Vikan


Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 9

Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 9
ur ekki. ,,Um þetta leyti liófst ,,áttavillutímabil“ mitt“, seg- ir Bob. Hann reyndi sig við skriftir. Hann reyndi að gerast útvarps- maður og dægurlagasmiður. Enginn vildi kaupa það sem hann samdi. Hann reyndi að fá vinnu sem leikari. Hann ráfaði á milli mannanna, sem önnuðust ráðningar fyrir leikhúsin og kvik- myndaverin. Þeir horfðu framan í hann og sögðu, að hann væri ekki nógu laglegur. Hann reyndi herinn og flotann. Mönnunum þar fannst hann alveg nógu laglegur — þeir tóku hann ekki vegna þess, að hann var veikur í eyrum. Svo þessu lyktaði með því að hann fékk sér vinnu í flug- vélaverksmiðju. í fyrsta skipti á ævinni hafði hann fastan vinnu- tíma. 'J'ilbreytingarleysið var nærri búið að drepa hann. Hann vissi, að hann yrði að hætta, þegar hann varð stein- blindur í 24 tíma. Læknirinn, sem sent var eftir, tjáði honum, að blindan stafaði af því, að hann væri að neyða sjálfan sig til að gera þá hluti, sem hann hataði. Bob byrjaði aftur að heimsækja kvikmyndaverin. Og einn góðan veðurdag var honum sagt, að hann gæti fengið agnar- lítið hlutverk. Árangurinn var hvert hlutverkið á fætur öðru — í kúreka- myndum. Bob segir, að hann hafi dreymt um að verða mikill skap- gerðarleikari. „Ég vildi fá að glíma við erfið hlutverk. Ég vildi leika í nokkur ár og safna peningum — og kveðja síðan kvikmynd- imar fyrir fullt og allt og setjast að uppi í sveit.“ En hvað skeði ? Bob segir: „RKO kvikmyndafélagið lét mig í rauninni leika sama hlutverkið í tíu ár. Svo vildu þeir að ég tíndi af mér spjarirnar í myndunum. Svo ég fitaði mig og líktist helst búlgörskum glímukappa, þegar ég fór úr skyrtunni.“ Svona orðar Bob þetta. Þó er sannleikurinn sá, að hann mátti vera mjög ánægður með feril sinn. Hann var orðinn fræg- ur, peningarnir streymdu inn, hlutverkin fóru að ýmsu leyti batnandi. Svo gerðist það 1949, að hann var handtekinn með leikkon- unni Lilu Leeds og vinkonu hennar og sakaður um að eiga eiturlyfið marijuana í fórum sínum. Jafnvel Bob gat ekki afgreitt þetta með því að ypta kæru- leysislega öxlum. Hann var dreginn fyrir rétt, sat 60 daga í fangelsi og fór þaðan beint til vinnunnar. Blöðin gerðu sér eins og vænta mátti mikinn mat úr þessu. Bob segir: „Ég held ég hefði getað sannað, að ég var saklaus. En það hefði orðið á kostnað ýmsra annarra.“ Svo mikið er líka víst, að þegar lögfræðingur leikarans fékk málið tekið upp aftur, var hann gjörsamlega sýknaður af ákær- unni. „Ég var beðinn afsökunar og refsingin var strikuð út úr dómsbókunum," segir Bob. „En blöðin nenntu víst ekkert að vera að eltast við slíka smámuni og upp frá þeim degi var ég hinn forherti Robert Mitchum. „En Dorothy stóð alltaf við hlið mér. Hún tréysti mér. Hún vissi, hvernig í sannleikanum lá. Hvað kemur mér það þá við, hvað aðrir hugsa og segja?“ Robert Mitchum hélt áfram að leika, þegar úr fangelsinu kom, og það er útlit fyrir, að hann eigi eftir að sjást á sýn- ingartjaldinu í mörg ár ennþá. Það lítur líka út fyrir, að hann ætli að halda áfram að vera uppreisnarseggurinn, sem lifir sínu eigin lífi og lætur allar aðdróttanir eins og vind um eyrun þjóta. Hann segir: „Ég er ekkert hræddur við rógstungurnar. Ég er enginn væskill. Mér er alveg óhætt.“ — LIONEL CRANE. | NÚTÍMINN [ | rr'IL þess að lýsa því, hve hratt nýjustu orustuflugvélar | | Bandaríkjamanna geta flogið, segir forstjóri einnar f | verksmiðjunnar, sem framleiðir þær: „Ef skotið yrði á I f flugvélina úr venjulegri fallbyssu með sextán tommu f f hlaupvídd, og ef svo vildi til, að flugmaðurinn kæmi auga f | á kúluna, gæti hann vikið sér undan, flogið upp að kúl- | f unni til þess að athuga hana og síðan flogið frá henni — f I í sömu stefnu og hún. Köldu ROYAL-búðingarnir eru Ijúf- fengasti eftirmatur, sem völ er á. Svo auðvelt er að matreiða þá, að ekki þarf annað en hriera innihaldi pakk- ans saman við kalda mjúlk, og er búð- ingurinn þá tilbúinn til framreiðslu. Reynið ROYAL-búðingana, og þér verðið ekki fyrir vonbrigðum. Dömur Herrar NÝTT NÝTT OATINE FILMS MASKE Þetta nýuppfundna undracreme er borið á andlit og háls. t>að þomar á örfáum mínútum og er þá strokið af með köldu vatni. Árangurinn er undraverður: Andlit yðar yngist upp; þreytu- svipur og hrukkur hverfa. Andlitið verður slétt og mjúkt. Óhreinindi í húðinni eru einnig á burt. Oatine films maske er einn bezti árangur, sem vísindamenn hafa náð í framleiðslu snyrtivara á seinustu 25 árum. Hjá Englendingum, sem taldir eru mjög fastheldnir hvað snyrtingu viðkemur, sló Oatine films maske, eða Facial Pack eins og þeir kalla það, I gegn á svipstundu. Oatine films maske hefir farið sigurför um mörg lönd. Reynzlan er ólýgnust. Kaupið yður túbu strax í dag. Fylgið leiðarvísinum ná- kvæmlega. Oatlne films maske fæst í þessum snyrtivöruverzlunum: Hygea. Oculus. Remedia h.f. Sápuhúsið. UMBOÐSMENN. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.