Vikan


Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 6

Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 6
Peir kölluðu hann Bjölluna og enginn rétti honuni hjálparhönd . . . FLÆKINGUMDm * Þótt hann væri aumur og bæklaður, hafði hann ekki fæðst þannig. Einu sinni, þegar hann var á leiðinni til Varville, ók vagn yfir hann og braut báða fætur hans. Hann var þá 15 ára. Upp frá því betlaði hann. Með erfiðis- munum sveiflaði hann sér áfram frá bæ til bæjar. Hækjurnar ýttu heldur óþyrmi- léga undir axlir honum og höfðu rekið þær rétt upp undir eyru, óg það var engu líkara en höfuð hans gægðist upp á milli tveggja fjallgarða. Bóndinn frá La Billet- tes hafði fundið hann ofan í skurði, þegar hann var ofuralítill snáði, og það meira að segja á sjálft allraheilagastakvöld, og þess vegna þóttust menn hafa góða og gilda ástæðu til þess að skíra hann Nicolas Toussaint! * Enga f ræðslu haf ði hann feng ið, enda var hann alinn upp á heimili mun- aðarleysingjanna. Bakarinn þar í þorpinu hafði einu sinni gefið honum nokkur glös af brennivíni — og það var þá, sem hann varð undir vagninum. Svona var nú sagan hans. Nú var hann aðeins flækingur og nauðbeygður til þess að rétta fram hönd sína og biðja greiðvikna menn um ofur- litla ölmusu. Baronsfrú d’Avary hafði áður leyft hon- um að sofa í hálmhrúgu við hænsnakof- ann, og ef hann þá ’var mjög hungraður, gat hann gengið að því sem vísu, að inni í eldhúsinu hjá henni fengi hann brauð- sneið og ef til vill glas af víni. Oft fleygði líka gamla konan nokkrum aurum til hans ofan af svölunum. En nú var hún dáin. 1 þorpunum fékk hann enga ölmusu lengur; menn voru orðnir leiðir á hon- um. I fjörutíu ár höfðu þeir þegar horft á þennan bæklaða, tötralega aumingja drattast áfram frá húsi til húss. Út fyrir þorpin fór hann aldrei, því af öllum heiminum þekkti hann aðeins þennan blett, þessi þrjú eða fjögur þorp, og þar hafði hann eytt hinum vesælu æfidögum sínum. Það var þarna, sem hann betlaði, og hann lagði það ekki upp að fara lengra. — Hann vissi heldur ekki, hvort heimur- inn næði lengra en út að skóginum, sem hann sá í fjarska og tók þar fyrir útsýnið. Hann hugsaði heldur ekki neitt um það. Bændurnir voru orðnir leiðir á að mæta honum allt af aftur og aftur á ökrunum og hrópuðu gramir til hans: „Hvers vegna ferðu aldrei inn í hin þorpin, heldur en að skjögra hér allt af um á sama staðnum?" Þá svaraði hann ekki og gekk úr vegi fyrir þeim. Hann fylltist óljósum ótta, þegar minnzt var á ókunn þorp, ótta munaðarleysingjans, sem hvergi á heima. Hann óttaðist allt — ókunn andljt, illgirn- isleg tillit, lítilsvirðingar fóksins og — lögregluþjónana. Sæi hann sólina glampa á einkennisbúning þeirra í fjarska, varð hann skyndilega einkennilega liðugur; — hin ósjálfráða fimi bæklaðs manns kom þá í ljós. Hann flýtti sér út í runna eða bak við hól, lét sig síðan síga niður frá hækjunum, féll hljóðlaust eins ög dula á jörðina, hnipraði sig saman og varð stöðugt minni og minni fyrirferðar, og brúnu garmarnir hans stungu heldur ekki í stúf við jarðveginn, svo erfitt var að koma auga á hann. Samt sem áður hafði hanri aldrei komizt í kast við lögreglu- þjónana. Óttinn við þá virtist vera honum meðfæddur, eins og hann hefði erft hann frá foreldrum sínum. En þau hafði hann aldrei þekkt. I víðri veröld átti hann hvergi hæli, átti hvergi höfði sínu að að halla. Á sumrin svaf hann hér og þar út um móa, og á veturna læddist hann óskiljanlega fimlega inn í hlöður eða fjós. En gæta þess varð hann, að vera alltaf kominn á brott, áð- ur en heimilisfólkið kom á fætur. Við að nota hækjurnar, var hann orðinn feikna sterkur í höndunum og oft kom það hon- um að góðu haldi, þegar hann varð að fara hátt upp í hlöðurnar. Þar hélt hann síðan til í fjóra daga eða fimm. Hann sat þá kyrr á sama stað, ef honum í síðasta leiðangri hafði lánazt að afla sér einhvers matar. Þannig lifði hann meðal mannanna eins og villt dýr væri. Hann þekkti engan. Allir voru orðnir leiðir á honum. Hann elskaði engan. Bændurnir fyrirlitu hann og forð- uðust hann. Menn höfðu gefið honum við- umafnið „Bjallan", af þeirri ástæðu, að hann sveiflaði sér fram og aftur eins og bjalla á hækjum sínum. I tvo daga hafði hann ekkert fengið að borða. Allir vom hættir að miskunna sig yfir hann. Þegar bændurnir sáu hann koma í fjarska, kölluðu þeir til hans: „Haltu áfram, „Bjalla“; þú færð ekkert hjá mér núna.“ Þá sneri hann við í skyndi og hélt til næsta bæjar, en fékk þar sömu viðtök- urnar. Húsmæðurnar þar sögðu hver við aðra: „Enginn getur ætlazt til þess, að við gefum þessum flækingi eitthvað að borða á hverjum degi.“ En flækingnum fannst nú samt, að hann þyrfti að fá eitthvað að borða á hverj- um degi. Hann hafði nú staulazt gegnum Saint- Hilaire, Varville og les Billetter, án þess að fá svo mikið sem eina sentímu eða harða brauðskorpu. Það var því ekki um annað að ræða en halda til Tournelles. En þangað var tveggja mílna vegur, og hann var svo þreyttur, að hann gat varla drattazt áfram. Og magi hans var engu síður innantómur en vasar hans. En þrátt fyrir það lagði hann af stað til Toumelles. Það var desembermánuður. Kaldur vind- urinn æddi yfir akrana, og það þaut í blaðlausum trjánum. Þungbúin skýin rak hratt yfir himininn, eitthvað út í busk- ann. Og þarna drattaðist flækingurinn áfram með stuðningi hækna sinna og ann- ars fótarins, því að hinn hafði verið tek- inn af honum. Við og við settist hann niður við skurð- bakkann og hvíldi sig í nokkrar mínútur. Hungrið fyllti hann ógurlegum ótta. I huga hans var aðeins þessi eina ósk: Að borða. En enga leið sá hann til þess að uppfylla hana. I þrjá tíma staulaðist hann þannig með erfiðismunum áfram. Þegar hann svo loks kom auga á fyrsta bæinn í þorpinu, hrað- aði hann á sér. Fyrsti bóndinn, sem hann bað um ölm- usu, svaraði aðeins: „Ertu nú kominn enn * Toussaint (franska) = allraheilagradagur. Gamalt og nýtt HÉB mætast gamli og nýi tíminn í Indlandi. Mennirnir með körfu- byrðarnar á höfðinu eru í algerri mótsögn við verksmiðjuhúsin hinu- megin fljótsins. Myndin er tekin í Burnpur, og þetta er liluti af nýtíslui stálverksmiðju. Nýsköp- unarframkvæmdum í fndlandi fleygir fram. 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.