Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 16
/ s k u g g a g á I g a n s
Framhald af bls. 13.
„Nú?"
Makalaust, hve mikilli sálarró stúlkan var gædd! Eða var hún svona
góður ieikari? Hún svaraði eins og þetta kæmi henni ekki við — og
eins og það kom henni raunar ekki við sem fanga.
Ég benti. „Komdu svolítið nær." Svo lækkaði ég röddina. „Það vannst
enginn tími til að segja þér þetta í gærkvöldi. Robert var kominn á
Continental-listann. Þetta er kannski heppni; ég veit það satt að segja
ekki. Hvað um það, Continental járnbrautafélagið er búið að taka níutíu
fanga á leigu og þú verður meðal þeirra. Þetta er uppi i fjöllunum
fyrir vestan Kenham. Eg verð með."
Hún kinkaði kolli og ég hélt áfram; „Þegar þangað kemur, röbbum
við betur saman. Þú þarft að segja mér allt af létta um föður þinn,
dauða hans, handtökuna, málareksturinn og svo framvegis. Allt, skilurðu!"
„Já, ég skil."
„Eg get engu lofað, en ég geri hvað ég get. Ef mér tekst að grafa
eitthvað upp, ef eitthvað í sambandi við þennan Stephen Klinker lækni
skyldi til dæmis benda til þess að þú sért eins saklaus og þú segir, þá
þarftu engu að kvíða."
„Já.“ Hún hneigði höfuðið aftur. Svo leit hún beint framan í mig.
„Og ef ekkert skyldi sannast . . .“
Ég horfði í augun á henni. ,,Ef ekkert sannast, þá verðurðu að taka
afleiðingunum. Ég mun láta það afskiptalaust, hvað þú gerir. Mín vegna
geturðu haldið áfram . . .“ Eg ypti öxlum og lauk ekki við setninguna.
„Ég skil." Hún hrukkaði ennið. „Þetta er sjálfsagt ekki nema sann-
gjarnt. Já, því er ekki að neita, að þeir dæmdu mig seka.“
Ég sló úr pípunni, tróð í hana aftur og kveikti í. Ég leit í kringum
mig og tók eftir því, að hinir fangarnir gáfu okkur engan gaum. Það var
góðs viti. Þeir bjuggust ekki við neinum sérstökum tíðindum. Með öðrum
orðum vissu þeir ekki annað en ég væri að tala við venjulegan fanga.
AUSTAN FRÁ ASÍU
ÞESSI maður er sjómaður. Hann er búsettur í Indo-Kína. Hann
var háseti á skútu, sem Sameinuðu þjóðimar tóku á leigu fyrir
skemmstu, þegar þær sendu nefnd sérfræðinga til landsins hans.
Þeir eiga að vera stjórninni þar ráðgefandi i efnahags- og fram-
leiðslumálum. Þrettán em þegar komnir á áfangastað.
Nú virti ég þennan fanga fyrir mér. Nei, leyndarmálið var í lítilli
hættu. Það var furðulegt, hve persónulausir menn urðu þegar þeir voru
komnir í þennan afkáialega búning. Jafnvel ungi’i stúlku — laglegri
stúlku í þokkabót — breytti hann i óhrjálega og allt að því óþekkjanlega
skrípamynd af sjálfri sér. Það var ekkert — nákvæmlega ekkert — það
við fangann, sem stóð andspænis mér, sem gaf ókunnugum ástæðu til
að rengja það, að hann væri þessi Robert Flowers, sem harni lést vera.
Sú Gwen Benson, sem ég horfði á, var bara venjulegur fangi í fremur
harðneskjulegu umhverfi. Karl eða kona? Sú spurning hvarflaði ekki
að manni. Tugthúslimur, það var allt og sumt.
Nú spurði hún, og í röddinni var þetta þreytulega tómlæti, sem maður
verður svo oft var við í fangelsum: „Var það nokkuð fleira?"
„Nei, ég held ekki."
Hún kinkaði kolli og rölti af stað og stígvélin flæktust enn fyrir
henni. Ég horfði hugsi á eftir henni, sneri mér svo á' hæl og lagði af
stað upp úr grjótnáminu. Þegar ég gekk fram hjá Rex Carson, kallaði
hann allt í einu; „Nokkuð nýtt um kvenmanninn, Gaston?"
Var tónninn dálítið ögrandi?
Ég gekk til hans. „Hvað áttu við?"
„Ég spurði bara sísvona."
