Vikan


Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 10

Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 10
/ LÁN I ÖLÁNI Gissur: Ég kem í hvlnandi hveTli Dúdcli minn. Ég er aö klœða mig. Dúddi: Haldið eftir stól handa Gissurri. Hann fer að koma! Gissur: Nú er mér nóg boðið! Fimm- tíu dollara seðillinn er horfinn! Og ekki fer ég til Dúdda blankur. Rasmína: Þú heyrðir hvað ég sagði! Farðu með kommóðuna upp á herbergið hans Bimma bróður mlns! Ég œtla að gefa honum hana. Gissur: En, Rasmína, þetta er kommóðan- m í n ! Rasmína: Þú áttir hana áttu við. Og stein- haltu þér svo sanian. Gissur: Ef Bimmi þarf endilega að eiga komm- óðuna, œtti hann að minnsta kosti að fá að drösla henni upp sjálfur. Rasmína: Þú veist að vesalingurinn má ekki reyna á bakið á sér. Annars mundi hann ekki láta sig muna mikið um þetta. Gissur: Svo mikið er víst að það var ekki vinna sem eyðilagði bakið í fuglinum þeim! Gissur: Púí! Ekki grunaði mig, að kommóðan vœri svona þung. Bezt ég taki skúffurnar úr henni. Gissur: Nei, livert þó í logandi! Þarna kemur þá seðillinn! Hann hefur setið fastur bak við skúffuna. Rasmína: Jæja, þetta var ekki eins erfitt og þú œtlaðir, var það? Líður þér nú ekki vel eftir að vera búinn að gera þó þetta gagn? Gissur: Sannarlega, Rasmina! Ég hef aldrei á œvinni liaft eins mikið gagn og gaman af því að taka til höndunum. BLESSAÐ BARNIÐ Varaðu þig á ókunna manninum, sem þú kannt að mœta í útlöndum. Þar eru nefnilega — PEUJÐMANNLEGER 8VEKAHRAPPAR KONAN var gráhærð og góðleg og svipurinn alveg einstak- lega heiðarlegur. Fáir hefðu hikað við að treysta henni. Hún var eftirlitskona í veitingahúsi í London, og henni tókst að sannfæra vinnufélaga sína um, að hún gæti tvöfaldað peningana þeirra með viturlegum verðbréfakaupum. Skrif- stofumaður fékk henni 7,000 krónur til ráðstöfunar, og rösk- lega sextug ræstingakona gekk í gildruna og afhenti henni aleigu sína, um 12,000 krónur. Menn eru furðu trúgjarnir „Grandvara“ gráhærða konan var alls búin að komast yfir nærri 100,000 krónur með þessum hætti, þegar lögreglan skarst í leikinn. 1 ljós kom, að hún hafði sólundað megninu af pen- ingunum. Hún var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi. Það er algengt erlendis að menn verði fyrir barðinu á fólki af hennar tagi. Milljónir króna eru árlega hafðar út úr fólki með skrumloforðum og prettum. Það er furðulegt, hve menn geta verið trúgjarnir. I Bretlandi gerðist það fyrir skemmstu, að svikahrappur var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann hafði verið á geðveikrahæli, þegar hann var hvað stórtækastur! Svo kænlega starfaði hann, að honum tókst meir að segja að fá hjúkrunarkonurnar og gæslumennina til að afhenda hon- um sparifé sitt „til ávöxtunar“. Það er mjög algengt bragð að selja fölsuð verðbréf. Svika- hrappurinn þarf fyrst að komast í kynni við karl eða konu, sem á nóg af peningum. Að því loknu tekur hann sér fyrir hendur að telja hinu væntanlega fórnarlambi trú um, að hann stundi kauphallarbrask og hafi hagnast vel á kaupum og sölu verðbréfa. Það bregst varla, að fórnarlambið biður „fjármálasnilling- inn“ að kaupa fyrir sig nokkur góð verðbréf. Svindlarinn lætur sem hann vilji helst ekki gera þetta, en lætur að lokum til leiðast. Hann kaupir nokkur verðbréf í nafni fómarlambsins — og þau gefa af sér nokkurn arð. Fórnarlambið er auðvitað himinlifandi — og treystir „vel- gerðarmanni" sínum eftir þetta skilyrðislaust. Skömmu seinna lætur svikahrappurinn á sér skilja, að hann hafi frétt 'að selja eigi alveg einstaklega arðvænleg bréf. Fórn- arlambið ætlar að ganga af göflunum. Það vill ólmt