Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 14
RITSTJÓRI: ELlN PALMADÖTTIE
ERU FEGRUNARLYF NAUÐSYNLEG?
Jú, kannski. En heilbrigðir lifn-
aðarhættir eru líka afbragðs
„yngingarlyf“.
T ÖNGUNIN til að vera falleg er mann-
" leg og sameiginleg næstum öllum
kynsystrum okkar. Flestar stúlkur lang-
ar til að vera fallegar, rétt eins og flest-
ir strákar myndu gjarnan vilja skara
fram úr í íþróttum, og það er ekki nema
sjálfsagt að bæði drengir og stúlkur keppi
að því að fá drauma sína til að rætast.
Það er þó ekki þar með sagt að allar til-
raunir, sem gerðar eru í þessum tilgangi,
séu alltaf réttmætar, því drengir geta
auðveldlega eytt of miklum tíma í að
sýna yfirburði sína í kappleikjum, og
stúlkur geta eytt of miklum tíma, og of
miklum peningum, í útlitið.
Margir þeirra, sem trúa einlæglega á
lækningar móður náttúru hvað heilsuna
snertir, halda því fram, að þar sem rétt
matarræði, hreint loft, næg hreyfing o. s.
frv., eigi svo mikinn þátt í að fegra út-
litið, þá sé það nóg, og við eigum að gera
okkur ánægðar með það, sem slíkir lifn-
aðarhættir geta komið til leiðar, hversu
misjafnlega mikið sem það virðist vera.
Hvað sem um það má segja, verðum
við að horfast í augu við þá staðreynd,
að þó imgar og heilbrigðar stúlkur, sem
fyl&ja læknisráðum náttúrunnar, þurfi
ekki á fegrunarlyf jum að halda, eru marg-
ar konur sem 'beinlínis þarfnast þeirra,
en nægir ekki hófleg notkun.
Þetta á rætur sínar að nokkru leyti að
rékja til þess, að fegrunarsmyrsl eru orð-
in svo almenn nú á dögum. Það kveður
svo ramt að því, að fegrunarsmyrsl eru
orðin hluti af almennri snyrtingu, hversu
fallega húð sem stúlkur annars hafa.
Til þess að fegrunarlyf geti í raun og
veru verið til fegrunar, verður að nota
þau svo sparlega og varlega, að þau verði
varla sýnileg, og slík notkun er því aðeins
möguleg, að við séum hraustar og hreinar
yzt sem innst.
Ég álít, að fegrunarlyf ættu að vera
notuð sem fylling fyrir húð, sem haldið
er hreinni og ferskri innan frá með réttu
mataræði, hreinu lofti og nægri hreyf-
ingu, en þau hættu ekki að vera notuð
til að hylja afleiðingar meltingarkvilla,
eða almenns slóðaskapar.
Stundum eru fegrunarlyf notuð á þann
hátt, að þau hylja, og jafnvel skaða, eðli-
lega fegurð, sem er miklu meira aðlað-
andi en þau lyf, sem hylja hana, og við
getum ekki annað en rætt svolítið meira
um það.
Húðin er stór og dýrmætur hluti af
líkamanum. Hún verndar hann og fegrar,
og ver hann gegn of skyndilegum áhrif-
um hita og kulda. Hún ver hann einnig
gegn óhreinindum og þar sem húðin er
mjög viðkvæm fyrir hita, sársauka o. s.
frv., er hún stöðugt á verði gegn utanað-
komandi áhrifum, sem gætu skaðað líkam-
ann.
En þessi viðkvæmni gerir það að verk-
um, að húðin verður sjálf móttækilegri
fyrir skaðlegum áhrifum, og þessvegna
fær fólk, sem býr í borgum oft ýmsa
húðsjúkdóma, vegna stöðugrar snerting-
ar húðarinnar við óhreina loftið.
Einn af aðalóvinum húðarinnar er harð-
lífi, því þegar þannig er ástatt hjá fólki,
fær húðin ljótan blæ og oft bletti og bólur.
Framhald á bls. 18.
FÆTUR SKYLDU
VERA FALLEGIR
Ekki erum við allar svo
hamingjusamar að hafa fallega
fótleggi. En hver kona getur
gert mikið fyrir fótleggina með
réttum æfingum, og margar af
þeim æfingum, sem gefa bezt-
an árangur, eru einfaldar og
krefjast ekki mikils tíma. Að-
alatriðið er aö halda þeim stöð-
ugt við. Hér á eftir koma
nokkrar leiðbeiningar:
Til þess að laga kálfana:
sittu á gólfinu með útteygða
fætur, tærháf beint upp og
handieggina framrétta. Lyftu
fötunum frá gólfinU til skiptis
án þess að beygja hnén, og
snertu tærnar um leið með
fingurgómunum.