„Þú munt hafa gleymt því, að þið eigið ekki að spyrja spurninganna,
þú og þínir Hkar. Þið eigið að svara, ef eitthvað er.“
Hann brosti, Það var kuldalegt bros — og kannski dálítið drýginda-
legt. „Já, við segjum það, segjum ég hafi gleymt mér lítijsháttar."
Hann virtist vera að storka mér af ásettu ráði. Ég velti þessu fyrir
mér á leiðinni til baka til fangelsisins, og mér var dálítið órótt. Þóttist
hann kannski hafa efni á að storka mér? Vissi hann kannski þá hluti,
sem gáfu honum höggstað á mér? Vissi hann kannski . . . allt um
Gwen Benson?
Ég gaf honum hornauga um kvöldið, þegar við vorum að læsa
klefunum. En hann leit ekki á mig hvað þá meira, slengdi sér orðalaust
upp á svefnbríkina og sneri sér til veggjar. 1 kvöld að minnsta kosti
ætlaði hann ekki að hafa sig í frammi.
Ég ypti öxlum og sneri mér við. Svo snarstansaði ég og starði fram
ganginn. Ég sá á bakið á Tom Mugridge, breitt og kraftalegt undir
ltrumpnum einkennisjakkanum. Húfan var aftan á hnakka, hendurnar á
kafi í buxnavösunum. Andspænis honum stóð Gwen Benson, öðru nafni
Robert Flowers, sautján ára piltur með tuttugu ára dóm.
Mugridge skaut fram þrútnu andlitinu og sagði eitthvað.
Gwen stóð hreyfingarlaus fyrir framan hann og laut höfði
Mugridge tók hægri hendina úr vasanum og sló reiðilega til hennar
með krepptum hnefanum. Höggið kom á öxlina á henni' og hún hröklaðist
upp að klefarimlunum, bar fyrir sig hendurnar og starði á hann felmstruð
og undrandi. Þá hvæsti hann eitthvað framan í hana, sópaði henni til
hliðar og kjagaði fram ganginn eins og afkáralegur fíll. Gwen stóð eft-
ir, studdi sig við rimlana og horfði á eftir honum.
Ég flýtti mér til hennar. „Hvað kom fyrir?"
Hún var föl og hristi höfuðið tómlátlega, eins og hún væri að reyna
að átta sig á því, sem gerst hafði. Svo strauk hún hendinni hægt yfir
augun og sagði: „Ég mun hafa verið að kynnast manninum, sem þú
spurðir um í dag. Mugridge kallaðirðu hann víst."
„En hvað vildi hann þér?"
Hún hrukkaði ennið hugsi. „Hvað vildi hann? Hann var drukkinn.
Ég skildi hann ekki strex og þá var eins og . . . eins og . . . Ég hef
aldrei séð svona andlit! Það var líkaat hroðalegri grímu. Ég vissi ekki
hvað hann vildi. Og svo skildi ég loksins, að hann var kominn til þess að
skoða mig, eins og maður skoðar fénað. Ég átti víst bara að standa
þarna kyrr á meðan, það var allt og sumt." Hún þagnaði andartak, bar
hendina upp að hálsinum og horfði á mig stórum augum. Svo sagði hún
stillilega: „Mér skildist að hann væri að ganga úr skugga um, að Con-
tinental járnbrautafélagið tapaði ekki á viðskiptunum."
Ég tók í handlegginn á henni og opnaði klefann. „Svona nú, inn með
þig," sagði ég. „Þú slappst vel. Reyndu bara að flækjast sem minnst
fyrir honum framvegis."
Viðkvæmni átti ekki heima á þessum stað. Það var ekkert unnið
með langdregnum og langsóttum útskýringum. Svona leit þessi heimur
út sem hún hafði hafnað í. Svona voru staðreyndirnar, og því fyrr sem
hún kynntist þeim því betra.
Það var enda engu líkara en hún gæti lesið hugsanir mínar. Hún losaði
handlegginn á sér og sneri sér beint að mér. Hún brosti, dálítið kulda-
lega ef til vill, og sagði: „Hafðu engar áhyggjur af mér. Ég get verið
ótrúlega hörð af mér. Mundu, að ég hef allt að vinna, öllu að tapa."
Hún rétti úr sér og brosið lék enn um varir hennar þegar hún benti með
fingrinum á sjálfa sig og sagði: „Gleymdu heldur ekki, að ég klæddist
ekki þessum búningi að gamni mínu. Og í dag hef ég kynnst því, hvað
það þýðir að bera hann."
Framháld í nœsta blaöi.
16