Vikan


Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 12

Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 12
/ s G A FOKSAGA: Þaðvar óeirð í föngunum. Ég var fangavörður í fylkisfang- elsinu í Georgíu. Mér leið ekki sem bezt sjálfum. Það var kominn nýr fangi í fangelsið — Gwen Ben- son, 21 árs gömul stúlka. I>að átti að taka hana af lífi fyrir morð. Þetta gerðist fyrir fimmtíu árum. Fang- elsin voru fangelsi í þá daga, engar uppeldisstofnanir. Fangamir kipptu sér ekki upp við það, þótt einn og einn karlmaður væri tekinn af lífi. En kvenmaður — og kornung stúlka í þokkabót! Það var annað mál. Það lá í loftinu, að þeir voru reiðubúnir að fórna lífi sínu til að bjarga henni. Svo sá ég hana og talaði við hana nolíkur orð. Eftir það fór mér að líða illa. Eftir nokkrar andvökunætur, komst ég að þeirri niður- stöðu, að hún væri saklaus. Ég afréð að bjarga henni, ef þess væri nokkur kostur, og tækifærið fékk ég kvöld- ið fyrir laftökudaginn. Þá andaðist Robert Flowers, seytján ára gamall ógæfupiltur, sem var nýkominn í fangelsið. Ég fékk fanga að nafni Lynn í lið með mér, og í sameiningu tókst okkur að grafa lík Koberts Flowers, ná Gwen Benson úr dauðaklefanmn, láta hana kiæðast venjulegum einkennisbúningi karlfanga og fela hana með því að gera hana að staðgengli hins Iátna! ÞAJD var föstudagsmorgxmn. Klukkan var liðlega tíu. Þaö var svo mikill glymur í varðstofunní, að varla heyrðist mannsins mál. t>að varð ekki þverfótað fyrir fangavörfium, og á milli þeirra skutust blaðamenn otandi skriffærum sínum og hrópandi spurn- ingar. 1 miðjum hópnum stóð Butler og við hlið honum fangelsisstjórinn. Butler þurrkaði framan úr sér svitann með griðarstórum rauðum vasa- klút. Fangelsisstjórinn hvíslaði í eyrað á honum, mjakaði sér að því loknu varlega gegnum mannþröngina og hvarf út um dymar. Butler dæsti, klifraði upp á stól og klappaði saman hrömmunum. „Hljóð'. Gefið mér hljóð!“ Hann beið uns menn voru þagnaðir, og ávarpaði svo blaðamennina í hópnum. „Herrar mínir, hún finnst ekki! Það megið þið bóka. Þið getið Iíka haft það eftir okkur hérna, að úr því ekkert hafi hafst upp úr loitinni í morgun verðum við nauðugir viljugir að slá því föstu, að henni hafi einhvernveginn tekist að komast út úr fangelsinu . . .“ Það fór kliður um herbergið. Einn blaðamannanna hrópaði: „Þið sögðuð okkur fyrir nokkrum dögum, að fangelsið væri — pottþétt sögðuð þið víst.“ Butler dró enn upp rauða vasaklútinn; það var eins og hann væri að veifa uppgjafarflaggi. „Ég neita því ekki. Ég er búinn að vera hér 1 tuttugu og átta ár, herrar mínir, og get sagt ykkur það, að á öllum þeim tíma hefur enginn brotist út úr þessu fangelsi og komist burtu.“ Hann þagnaði og hvessti augun á blaðamennina. „Þeir hafa auðvitað reynt, eins og þeir mimu halda áfram að reyna á meðan hér stendm- steinn yfir steini. Nokkrir hafa meir að segja komist alla leið yfir múrinn. En þeir hafa ekki kom- ist þetta óséðir, og við höfum náð þeim dauðum eða lifandi. Það sem hér hefur skeð . . .“ hann ypti þreytulega öxlum..........það sem hér hefur skeð, er gjörsamlega óskiljanlegt." Þeir spurði enn margra spurninga og Butler svaraði eftir beztu getu. Jú, strokufangans yrði leitað uns hann fyndist. Lögreglan í öllum sýslum fylkisins mundi að sjálfsögðu taka þátt í leitinni. Prentaðri lýsingu á stúlkunni yrði dreift. Margnefndur fangi lá undir dauðadómi, eins og öllum var kunnugt, og það mátti þegar af þeirri ástæðu alls ekki ske, að hann slyppi. Það var ekki eins og þetta væri réttur og sléttur smá- þjófui'. Ónei! Hér var ótínt morðkvendi að reyna að skjóta sér undan mak- K V G G A L G A N S eftir William Gaston jr. legii refsingu, og allir nnmdu auðvitað leggjast á eitt til þcss að hand- sama hana og koma henni þangað, sem hún átti heima — nefnilega beint í gálgann. Butler var feikn ákveðinn. Gwen Benson, þrumaði hann að lokum, mundi ekki lengi leika lausum hala. Hann vænti þess fastlega, að innan fáeinna daga gæti hann stefnt blaðamönnunum saman á nýjan leik — til