fá eitt- hvað af þessum bréfum, eitthvað af þessum örugga gróða. Það fær „fjármálasnillingnum" þúsundir eða jafnvel tugþúsund- ir af sparifé sínu og biður hann eins og guð sér til hjálpar að ganga frá viðskiptunum. Og hann tekur við peningunum og hverfur. Pennavinir geta verið varhugaverðir erlendis, því að þjófar bregða sér mjög oft í gerfi þeirra frómu sálna til þess að kom- ast í samband við vænleg fórnarlömb. Einmana, brezk ekkja eignaðist pennavin, og þegar fundum þeirra bar saman, tókst með þeim náin vinátta. Svo hugði hún að minnsta kosti. Hann bauð henni heim til sín í London, og tók á móti henni í forkunnarfögru húsi. Hún hafði orð á því, að hann virtist hafa nóg af peningum, og haim svar- aði brosandi, að það hefði hann reyndar. Svo trúði hann henni fyrir því, að hann verslaði með verðbréf. Það var gamla sagan, og konan gekk í gildruna. Hún fékk honum aleigu sína — 270,000 krónur — til kaupa á verðbréf- um. Hún hefur ekki séð hann síðan. Rannsókn leiddi í ljós, að þjófurinn hafði tekið húsið á leigu með öllum innanstokksmunum — til nokkurra vikna. Það var leiksviðið. Líka kom á daginn, að einn af hverjum fimm- tán meðlimum pennaklúbbsins, sem ekkjan hafði gengið í, var dæmdur afbrotamaður! Margir svindlarar sæma sjálfa sig hinum virðulegustu titl- um. Náungi, sem dreginn var fyrir rétt í London í vor, kall- aði sig höfuðsmann í hernmn og tjáði hverjum, sem heyra vildi, að hann hefði fengið tvö af æðstu heiðursmerkjum Breta í heimsstyrjöldinni. I þokkabót hampaði hann svo „prófi“ frá kunnum háskóla. Það fór ekki hjá því, að jafn mikill afreksmaður gengi í augun á kvenfólkinu, enda féfletti hann það vægðarlaust. Hann var handtekinn í sambandi við ávísanafölsun. Þar sem það ríður á miklu fyrir fantana, að fólk treysti þeim, bregða þeir sér iðulega í gerfi presta, sem í orði kveðnu eru að berjast fyrir einhverju stórkostlegu mannúðarmáli. Þeir eru oft góðir leikarar og þeir eru tíðast mjög tunguliprir. Þess eru dæmi, að þeir noti póstinn til óþokkaiðju sinnar. Einn náðist fyrir skömmu, sem sent hafði frá sér urmul bréfa í nafni ímyndaðra hjálparsamtaka, sem svo átti að heita, að væru að safna fé til bágstaddra. Svo kænlega voru bréfin samin, að hvðrki meira né minna en 73 móttakendur sendu peninga. Þessi var hreinasti snillingur Þessi náungi var vandvirkur og varkár og hann setti sjón- leik sinn á svið af mikilli nákvæmni. Til dæmis samdi hann einkar snotran bækling um starfsemi ,,hjálparsamtakanna“, og styrktarmeðlimir fengu árlegt yfirlit yfir starfsemi þeirra. Áður en lögreglan tók í lurginn á homun, var hann búinn að eignast fallegt hús, fínan bíl og álitlega bankainnstæðu. Lögreglan upplýsir, að engir lögbrjótar séu eins hálir og þeir svikarefir, sem hér hefur verið lýst. Sumir starfa víða um lönd og eru til á lögregluskrám út og suður, en þeir eru svo slungnir, að nærri ógerlegt er að afla sönnunargagna gegn þeim. Lögreglan verður að láta sér nægja að bíða — og vona. — PHILIP DERBYSHIRE fwjf mSéá Lilli: Þakka þér fyrir kraftastangimar, pabbus minn. Ein- mitt það sem ég þarfnaðist! Pabbinn: Ef þú notar þær daglega, Lilli minn, þá verðurðu þreyttan. Ég ætla að segja honum að hvíla sig núna. gríðarlega vöðvastœltur. Mamman: Jœja, Lilli var þá ánœgður með stangirnar? Lilli: Þetta var nú meira puðið! Þetta hlýt Pabbinn: Held nú það! En hann má ekki gera sig of ur að nægja í dag. Lilli: Varstu að spyrja um pabba? Nei, hann er ekki hérna. Mamman: Drottinn minn! Hvar í veröldinni getur hann verið? Ég sem sá hann rétt i þessu ganga hingað inn! ' 'f- . :/ M-V: 10 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.