Vikan


Vikan - 09.08.1956, Qupperneq 4

Vikan - 09.08.1956, Qupperneq 4
Ævintý rið THI fl* V II Ævisaga annáluðustu kvikmyndastjörnu veraldar FOBSAGA: Greta Gustafson hóf fer- il flhon í fátieklegu hverfi í Stokkhólmi. Hana hafði lungi <1 reymt nm að verða kvikmyndaleikkona, þegar kvikmynda- stjórinn frægi Mauritz Stiller tók hana upp á sfna arma og byrjaði, öllum til mikillar furðu, að kenna henni allt smátt sem stórt í sambandi við leik hennar og lifnaðarhætti. Honum tókst eftir mikla erfiðleika að gera hana að dáðri kvik- myndastjömu í Hollywood, en kvikmynda- félögin þar kunnu ekki að meta hann. Hann sneri því vonsvikinn heirn til Sví- þjóðar, þar sem hann lézt skömmu síðar. En rétt áður hafði ástaræfintýri Gretu og kvikmyndaieikarans John Gilberts, sem allur heimurinn talaði um, farið út um þúfur vegna ósamlyndis þeirra. Upp frá þessu varð Greta ómannblendin og fór í felur. Koma talmyndanna varð henni, eins og öllum öðrum útlendum Ieikurum í Holly- wood, hættuleg, en með „Önnu Kristínu" vann hún stórkostlegan sigur á þeim erfið- leikum. 21. KAFLI. Samningurinn sem Greta Garbo hafði gert við Metro árið 1927 gekk úr gildi í júní 1932. Á þess- um sjö árum í Hollywood voru tekjur hennar komnar upp í 1,300,000 dali (Tékjurnar fyrir ár- ið 1932 eitt voru 312.000 dalir). Á þeim tíma voru skattarnir tiltölulega lágir. Greta hafði líka iifað ákaflega fábrotnu lífi. Og 26 ára gömul var hún orðin milljónamæringur. Það fór ekki leynt að hún var orðin þreytt á að leika í kvikmyndum i Ameríku. Hvað mundi hún nú gera, þegar samningur hennar rynni út? Mundi hún halda áfram á frægðarbraut sinni eða fara að leika ósamningsbundið þegar henni biði svo við að horfa ? Það var — eins og New York Herald Tribune skrifaði „mikilvægt atriði fyrir bandaríska kvikmyndahúsgesti“. En Bandaríkjamenn höfðu önnur vandamál á sinni könnu um þær mundir.vMeð hverjum deg- inum sem leið færðist landið nær óskaplegri kreppu. Bankar fóru á höfuðið, og hinir stóru hópar atvinnuleysingja fóru daglega stækkandi. En Bandaríkjamenn höfðu önnur vandamál á sinni könnu um þær mundir. Með hverjum deg- inum sem ieið færðist landið nær óskaplegri kreppu. Bankar fóru á höfuðið, og hinir stóru hópar atvinnuleysingja fóru daglega stækkandi. 1 Washington var farið í kröfugöngu gegn stjórninni. 1 Genf sat ráðstefna um afvopnunar- málin í fimm mánuði, án þess að nokkur ár- angur næðist. Á Lausanneráðstefnunni um lækk- un stríðsskuldanna stóð allt fast. 1 Berlín setti Hindenburg ríkiskanslari Franz von Papen í stað- inn fyrir Briining og leiðin lá Hitler opin. En aðdáendur Gretu höfðu lítinn áhuga á þessu öllu. Blöðin voru full af greinum með fyrirsögnum sem þessum: „Tímamót! Kemur Greta Garbo aftur", „Hverfur Garbo af sjónarsviðinu?“ „Urn þessar mundir beinast augu allra áhugamanna um kvikmyndir að hinni sérkennilegu, þögulu leikkonu,* sem nú stendur á tindinum og verður að ákveða sig“, stóð í grein, sem var einkennandi fyrir þessi skrif. „Leiðirnar liggja beint fram- undan. Önnur til frægðar og meiri auðæfa. Hin til hfsins, innan um sína líka; hún getur ferðast til Napoli, Rómaborgar og allra annarra furðu- borga gamla heimsins. Þegar nafn Gretu er ekki lengur á hvers manns vörum og nærvera henn- ar stofnar ekki lengur til múgæsinga, þá getur hin dularfulla kona kvikmyndanna loks lifað því lífi,. sem hún þráir i hjarta sínu.“ Tveim dögum áður en samningurinn var út- runninn kom hin langþráða tilkynning. Fólk fékk að vita, að Greta ætlaði að fara frá Holly- wood til að setjast að í Svíþjóð fyrir fullt og allt. Metro-Goldwyn gaf henni handtösku að skilnaði. En hún gaf félagi sínu engin jákvæð vilyrði varðandi framtíðaráætlanir sínar í 'staðinn. Eftir mánaðar iðjuleysi í Kaliforníu, ferðaðist Greta til New York með vinkonu snni, Mercedes de Acosta, sem var þekkt heimskona, listaunn- andi og tízkudama. Greta settist að á Gramatan hótelinu, í lítt kunnu umhverfi i Bronzville. Þeg- ar fréttamennirnir hittu hana þar, sat hún fús- lega fyrir hjá ljósmyndurunum, en neitaði að svara nokkrum spurningum. Þegar hún var spurð um það, hvort hún hefði í hyggju að gifta sig erlendis, svaraði hún ákveðin: „Nei, nei, nei"! VEIZTU í. 2. 