þess að sjá hana hengda. Þar með var þessum óvenjulega fundi lokið og blaðamennirnir byrj- uðu að tínast út úr varðstofunni. Þeir gengu fram hjá föngunum, þar sem þeir stóðu á klefagöngunum og sneru andlitum til veggjar, eins og þeir voru búnir að standa undir ströngum verði þá fjóra tíma, sem leitin hafði tekið. Þeir skimuðu í kringum sig, kepptust við að vera gáfulegir á svipinn og voru með allskyns fáránlegar tilgátur um, hvernig Gwen Ben- son hefði tekist að komast út. Og Gwen Benson, aðalpersónan í leikn- um, stúlkan, sem þetta allt snerist um, var við nefið á þeim! Þeir bókstaflega strukust við hana þegar þeir gengu fram í anddyrið! I-Iún stóð við hliðina á Lynn, með hendur fyrir aftan bak eins og hinir fangarnir, og hallaði enninu að steinveggnum. Ég gaut augunum til hennar um leið og við gengum framhjá, og hún sneri höfðinu eilítið og horfði andartak á mig. Svo sneri hún höfðinu aftur að veggnum, varð aftur persónulaus fangi í röndóttum fangabúningi. Þar með var fyrsta þætti þessara viðburða í rauninni lokið. Blaða- mennirnir kvöddu og fóru sína leið. Fangarnir héldu til vinnu sinnar. Frá fangelsisstjóranum bárust boð um að venjidegar starfreglur væru aftur í gildi. Umsátursástandinu var aflétt. Það var viðurkennt, að Gwen Benson væri á bak og burt. Nú hófst nýr þáttur, hættuminni en fullt eins veigamikill og sá fyrri. Það þurfti að sanna sakleysi Gwen Bensons, losa hana í eitt skipti fyrir öll við þá fjötra, sem héldu henni í skugga gálgans. Ég ákvað strax að reyna að koma í veg fyrir, að það yrði almenn vitneskja meðal fanganna, hvar Gwen var niður komin. David Wint, klefafélagi hennar, vissi það að sjálfsögðu, en honum treysti ég. Sömu sögu var að segja af Lynn. Bezt væri ef þessir tveir menn einir vissu sannleikann. Því færri þvi betra. Erfiðara yrði þetta að vísu, þegar Gwen yrði flutt í fangavagnana með hinum föngunum, sem áttu að vinna hjá Continental járnbrautafélaginu. Þó var engin ástæða til að örvænta. Það voru margir kornungir fangar í fangelsinu. Sá yngsti var tólf ára! Þeir voru ekki að víla það fyrir sér á þessum árum að senda fullkomna óvita i fangelsin. Ég þurfti þvi ekki að kvíða því, að það vekti grun, þótt Gwen væri ekkert sérlega illmannleg í fangabúningnum. TJtlit henn- ar gat ósköp vel komið heim við það, sem í fangaskránni stóð, nefni- lega að hún væri 17 ára unglingspiltur. Sannleikurinn var sá, að það var undir henni sjálfri komið, hvort þetta tækist. Ef hún léki hlutverk sitt vel, var öllu óhætt. Ef hún gugnaði ekki andspænis þeim staðreyndum sem nú blöstu við henni, var í raun- inni ekkert því til fyrirstöðu, 'að hún tæki við hlutverki Roberts Flowers í orðsins fyllstu merkingu, sæti jafnvel árum saman í fangelsinu sem karlmaður, já, afplánaði þessi tuttugu ár, sem hann hafði verið dæmdur í. Ég velti þessu fyrir mér á leiðinni út í grjótnámið, og ég brosti með sjálfum mér. Robert Flowers lá þar sem við Lynn höfðum grafið hann með ærnum erfiðismunum — undir steingólfinu í móttökuherberginu þar sem Gwen Benson hafði haft við hann hlutverkaskipti. Það hafði tekið okkur næni þrjá tíma að brjóta upp gólfið, en nú var steypan hörðnuð, sem við höfðum rennt í það aftur, steingröf hans mundi seint finnast, hann var úr sögunni. öðru máli gegndi um Gwen Benson, staðgengilinn, sem Butler hafði fyrir hálfri stundu látið í ljós hinar frómu óskir um að geta hengt eftir fáeina daga. Hún var bráðlifandi, hennar sögu var síður en svo lokið. Ég varð að sanna sakleysi hennar, sanna það með rökum, að hún væri sak- laus. Þar til það tækist, sæti hún í algerri sjálfheldu. Hún hafði engu meiri frelsisvon sem dulbúinn Robert Flowers en hinn ósvikni Robert Flowers hefði haft. Hún yrðl einfaldlega að bera fangabúninginn og þrauka sem fangi, uns næg gögn væru fyrir hendi til þess að sanna fullkomið sakleysi hennar :if þeim glæp, sem hún hafði verið dæmd til lífláts fyrir. Ef hitt kæmi á daginn, ef ég uppgötvaði, að hjartað en ekki heilinn 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.