Til þesá að laga öklana: sittu
14
á gólfinu með langt bil á milli
fótanna og tærnar beint upp,
og handleggina rétta beint út
frá hliðunum í axlarhæð. Lyftu
nú öðrum fætinum og hreyfðu
hann í sex hringi til hægri, sið-
an sex hringi til vinstri, og
gættu þess að allur fótleggur-
inn hreyfist. Þetta er endur-
tekið með hinum fætinum.
Til þess að mýkja vöðvana:
stattu bein, lyftu upp öðrum
fætinum án þess að beygja
hnéð og hreyfðu fótinn um ökl-
ann, upp og niður Þetta er end-
urtekið með hinum fætimnn.
Til að grenna öklana skaltu
reyna þessa aðferð: Liggðu á
bakinu á gólfiriu, með púða
undir lendunum. Beygðu hnén
upp að bringu. Nuddaðu hönd-
unum í hringi eftir öklanum og
færðu þessar hreyfingar smám
saman upp eftir leggnum. Þeita
skal gert sex sinnum, og síðan
endurtekið við hinn fótinn.
Hér er lítil viðbót við æf-
ingar til að grenna öklana, og
skal þetta gert að kvöldi þegar
þú hefur farið úr sokkum og
skóm: Krepptu tærnar og réttu
úr þeim nokkrum sinnum.
Taktu svo um eina og eina tá
í einu og hreyfðu hana fram
og aftur nokkrum sinnum.
Seztu á gólfið, réttu úr fótun-
um, og lyftu þeim upp til
skiptis, án þess að beygja hnén.
Stattu bein, með fæturna I
sundur (ca. 15 sm.). Hallaðu
fætinum þannig, að þunginn
hvíli á jarkanum. Endurtekið
25 sinnum
Gerðu þessar æfingar reglu-
lega í nokkurn tíma og þú
munt verða undrandi yfir ár-
angrinum.
SMURT
BRAUÐ
Brauð með svínakjöti:
Ferköntuð brauðsneið, ca. 1 sm. þykk, er
smurð með smjöri eða smjörlíki, sem er
gjarnan hrært með svolitlu sinepi. Svina-
kjötssneiðar af sömu stærð eru lagðar á
brauðið, og þetta er skreytt með sýrðum
agúrkum eða hrærðum eggjum.
Brauð með lifrarkæfu:
Kæfan er hrærð með svolitlu smjöri og
þykku lagi smurt á ferkantaða franskbrauð-
sneið. Sneiðin er siðan skorin í horn, og
þessar tvær þríhyrndu sneiðar skreyttar með
sýrðum agúrkum eða hrærðum eggjum. Einn-
ig má setja lifrarkæfuna í sprautupoka og
sprauta henni í topp á hringlaga brauðsneið,
sem síðan er skreytt með radísusneiðum.
Enskar „snittur“.
Rauða úr harðsoðnu eggi, kapers, örlítið
karrý og súr rjómi er hrært saman og síðan
smurt á brauðsneið, sem áður er ristuð. Skreytt
með tómötum og sýrðum agúrkum.
Laxabrauð.
Litlar ristaðar brauðsneiðar eru smurðar
með smjöri og þunnar sneiðar af laxi lagðar
á. Skreytt með sýrðum agúrkum, kapers eða
mayonnaise
Nú líður ekki á löngu þar til við getum
farið að færa okkur grænmetisuppskriftir í
nyt, og hér er ein slík:
Blómkáls-„gratín“.
1—2 blómkálshöfuð, vatn, salt, 30 gr.
smjörlíki, 30 gr. hveiti, ca. 3 dl. blómkáls-
soð, 2 eggjarauður, 1 egg, salt, rasp, rif-
inn ostur, tómatar.
Blómkálið er soðið í léttsöltuðu vatni. Smjör-
líkið brætt, hveitið hrært út í, og þynnt út
með soðinu. Jafnað með eggjarauðunum. Eld-
fast mót er smurt, blómkálshöfuðin lögð í það,
og jafningnum hellt yfir. Raspi og rifnum osti
er blandað saman og stráð yfir jafninginn.
Fatið er sett í ofn og þetta bakað í hálfa
klukkustund. Tómatarnir eru skornir í skífur
og settir á fatið rétt áður en það er borið
fram.
SNIÐ FRÁ VUGUE
J