3. 4. 5. 6. Hvað hét Rakarinn í Sevilla? Hvaða maður hefur oftast myndað | stjóm á Islandi? | Er hægt að nota venjulega sög, eins I og trésmiðir nota, sem hljóðfæri ? Hvar er Hjörtsey? Hvar verða næst haidnir Olympiu- i leikar ? Hver var fyrsta teiknimynd Walts = Disney, sem tók venjulegan sýningar- i tíma? s Hvað em krókódílatár ? Eftir hvem er Messíasar-oratorium ? i Hvemig bygglr hrafninn hreiður sitt? | Gáta: Hver er sá spegill, spunninn af guði, bjartur á að vera, en blettóttur er oft; 5 líkam sinn sjá þar lýðir engir, en sál sína má þar sérhver skoða? B Framhald á bls. 2. B B B 30. júlí sigldi hún heim á Gripsholm. Hún hafði gert óvenju miklar ráðstafanir til að fá að vera í friði. Hún hafði komið þvi svo fyrir að nafn hennar stóð ekki á farþegalistanum, og hún var komin um borð daginn áður en ,,Gripsholm“ átti að sigla. Fréttamennirnir komust samt að því, að hún væri búin að koma sér fyrir í káetu nr. 1 á A-þilfari, en utan við dyrnar fundu þeir tvo einkalögreglumenn. En sigur Gretu var ekki fullkominn. Hneykslis- blaðið „The New York Daily Express" hafði gert sér það ómak, að láta einn af starfsmönnum sin- um, Grace Robinson, ferðast með „Gripsholm". Hin kunna blaðakona okkar, Grace Robinson, fylgir Gretu á ferð hennar, hún mun lýsa heim- ferð Gretu til ættlands sins með skeytasending- um“, tilkynnti blaðið ekki lítið stolt. „Enginn þekkir Garbo í raun og veru, en þið munið fá tækifæri til að kynnast henni, ef þið lesið grein- ar ungfrú Robinson í „Fréttunum“.“ Það átti eftir að koma í Ijós að blaðið hafði bæði ofmetið sjálft sig og blaðakonu sína. Greta dvaldist í Svíþjóð i átta mánuði. Henni tókst að mestu að forðast alltof ágenga áhang- endur og lifa því fábrotna og kyrrláta lífi, sem hún óskaði sér. Hún eyddi mörgum vikum með móður sinni og bróður í skerjagarðinum utan við Stockholm. 1 september sneri hún aftur til Stockholms, leigði sér eins herbergis íbúð með húsgögnum og fór aftur að umgangast noklcra sænska vini sína. Mercedes de Acosta heimsótti hana og þær sáust saman í Óperukjallaranum og á Cecil. Stockholmsbúar létu hana í friði — kannski af því að þeir litu á hana sem heima- manneskju — og hún gat farið í gönguferðir og verzlað, án þess að á hana væri starað eða eiginhandarsafnarar ásæktu hana. Stundum fór hún í litlu kvikmyndahúsin, eins og „Bostock" og „Apollo“, sem sýndu eldri myndirnar hennar. En þegar myndin „Göfgi og fall konu“ var frum- sýnd, olli hún Stockholmsbúum aftur á móti vonbrigðum með því að vera ekki viðstödd, þó móðir hennar, bróðir og mágkona væru það. Eitt Stockholmsblaðanna skrifaði af samúð um „hin- ar hörmulegu vinsældir hennar". Verkfræðingurinn og byggingarmeistarinn Max Gumpel tilheyrði hinum fámenna vinahópi henn- ar. Þau höfðu kynnzt strax þegar hún vann hjá PUB. Þá höfðu þau hitzt nokkrum sinnum og Gumpel boðið henni til miðdegisverðar. Hann gaf henni þá gullhring með ltlum demanti. „Það var engu líkara en ég hefði gefið henni ensku krúnugimsteinana", segir hann. Eftir það hitt- ust þau ekki aftur fyrr en árið 1932. Hún hringdi þá á skrifstofuna til hans og bað hann um að geta hver þetta væri. Þegar hún svo sagði hon- um hver hún væri, hélt hann að einhver væri að gabba sig. Hann bauð henni samt sem áður til miðdegisverðar heima hjá sér og sagði, að klæðnaðurinn væri smoking. Greta sagði að hún hefði engan kvöldklæðnað. Komdu samt, sagði Gumpel. Þegar hún svo kom, bar hún einn ein- asta skartgrip — gullhringinn með demantinum frá honum. Nú fannst mér líka þetta vera einn af ensku krúnuskartgripunum, og það var henni 4

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.