án þess að nokkur blettur sjáist á eftir. En þó silicon- húð eigi að þola sólskin og hita, þá er ekki þar með sagt, að hægt sé að setja sjóðheitan skaptpott á borðstofuborðið. Aftur á móti er óhætt að setja á það bolla með heitu kaffi eða tei, án þess að komi blettur. Þetta er nú orðið langt mál um gagnsemi silicongljáa á húsgögn úr viði. En hann er engu síður hentugur á aðra fleti, sem þarf að verja og halda gljáandi: gólf, gler, leður, málma og flísar. En notið aldrei silicon- gljáa á matta fleti. Siliconið er vatnsþétt. EINHVER merkasti eiginleiki siliconsins er sá, að það er vatnsþétt. Og það gerir þetta efni ennþá mikilvægara á öðrum sviðum en sem bóngljái. Hugsið ykkur kvöldkjól, > sem kokteill hrinur af eins og vatn af gæs, hús, sem lítur út eins og nýtt, þó alls kyns veður lemji það að utan allan ársins hring, eða gólfteppi, sem blekblettir festast ekki I, heldur nást úr með köldu vatni. Þetta eru engir draumórar, þó ekki sé enn hægt að fara út í búð og kaupa pund eða pott af siliconi og bera það á fyrr- nefnda hluti. Þetta er hægt að framleiða, þó það sé ekki komið á markað- inn ennþá. Siliconvættur fatnaður. ERLENDIS er nú farið að framleiða siliconvætt efni. Allir gerfiþræðir reyndust strax hentugir í þessu skyni og nú hafa baðmullar og ullarþræðir verið teknir til samskonar' meðferðar. Um skeið hefur verið hægt að fá regnkápur, íbornar með silicon — þó þær séu ekki alltaf þannig merktai- — og líka hafa komið á markaðinn kjólar, sem ekki eiga „að taka í sig bletti,“ enda er það rétt hvað alls kyns vatnskenda bletti snertir. , Það á að vera óhætt að þvo og láta hreinsa slík efni. Þó þarf að aðvara efnalaugarnar þegar um siliconvætt efni er að ræða, og ekki má þvo þau úr þessum sterku sápulausu hreinsiefnum, séu þau þvegin heima. Sterk hreinsiefni þvo að vísu ekki siliconið úr, en þau mynda utan um það húð, sem erfitt er að ná burtu aftur, og sem gerir það óvirkt. Annars eiga siliconvætt efni að haldast óbreytt gegnum fjóra til fimm þvotta. Framleiðandi siliconborinna skíðajakka í Englandi heldur því fram, að bezt sé að hreinsa slikar flíkur með því að sprauta á þær köldu vatni, enda þurfi ekki annað. Enn sem komið er getur maður ekki fengið silicon til að bera í flíkur sjálfur og siliconvætt efni munu ófáanleg, nema flaujelisefni. Á erlendum markaði þarf líka oft að leita lengi, áður en maður finnur kjól úr siliconvættu efni eða siliconborna skó. Siliconvættu húsgagnaáklæði og gólfteppum yrði áreiðanlega vel tekið, því slík efni mundu verjast blettum og sliti afburða vel. En þó hægt sé að framleiða þau eru þau ekki komin á markaðinn enn sem komið er, eftir því sem við bezt vitum. Silicon á byggingar, í snyrtivörur og á eldhúsáhöld. Ar SAMA hátt er gott að bera silieon á múrsteinsveggi. Það er alveg litlaust og breytir í engu útliti húsanna, en það ver yzta borð þeirra fyrir regni og sól. Þar með er ekki sagt, að það verji fyrir raka, sem kemur innan frá og stafar af byggingargöllum. Þá er röðin komin að snyrtivörunum. Byrjað er að nota siliconin í handáburð, í sólarolíu (sem ekki skolast þá af i vatni), í hárlagningar- vökva, hlýfðarkrem og auk þess þykir siliconvættur hreinsipappír fyrir gleraugu ákaflega hentugur í notkun. 1 siliconbornum glösum og hylkjum fer ekkert af innihaldinu til spill- is, enda er silicon nú mikið borið innan í alls kyns form, t. d. við fram- leiðslu hjólbarða. Bakarar eru líka farnir að bera silicon innan í brauð- og kökuform, svo að kökurnar festist ekki við heldur renni viðstöðu- laust úr formunum sé þeim hallað. Enda eru engin eitruð efni i siliconum. Siliconborin heimilisáhöld eru á næsta leiti. Og sumir halda því fram að hægt vei'Si að steikja á þannig gerðum pönnum án þess að hafa nokkra feiti á þeim. 1 iðnaðinum er silicon notað á margvíslegan hátt, t. d. sem smurn- ing á alls kyns vélar, sem þá verða liðugri i gangi, afkastameiri og ná- kvæmari. Siliconin eru orðin föst í sessi. r:EMSTU vísindamenn heimsins lýstu þvi yfir árið 1937, að ekki væri líklegt að neinar mikilvægar framfarir yrðu á næstunni á þessu sviði efnafræðinnar. Þá voru siliconin aðeins heillandi viðfagnsefni vís- indamanna í rannsóknarstofunum, en þau voru talin hafa lítið hagnýtt gildi. Það var ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina, sem menn gerðu sér grein fyrir hinum hagnýtu möguleikum þeirra. Það kom í hlut Banda- ríkjamanna að verða fyrstir til að meta gildi þeirra og byrja að nota þessi efni í iðnaði. En nú eru þau framleidd víðar, enda eru þau meðal hinna merkustu nýjunga, sem komið hafa fram til að létta heimilisstörf- in, svo ekki sé meira sagt. (Stuðst við grein i Good Housekeeping, hinu enska). SAMANLAGÐI BARNAVAGNINN I • Þær mæður, sem búa í úthverfunum og þurfa stund- i uin að bregða sér í bæinn með ungbörnin, munu kunna i að meta þennan hentuga bamavagn. Hann er þannig útbúinn að auðvelt er að leggja hann í saman og stinga honum ofan í meðfylgjandi tösku. Fyrir- É ferðin á töskunni er 80X50 sm. og þykktin eins og á Í venjulegri ferðatösku. Þessi vagn var sýndur á sýningu fyrir bamadót í París. i Það fylgir ekld sögunni, hvort nokkurt íslenzkt fyrirtæki [ hafi pantað Jiessa gerð barnavagna. 14 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll*llll*l**lll*l*,,,l,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,",,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,l

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.